Morgunblaðið - 19.10.1999, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Salurinn, Tónlistarhús Kópavogs
Ung sópransöngkona
á ljóðatónleikum
SÓPRANSÖNGKONAN Elín Huld
Ámadóttir heldur sína fyrstu opin-
beru einsöngstónleika á Islandi í
Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20:30.
Undirleikari á píanó er William
Hancox.
A efnisskrá eru sönglög eftir
Vincenzo Bellini og Hugo Wolf,
Mignon-ljóðin eftir Franz Schubert
I og einnig verða fluttir þrír ljóða-
ílokkar eftir Pál ísólfsson, Maurice
Ravel og Claude Debussy.
Elín Huld lauk söngkennara-
prófi frá Söngskólanum í Reykja-
vík vorið 1996 undir leiðsögn Dóru
Reyndal og Ólafs Vignis Alberts-
sonar og á sama tíma lauk hún
einnig B.Ed.-gráðu frá Kennarahá-
skóla íslands með tónmennt sem
valgrein. Haustið 1996 fór Elín til
Lundúna til tveggja ára framhalds-
náms í Trinity College of Music og
lauk þaðan námi vorið 1998. Elín
hefur sl. ár stundað einkanám hjá
bresku óperusöngkonunni Lillian
Watson og notið leiðsagnar Willi-
ams Hancox undanfarin tvö ár.
Ehn Huld hefur komið opinberlega
fram við ýmis tækifæri hér heima
og í London.
Wilham Hancox er kunnur píanó-
leikari bæði í heimalandi sínu, Bret-
landi, sem og erlendis. Hann hefur
haldið einleikstónleika og komið
fram sem undirleikari um allt Bret-
land, leikið í öllum helstu hljóm-
leikasölum Lundúna og í útsending-
um hjá BBC og Classic FM. Hann
hefur starfað sem kennari við Trini-
ty Cohege of Music, Guildhall
School of Music and Drama í
London og Britten-Pears School í
Aldeburgh. Hann heldur reglulega
námskeið fyrir undirleikara.
William er píanóleikari og list-
rænn stjómandi Weingarten-tón-
listarhópsins. Hann hefur áður
komið fram á Islandi og er meðlim-
ur í Félagi Islendinga í London.
Hinar gleymdu aríur
Mignon-ljóð Goethes, sem lögð
eru í munn munaðarlausu stúlkunni
Mignon í skáldsögu hans Wilhelm
Meister’ Lehrjahre, hafa verið við-
fangsefni margra tónskálda.
Schubert gerði nokkrar útgáfur af
sumum lögunum og var m.a. 11 ár
að fullgera hið þekkta lag Nur wer
Morgunblaðið/Sverrir
Elín Huld Árnadóttir heldur sína fyrstu einsöngstónleika hér á landi í
kvöld. Með henni á myndinni er píanóleikarinn WiIIiam Hancox.
die Sehnsucht kennt.
Páll Isólfsson samdi fjölmörg
sönglög, aðallega við Ijóð sam-
tímaljóðskálda, en aðeins einn Ijóða-
flokk, Söngva úr Ljóðaljóðum, við
ljóð Salómons konungs úr Biblíunni.
Þessi ljóðaflokkur, sem einnig er til
í hljómsveitarútgáfu, er sjaldan
fluttur í heild sinni hér á landi.
Ljóðaflokkur Ravels, Fimm vin-
sæl grísk ljóð, er algengur á efnis-
skrá söngvara um allan heim, enda
þykja þau hrífandi og skemmtUeg.
Ljóðaflokkurinn er saminn við grísk
þjóðlög í þýðingu M.D. Calvocoressi
á frönsku og voru upphaflega pönt-
uð fyrir fyrirlestur um þjóðlög und-
irokaðra þjóðfélagshópa.
Ljóðaflokkur Debussys Ariettes
Oubliées, Hinar gleymdu aríur, við
Ijóð Pauls Verlaine hefur sjaldan, ef
nokkum tíma áður verið fluttur í
heild sinni hér á landi. Debussy var
enn við nám er hann samdi fyrstu
lögin og var ljóðaflokkurinn fyrst
gefinn út árið 1888 undir heitinu
Ariettes. Fimmtán árum síðar var
hann endurútgefinn undir heitinu
Ariettes Oubliées og tileinkaður
söngkonunni Mary Garden, „hinni
ógleymanlegu Mélisande".
