Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR L e i k r i t FJÖRBROTFUGLANNA Eftir Elías Snæland Jónsson. Ut- gefandi, hönnun, umbrot: Hergill. Prentun og bókband: Gutenberg. 111 bls. HEIMILISOFBELDI, sifjaspeU og kynferðisleg misnotkun eru meginþemu leikritsins Fjörbrot fuglanna sem nú er komið út á bók eftir frumsýningu í Dresden í Pýskalandi í apríl á þessu ári. Leikritið hefur ekki verið leikið hér heima þótt fram komi í formála höf- undai- að bæði leikhússtjórar Borg- arleikhúss og Þjóðleikhúss hafi haft það til skoðunar á undanfornum ár- um. Leikritið hefur að sögn höfundar farið í gegnum ýmsar breytingar en það var fyrst sent Borgarleikhúsinu í vetrarbyrjun 1988. Arið 1993 var það valið framlag Leiklistarsam- bands íslands í Evrópsku leikrita- samkeppnina og af þvi tilefni þýtt á þýsku. Það verður að teljast nokkuð sér- stakt að leikrit skuli fyrst vera svið- sett erlendis í erlendri þýðingu, áð- ur en að frumsýningu á frummálinu kemur. Ekki fylgir sögunni hvort frumsýning hérlendis sé í vændum. Aðalpersónur verksins eru fimm. Faðirinn og móðirin og bömin tvö, Systa og Brói. Fimmta persónan, unnusta Bróa, kemur síðar til sög- unnar. Þá koma sálfræðingur og fangaverðir lítillega við sögu. Höf- undur staðsetur ysta ramma verks- Grafík- myndir í Fjöru- borðinu MARILYN Herdís Melk sýn- ir grafíkmyndir í veitingahús- inu Við fjöruborðið. Marilyn stundaði nám við California College of Art.s and Crafts og Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og útskrifað- ist þaðan 1987 úr grafíkdeild. Þetta er önnur einkasýning hennar en hún hefur líka tekið þátt í samsýningum, bæði hér heima og erlendis. Marilyn er félagi í „ís- lenskri gi-afík“, SÍM og graf- íkfélaginu „Áfram veginn" við Laugaveg lb. Sýningin stendur yfir fram að jólum og er opin frá kl. 18- 22 virka daga en 11:30-22 laugardaga og sunnudaga. TÖJYLIST S a I ii r i n n KAMMERTÓNLIST Trio Romance flutti tónverk eftir Wesley, Chopin, Doppler-bræður, Poulenc, Bizet og Atla Heimi Sveinsson. Þriðjudagurinn 23. nó- vember, 1999. TRÍÓ Romance, sem skipað er Guðrúnu Birgisdóttur, Martial Nardeau og Peter Maté, stóð fyrir tónleikum á vegum Tíbrár í Salnum sl. þriðjudagskvöld. Tónleikarnir hófust með tríói eftir Samuel Wes- ley (1766-1827), samtímamann Beethovens, ágætt tónskáld og org- anleikara. Tríóið er mjög vel samin og var ekki síður ánægjulegt áheymar fyrir það hversu vel það var flutt af Guðrúnu Birgisdóttur, Matial Nardeau og Peter Maté. Næsta viðfangsefni er tilbrigða- verk eftir Chopin, sem sagt er að hann hafí samið er hann var 14 ára en samkvæmt tónverkaskrá hans, er þetta verk ekki talið áreiðanlega eftir Chopin, enda ekki gefið út fyrr en 1955. Hvað sem rétt kann að vera í þessu, var verkið skemmti- legt áheyrnar og gott, ef um 14 ára dreng er að ræða. Þriðja viðfangs- Ofbeldi og sifjaspell ins í nútímanum, skelfilegur atburður hefur gerst á heimil- inu, faðirinn hefur lát- ist af voðaskoti og allt bendir til þess að Brói sé valdur að því. Hann virðist hafa tapað öllu veruleikaskyni og er hafður í öryggis- gæslu, skáldmæltur vitfírringur sem talar í véfréttastíl. Systa snýr heim eftir fimm ára dvöl í Bandaríkj- unum og í kjölfarið fylgir upprifjun á heimilisaðstæðum á uppvaxtarárum syst- kinanna; smám saman verður ljóst hvað viðgengist hefur á heimilinu árum saman og hvernig faðirinn hefur beitt eiginkonuna ofbeldi, misnotað