Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ 4h MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 39 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÓTRÚLEG AFGREIÐSLA SÚ ÁKVÖRÐUN öldungadeildar Bandaríkjaþings að stað- festa ekki alþjóðlegt samkomulag um bann við kjarnorkutil- raunum er vægast sagt undarleg. Svo virðist sem flokkspólitísk togstreita repúblikana og demókrata um óskyld málefni hafi ráðið mestu um afgreiðsluna og pólitísk skammtímasjónarmið orðið ofan á. Vissulega er samningurinn um bann við kjarnorkutilraunum ekki fullkominn frekar en aðrir alþjóðlegir samningar, sem byggjast á málamiðlunum milli fjölmargra ríkja. Með honum var hins vegar stigið mikilvægt skref í þá átt að draga úr frekari út- breiðslu kjarnorkuvopna. Tilraunasprengingar Indverja og Pakistana á síðasta ári sýna, að veruleg þörf er fyrir samning af þessu tagi. Að auki virðast sérfræðingar vera sammála um að tilraunasprengingar séu að mörgu leyti úrelt fyrirbrigði. Þær bæti litlu sem engu við þær niðurstöður, sem hægt er að fá með notkun tölvulíkana. í umræðum á Bandaríkjaþingi var m.a. gagnrýnt að í samn- ingnum væru engin ákvæði er tryggðu að ríki á borð við Norður- Kóreu sprengdu ekki kjarnorkusprengjur í tilraunaskyni. Á það ber hins vegar að líta að aldrei verður með öllu hægt að koma í veg fyrir að ríki vanvirði alþjóðlega samninga. Með staðfestingu samningsins hefði hins vegar sá siðferðilegi þröskuldur sem slík ríki hefðu orðið að stíga yfir verið hækkaður til muna. Eftir að Bandaríkjaþing hafnaði samningnum er ljóst að erfitt verður að setja hömlur á kjarnorkutilraunir. Hvernig ætlar Bandaríkjastjórn að sannfæra t.d. Indverja og Pakistana um að undirrita samning sem Bandaríkin sjálf hafa hafnað? Hvers vegna ættu Rússar að staðfesta samning um allsherjarbann við kjarnorkutilraunum þegar Ijóst er að Bandaríkin munu ekki staðfesta hann? Til lengri tíma litið gætu afleiðingarnar orðið alvarlegar. Hætta er á að kjarnorkuveldum fjölgi og að þau sem fyrir eru haldi áfram að þróa vopnabúr sín af fullum krafti. Þeir sem stefna að því að verða kjarnorkuveldi hafa nú eignazt óvæntan bandamann, sjálfa öldungadeild Bandaríkjaþings. GARÐYRKJUBÆNDUR OG BLAÐAÚTGÁFA EKKI verður annað sagt en garðyrkjubændur hafi brugðizt við þeirri gagnrýni, sem þeir hafa orðið fyrir að undanförnu vegna verðlags á íslenzku grænmeti. Þeir hafa birt myndarlegar auglýsingar hér í Morgunblaðinu, þar sem þeir reyna að verjast framkominni gagnrýni með því að bera saman verð á íslenzkum og erlendum dagblöðum og komast að þeirri niðurstöðu að með- alverð á íslenzkum dagblöðum á virkum degi sé 817% hærra en verð á dagblaði í Minnesota. Þeir gefa að vísu ekki upp um hvaða dagblað er að ræða í Minnesota, svo að ekki er hægt að bera saman gæði þess blaðs og blaðanna á íslandi og er það vissulega brotalöm í málflutningi garðyrkjubænda. Hins vegar er það svo, að gæðablöð í Evrópu kosta töluvert, þegar þau eru keypt í lausasölu. Þannig kostar International Herald Tribune 220 krónur á íslandi og Financial Times 285 krónur en Morgun- blaðið einungis 150 krónur í lausasölu. Þetta eru sambærileg blöð hvert á sínu markaðssvæði og við slíkan verðsamanburð getur Morgunblaðið vel við unað. Kjarni málsins er