BM Vallá styrkir tónleikana.
Strákurinn sem
sá drauga
KVIKMYJVDIR
Laugarásbfó, Reyn-
boginn, Sambfóin
Álfahakka og Borgar-
bíó Aknreyri
SJÖTTA SKILNINGARVITIÐ
„THE SIXTH SENSE" ★★★★
Leikstjórn og handrit: M. Night
Shyamalan. Kvikmyndatökustjóri:
Tak Fujimoto. Tónlist: James Newton
Howard. Aðalhlutverk: Bruce Willis,
Haley Joel Osment, Toni Collette,
Olivia Williams, Trevor Morgan.
Spyglass Entertainment. 1999
BANDARÍSKA hrollvekjan
Sjötta skilningarvitið eða „The
Sixth Sense“ er með Bruce Willis í
aðalhlutverki en hún er alls ekki
þessi hefðbundna Bruce Willis-
mynd með skotbardögum og bfla-
eltingarleikjum og vondum leik
stjömunnar; enginn skyldi halda
það. Hún er miklu líkari Tom
Hanks-mynd en það skemmtilega
er að Willis á glettilega vel heima í
henni og hefur ekki leikið betur í
háa herrans tíð (ef nokkurn tíma).
En svo skiptir þetta kannski ekki
öllu máli með hann Willis okkar
því myndin reiðir sig fyrst og
fremst á góða sögu og er satt best
að segja einhver besta draugasaga
sem sögð hefur verið á hvíta tjald-
inu frá því Stanley Kubrick sendi
frá sér „The Shining".
Samanburður við „The Shining"
er ekki út í hött. Báðar eru magn-
aðar draugamyndir sem fjalla um
sakleysi barnsins gagnvart hinu
óþekkta og afskræmda. Saman-
burður „Skilningarvitsins" við
aðra draugamynd, Drauga eða
„Ghost“, er heldur ekki fjarri lagi
nema hér er um miklum mun betri
og djúphugsaðri spennumynd að
ræða.
Willis kemur ungum dreng til
aðstoðar sem á í mikilli sálrænni
kreppu því stráksi hefur þann
hæfileika að geta séð látið fólk og
það er allt í kringum hann. Hann á
í talsverðum örðugleikum með að
fást við skyggnigáfu sína því hann
hefur engan skilning á henni, ótt-
ast hana mjög og hún er að gera úr
honum hálfgerðan vesaling í skól-
anum, þar sem honum er strítt, og
heima hjá sér, þar sem draugarnir
sækja að honum með sífellt magn-
aðra áreiti. Eini vinur hans í
kreppu þessari er barnasálfræð-
ingurinn Willis, sem áður hefur
brennt sig á því að hugsa ekki
nógu ítarlega um skjólstæðing
sinn, og saman reyna þeir að graf-
ast fyrir um hvað draugaganginum
veldur.
Sjötta skilningarvitið birtist eins
og upp úr þurru í sumarvertíðinni i
Bandaríkjunum og fór öllum að
óvörum að raða inn tugum og »
hundruðum milljónum dollara í |
miðasölunni. Nú þegar maður hef-
ur séð hana undrast maður það
ekki. Hún kemur hreinlega eins og
ferskur andblær eftir verulega lít-
ið spennandi kvikmyndaúrval i
sumar og haust. Hún er æsispenn-
andi, frábærlega vel leikin og leik-
stýrt af glæsilegii næmi í hefð
bestu sálfræðilegu spennutrylla
með yfirbragði verulega ásækjandi
hrollvekju. Höfundur hennar, M.
Night Shyamalan, er með öllu *
óþekktur indverskættaður kvik-
myndagerðarmaður búsettur í
Bandaríkjunum en þessi magnaða
og allt að því dulmagnaða könnun
hans á lífinu eftir dauðann ber það
með sér að hann hafi gott innsæi í
það sem börnin skelfast í einsemd
sinni og ótta okkar sjálfra við hið
óþekkta. Honum tekst fjarska vel
að byggja upp spennu sem stig- ,
magnast þar til áhorfandinn má
ekki lengur við nokkrum sköpuð-
um hlut og er prýðisvel studdur af
áhrifamikilli spennutónlist James
Newton Howards og drungalegri
kvikmyndatöku Tak Fujimotos,
sem filmar stórborgina Ffladelfíu
eins og draugabæ.