dótturina og kúgað son- inn. Grimmlyndur harðstjóri sem er enn frekar undirstrikað með því að hann er lögreglumaður, valdsmaður í einkennisbúningi. Upprifjunin er miskunnarlaus, atriði eftir atriði sýnir grimmd föð- urins, hjálparleysi móðurinnar sem lætur allt yfir sig ganga og Systu sem reynir að vemda Bróa, gengur jafnvel svo langt að bjóða sjálfa sig fram í stað drengsins þegar öll önnur ráð þrýtur. Hún hefur not- að fyrsta tækifærið til að komast að heiman, ætlaði aðeins að_ vera eitt ár erlendis. I fjar- vem hennar stóð Brói berskjaldaður fyrir of- beldi föðurins og þegar unnustan verður einnig íyrir barðinu á honum missir Brói tökin á sjálfum sér. Bygging leikritsins er þaulhugsuð og kall- ast hugvitssamlega á atburðir og atriði í for- tíð ög nútíð; niðurstað- an er að sagan endui-taki sig og speglast sú hugmynd í byggingu verksins. Höfundur gerir ráð íyrir notkun kvikmyndar eða myndbands við sviðsetninguna til tengingar atr- iða úr fortíðinni við sviðsett atriði úr nútíð verksins. Tilfinningaleg fram- vinda verksins er öll mjög rökrétt, að ekki sé sagt einfold, eina persóna verksins sem verður fyrir áhrifum af rás viðburða er Systa; jafnvel Brói kemur ekki á óvart því hann er þegar í öðmm heimi í upphafí verks. Veikleiki leikritsins felst m.a. í persónusköpuninni, faðirinn er Elías Snæland Jónsson einhliða illmenni, sannarlega ógeð- felldur en einfaldur í dramatískum skilningi. Hið sama má segja um móðurina sem er kjökrandi flak í öllum atriðum verksins, utan einu sinni þegar hún ásakar Systu fyrir að hafa rænt athygli föðurins. Sam- töl þeirra mæðgnanna em ósann- færandi, öll hugsun er orðuð, undir- texti verður enginn - sem er svosem alls ekki nauðsynlegur í öllum leikr- itum - en hér er öll umgjörð verks- ins og persónusköpun með svo raunsæjum hætti að gera verður kröfu um nokkra sálfræðilega dýpt samtala. Orðræður föðurins og unnust- unnar um valdið og harðstjórana em klisjukenndar og auka hvorki á dýpt verksins né verða þær að þeirri ytri tilvísun um eðh harð- stjórnar sem höfundur ætlast þó greinilega tíl. Galli verksins er þannig hvorki fólginn í byggingu þess né frásagnaraðferð heldur persónusköpun og samtölum. Vel má samt ímynda sér að verkið grípi áhorfendur í leikhúsi vegna tilfinn- ingasemi sinnar, ofbeldisatriða og bersögli. Vissulega má segja að þeg- ar fjallað er um heimilisofbeldi og kynferðislega misnotkun sé ástæð- ulaust að draga fjöður yfir óhugnað- inn, en því viðkvæmari sem umfjöll- unarefnin era því meiri verða kröfumar um dramatíska úr- vinnslu. Elías Snæland Jónsson hefur ráðist af dirfsku til atlögu við erfitt viðfangsefni. Sumpart tekst honum að skapa úr því áhrifamikið leikrit, sumpart ekki. Hávar Sigurjónsson Hjartað slær ekki KVIKMYNDIR liaugarásbíó/ Stjörnubfó RANDOM HEARTS/ ÖRLAGAVEFUR ★ ★ Leikstjórn: Sydney Pollack. Hand- rit: Warren Adler og Darryl Ponics- an Aðalhlutverk: Harrison Ford, Kristin Scott Thomas og Charles Dutton. Columbia 1999. ÖRLAGAVEFUR er spunninn þegar kona og karl farast í flug- slysi, og makar þein-a kynnast við þær kringumstæður. Það er hetjan Harrison Ford sem leikur lögreglu- manninn kokkálaða og Kristin Scott Thomas sem leikur alþingis- konuna sem þarf að verja sæti sitt meðan eiginmaðurinn leikur laus- um hala. Hinn ágæti leikstjóri og leikari Sydney Pollack gerir hér tilraun til að ýta saman tveimur andstæðum manninum sem