Morgunblaðið - 19.10.1999, Side 62

Morgunblaðið - 19.10.1999, Side 62
*62 ÞRIÐJUDAGUR 19. OKTÓBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hundalíf Pað hreyfðist! ^rv^jnTTrí'V ' Ljóska Ferdinand HOW MUCH L0N6ER. BEFORE SCHOOL 5TARTS A6AIN? / Smáfólk Hvað er langt þangað til skólinn byrjar aftur? I PON'T > KNOUU THiNK 5IXTEEN PAY5.. £ Ég veit ekki, ég held það séu 16 dagar. Hversu margar mínútur? HOW MANy MINUTE5 ? plwgtmWwlp BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Afmæli FH - hver er stóri Frá Magnúsi S. Haraldssyni og Erni E. Pálssyni: NÚ í dag halda „FH-ingar“ upp á sjötíu ára aftnæli sitt, sem er athygl- isvert í ljósi sögulegra heimilda. I bókinni Saga Hafnarfjarðar frá árinu 1933, er hvergi minnst á Fimleikafé- lag Hafnarfjarðar (FH), þegar upp eru talin íþróttafélög í Hafnarfírði. Þau eru; Úngmennafélagið 17. júní (stofnað 1907 og starfrækt til 1912), Geysir (1919), Kári (1919), Framsókn (1919- 1926), 17. júní (1919-1926), Iþróttafélag Hafnarfjarðar (stofnað 1920, en liðið undh’ lok þegar bókin er rituð), Skautafélag Hafnarfjarðar (stoftiað 1920), Knattspymufélag Hafnarfjarðar (1927), Knattspyrnu- félagið Þjálfi (1928), Fimleikafélagið Venus (1929- 1930) og Knattspyrnu- félagið Haukar (stofnað 1931). Á þessari upptalningu má sjá að árið 1933 (þegar þessi bók er rituð) er Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) ekki til, sem er athyglisvert í ljósi þess að þeir miða stofnun félagsins við árið 1929. En árið 1929 var ein- ungis stofnað eitt íþróttafélag í Hafn- arfirði og var það Fimleikafélagið Venus, sem nokkrar hafnfírskar kon- ur stofnuðu. Starfaði félagið í rúmt ár og iðkaði eingöngu fimleika; voru félagskonur allmargar. Af ofangreindu má sjá að elsta starfandi íþróttafélag í bænum er Knattspyrnufélagið Haukar, stofnað bróðir? Magmís S. Öm E. Haraldsson. Pálsson. 12. apríl 1931 og ef FH-ingar kjósa að miða stofnun Fimleikafélagsins við ártalið 1929, þá væri kannski ekki úr vegi að breyta nafni félagsins enn einu sinni, þar sem ekki hafa verið stundaðir fimleikar innan félagsins um árabil. Leggjum við því til að á „afmælisárinu“ verði nafni félagsins breytt í „Knattspyrnufélagið Venus“, sem okkur þykir mun fallegra auk þess sem Venus er hið upprunalega nafn ef miða á við árið 1929. En þar sem Fimleikafélagið Venus lagði upp laupana árið 1930 væri nær að halda síðbúna jarðarför frekar en afmælis- hátíð. Að lokum viljum við stinga upp á því að þeim kraftmiklu stúlkum sem stofnuðu Fimleikafélagið Venus verði sýnd viðeigandi virðing á þess- um „tímamótum". MAGNÚS S. HARALDSSON, nemi í Tækniskólanum, og ÖRN E. PÁLSSON, nemi í Háskóla Islands. Rjúpan lifi Frá Hans Jörgenssyni: NÚ skal drepa rjúpuna svo um munar. I fréttum var sagt frá því, að þúsundir manna biðu eftir að fá að byrja drápið. Landbúnaðarráðherra er búinn að auglýsa, að dráp á rjúpu sé leyfilegt á öllum ríkis- jörðum og allt hálendi landsins er líka til boða. Ósk hefur komið um það til umhverfisráðherra að stytta veiðitímann um einn mánuð. Þessi ósk kom frá samtökum fólks að norðan. Vitanlega ger- ir ráðherra ekkert í því máli, bæði kom þetta seint fram og svo var enginn þekktur fugla- fræðingur nefndur í þessum hópi - bara venjulegt fólk, sem vill að rjúpan lifi. Fuglafræð- ingar, sem hafa látið í sér heyra um þetta mál, hafa sagt - að þó að tugir þúsunda af rjúpinni séu drepnar á hverju ári, samkvæmt skýrslum, og nokkrar þúsundir særðar, sem ekki koma á skýrslur, þá hafi það ekkert að segja, fækkunin sé bara eðlileg lægð í rjúpnastofninum. Og það er al- veg rétt, að meðan rjúpa finnst í Hrísey þá er hún ekki útdauð. Félag skotveiðimanna hefur talið það þeim að þakka að samþykkt var að hluti suðvesturlands er núna frið- aður fyrir rjúpnadrápi. Þegar ég heyrði formann skotveiðifélagsins segja frá þessu þá skildi ég líka hvernig stóð á því, að svona lítið svæði, og næstum rjúpnalaust, var valið til friðunar og rannsóknar. Þarna er mjög lítið um rjúpu og frið- unarlínan dregin þannig að þetta skerðir sáralítið þau veiðisvæði sem Reykvíkingar og aðrir sunnanmenn fara til rjúpnaveiða. Til yndis Útlendir ferðamenn hafa nokkrum sinnum spurt mig hvort ekki væri hægt að finna og sjá rjúpu, þegar þeir hafa ferðast um landið. Þetta hefur verið erfitt að uppfylla. En ég held, að ef rjúpan yrði alfriðuð, þá mundi það draga marga til landsins (ekki síður en hvalaskoðun) til að sjá þennan fugl, og það mundi gefa meira af sér fjárhagslega en að drepa hana. Auk þess er hún til ynd- is hvar sem hún sést. Nú skal drepa rjúpuna og fagna jólahátíðinni með því að éta hana. Annars verða engin jól, eftir því sem þessir menn segja sjálfir. - En væri samt ekki skynsamlegt að alfriða rjúpuna við aldamótatíma- bilið? HANS JÖRGENSSON, Aflagranda 40, Rvk. Morgunblaðið/Sigurgeir Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.