Morgunblaðið - 19.10.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 19.10.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters Til mikilla átaka kom í Mínsk á sunnudag er um 20.000 manns mótmæltu áformum Lúkashenkos forseta um að sameina Hvíta-Rússland og Rússland. Slösuðust tugir manna og um 200 voru handteknir. Fyrirhugaðri sameiningu Hvíta-Rússlands og Rússlands mdtmælt í Minsk Tugir manna særðust í miklum átökum ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 29 Microson* Novell mmmmp Adobe Eru hugbúnaðarmál í lagi ...hjá þfnu fyrirtæki? Hugbúnaður er verndaður af lögum um höfundarétt. Margir tölvunotendur skáka í því skjólinu að þeir viti ekki hvort forrit eru afrituð eða ósvikin. Þetta er ekki gild afsökun. Nú er verið er að skera upp herör gegn hugbúnaðarstuldi — ert þú með hreina samvisku? Fengi tölvan þín hreint sakavottorð? © 559-4000 ...hringdu núna Þjónusturáðgjafar Tæknivals veita öll svör við spurningum um hugbúnað og þau leyfi sem nauðsynleg eru fyrir löghlýðna tölvunotendur. Tæknival www.taeknival.is Andstæðingar Lúkashenkos forseta handteknir eða hverfa sporlaust Minsk. Reuters. NOKKRIR tugir manna meiddust á sunnudag er lögreglan í Hvíta- Rússlandi lét til skarar skríða gegn fólki, um 20.000 manns, er safnast hafði saman til að mótmæla áætlun- um Alexanders Lúkashenko, for- seta landsins, um að sameina landið Rússlandi. Ráðgjafi forsetans sagði í gær, að lögreglan myndi beita fullri hörku til að koma í veg fyrir, að mótmæli af þessu tagi endur- tækju sig. Efnt var til mótmælanna í einu úthverfa Minsk, höfuðborgar Hvíta-Rússlands, en er fólkið reyndi að ganga þaðan að forseta- skrifstofunum í miðborginni réðst óeirðalögregla gegn því með kylfur að vopni. Grýttu þá mótmælendur lögregluna og kom til mikilla átaka. Var fjöldi manna fluttur á sjúkra- hús og þar á meðal tveir lögreglu- menn. Um 200 mótmælendur voru handteknir, þar á meðal tveir leið- togar stjórnarandstöðunnar í land- inu. Sagt er, að 15 aðrir séu nú í fel- um. „Til Evrópu án Lúkashenkos" Mótmælendur héldu á loft hvít- rússneska fánanum og Evrópufán- anum og rifu í sundur drög að sam- bandssáttmála Rússlands og Hvíta- Rússland. Á spjöldum, sem fólkið bar, stóð meðal annars: „Til Evrópu án Lúkashenko." Lúkashenko efndi til umdeildrar þjóðaratkvæðagreiðslu 1996 og í kjölfarið leysti hann upp þingið og stjórnar nú í raun sem einvaldur. Hafa margir leiðtogar stjórnarand- stöðunnar verið handteknir, yfir- leitt fyrir eitthvert fjármálamisferli að sögn yfirvalda, og sumir hafa horfið sporlaust, nú síðast Víktor Gontsjar, varaforseti þingsins, sem Lúkashenko leysti upp. Mótmælendum hótað fangelsisvist Míkhaíl Sazonov, ráðgjafi Lúka- shenkos, sagði í gær, að lögreglan myndi ekki taka neinum vettlinga- tökum á þeim, sem hygðust efna aftur til mótmæla, en tók þó fram, að stjórnvöld vildu eiga viðræður við stjórnarandstöðuna eins og ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, hefur krafist. Rússneska fréttastofan Interfax hafði hins vegar eftir Níkolaj Kúp- ríjanov, ríkissaksóknara í Hvíta- Rússlandi, að þeir, sem hefðu tekið þátt í mótmælunum á sunnudag, mættu búast við allt að fimm ára fangelsi fyrir „að trufla almanna- frið og reglu“. Hitablásarar K^Iþór hf RaykjavOc - Akuneyri Reykjavík: Ármúla 11 - sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka - sími 461-1070 adHHOMMÉSmMhA.'fu.... v>mia Viö gerum tilboð, þér aö kostnaðariausu, ■ gólfefni á stigahúsið. Þú getur valið úr hundruðum lita í öllum gerðum gólfefna. Sérhönnuð gólfteppi og gólfdúkar. Fagmenn okkar vinna svo verkið bæði fljótt og vel. Þú sparar tíma, fyrirhöfn og fé með því að láta okkur sjá um málið frá upphafi til enda. Tilboðin gilda til áramóta í eftirtöldum verslunum. Góðir greiðsluskilmálar. Raðgreiðslur VÍSA Grensásvegi 18 s: 581 2444 iiliMi Grensásvegi 18 s: 568 6266 TEPPABÚÐIN Suðurlandsbraut 26 s: 568 1950 Viltu endurnýja dúkinn eða teppið á stigann fyrir jól?

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.