leitar sannleikans og konunnar sem hefur atvinnu af því að ljúga. Myndin á að standa og falla með aðdráttarafli sem mynd- ast þeirra á milli þegar þau kynnast við furðulegar aðstæður, en þau ráða ekki við. Því miður fellur myndin, þar sem engum virðist hafa tekist ætlunai-verk sitt. Áhorf- andinn nær alls ekki að skynja neitt aðdráttarafl milli aðalsöguhetj- anna, Ford og Scott Thomas era bæði dempuð í leik og ópersónuleg. Maður hefur kannski ekki mikið að gefa rétt eftir að maki manns ferst í flugslysi, en einhvern sjarma eiga þau að sjá í hvort öðru og það hefði verið gaman ef þau hefðu getað deilt því með fólkinu í salnum. Leikstjóranum tekst hvorki að byggja upp spennuna þeirra á milli, né yfirhöfuð að fá hjarta sögunnar til að slá. Allur leikur í myndinni er mjög flatur og ógefandi, nema þá kannski helst leikstjórans sjálfs í smáu hlutverk ráðgjafa alþingis- konunnar. Hann er eina persónan í myndinni sem hefur vott af húmor, en hann hefði mátt vera víðar að finna í myndinni. Handritshöfun- durinn er ekki nógu hnitmiðaður í skrifum sínum. Myndin er langd- regin og hann vinnur ekki vel úr þeim þáttum sem mestu máli skipta. Auk þess sem það er alveg óþarfi að láta okkur fylgjast með óáhugaverðu glæpamáli til að skilja að Harrison er góð lögga. Okkur datt það strax í hug. í rauninni er hugmyndin að handritinu mjög áhugaverð. En þá sannast hið fornkveðna að það verður að halda vel utan um góðar hugmyndir til að fá þær til að virka. Hildur Loftsdóttir Einsöngs- tónleikar Lovísu Sig- fúsdóttur LOVÍSA Sig- fúsdóttir sópran og Lára S. Rafnsdóttir píanóleikari halda ein- söngstónleika í Tónleikasal Söngskólans, Smára, Veg- húsastíg 7, Reykjavík, á morgun, laug- ardag, kl. 16.00. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfarar- prófs Lovísu frá Söngskólan- um í Reykjavík. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Efnisskráin spannar aríur og ljóð höfunda allt frá Henry Purcell til Alban Berg og íslensk og norræn söngljóð m.a. eftir Edward Grieg, Carl Nielssen, Peter Heise og Jón Ásgeirsson. Lovísa hóf söngnám sitt hjá Ragnheiði Guðmunds- dóttur í Tónskóla Sigurs- veins, en innritaðist í Söng- skólann í Reykjavík 1993 og hélt þar áfram námi hjá Ragnheiði og naut auk þess leiðsagnar Láru S. Rafns- dóttur píanóleikara. Hún lauk 8. stigi vorið 1997 og tók Burtfararpróf (Advanced Certificate) sl. vor. Tónleik- arnir nú eru lokaáfangi prófsins. Jafnframt námi sínu við Söngskólann hefur Lovísa sótt námskeið m.a. hjá And- ré Orlowitz og Martin Isepp. Hún hefur starfað með Nem- endaóperu Söngskólans und- anfarin þrjú ár og m.a. tekið þátt í uppfærslum á Okla- homa eftir Rodgers, Leður- blökunni eftir Johann Strauss og Töfraflautunni eftir Mozart, þar sem hún söng hlutverk annarrar dömu. Hún hefur komið fram sem einsöngvari á tón- leikum og kirkjuathöfnum og er félagi í Kór íslensku óp- erunnar. Lára S. Rafnsdóttir píanó- leikari er kennari við Söng- skólann í Reykjavík. Lovísa Sigfúsdóttir Nýjar bækur „Að taka sporið“ efni tónleikanna var sannarlega tví- leiksverk, Ungversk fantasía, eftir þá Doppler-bræður, sem voru mikl- ir ílautusnillingar. Rétt er að gera athugasemd við staðhæfíngu í efn- isskrá, að um sé að ræða frekar sí- gaunalög en ungverk þjóðlög, því þarna birtist angi af erfiðu deilum- áli, sem Kodaly og Bartók töldu sig hafa afsannað, með þjóðlagara- nnsóknum sínum, sem munu telja