Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Héraðsdómur leggur fyrir sýslumann að kyrrsetja eignir Rimax Játar fíkniefnasölu fyrir tugi milljóna króna EINN af sakborningunum í stóra fíkniefnamálinu hefur játað að hafa selt fíkniefni íyrir tugi milljóna króna á síðasta ári. Þetta kom fram í dómi Héraðs- dóms Reykjaness, sem í gær felldi úr gildi ákvörð- un sýslumannsins í Kópavogi um að synja kröfu ríkislögreglustjóra um að fram fari kyrrsetning hjá kjötvinnsluíyrirtækinu Rimax ehf. Dómarinn lagði fyrir sýslumann að kyrrsetja eigur Rimax, sem er í eigu manna sem eru sak- borningar í fíkniefnamálinu, til tryggingar allt að einni milljón króna. Greitt með jafnvirði milljónar í kókaíni I dóminum kemur jafnframt fram að stjórnar- formaður Rimax er einn skráður með eignarhlut í félaginu þar sem framkvæmdastjóri þess sé gjald- þrota. I raun sé framkvæmdastjórinn helmingseig- andi. I dóminum kemur fram að stjómarformaður og framkvæmdastjóri Rimax seldu sakborningn- um, sem nú hefur játað að hafa selt fíkniefni á síð- asta ári fyrir tugi milljóna króna, 30% hlut í Rimax í byrjun maímánaðar sl. Fyrir eignarhlutinn greiddi hann 3 milljónir kr. Þar af var ein milljón kr. innt af hendi með afhendingu jafnvirðis hennar í kókaíni og með afskrift skuldar stjómarfor- mannsins við kaupandann vegna fyrri kókaínvið- skipta þeima. Skömmu eftir að stjórnarformaðurinn tók við milljónunum tveimur afhenti hann framkvæmda- stjóranum helming fjárins. Peningana lagði eigin- kona framkvæmdastjórans inn á reikning Rimax og var innleggið skráð á viðskiptareikning stjóm- arformannsins hjá fyrirtækinu sem lán frá honum til félagsins. I dóminum segir að þetta hafi verið gert til þess að nafn framkvæmdastjórans kæmi hvergi fram í tengslum við rekstur félagsins. Greiðslan var hluti af andvirði 15% eignarhlutar Stóra fíkniefnamálið Einangrun allra fanganna iokið ALLIR gæsluvarðhaldsfangarnir í stóra fíkniefnamálinu hafa frá og með deginum í gær verið leystir úr einangmn í gæsluvarð- haldi sínu. Rannsóknarhagsmunir lögregl- unnar krefjast þess ekki lengur enda er rann- sókn málsins langt komin. Tíu karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi að kröfu lögreglunnar í Reykjavík vegna rann- sóknar málsins og þar af hafa fímm verið úr- skurðaðir í áframhaldandi gæslu til 15. mars á næsta ári. Þrír karlmenn sitja ennfremur í gæslu- varðhaldi vegna rannsóknar stóra hassmáls- ins, sem varðar tilraun til innflutnings á 30 kg af hassi frá Spáni, og era sakborningarnir all- ir hafðir í einangrun vegna þess máls. Gæslu- varðhald þeirra rennur út hinn 14. desember. framkvæmdastjórans í félaginu. í dóminum segir að stjómarformaðurinn hafí átt kókaínviðskipti fyrir að minnsta kosti eina milljón kr. við þann, sem nú hefur játað fíkniefnasölu fyrir tugi milljóna kr. á síðasta ári, og framkvæmdastjórinn hafí einnig keypt af honum fíkniefni. 19. október sl. lagði efhahagsbrotadeild ríkislög- reglustjórans fram beiðni til sýslumannsins í Kópa- vogi um kyrrsetningu á eignum stjórnarformanns Rimax til tryggingar eignaupptökukröfu, greiðslu sakarkostnaðar og sekta allt að fjárhæð 4 milljónir kr. Beiðnin náði fram að ganga. Sama dag var sett fram kyrrsetningarbeiðni vegna eigna Rimax. Sýslumaður hafnaði kyrrsetn- ingarbeiðninni á þeirri forsendu að Rimax væri ekki sakbomingur í skilningi 1. mgr. 85. gr. laga um meðferð opinberra mála, en efnahagsbrota- deildin, sem byggði á sama lagaákvæði en vildi skilgreina hugtakið „sakborningur“ vítt, skaut synjun sýslumanns til dómara og krafðist að hann felldi ákvörðunina úr gildi. Byggði efnahagsbrota- deildin m.a. á því að Rimax væri alfarið í eigu manna sem væru sakborningar í fíkniefnamálinu og því hefði það ekki þýðingu fyrir heimild til kyrr- setningar að Rimax væri lögpersóna. Þar sem granur léki á að fé sem aflað hefði verið með ólögmætum og refsiverðum hætti hefði verið lagt inn í Rimax, sem væri alfai’ið í eigu aðila sem hefðu verið kærðir í fíkniefnamálinu, taldi dómari að lagaskilyrði væra fyrir kyrrsetningarbeiðni efnahagsbrotadeildarinnar og viðurkenndi kröfur deildarinnar. * George Robertson framkvæmdastjóri NATO í Islandsheimsókn Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, tók á móti Robertson á Reykjavíkurflugvelli, en