þó sá, að dagblöðin á íslandi njóta engrar verndar gegn erlendri samkeppni. Innflutningur á erlendum dagblöðum og tímaritum er frjáls og hver sem er hefur nú möguleika á að nálgast erlendar sjónvarpsstöðvar, sem að sjálf- sögðu þýðir samkeppni við alla íslenzka fjölmiðla og þar á meðal dagblöðin. Islenzku dagblöðin verða að standa sig í þessari sam- keppni við erlenda fjölmiðla og hefur tekizt það býsna vel. Krafa Morgunblaðsins á hendur garðyrkjubændum er sú ein, að þeir starfi í þessu frjálsa samkeppnisumhverfi en hlaupi ekki undir pilsfald stjórnvalda og ætlist til þess að framleiðslustarfsemi þeirra fái að vera í friði fyrir erlendri samkeppni hluta úr ári með því að lagðir séu stórfelldir verndartollar á innflutt græn- meti. Garðyrkjubændur sakna þess, að fá ekki Morgunblaðið í hendur alla daga ársins. Sá söknuður verður Morgunblaðinu hvatning til að fjölga útgáfudögum en það er ástæða til að vekja athygli garðyrkjubænda á því, að Morgunblaðið kemur út nán- ast alla daga ársins, þó að suma daga ársins komi það einungis út í rafrænu formi. Það hefur reynzt Morgunblaðinu vel að taka stöðugt upp nútímalegri tækni og mundi áreiðanlega efla sam- keppnisstöðu garðyrkjubænda einnig. Stjórnvöld geta ekki öllu lengur varið hina háu verndartolla á grænmeti fyrir íslenzkum almenningi. Hins vegar geta garð- yrkjubændur krafizt þess með rökum, að þeim verði tryggt sam- bærilegt starfsumhverfi og keppinautum þeirra í öðrum löndum m.a. með viðunandi raforkuverði. Snerpan í viðbrögðum þeirra nú bendir hins vegar ótvírætt til þess, að þeir verði færir í flest- an sjó, þegar að því kemur að þeir þurfi að lifa af í hinni hörðu veröld frjálsrar og opinnar samkeppni. Kjaraviðræður hefjast á næstunni í skugga viðskiptahalla og vaxandi verðbólgu Nokkurs ótta gætir meðal hagfræðinga um að efnahagsuppsveifla síðustu ára endi með brotlendingu líkt og gerðist 1988-1989. Kaupmáttur lækkaði þá mjög mikið og er hann fyrst núna, tíu árum síð- ar, að ná fyrri stöðu. Egill Olafsson skoðaði hagsveifluna í lok síð- asta áratugar og ræddi við Eddu Rós Karlsdótt- ur og Rannveigu Sig- urðardóttur, hagfræð- inga ASI, um komandi kjarasamninga og þær hættur sem við blasa. AARUNUM 1986-1987 jókst kaupmáttur á íslandi mjög hratt. T.d. hækkaði kaup- máttur verkakarla frá 1985 til 1987 um 28,2% og kaupmáttur iðn- aðarmanna jókst um hvorki meira né minna en um 42,4%. Á sama tíma varð mikil þensla í hagkerfinu, viðskipta- hallinn jókst hröðum skrefum og gíf- urlegur halli var á ríkissjóði. Afleiðing varð brotlending í efnahagsmálum. Kaupmáttur féll hratt á árinu 1989 og á árunum þar á eftir. Núna, tíu árum síðar, hefur kaupmáttur launafólks náð sömu stöðu og hann var 1987-1988. Sumir hagfræðingar óttast hins vegar að sagan sé að endurtaka sig og framundan sé niðursveifla í efnahagslífinu með lækkandi kaup- mætti, verðbólgu og samdrætti í fjár- festingu. Árin 1986-1987 voru að flestu leyti ákaflega hagstæð ár fyrir efnahag Is- lendinga. Verð á fiskafurðum erlendis hækkaði mjög mikið á þessum tveim- ur árum og náði hámarki 1988. Hag- vöxtur jókst árið 1986 um 6,5% og um 8,7% árið 1987. Innflutningur árið 1987 var 23,3% meiri en árið á undan. Innflutningur á bílum jókst t.d. mikið enda hvöttu stjórnvöld