vera þær viðamestu sem tónlistar- menn hafa staðið íyrir, sem sé, ef um er að ræða sígaunalög, þá eiga Ungverjar, sem em meðal músík- leiknustu þjóða heims, engin þjóð- lög. Kodaly og Bartók bentu á að sí- gaunar ferðist víða og leiki sem sagt balkönsk þjóðlög en flakk þeirra um heiminn og sérstaklega til Norður-Evrópu, hefur verið slík kynning, að því var slegið föstu af þeim er ekki vissu betur, að um væri að ræða tónlist sígauna. Fantasían er ekta leikniverk, þar sem leiknimöguleikar hljóðfær- anna ráða ferðinni, sem sé, hvað er hægt að gera og að því leyti er mikil skemmtan af slíkum verkum ef þau eru vel flutt, svo sem hér átti sér stað í einstaklega fáguðum og leik- andi ljúfum leik Guðrúnar og Nar- deau. Efti hlé flutti Martial Nardeau flautusónötuna frægu eftir Poulenc og var leikur hans og Peter Maté hreint út sagt glæsilegur. Næsta lag, intermezzo, eða Entracte, eins og það er kallað af útsetjaranum Monroe, og er úr óperunni Carmen, eftir Bizet, var sérlega fallega flutt en þetta yndislega lag minnir á, að franskir gagnrýnendur töldu lítið varið í tónlistina eftir Bizet en text- ann nokkuð góðan og létu hafa eftir sér, að líklega væri rétt að fá al- mennilegt tónskáld til að semja nýja tónlist. Ja, hérna þessir gagn- rýnendur! Trio Romanee lauk tónleikunum með þremur útfærslum eftir Atla Heimi Sveinsson á Búðarvísunum, eftir Emil Thoroddsen, Þú ert..., eftir Þórarin Guðmundsson og Lokasöng Alta úr leikverkinu Of- vitinn, en þetta litla lag hefur lengi verið mjög vinsælt. Utfærslurnar vom hreint út sagt frábærlega unn- ar og vom ekki síður fallega leikn- ar, enda er Trio Romance skipað af- burða tónlistarfólki, þar sem saman fer góður og yfirvegaður samleik- ur, svo sem sérstaklega mátti heyra í tríóinu eftir Wesley og fantasíu Doppler-bræðra, sem var þó falleg- astur í yndisfögru lagi Bizet og út- setningum Atla. Poulenc-sónatan var snilldarvel flutt og þar átti Pet- er Maté nokkur handtök, sem hefur verið aðal. hans, enda er verkið skemmtilega skrifað af Poulenc. Flautusamleikur Guðrúnar og Nardeau var eintaklega vel sam- stilltur og nálgaðist oft það stig, að vera sem einleikur, sérstaklega í laginu eftir Bizet, sem sló undirrit- aðan „út af laginu, fyrir fegurð og fínleik allan. Þessi yndislegi flautu- leikur endaði með frábærum blæbrigðaleik í laginu Svörtu aug- un, sem var svo vel mótað í blæ og hryn, að hreint lá við að maður „tæki sporið". Jón Ásgeirsson • HRINGSTIG- INN er smá- sagnasafn eftir Ágúst Borgþór Sverrisson. í fréttatil- kynningu segir að persónur sagnanna í bók- inni hafa gjarnan orðið fyrir reynslu sem móti allt líf þeirra og margar þeirra glíma við þráhyggju sem í senn er sérstæð og kunnugleg. Stíll sagn- anna er einfaldur og beinskeyttur og allflestar eru þær raunsæisverk. Sögurnar gerast í Reykjavík, ýmist í nútímanum eða á áttunda ára- tugnum, og kunna að vekja upp gleymdar kenndir og duldar þrár með lesandanum. Ein sagan í bókinni, Afrakstur- inn, hlaut verðlaun í smásagna- keppni Vikunnar fyrr á þessu ári. Þetta er þriðja prósabók höfund- ar og eru allar þrjár bækurnar smásagnasöfn. Síðasta bók Ágústs, I síðasta sinn, kom út árið 1995. Utgefandi er Ormstunga. Bókin er 105 bls., prentuð í Steindór- sprenti - Gutenberg. Félags- bókbandið - Bókfell sá um bókb- and. Ingólfur Júlíusson hannaði kápu. Verð: 3.290 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.