Morgunblaðið - 19.10.1999, Side 37

Morgunblaðið - 19.10.1999, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 37 Basknesk kona hlýtur Planeta- verðlaunin sem mála fyrir lífsnautnina, er þannig ekki frá hársrótum til tá- nagla upptekinn af fjarstýrðum nýjungum, og drjúgur léttir að sjá grafík sem ekki er einþrykk eða gerð í 2-3 eintökum, að auki út- færð í sígilda vinnulaginu. Aðal sýningarinnar eru hin jöfnu og fág- uðu vinnubrögð sem eru kenni- mark gerandans hvar sem hann ber niður á tæknisviði. Viðföng sækir hann í næsta nágrenni eins og nöfn myndflokkanna og mynd- verkanna bera með sér; Á verk- stæði Sigursteins, Beisli og blakk- ir, Philips |49 (innvols úr útvarpi), og nöfnin Kvika, Þorpið, Stóð, Kræklingur o.s.frv. Að öllu saman- lögðu er þetta sýning sem ber í sér gildan neista sköpunar og hreyfir við heilasellunum. Bragi Ásgeirsson Barcelona. AP. LAURA Espido Freire, 25 ára gömul basknesk kona, hlýtur verð- laun Planeta-bókaforlagsins í ár, að því er skýrt var frá á laugardag. Eru þetta virtustu bókmenntaverð- laun Spánar. Espido hlaut verðlaunin fyrir þriðju bók sína, „Frosnar ferskjur“ (Melocotones Helados), sem fjallar um konu er leitar uppruna síns eft- ir að fjölskylda hennar flyst búferl- um. Var skáldsagan valin úr 377 verkum og verður hún gefin út hjá Planeta-forlaginu. Fyrri bækur Lauru Espido, „írland“ og „Þar sem ávallt er október" hlutu mikið lof spænskra gagnrýnenda. Planeta-verðlaunin nema 50 milljónum peseta, eða um 23 millj- ónum króna. Meðal þeirra sem áð- ur hafa hlotið þennan heiður eru úrúgvaíski rithöfundurinn Carmen Posadas, og spænska nóbelskáldið Camilo Jose Cela. --------------------- Vil kynnast stjórnanda með náið samband í huga! B 7 í myndfiokknum Blakkur, vatnslitir 1999. Fjölbreytni MYMILIST Stöðlakot MYNDVERK PÉTUR BEHRENS Opið alla daga frá 14-18. Til 24. oktdber. Aðgangur ókeypis. PETUR Behrens, sem um þess- ar mundir sýnir margvísleg mynd- verk í Stöðlakoti á Bókhlöðustíg, mun þekktastur íyrir hesta- mennsku sem hann hefur stundað um langt árabil, hvort tveggja tamningu sem ræktun. Þessi þýski alnafni landa síns og nafnkennda hönnuðar æskustílsins, hefur annars víða komið við um dagana, var um skeið kennari í aug- lýsingahönnunardeild Myndlista- og handíðaskólans, er nú búsettur að Höskuldsstöðum í Breiðdalsvík. Eins og allir sem skoða sýninguna mega gera sér grein fyrir, er um vel skólaðan mann að ræða með staðgóða þekkingu á grunnlögmál- um myndlistar. Þannig vinnur hann jöfnum höndum í akríl, gvass- og vatnsliti, auk þess að munda penn- ann og reyna fyrir sér í málmgraf- ík, þ.e. ætingu, og er vel liðtækur á öllum sviðunum. Hafi maður sér- staka löngun til að finna að ein- hverju, er það helst að maðurinn skuli ekki hafa unnið meira og verið virkari á vettvanginum því náttúru- gáfan er auðsæ. Þá er meira en greinilegt að þrátt fyrir meðfædda leikni og þjálfun stenst Pétur þá freistni að bregða fyrir sig fiffiríi og ódýrum lausnum af ýmsu tagi til að ganga í augun á fólki með ómótað- an smekk. Hins vegar verður því ekki neitað, að maður hefði viljað sjá meiri og dýpri átök á myndflet- inum, sem nást trauðla nema með samfelldari vinnubrögðum. Pétur virðist þó vera á þröskuldi þeirra og mestu varðar að athugull skoð- andi skynjar metnað og leitandi sál að baki vinnubragðanna. Og þrátt fyrir augljóslega alltof fá tækifæri til myndsköpunar man ég ekki eftir áugaverðari sýningu frá hendi Pét- urs, svo ekki er hann að ryðga í fag- inu. Pétur er augljóslega einn þeirra Samkeppni um útvarpsþætti EFNT verður til útvarpsþáttahá- tíðarinnar Útvarp 2000 í Reykjavík í tengslum við menningarborgarár- ið dagana 8.-12. febrúar næstkom- andi. Af því tilefni verður efnt til samkeppni um gerð útvarpsþátta um efni að eigin vali. Þættirnir skulu vera 8 til 12 mínútur að lengd og skal skila þeim á útsendingarhæfu formi (á geisladiski, minidiski eða DAT- spólu) fyrir 10. janúar 2000. Bestu þættirnir að vali dómnefndar verða fluttir á lokadegi hátíðarinnar, sem og í útvarpi. Fyrstu verðlaun eru ferðastyrkur á útvarpsþáttahátíð- ina Prix Europa árið 2000. Þættir í samkeppnina sendist til: Útvarp 2000, b.t. Jóns Halls Stefánssonar, Miðstræti 10, 101 Reykjavík. Jafnvel vönduðustu tölvukerfi kreQast eftirlits, viðhalds og endurbóta. Rekstrarþjónusta EJS feiur í sér almennt og fyrirbyggjandi eftirlit með vélbúnaði, álagi og öryggiskerfum. Kostnaði og töfum vegna bilana er haldið í lágmarki. Fræðsla og ráðgjöf bætir kunnáttu starfemanna og eykur afköst þeirra. Þannig getur BS hjálpað þér að lækka rekstrarkostnað og vernda gárfestingu þína I tölvukerfinu. Við leggjum til langtíma samband byggt á gagnkvæmu trausti. EJS vinnur samkvæmt ISO 9001 vottuðu gæðakerfi + EJS hf. 4- 5 \ \ \ I l i I i I I I I I I 3000 + www.ejs.ls + Grensásvegi 10 + 108 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.