til þess að landsmenn keyptu sér nýja bíla með því að lækka innflutningsgjöld á bíl- um. Einkaneysla árið 1987 jókst um 16,2% og kaupmáttur launþega hækk- aði um tugi prósenta á örfáum árum. Ef eingöngu er litið á árið 1987 hækk- aði kaupmáttur um 22,6%, en það ár var reyndar skattlaust ár vegna upp- töku staðgreiðslukerfisskatta. Verð- bólga var mikil, en þó benti ýmislegt til þess að stjórnvöld væru að ná ár- angri í baráttu við verðbólgudrauginn eftir áratuga baráttu. Þannig lækkaði verð- bólga niður í 18,8% árið 1987, en hafði verið 32,4% árið 1985. Veik efnahagsleg undirstaða Undirstaðan undir þessari velgengni var hins vegar ekki traust. Þótt hagvöxtur væri um- talsverður var hann ekki í neinu samræmi við launa- hækkanir. Segja má að góðærið hafi að hluta til verið fjármagnað með miklum viðskiptahalla, sem var 3,4% árið 1987 og 3,5% árið 1988. Þegar kom fram á árið 1988 benti margt til þess að grípa þyrfti í taumana ef ekki ætti illa að fara. Þorskveiðar höfðu aukist ár frá ári allt frá 1983 og voru komnar upp í 390 þúsund tonn árið 1987. Þá kom hins vegar í Ijós að fiskistofnarnir voru ofnýttir og samdráttur varð í veiðum. Á sama tíma lækkað verð á fiskafurð- um erlendis. Þegar kom fram á árið 1988 verður sannkölluð brotlending í efnahagslífi landsmanna. Landsframleiðsla dróst saman um 0,1% árið 1989 eftir 8,5% Ótti við að niður- sveiflan frá 1988 endurtaki sig hagvöxt undan. máttur árið á Kaup- dróst 30 25 20 25 10 5 0' -5 -10 -15 -20 Edda Rós Karlsdóttir saman um 7,8% á einu ári. Heimilin áttu í erfiðleikum með að standa í skilum með lán sem tekin höfðu verið í góðærinu og bankakerfið lenti í mikilli kreppu. Verð- bólga fór úr bönd- um á ný og mæld- ist 25,5% á árinu 1988. Umtalsvert atvinnuleysi gerði vart við sig. Er sagan að endurtaka sig? Hagfræðingar ASÍ, Edda Rós Karlsdóttir og Rannveig Sigurð- ardóttir, ræddu nokkuð þessa sögu á launaráð- stefnu ASÍ fyrr í þessum mánuði. Ástæðan er ekki síst að ýmislegt bendir til að hætta sé á að sag- an sé að endur- taka sig. Síðustu fjögur ár hafa verið afar hag- stæð íslensku efnahagslífi. Ár- legur hagvöxtur hefur verið 5-6% síðustu fjögur ár. Kaupmáttur hef- ur á síðustu fjór- um árum aukist um 26,3% og er núna meiri en þegar hann reis hæst á árinu 1988. Einka- neysla hefur auk- ist miklu meira en kaupmátturinn og það þarf því ekki að koma á óvart að skuldir heimilanna hafa aukist þrátt fyrir góðæri. Útlán bankakerfisins hafa aukist mjög mikið og tilraunir Seðlabankans til að hamla á móti með vaxta- hækkunum og hækkun á bindiskyldu hafa enn ekki skilað tilætluðum árangri. Viðskiptahallinn var 5,7% af landsfram- leiðslu í fyrra og því er spáð að hann verði 4,6% í ár og 4,2% á næsta ári. Edda Rós segir að verkalýðshreyfingin hafi miklar áhyggjur af því sem er að gerast í efna- hagslífmu því menn ótt- ist að mistök í efnahags- stjóm hafi þær afleiðing- ar að kaupmáttur hrapi og sá árangur sem laun- þegahreyfingin hafi náð á síðustu árum renni út í Hún gagnrýnir stjórnvöld grípa seint til aðgerða og Kaupmáttarþróun á Islandi og í Danmörku v 1980-1999 Breytingar (%) frá 1980 í Dar im< árk j - ^—f á i slandi \k 1 1980 ‘81 '82 ‘83 ‘84 '85 ‘86 ‘87 ‘88 ‘89 ‘90 ‘91 '92 ‘93 ‘94 ‘95 '96 ‘97 '98 ‘99 Kauphækkanir á