Þótt góð draugasagan haldi
myndinni mikið til uppi væri hún
líklega ekki eins fírnagóð og raun
ber vitni ef drengurinn Haley Joel
Osment hefði ekki slík tök á aðal-
hlutverkinu að undrun vekur. Með
fínlegu látbragði sínu og svipbrigð-
um sýnir Osment okkur inn í skelf-
ingu barnsins svo hún verður
næstum því áþreifanleg.
Þetta er myndin til að sjá núna í
haustdrunganum.
Arnaldur Indriðason
Stórskáld slaghörpunnar
TÓM.IST
S a I ii r i n ii
CHOPINVAKA
Chopin: Sónata í g Op. 65 f. selló &
píanó; Inngangur og pólonesa í C
Op. 4 f. do.; Larghetto úr Píanó-
konsert í e Op. 11; kórútsetningar á
Prelúdíu í c Op. 28,20 og Etýðu í E
Op. 10,3; Sönglög Op. 74 nr. 3, 6, 7,
1, 14, 16 & 17; Fjórir mazúrkar Op.
17; Ballaða nr. 3 í As Op. 47. Alina
Dubik, söngur; Jacek Tosik-War-
szawiak, pianó; Karolina Styczen,
selló; Szymon Kuran, Zbigniew Du-
bik, fiðlur; Guðmundur Krist-
mundsson, viola; Dean Ferrell,
kontrabassi. Kveldúlfskórinn frá
Borgarnesi u. stj. Ewu Tosik-War-
szawiak. Sunnudaginn 17. október
kl. 20:30.
HANN var af frönsku faðerni,
bjó í Frakklandi síðari helming æv-
innar og er enn oftast skrifaður
„Fréderic“ í uppflettiritum. En
enginn gat samt verið pólskari en
Fryderyk Chopin. Þetta sannkall-
aða stórskáld slaghörpunnar lézt
17. október í París fyrir réttum 150
árum, og efndi Vináttufélag íslend-
inga og Pólverja af því tilefni til
Chopinvöku í Salnum sama dag.
Eftir fróðleg inngangsorð for-
manns félagsins, Stanislaws J.
Bartoszek, hófst blönduð dagskrá
píanó-, kammer- og söngverka eft-
ir Chopin með tveim þáttum úr
Sónötunni í g-moll frá 1846,
Scherzo og Largo, þar sem hinn
hér síðan 1992 búsetti píanisti
Jacek Tosik-Warszawiak og korn-
ung en efnileg knéfiðlukona frá
Kraká, Karolina Styczen, léku
saman af mikilli fágun og
þónokkrum hita. Þau léku enn-
fremur Inngang og pólónesu í e-
moll frá 1829, þar sem töluvert
bar á virtúósísku víravirki í píanói
við líðandi elegískar línur sellósins
til enn frekari yndisauka fyrir
eyra og jafnvel augu, því ekki var
laust við að hinn glæsilegi selló-
leikari minnti svolítið á Umu
Thurman í kvikmyndinni Hættu-
leg sambönd.
Miðað við alllangan uppstilling-
artíma var á mörkum að tæki að
flytja aðeins miðþáttinn úr Píanó-
konsertnum í e-moll, en að vísu
voru tónleikamir í heild í lengra
lagi, 2Á klst. með hléi. Hann var
hér leikinn í kammerútgáfu án
blásara, en samt komst vel hinn
syngjandi tregi tónskáldsins til
skila í vel samstilltum leik Jaceks
og fímm manna „hljómsveitar".
Síðast íyrir hlé söng svo Kveldúlfs-
kórinn frá Borgamesi undir agaðri
stjórn Ewu Tosik-Warszawiak kór-
útgáfur af píanóprelúdíunni í c-
moll Op. 28,20 og hinni alkunnu
Etýðu í E-dúr Op. 10 nr. 3 (bættist
við utan prentaðrar dagskrár).
Ekki fylgdi sögu hver átti heiður-
inn af kórútsetningum, og gæti
þess vegna eins verið stjórnandinn,
en yfírfærslan milli ólíkra miðla
tókst vel, og þótt kórinn væri kom-
inn vel á þroskaár var söngurinn
hreinn og samtaka.
