Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 19.10.1999, Qupperneq 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN LAUGARDAGINN 21. ágúst birti Morg- unblaðið stóra fyrir- sögn; Tímamót í for- vamarstarfi. Þetta er fjögurra dálka fyrir- sögn og margur hefur lesið greinina með áhuga. Nú kæmi í ljós hvernig hið nýja áfengis- og vímuvam- aráð ætlar að starfa því að þessi grein er ^viðtal við fram- kvæmdastjóra ráðsins, Þorgerði Ragnar- sdóttur. En hér er að mörgu að hyggja. Framkvæmdastj óri ráðsins segir að „ekki sé mikils árangurs að vænta af vímuvarna- starfi fyrr en almenningur, sem notar áfengi, sættir sig við þau markmið sem sett eru og er tilbúinn að taka þátt í að ná þeim. Hér virðist allt í lausu lofti og framkvæmdastjórinn í mikilli óvissu. Honum er „ofarlega í huga síðasta verslunarmannahelgi þar 'sem þúsundir dmkkinna unglinga söfnuðust saman. - Blaðamaðurinn -Vbætir svo við „að grípa verði inn í og breyta þessum venjum". Hér rekast á andstæð sjónarmið. En það er líkast sem hið nýja ráð telji sig neytt til að ná samkomulagi við drukknu þúsundirnar með óbreytt viðhorf. Og hver era þá hin nýju tímamót? Hér verður bent á ummæli fram- kvæmdastjórans sem erfitt verður að samræma. Talað er um „ótíma- bæra“ áfengisneyslu unglinga. Er þá til tímabær áfengis- drykkja barna og unglinga? Er hér ekki komið að spuming- unni um fyrstu drykkj- una? „Núna er mjög brýnt að ná almennri umræðu um ótíma- bæra drykkju ungl- inga. Virkja þarf fólk í andstöðu sinni gegn þessu og ef árangur á að nást verða allir að leggja lóð á vogarskál- arnar.“ Samkvæmt þessu er nauðsyn að breyta ríkjandi venjum. Við það eru tímamót bundin. Og Þorgerður framkvæmdastjóri bætirvið: „Eg er þeirrar skoðunar að for- eldrar eigi að draga veralega úr drykkju á meðan þeir era að ala upp böm. Það er vitaskuld mótsagna- kennt að foreldramir séu drakknir í útilegum en ætlast til að ungling- arnir geri ekki slíkt hið sama.“ Úrræðaleysi áfengis- og vímu- varnaráðs sést vel á næstu tilvitn- un: „Að mati Þorgerðar er tímabært að breyta áherslum í vímuvörnum þar sem ljóst sé að hvorki bindindis- hugsjón né fræðsluáróður um skað- semi vímuefna virki einn og sér. Frjálsræðishugsjónir era ríkjandi í þjóðfélaginu og því verður að móta forvamarstarf eftir því. Það þarf að hugsa upp nýjar aðferðir sem era Bindindismál Áfengísneysla er óþarfi, segir Halldór Kristjáns- son. Hún er hættulegur óþarfí, dýr og mann- skæður. veralegri til árangurs.“ Það er engin ástæða til að efast um góðan vilja Þorgerðar þar sem húnsegir um ráðið: „Eg vil að þetta verði slík miðstöð sem er tilbúin að skoða hvað virkar í forvömum með opnum huga og sjá það sem hefur ekki virkað. Leiðirn- ar era ekki ljósar núna en vitaskuld verðum við að byrja einhvers stað- ar. Við munum reyna að starfa í takt við breytta tíma.“ Enda þótt okkur virðist að margt sé öðru vísi en vera bæri og þyrfti er rétt að meta bindindi og fræðslu um hollt og óhollt því að mæhkvarði þeirra heldur gildi sínu. A þeim byggjum við skoðun okkar. Þær era þær staðreyndir sem gefa sannfær- ingu. Nú langar mig til að enda þessa grein með lítilli sögu. Fyrir löngu var ég staddur í Reykjavík á heimili frænku minnar. Sonur hennar spurði mig hvort ég vildi sígarettu. Móðir hans var fljót- ari til að svara en ég og sagði: „Nei. Þetta er sómapiltur sem neytir hvorki áfengis né tóbaks.