ári 1981-1999 Verkakarlar, meðaltöl JX XL 82 ‘83 ‘84 ‘85 ‘86 ‘87 '88 ‘89 '90 ‘91 '92 ‘93 ‘94 ‘95 ‘96 ‘97 Kaupmáttarþróun 1981-1999 -U ‘99 sandinn. fyrir að minnir á að bæði Þjóðhagsstofnun og Seðlabankinn hafi á síðasta ári varað mjög sterklega við því að hætta væri á oíþenslu í efnahagsmálum og hvatt stjórnvöld til aðgerða. Skilaboð stjórnvalda eru mikilvæg Rannveig tekur undir þetta og segir að skilaboð stjórnvalda skipti mjög miklu máli. Stjórnvöld hafi allt síðasta ár og allt fram yfir mitt þetta ár lagt áherslu á góða stöðu efnahagsmál- anna og gefið þannig þau skilaboð til almennings að ekkert væri að óttast og engin þörf væri á að draga úr neyslu eða lántökum enda hafi þær verið að aukast allt þetta ár. Þau stjórntæki sem stjórnvöld og Seðla- bankinn hafi til að hafa áhrif á efna- hagsstarfsemina séu þess eðlis að ár- angur aðgerðanna komi ekki fram fyrr en eftir 4-8 mánuði. Áhrif vaxta- hækkunar og þeirra ákvarðana sem teknar séu í fjárlögum fari því ekki að gæta fyrr en komi fram á árið 2000. Rannveig segir að margt sé öðruvísi nú en á síðasta áratug. Viðskiptahall- inn sé mun meiri en þá, heimilin, fyr- irtækin og þjóðarbúið skuldsettari. Fjármagnshreyfingar hafi verið gefn- ar frjálsar árið 1995 og sýni stjórnvöld ekki nægilegt aðhald í efnahagsmál- um geti markaðurinn misst trú á efna- hagsstefnuna, sem hafi þær afleiðing- ar að markaðurinn felli gengið eins og gerðist t.d. í Svíþjóð í byrjun áratug- arins. Rannveig segir að fleir breytingar hafi orðið í efnahagsmálunum á þess- um 10 árum. I lok síðasta áratugar hafi ríkissjóður verið rekinn með mikilum halla, einnig í góðæri. Nú sé ríkissjóður hins vegar rekinn með af- gangi og stefnt sé að 15 milljarða tekjuafgangi í fjárlagafrumvarpinu. Hún segir hins vegar að full þörf hafi verið á að sjá þennan afgang á ríkis- jóði á þessu ári og enn meiri afgang á næsta ári. Áhyggjuefni sé að sveitarfélögin séu rekin með halla þrátt fyrir upp- sveiflu en þó beri að hafa í huga að sveitarfélögin njóti ekki góðær- isáhrifa í sama mæli og ríkissjóð- ur geri. Edda Rós segir að staðan sé að einu leyti verri núna en 1987. Þá hafi skuldir heim- ilanna numið 60% af ráðstöfunar- tekjum þeirra. Núna skuldi heimilin hins veg- ar meira en 140% af árlegum ráð- stöfunartekjum sínum. Staða heimilanna sé því erfiðari nú til að standa undir öll- um þessum skuld- um ef kaupmáttur lækki og atvinnu- leysi aukist, líkt og gerðist fyrir 10 árum. Afleiðingar samdráttar geti því orðið mjög al- varlegar fyrir heimilin og ekki síður fyrir banka- kerfið. Rannveig benti einnig á að búið sé að gera miklar breytingar í hús- næðislánakerfinu. Á síðasta áratug hafi mjög margir húsbyggjendur fjármagnað hús- næðiskaup sín með skammtíma- lánum. Þegar fólk lenti í vanskilum með lánin hafi verið hægt að hjálpa mörgum með því að breyta skammtímalánum í langtíma- lán. Núna sé þetta úrræði gagnslítið ef fólk lendi í vanskilum því flestallir hús- kaupendur fjármagni sín kaup með langtímalánum. V erkalýðsforystan í erfiðri stöðu Á launamálaráðstefnu ASÍ talaði Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, um að verkefni næstu kjarasamninga væri að tryggja að sá mikli kaup- máttur sem verkalýðs- hreyfingin samdi um í síðustu samningum glat- aðist