Davíð Oddsson, forsætisráðherra, bauð honum til kvöldverðar í Ráðherrabústaðnum. Morgunblaðið/Kristinn Ræða breyttar varnir Evrópu Rán framið í söluturni Ógnaði stúlku með hníf RÁN var framið í söluturninum Toppmyndum í Lóuhólum 2-6 í Reykjavík í gærkvöldi. Að sögn lögreglu kom maður inn í sölutuminn og ógnaði hann af- greiðslustúlku með hníf. Skipaði hann henni að opna peningakassann og varð hún við því. Talið er að hann hafi tekið um 40 þúsund krónur úr peningakassanum. Að svo búnu hvarf hann út og forðaði sér á hlaupum. Stúlkan hringdi þá strax á lögreglu en maðurinn var á bak og burt þegar hún kom á staðinn. Talið er að maðurinn sé um tví- tugt og um 1,80 cm á hæð. Hann var með sólgleraugu og talið er að hann sé með litað, dökkt hár. Hann huldi andlit sitt með trefli. ---------------- Atta buðu í skólaakstur á Norður-Héraði Kvörtun send til sam- keppnisráðs ÁTTA menn, sem buðu í akstur skólabama í sveitarfélaginu Norður-Héraði í haust, hafa kvartað til samkeppnisráðs yfir ákvörðun meirihluta sveitarstjórnar að semja við fyrri skólabílstjóra án tillits til niðurstöðu útboðs. Boðinn var út akstur barna í Brúarásskóla í haust. Að fengnum tilboðum ýmissa aðila, þar á meðal mannanna átta og fráfarandi skólabílstjóra, ákvað sveitarstjórn að hafna öllum tilboðunum en leita samninga við fráfarandi skóla- bílstjóra. Síðan var samið við skólabílstjórana og þeir annast nú aksturinn. I kvörtunarbréfí Gísla M. Auðbergssonar, lögmanns átt- menninganna, kemur fram að með þessari háttsemi telji þeir að sveitarstjóm hafí brotið gegn samkeppnislögum og útilokað þá frá þessum starfsvettvangi, þrátt fyrir að tilboð fráfarandi skólabflstjóra og síðan samningar við þá séu mun óhagstæðari fyrir sveitarfélagið en tilboðin. Áætlað er að mismunurinn nemi um einni milljón kr. á ári. Einnig kemur fram í erindi lögmannsins að kærendur telji að óeðlilegt samráð hafí verið með fráfarandi skólabflstjórum og óeðlilegt hafí verið að skipa þeim sér í hóp, í stað þess að ákveða við hvem skuli semja vegna hverrar akstursleiðar fyrir sig. Áttmenningamir lögðu á sínum tíma fram stjómsýslukæra vegna ákvörðunar meirihluta sveitarstjómar. Um hana hefur ekki verið úrskurðað í félagsmálaráðuneytinu GEORGE Robertson, fram- kvæmdastjóri Atlantshafsbanda- lagsins, kom í opinbera heimsókn til Islands í gærkvöldi, ásamt fylgdar- liði úr höfuðstöðvum bandalagsins í Brassel. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra tók á móti Robertson lávarði á Reykjavíkurfíugvelli, en Davíð Oddsson forsætisráðherra bauð gestinum til kvöldverðar í Ráð- hemabústaðnum við Tjamargötu. I dag á Robertson samráðsfund með Davíð og Halldóri, þar sem málefni íslands og Atlantshafs- bandalagsins verða efst á baugi. Samráðsfundurinn er liður í undir- búningi leiðtogafundar bandalagsins um miðjan desember. Tillit verður tekið til hagsmuna íslands „ísland er sterkur og áreiðanleg- ur bandamaður í NATO og það er ljóst að verkefnin sem fyrir liggja eru stór - að styrkja vamarmátt Evrópustoðar bandalagsins og að styrkja bandalagið sjálft, að þróa tengslin við Rússland, að ljúka Kosovo-málinu - „vinna friðinn" ef svo má segja,“ sagði Robertson eftir komuna í gærkvöldi. Aðspurður um stöðu íslands í breyttu öryggismála- skipulagi Evrópu, nú er Evrópu- sambandsríkin hyggjast efla vamar- samstarfið sín í mflli, sagðist Ro- bertson líta svo á, að meðal þess sem heyrði undir hans verkahring væri „að tryggja að NATO-ríkin ut- an ESB, þ.e. Island, Noregur, Tyrk- land og nýju aðildarrfldn Ungverja- land, Pólland og Tékkland, hafi sínu hlutverki að gegna í því skipulagi sem komið verður á, hvemig sem það endar með að líta út.“ Sagðist Robertson sannfærður um, að takast myndi að fmna leið til að binda þessi lönd, sem öll hefðu sýnt bandalaginu mikla hollustu, inn í nýtt öryggismálaskipulag álfunnar. George Robertson gegndi áður embætti varnarmálaráðherra Bret- lands í ríkisstjóm Tonys Blafl', en hann tók við sem framkvæmdastjóri NATO af Javier Solana 14. október sl. sj & «b m * mm Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá Undralandi- Tónaflóði, „Tónaflóð... fýrir jólin“. Birkir Kristinsson leikur með ÍBV/C1 Celta Vigo kjöldró Benf ica / C3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.