“ Sonur hennar sagði þá að það væri sjálfsagt hagkvæm regla hvað sem væri um sómann. Þá sagði ég að ég myndi þiggja bæði tóbak og áfengi ef mér þætti ekki sómi að því að hafna því. Ég held að meginþorri íslenskra bindindismanna geti tekið undir þetta gamla svar mitt. - Þar era að- alatriði fyrir mörgum. Spumingin er sú hvort okkur þykh- of eða van. Mörgum finnst neyslan um of. Þá er spurningin hvort við viljum draga úr eða auka við. Þorgerður segir að almenningur eigi að hafa skoðun. Við teljum að sú skoðun eigi að mótast af því að það sé sómi að hafna áfengi og tó- baki þar sem nautn þessara efna sé óheppileg. Og okkur finnst að öll rök séu til þess að málflutningur Þorgerðar um eðlilega stöðu foreldra veki hjá þeim þá tilfinningu að bindindi á tó- bak og áfengi sé til sóma hér á landi. Þorgerður segir að 85% 15 ára fólks og eldra á Islandi noti vín. Þá era 15% bindindismenn. Það mun vera um 40 þúsund manns. Afengis- og vímuvarnaráþ þarf ekki að halda að 40 þúsundir íslend- inga verði bindindismenn af sjálfu sér. Auðvitað era þetta mótaðir bindindismenn. Þetta er fólk sem vill breyta lífsstíl þjóðarinnar. Pers- ónulegt bindindi er mikið öryggi. En þar að auki er vímuefnaneyslan dýr. Hún er átakanlega mannskæð. Þar er breytinga þörf. Við skulum ekki vanmeta það sem gert hefur 40 þúsund íslend- inga bindindismenn. Það er árang- ur af bindindishugsjón og fræðslu sem varðar heObrigðismál. Við get- um ekki sagt að enginn árangur hafi náðst. Við megum ekki forsmá veruleikann kringum okkur með þvílíkum hætti. Það væri gáleysi sem ekki er samboðið hugsandi fólki. Bindindishreyfing á Islandi er staðreynd. Það eigum við að vita. Bindindishreyfingin á Islandi er reiðubúin að vinna að breyttum lífs- stíl í landinu. Hún væntir þess að þar muni hún eiga farsælt samstarf við áfengis- og vímuvarnaráð við að vekja almenning til meðvitundar um borgaralegar skyldur sínar og almennan þegnskap í daglegu lífi. Afengisneysla er óþarfi. Hún er hættulegur óþarfi, dýr og mannskæður. Það væri þjóðargæfa ef hún minnkaði. Hér era hreinar línur. Því teljum við okkur sóma að því að minnka hverskonar vímuefna- neyslu í landinu, en þar er áfengið efsý á blaði. í ljósi þessara staðreynda fögn- um við því að áfengis- og vímu- varnaráð vinni að því eins og fram- kvæmdastjórinn segir að foreldrar minnki áfengisneyslu sína veralega. Gleymum því ekki að öll eram við með í uppeldi nýrra kynslóða þess- arar þjóðar. Það verður ekki ofmet- ið. Það er rétt að þar hafa allir skyldum að gegna. Það verða engin tímamót með því að lúta núverandi di'ykkjutísku. Stefnumót krefjast endurskoðunar og endurbóta. Bjóðum áfengis- og vímuvarnaráð velkomin í það sam- starf með þeim tugum þúsunda sem stefna að minni drykkju og betra mannlífi. Höfundur er ellilífeyrisþegi og kenndur við Kirkjuból. Hverskonar tímamót? Halldór Krisljánsson '*■ Listaháskólinn okkar , LISTAHÁSKÓLI Islands er orðinn til. Til hans liggja slóðir þeirra skóla sem vörð- uðu farinn veg á lista- brautinni á þeirri öld sem lýkur senn og við væntum mikils af þeim sporum sem hann mun