ekki. Fleiri forystu- menn verkalýðshreyfing- arinnar hafa gefið svip- aðar yfirlýsingar. Edda Rós segir að kröfugerðh- stéttarfélag- anna liggi ekki fyrir en yfirlýsingar í þessa veru þurfi ekki að koma á óvart. Forystumenn verka- lýðshreyfingarinnar átti sig flestir á mikilvægi stöðugleika í efnahagsmál- um og að eina raunverulega trygging- in fyrir hækkandi kaupmætti sé lág verðbólga. Vandi forystumanna ASI sé hins vegar mikill. Það liggi fyrir að margir félagsmenn ASI hafi ekki not- ið sama launaskriðs og t.d. þorri opin- berra starfsmanna. Innan ASI, ekki síst innan Verkamannasambandsins, séu mjög ákveðnar kröfur um veru- Rannveig Sigurðardóttir legar launahækkanir vegna þess að mönnum finnst þeir hafa setið eftir. Þetta þurfi ekki að koma á óvart, sér- staklega í ljósi þess að skattkerfis- breytingarnar 1997 hafi dregið úr kaupmáttarauka þeirra lægst laun- uðu. Margir séu þeirrar skoðunar að kjaradómur hafi gefið tóninn þegar hann hækkaði laun alþingismanna daginn eftir kosningar. Edda Rós bendir jafnframt á að verðbólga á síðustu 12 mánuðum hafi verið 5,3%. Þetta þýði, miðað við óbreytta verðbólgu, að kjarasamning- ar sem fela í sér minna en 5,3% launa- hækkun á ári leiði til Iækkunar á kaupmætti. Edda Rós segir það ábyrgðarleysi gagnvart launafólki ef stjórnvöld grípi ekki til aðgerða til að koma í veg fyrir að verðbólga fari á fullt skrið. Árið 1990 megi segja að verkalýðshreyf- ingin hafi ásamt atvinnurekendum tekið efnahagsstjórnina úr höndum þáverandi ríkisstjórnar til að koma böndum á verðbólguna. Sú aðgerð hafi nánast verið kraftaverk í efnahags- legu tilliti. Breytingar í skattamálum gætu hjálpað Rannveig benti á að það sjónarmið njóti mikils fylgis innan verkalýðs- hreyfingarinnar, að hún eigi ekki að taka þátt í samningum við stjórnvöld um skattamál í þeim kjarasamninga- viðræðum sem framundan séu. Ástæðan sé ekki síst sú að menn telji ekki ástæðu til að semja við ríkis- stjórnina um eigin kosningaloforð t.d. varðandi breytingar á barna- bótakerfinu. Einnig sé ljóst að stefna ríkisstjórn- arinnar í skattamálum sé ekki sú sem verkalýðshreyfingin hafi lagt áherslu á. Árið 1997 hafi ASÍ lagt til að tekið yrði upp fjölþrepa tekjuskattskerfi, en ríkisstjórnin hafi farið þveröfuga leið, lækkað almennu skattprósentuna og fjánnagnað lækkunina með raunlækk- un skattleysismarka og skerðingar- marka barnabóta. Þetta hafi haft í för með sér að þeir tekjulægri og barna- fólk hafi fengið minna í sinn hlut en þeir tekjuhærri. Rannveig segir að það liggi fyrir að ríkisstjórnin ætli að halda áfram á þessari braut því sú stefna hafi verið mörkuð í fjárlagafrumvarpinu að hækka skattleysismörk og önnur tekjuviðmið í bótakerfinu um aðeins 2,5% á meðan íTkisstjórnin reikni með 5% hækkun launa á næsta ári, sem feli í sér áframhaldandi raunlækkun þess- ara marka og virki því sem skatta- hækkun fyrir þá lægst launuðu og barnafólk. Rannveig benti á að ríkis- stjórnin gerði einungis ráð fyrir 3% hækkun bóta almannatrygginga sem þýddi í raun lækkun bóta því verð- bólga sé yfir 5%. Rannveig gagnrýnir einnig stjórn- völd fyrir að auka hlutafé ríkisvið- skiptabankanna á síðasta ári. Sú að- gerð hafi aukið peningamagn í umferð og aukið þenslu. Betra hefði verið að selja