Eftir upplestur Jónasar Ingi-
mundarsonar á köflum úr nýút-
kominni bók Árna Kristjánssonar
um Chopin hóf Mezzo-altsöngkon-
an Alina Dubik upp sína þéttu og
fógru góðmálmsrödd eftir hlé í sjö
völdum söngvum úr 20 laga safni
Op. 74 við fylginn píanósamleik
Jaceks Tosik-Warszawiaks. Hin
fáu sönglög Chopins bera ekki
sama merki bókmenntalegra djúp-
miða og hjá t.d. Schumann; til þess
er nálægðin við þjóðarsál alþýðu-
lagsins of mikil. En hin einföldu og
oftast strófísku lög Chopins em
ekki síður fallin til tilfinningalegrar
tjáningar fyrir það, borin uppi af
ættjarðarást og innlifun í hugar-
heimi alþýðu, sem tónskáldið lyfti í
æðra veldi. Samvinna söngkonunn-
ar og píanóleikarans var með af-
brigðum góð og bar hvergi skugga
á, hvorki í þjóðlagakenndustu
söngvunum eins og nr. 7,1 og 16 né
í hinum viðameiri, svo sem í loka-
laginu nr. 17 (Laufin falla), sem var
flutt af hrífandi tilfinningu og
reisn.
Næstsíðastir á dagskrá vom
Fjórir mazúrkar Op. 17. Ópusnúm-
erið nær yfir þriðja safn Chopins á
þessum pólsku alþýðudönsum sem
líkt og Etýðumar spanna yfir
langtum stærra skapferlissvið en
heitið eitt gefur til kynna, en alls
samdi hann um hálft hundrað.
Jacek Tosik-Warszawiak skilaði
ólíku tilfinningainntaki þeirra dá-
vel. I nr. 1 var bitið á jaxlinn, nr. 2.
var í syngjandi moll, nr. 3 í dulúð-
ugum As-dúr og nr. 4, sem endar
sérkennilega í „lausu lofti“, glamp-
aði af snerpu og víðfeðmri
dýnamík. Á mestu kostum fór þessi
fmntagóði píanisti þó í lokaatriði
tónleikanna, hinni frægu og krefj-
andi Ballöðu nr. 3 í As-dúr, sem
burtséð frá nokkmm loftnótum á
einum stað var leikin af jafnt per-
landi fimi, angurværri mýkt,
sveiflandi snerpu og magnaðri
karlmennsku, svo leiddi jafnvel
hugann að ógleymanlegri Chopin-
túlkun litla Kasanverjans, Rem
Urasin, á rússneskum menningar-
dögum í Hafnarborg fyrir hálfum
áratug. Hér fór greinilega píanisti
sem kunni sinn Chopin.
Ríkarður O. Pálsson
Þýðingar á
ljóðum Arna
Ibsen verð-
launaðar
PÉTUR Rnútsson, lektor í ensku
við Háskóla Islands, hlýtur þýð-
ingaverðlaun American-Scandinavi-
an Foundation í ár fyrir enska þýð-
ingu sína á ljóðaúrvali Áma Ibsen,
A Different Silence. Selected and
New Poems, sem kemur út hjá Gor-
don and Breach í London í janúar.
Pétur, sem er breskur að uppmna,
hefur kennt ensku við Háskóla Is-
lands frá árinu 1978.
Dómnefndarmenn vom George
C. Schoolfield, fyrrverandi prófess-
or við Yale Háskóla, Kjersti Board,
þýðandi, ritstjóri og fyrrverandi
verðlaunahafi, og Elisabeth Dys- p
segaard, ritstjóri hjá bókaútgáfunni
Farrar, Strauss & Giroux. Tilnefnd-
ar vora 21 þýðing og höfðu dóm-
nefndarmenn ekki vitneskju um
þýðendur verkanna fyrirfram.
Þýðingar Anastaziu Little frá
New York á sjálfsævisögulegum
skrifum Hans Christians Andersens
hlutu Inger Sjöberg verðlaunin.
Þýðingaverðlaun American-
Scandinavian Foundation og Inger |
Sjöberg verðlaunin era þau einu
sem veitt em fyrir þýðingar á nor-
rænum bókmenntum á ensku.