marka á ^ nýrri öld. En fyrstu ~®skrefin kunna að verða tekin til Hafnar- fjarðar. Við stofnun skólans á dögunum lýsti bæjarstjóri Hafnarfjarðar áhuga á að skólanum yrði fundinn staður til frambúðar í Hafnarfirði. Hug- myndin þótti nýstárleg og kom vafalaust mörgum að óvöram. Menn tóku að viðra ýmsar skoðanir á málinu, rétt eins og gerist um staðsetningu flugvalla og virkjana um þessar mundir, en mikilverðast var að umræðan var hafin. Og þar er ekkert sjálfgefið - allra sízt þeg- ar listaháskóli á í hlut. f ■ Háskóli á höfuðborgarsvæði Það er ekki sjálfgert að halda Velina Fegurðin kemur innan frá Laugavegi 4, sími 551 4473 uppi blómlegu og þróttmiklu samfélagi hjá þjóð þar sem ekki eru fleiri en íbúar smábæjar í útlöndum. Með sameinuðum kröftum hefur okkur þó tekizt allvel upp. Ekki verður litið fram hjá því að vöxtur og af- koma höfuðborgar- svæðisins byggist á þeirri samfelldu byggð sem þar er, í og umhverfis Reykjavík. í nábýlinu styðja sveitarfélögin hvert annað jafnframt því sem hvert um sig leit- ast við að skapa sér sérstöðu og halda þannig uppi heilbrigðri sam- keppni um fjölskyldur og fyrirtæki. A hverjum degi ferðast tugir þús- unda til náms og starfa milli þess- ara sveitarfélaga. Fjarlægðir skipta þar minnstu, fyrirtæki rísa og fjölskyldur velja sér heimili þar sem hverjum hentar bezt. Listahá- skólinn þarf líka að finna sér stað. Þar skiptir miklu að hann geti vaxið og dafnað, jafnframt því sem hann geti auðgað og eflt liststarfsemi í samfélaginu. Sé litið til höfuðborg- arsvæðisins er Hafnarfjörður einkar álitlegur kostur. Þar er góð tenging og greiðar samgöngur við helztu vaxtarsvæði Reykjavíkur og nágrannasveitarfélaga, og innan við fimmtán mínútna akstur til flestra staða á svæðinu. I Hafnar- firði getur Listaháskólinn orðið til þess að styrkja liststarfsemi á höf- uðborgarsvæðinu enn frekar. Listamannabærinn Hafnaríjörður I Hafnarfirði hefur um árabil þrifizt öflugt listsamfélag, sem sjá má af fjölmörgum listgalleríum, vinnustofum listamanna og ýmsum listviðburðum sem sóttir eru af er- lendum sem innlendum gestum ár- ið um kring. Þar má nefna liststarf- semi í Hafnarborg, Hafnarfjarðar- Kristinn Andersen Menning í Hafnarfírði getur Listaháskólinn orðið til þess, segir Kristinn Andersen, að styrkja liststarfsemi á höfuð- borgarsvaeðinu enn frekar. leikhúsinu, Kvikmyndasafni ís- lands, alþjóðlega höggmynda- garðinum og listamiðstöðinni í Straumi, auk þess fjölbreytta starfs sem unnið er af einstakling- um, stofnunum og skólum í Hafnar- firði. Að viðbættum arkitektúr gömlu húsanna í bænum, hraun- skúlptúrum náttúrunnar, höfninni og iðandi mannlífi á kaffihúsunum - þá er ekki erfitt að sjá hvað hefur laðað margan listamanninn að bænum í hrauninu. Bæjaryfii’völd í Hafnarfirði hafa lengi stuðlað að efiingu lista- og menningarstarfs í bænum og því þarf áhugi á að greiða götu Listaháskóla þar ekki að koma á óvart. Boð til Listahá- skólans um aðsetur í bænum er því rökrétt framhald þeirrar þróunar sem löngu er hafin. Velkomin til Hafnarfjarðar Húsnæði fyrir Listaháskóla við miðbæ Hafnarfjarðar hefur verið nokkuð til umræðu. Meðal annars hefur verið bent á húsnæði Bæjar- útgerðarinnar fyrrverandi, en það er aðeins ein af fleiri