eitthvað af hlutafé bankanna og gera meiri kröfur til þeirra um arð- semi. Hærri arðsemiskrafa sé sárs- aukaminni aðgerð en þær vaxtahækk- anir sem nú hafi verið ákveðnar. Rannveig og Edda Rós segja að áhyggjur fólks snúist um hvort sagan frá 1987 muni endurtaka sig m.a. með vísan til þess að þeir kjarasamn- ingar sem framundan séu muni raska stöðug- leikanum. Þetta sé mikil einföldun vegna þess að brotlendingin sem varð árið 1988 hafi fyrst og fremst orðið vegna að- gerðaleysis stjórnvalda bæði í peninga- og ríkis- fjármálum. Edda Rós segir að margir leggi nú áherslu á „hófsama kjarasamn- inga“ því þeir muni hjálpa við að slá á þenslu. Slíkir samningar stuðli ekki að jafnvægi í efnahagsmálum ef það end- urtaki sem gerðist síðast að þeir sem komi á eftir semji um mun meiri launahækkanir. Þá muni það eitt ger: ast að láglaunahóparnir innan ASI dragist aftur úr öðrum og það sætti þeir sig ekki við. Áframhaldið geti því ráðist af þeim skilaboðum sem stjórn- völd sendi út í þjóðfélagið. Undirbúningur hafínn að rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma Losnum við deilur • um hverja virkjun TILGANGUR rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er að losna úr sjálfheldu og deilum um hverja virkjun sem reisa á hérlendis, sagði Sveinbjörn Björnsson, jarðeðlis- fræðingur og formaður verkefnis- stjómar rammaáætlunarinnar, í upp- hafi kynningarfundarins. Hann sagði að tilgangurinn væri jafnframt að finna þá kosti sem best hentuðu til virkjunar út frá sjónarhóli hag- kvæmni og verndar hverju sinni. Til- gangurinn væri auk þess að benda á svæði sem ætti að vernda ósnortin. Sveinbjöm útskýrði hvernig undir- búningi áætlunarinnar væri hagað. Hann sagði að útbúnar yrðu skýrslur um hvern virkjunarkost þar sem fram kæmu ítarlegar upplýsingar um hann og áhrif hans á umhverfi og byggð. Fjórir faghópar sem stofnað hefur verið til fá síðan skýrslurnar og gefa virkjunarkostunum einkunn út frá sínum sjónarhóli. Þar með kemur í hlut faghóps um náttúm- og minja- vernd að gefa virkj- unarkostinum ein- kunn hvað varðar þann þátt og senda tillögur til verkefn- isstjórnar. Aðrir faghópar gera slíkt hið sama en þeir fjalla um útivist og hlunnindi; þjóð- hagsmál, atvinnulíf og byggðaþróun; og orkulindir. 25 virkjunarkost- ir flokkaðir fyrst Þegar á heildina er litið þarf ramma- áætlunin að vega í heild upplýsingai- um hagkvæmni orku- vinnslu, náttúm land- svæða, útivist og ferðaþjónustu, hlunn- indi, áhrif virkjunar á vatnakerfi, flóð og framburð, mengun lofts og vatns þegar um er að ræða jarðhitavirkjun og þróun byggðar. Sveinbjörn sagði að útlit væri fyrir að vandasamt yrði að samræma einkunnagjöf hópanna og þess vegna verði leitað til sérfræðinga um hvaða aðferðafræði verði best að nota til að meta þætti eins og. Hann taldi líklegt að einkunn yrði gefin á nokkram ásum, á einum ási yrði gefin einkunn íyrir hagkvæmni, á öðmm fyr- ir önnur atriði. Sveinbjörn sagði að áður en þessi vinna gæti hafist þyrfti töluverð und- irbúningsvinna að eiga sér stað. Verk- efni næsta árs væri að gera kort af landsvæðum og afla annarra gagna, þróa verndarviðmið og aðferðir til mats, auk þess sem skrifa þyrfti fyrstu skýrslur um virkjunarhug- myndir. Orkufyrirtæki tilkynna virkjunar- hugmyndir