Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 23 VIÐSKIPTI Hátíðarráðstefna Ríkiskaupa Seljendur ekki búnir undir rafræn viðskipti SELJENDUR sem eru aðilar að rammasammngum við ríkisstofnan- ir eru enn sem komið er ekki tilbún- ir í rafræn viðskipti. f'etta kom fram í erindi Júlíusar S. Olafssonar, forstjóra Ríkiskaupa, á hátíðarráð- stefnu sem haldin var í tilefni 50 ára afmælis Ríkiskaupa. Júlíus ræddi rafræn viðskipti í opinberum viðskiptum í erindi sínu og kynnti niðurstöður könnunar sem gerð var á vegum Ríkiskaupa, á 100 spluaðilum að rammasamning- um. í ljós kom að 82% hafa tölv- upóstsamband, 48% hafa heima- síðu, 20% hafa verðlista á heimasíðunni og 3% bjóða upp á innkaupakörfu á heimasíðu. Júlíus segir það markmið Ríkis- kaupa að nýta rafræn viðskipti í op- inberum viðskiptum til að lækka kostnað og auka gæði og skilvirkni. Pað verði þó að vera hægt að taka kerfíð upp án þess að leggja út í vemlegan kostnað. Júlíus segir nauðsynlegt að bæði kaupendur og seljendur séu búnir undir rafræn viðskipti. Hann vitn- aði rma. í opinber innkaup Dana og segir Islendinga um þremur árum á eftir þeim, það væri þó hugsanlegt að íslendingai- yrðu fljótari að til- einka sér tæknina þegar nauðsyn; legar forsendur væru fyrir hendi. I því sambandi nefndi Júlíus m.a. að vottunaraðila vantar til að skapa nauðsynlegt öryggi í rafrænum við- skiptum á Islandi. Úttekt Ríkisendurskoðunar á kaupum á sérfræðiþjónustu Guðbrandur Leósson hjá Ríkis- endurskoðun gerði grein fyrir bráðabirgðaniðui-stöðum úttektar Ríkisendurskoðunar á kaupum rík- isstofnana á sérfræðiþjónustu. Guðbrandur segir markmið úttekt- arinnar m.a. að gi-eina ástæður fyrir ráðgjöf sérfræðings, að athuga hvort hagkvæmasta leiðin hafi verið valin og hvort niðurstöður ráðgjaf- ans hafi verið notaðar. Tímabilið írá 1997 til 1998 var skoðað og kom í ljós að 68% ríkis- stofnana réð sérfræðing til ráðgjaf- ar af einhverju tagi. Að sögn Guð- brands vom um 80% stofnana sem ekki studdist við reglur eða leið- beiningar um ráðningu ráðgjafa. Yfir 70% töldu fremur eða mjög mikinn ávinning af ráðningu ráð- gjafa. Hlutfall munnlegs samkomu- lags við ráðgjafa var 56% og í 57% tilvika var samningsverð breytilegt. Guðbrandur segir festu skorta í sambandi við ráðningu sérfræðinga til ríkisstofnana og Ríkiskaup ættu að veita ráðgjöf í því sambandi. Minni ríkisaðilar njóta oft ekki sömu kjara og þeir stærri Gunnar Linnet, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, gerði grein fyrir sjónarmiðum kaupenda varðandi stöðu og framtíð rammasamninga. Hann segir rammasamninga mikil- væga m.a. vegna þess að þeir fyrir- byggja misnotkun opinbers fjár og auka skilvirkni. Gunnar segir það staðreynd að minni ríkisaðilar njóti oft ekki sömu kjara og þeir stærri. „Það er mikil- vægt að greina þennan vanda og leysa hann og það er hlutverk Ríkis- kaupa,“ segir Gunnar. Gunnar Dungal, framkvæmda- stjóri Pennans, gerði grein fyrir sjónanniðum seljenda varðandi rammasamninga. Kostirnir era að hans mati m.a. aukin sjálfvirkni í innkaupum og sú viðurkenning á seljanda sem í samningnum felst. Hins vegar geti rammasamningar viðhaldið dýra innkaupakerfi ef starfsmenn ríkisfyrirtækja fari eftir sem áður á milli verslana í leit að til- boðum. Einnig þekkist að keppi- nautar utan rammasamninga fái upplýsingar úr samningunum og fyrirtæki innan rammasamninga verði þannig útreiknanleg. Gunnar Dungal gerði einnig grein fyrir því að innan Pennans væri stofnun net- verslunar í undirbúningi. „Þar munu leiðir Ríkiskaupa og Pennans liggja saman,“ sagði Gunnar. Autocad Vandað og hagnýtt námskeið í Autocad, 36 kennslustundir. Námskeiðið byrjar 2. desember. Nánari upplýsingar í síma 551 5593 og á heimasíðu: www.tolst.com Tölvu- og stærðfræðiþjónustan ehf. Fiskimiölsverksmiðiur HÖNNUN / SMÍÐI / = HÉÐINN = Stórás 6 «210 Garöabæ sími 569 2100 • fax 569 2101 Góðu vmiimir Ericsson MC218 lófatölva Ericsson TiOs og T28s GSM símar MC218 „Trúnaðarvinurirm" kr. 59.900- 56.905- stgr. • EPOC stýrikerfi - kröftugra og hraðvirkara. • Internet (WAP & WWW). • Þú kemst alltaf á netið • Tölvupóstur, Fax og SMS. • Samhæft með MS Outlook, MS Schedule og Lotus Organizer. • Samhæft með MS Office og Lotus Smartsuite. Tios „Lifríki vinurinn" kr. 19.900- »8.905- stgr. • þyngd aðeins 146 gr. • Grafískur skjár. • Endingartími rafhlöðu er 80-100 klst. í bið og 2-4 klst. í notkun • Gerður fyrir GSM 900 og GSM 1800 farsímakerfin • VIT sími og margt fleira. T28s „litli snöggi og snjalli vinurinn" kr. 59.900- 56.905- stgr. • Gerður fyrir GSM 900 og GSM 1800 farsímakerfin • Aðeins 90 gr. að þyngd með rafhlöðu • Raddstýrð svörun og val úr skammvalsminni • Grafískur skjár • VIT sími og margt fleira Fást í verslunum Símans SÍMINN -GSM WWW.GSM.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.