hugmyndum sem koma til greina og ástæðulaust að festa umræðuna einungis þar. Nú er m.a. unnið að tillögum um framtíðarskipulag í miðbæ Hafnar- fjarðar og við norðurbakka hafnar- innar. Þar koma upp ýmsir skemmtilegir kostir varðandi um- hverfi listaháskóla, sem eiga eftir að verða kynntir og ræddir nánar. I Hafnarfirði er fullur hugur á að búa vel að Listaháskólanum okkar allra. Við bjóðum hann velkominn til Hafnarfjarðar. Höfundur er formaður menningar- málanefndar Hafnarfjarðar. Regluleg hreyf- ing í þína þágu FRAM til þessa hafa helstu áhættuþættir hjarta- og æðasjúk- dóma verið: reyking- ar, blóðfitutruflanir og hækkaður blóð- þrýstingur. Fleiri þættir koma til og nú er ljóst að hreyf- ingarleysi er viður- kenndur áhættuþátt- ur. Regluleg hreyfing daglega er eitt af því besta sem við getum gert fyrir heilsuna. Þetta þarf ekki að vera flókið í fram- kvæmd, þetta snýst um hugarfar. Hreyfum okkur daglega. Nýjustu leiðbeiningar snúast um það að hreyfa sig samtals 30 mínútur á dag. Tök- um hreyfingu með sem hluta af okkar daglega lífi. Því ekki að ganga á völlinn frekar en að fara á bílnum? Tækifæri til að hreyfa sig eru óteljandi, mikilvægt er að finna sér hreyfingu sem mað- ur hefur gaman af. Hlaup, sund, fótbolti, golf, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum. Það þarf ekki að leggja í stóran stofnkostnað þegar kemur að hreyfingu. Gúðir íþróttaskór eða sundföt duga. Með því að venja sig á að hreyfa sig daglega erum við ekki bara að gera sjálfum okkur gagn heldur erum við góð fyrirmynd barna okkar. Mikilvægt er að venja þau á það strax á unga aldri að hreyfa sig, þau eru fljót að finna hvað það gerir þeim gott. Hvetjum þau til að finna sér íþrótt sem þau hafa gaman af og tökum þátt í því með þeim. Það að mæta á völlinn og hvetja sín börn áfram skilar sér marg- falt tilbaka, þeim tíma er vel varið. Láttu ekki aldurinn slá þig út af laginu, fólk á öllum aldri gerir heilsunni gott með reglulegri hreyfingu. Farðu hægt og rólega af stað og bættu smám saman við þig. Hóprannsóknir Hjartaverndar hafa staðið yfir frá árinu 1967. Með þessum rannsóknum gefst tækifæri til að meta áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma á Islandi. I þessum rannsóknum er einn- ig athugað hvað þátttakendur hreyfa sig mikið. Því gefa þær einstakt tæki- færi til að meta hvað fólk hreyfir sig al- mennt. Það að kyrrseta sé einn af stóru áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma undirstrikar mikilvægi þess að fólk á öllum aldri hreyfi sig reglulega. Rann- sóknir sem þessar eru frábært tæki til að hvetja landsmenn til að taka upp heilsusamlega lifn- Hjartavernd Tökum hreyfingu, segir Atli Eðvaldsson, með sem hluta af okkar daglega lífí. aðarhætti. Með niðurstöðum Hjartaverndar er hægt að gera yfirvöldum ljóst að almenn þátt- taka í íþróttum er þjóðhagslega hagkvæm. Starfsemi Hjartaverndar er háð því að almenningur í landinu veiti stuðning sinn. Happdrætti Hjartaverndar er aðalfjársöfnun samtakanna. Iþróttafólk og aðrir landsmenn: Styðjum Hjarta- vernd með þátttöku í happdrætti samtakanna. Kaupum miða. Höfundur er þjálfari íslands- og bik- armeistara KR í fótbolta. Atli Eðvaldsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.