til verkefnisstjórnar. Að sögn Sveinbjöms liggja nú fyrir um 60 hugmyndir að vatnsaflsvirkjunum og 30 að jarðvarmavirkjunum. Hann sagði að flokkun þeirra myndi taka verulegan tíma svo ákveðið hefði verið að hefja vinnu við 25 hugmyndir. í fyrsta áfanga áætlunarinnar verða því teknar til umfjöllunar hugmyndir um virkjanir í jökulám á hálendinu; þ.e.a.s. virkjanir á Þjórsár-Tungnaár- svæðinu, svæðinu norðan Vatnajökuls og vatnasviði Síðuvatna. Hvað varðar háhita verða virkjanir nærri byggð teknar fyrir fyrst, og er þar átt við virkjanahugmyndir á Reykjanesi, á Torfajökulssvæðinu og í Þingeyjarsýslum. Sveinbjörn sagði að stefnt yrði að því að heildarmat á hag- kvæmni og áhrifum þessara 25 hug- mynda yrði lagt fram haustið 2002. Sjálf matsvinnan myndi hefjast á seinni huta næsta árs. Umhverfísmat á sér stað of seint í ferlinu Nokkrai' umræður spunnust á fund- inum um hvaða virkjanir yi'ðu teknar fyrir í rammaáætluninni. Sveinbjörn Undirbúningsvinna að rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er hafin. Með framkvæmd áætl- unarinnar er vonast til að sátt náist um nýtingu orkulinda annars vegar og vernd náttúruperlna hins vegar. Ragna Sara Jónsdóttir fræddist um áætlunina á kynn- ingarfundi sem haldinn sagðist líta svo á að metnar yrðu allar virkjanir. Þó væm undanskildar þær virkjanir sem lagaheimild væri fyrir og búast mætti við að framkvæmdir yrðu hafnar við þegar röðun rammaáætlun- ar færi fram. Þar sem nokkrar umræð- ur urðu um Fljótsdalsvirkjun og hvort það kæmi til kasta áætlunarinnar að meta hana sagði Sveinbjöm að ef ekki hefði verið tekin ákvörðun um bygg- ingu hennar þegar fjallað yrði um jök- ulár norðan Vatnajökuls, teldi hann eðlilegt að hún eins og aðrar virkjanir sem hefðu leyfi en ekki væri byrjað á, yrði metin með áætluninni. Sveinbjörn sagði að kostirramma- áætlunarinnar væm einna helst þeir að margar hugmyndir væm metnar sam- tímis áður en miklu hefði verið kostað til undirbúnings og meðan nægur tími væri til stefnu. Hann sagði að ann- markar þess verklags sem nú væri unnið eftir væri að of seint væri gengið til mats á umhverfisáhrifum virkjunar. Hann sagði að rannsóknir á virkjunar- kostum væm dýrar og því veðjuðu orkuíyrirtæki oftast á fáa kosti sem þeir þróuðu til hlítar, en vandinn við það verklag væri sá að menn gætu lent í sjálfheldu vegna andstöðu við virkj- unina þegar búið væri að leggja mikla fjármuni í að þróa hana. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Nátt- úrufræðistofnunar íslands, gerði grein fyrir því hvernig staðið yrði að mati á náttúm og verndargildi virkjunar- svæða. Hann sagði að tekið yrði mið af alþjóðlegum skuldbindingum íslands og búsvæðagerðagreiningu sem ætti eftir að framkvæma. Jón Gunnar sagði jafnframt að það væri vandamál hve seint í ferli virkjanahugmynda mat á umhverfisáhrifum væri. Hann sagði að það ætti rætur að rekja í lögum um mat á umhverfisáhrifum sem ef til vill þyrfti að endurskoða. Stjórnsýslulegt gildi áætlunarinnar á huldu Hilmar Malmquist, frá Náttúm- verndarsamtökum Islands, ræddi um kosti og galla rammaáætlunarinnar út frá sjónarhóli náttúmverndarsamtaka. Hann sagði að helstu kostfrnir væm þeir að áætlunin væri sambærileg mati á umhverfisáhrifum að því leyti að allir helstu náttúmfarsþættir væm metnir auk þess sem allir hagsmunaaðilar og almenningur ætti kost á að koma með ábendingar. Hann sagði að áætlunin væri jafnframt skynsamleg að því leyti að með henni fengist heildstæð fram- tíðarsýn sem gæfi kost á því að velja og hafna ákveðnum virkjunarkostum, auk þess sem þekking á náttúrafari landsins efldist. Hilmar dró jafnframt fram galla áætlunarinnar sem hann taldi fyrst og fremst felast í því að stjórnsýslulegt gildi hennar væri á huldu. Hann sagði að áætlunina ætti að lögfesta sem skipulagsmál, hún væri gagnslaus ef hún væri leiðbeinandi og án allra skuldbindinga. Hilmar taldi jafnframt að lítið gagn væri í áætluninni ef Fljótsdalsvirkjun félli ekki undir hana og spurði hvað stoðaði að fara út í vinnu við rammaáætlun sem þessa ef búið væri að ráð- stafa 15-20% af nýt- anlegu vatnsafli landsins. Hilmar benti jafnframt á að það væri stór galli að forræði rammaá- ætlunarinnar væri í höndum iðnaðarráð- herra, en ekki um- hverfisráðherra. Sá síðarnefndi færi með skipulagsmál og þessi ráðstöfun stríddi gegn við- teknum stjórnsýslu- háttum. Þá sagði hann faglegrar slag- síðu gæta í verkefnis- stjórninni, sem skipuð væri af iðnaðarráð- herra. Þar væm mun fleiri verkfræð- ingar en náttúrufræðingar, auk þess sem í henni ættu sæti fulltrúar frá hagsmunaaðilum í vfrkjunargeiranum, svo sem eins og Landsvirkjun, Orku- stofnun og Samtökum sveitarfélaga á Austuriandi. Góð lífskjör ekki sjálfsögð Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, fjallaði um rammaáætlun- ina út frá sjónarhóli orkufyrirtækis og sagði að breytt viðhorf í þessum mál- um kölluðu á ný vinnubrögð. Hann sagði að nauðsynlegt væri að hafa sem leiðarljós við gerð áætlunarinnar að miklar hagkvæmar orkulindir væru ónýttar hérlendis, og að áætlunin mætti ekki tefja eðlilega raforkunýt- ingu. Hann varaði við flokkun í það sem „má“ og það sem „má ekki“. Sagði að nauðsynlegt væri að skoða nýtinguna í heild og forgangsraða. Friðrik kvaðst vera sammála því að nauðsynlegt væri að breyta lögum um mat á umhverfisáhrifum þannig að Skipulagsstofnun kæmi strax að und- irbúningi á matinu, en ekki eftir að miklum fjármunum hefði verið varið í- rannsóknir. Hann sagðist ósammála því að Fljótsdalsvirkjun yrði felld inn í matið, þar sem hún hefði þegar öðlast tilskilin leyfi. Friðrik benti á að áætlunina ætti að endurmeta á nokkurra ára fresti vegna breyttra viðhorfa, og tók skýrt fram að breytt viðhorf þyrftu ekki endilega að vera í eina átt. Þá sagði hann að ekki væri sjálfgefið að ísland væri fremst í röð meðal þjóða hvað lífskjör varðaði og að hann vonaðist til að í kjölfar rammaáætlunarinnar yrði breyting á umræðunni sem staðið hefði yfir undanfarin misseri. Vinna við rammaáætlunina mun standa yfir næstu árin. Vonast er eftir þátttöku almennings við gerð hennar og hefur samráðsvettvangi því verið komið á laggirnar. Landvernd annast hann og getur almenningur komið ábendingum á framfæri á heimasíðu áætlunarinnar. Slóðin er www.lantfr^ vernd.is. " N var um helgina. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ilafínn er undirbúningur að forgangsröðun virkjunarkosta með lilliti til hagkvæmni, verndar og annarra þátta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.