Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 I UMRÆÐAN SOLARIS Mig vantar blóð BLÓÐBANKINN kallar: „Mig vantar blóð“. Blóðbankinn, kemur hann okkur við? Gefur hann góða vexti? Þegar Blóðbank- ann, banka allra ís- lendinga, vantar blóð til að líkna þeim, sem líknar eru þurfi, kemur upp í hugann hálfrar aldar gömul saga frá Akureyri, frá æskuheimili mínu. Mamma mín vaknaði upp um miðja nótt við það að hrópað var fyrir utan svefnherbergisgluggann hennar: „Mig vantar blóð“. Pabbi stökk fram úr rúminu og hljóp að glugganum. Þar stóð maður, sem hrópaði: „Magnús, er ekki eitt- hvað af strákunum þínum heima, mig vantar blóð?“ Þarna var kominn yfirlæknir Sjúkrahúss Akureyrar, Guðmundur Karl Pét- ursson. Bræður mínur voru í blóðgjafarsveit skáta, vanir að gefa blóð og brugðu skjótt við. Ung kona þurfti að fara á skurð- arborðið, fyrir aðgerð þurfti hún blóð. Eftir nokkra tíma var hún alsæl móðir, lítill drengur var kominn í heiminn. Þegar móðir mín frétti þetta vöknaði henni um augu, sjálf hafði hún fætt sjö börn án uppskurðar eða blóðgjaf- ar. þetta er gömul saga en síung. Aðferðir við blóðsöfnun eru breyttar en þarfirnar þær sömu. Mörgum árum síðar, er ég var hjúkrunarforstjóri á þessu sama sjúkrahúsi, var orðið fátt um blóðgjafa. Skátarnir voru á sínum stað, en það hrökk ekki til, starfsemin hafði auk- ist. Ég stakk þá upp á því við Guðmund Karl, yfirlækni, að við skyldum safna í blóðgjafarsveit sjúkrahússins. Ég skyldi fara með lækni eða kandídat á vinnustaði og safna blóðgjöfum. Ég þekkti nokkra af for- stjórum og verkstjór- um þessara staða og vissi að þar væri ekk- ert að óttast. Á hand- lækningadeild og skurðstofu var þá afbragðs góður kandidat, Árni V. Þórsson, sem síðar varð sérf- ræðingur í barnasjúkdómum og hann var fús til þessa starfs. Við Árni lögðum á ráðin, ég hringdi til fyrirtækjanna og betri undirtektir hefi ég sjaldan fengið, leyfi var alls staðar veitt. Árni, kunnáttumaðurinn, tók til allt sem nota þurfti og við ókum af stað. Við fórum í Slippinn, á bif- reiðaverkstæði og í fleíri fyrir- tæki. Árni tók blóðið, ekki man ég hvað ég gerði annað en að fylgjast með löngum röðum af mönnum, er komu til þess að verða við beiðni sjúkrahússins. Af barnaskap mínum hélt ég að líða myndi yfir einhvern í röðinni og þegar ég hafði orð á því glottu karlarnir og sögðu: ,,Hér eru engir aumingjar." Við Árni söfn- uðum þarna hátt á annað hundr- að blóðgjöfum, sveit vaskra sveina, er næstu ár voru í blóð- Blóðgjafir Þegar Blóðbankinn kallar: „Mig vantar blóð,“ þá minnist ég ungu móðurinnar á Sjúkrahúsi Akur- eyrar, segir Ingibjörg R. Magnúsdóttir, og móðurgleði hennar yfír fallegum dreng. gjafarsveit sjúkrahússins. Það var ómetanlegt. Þetta eru minningabrot, sem koma upp í hugann þegar Blóð- bankann vantar blóð. Nú eru bræður mínir, skátarnir, komnir á efri ár, hættir að gefa blóð. I stað þess að vera blóðgjafar hafa þeir verið blóðþegar. Þeir hafa þurft að treysta á blóðgjafa, ekki bara skáta, heldur og aðra ís- lendinga. Við vitum ekki hvert okkar verður næst til þess að þiggja blóð frá Blóðbankanum til þess að halda lífi. Kannski ég, kannski þú, sem lest þessar línur. Eða ástvinir okkar. Ég er of gömul til þess að gefa blóð. En ekki of gömul til þess að vekja athygli á því, að við verðum að standa vörð um þennan dýr- mæta banka, sem við eigum öll. Við getum lagt peninga inn í ann- Ingibjörg R. Magnúsdóttir ars konar banka, við fáum vexti af fjármunum, og gleðjumst er vel gengur. En eru nokkrir vextir verðmætari en þeir, sem bæta fleiri og betri árum við lífið? Eru nokkrir vextir betri en vextir Blóðbankans fyrir okkur, ástvini okkar, frændur, vini og alla þá aðra er berjast fyrir lífi sínu og heilsu? En er það sjálfsagt að Blóðbankinn hafi blóð til umráða hverju sinni, er kallið kemur? Minnist Blóðbankans nú, er þið hugsið til allra þeirra er þurfa á blóði að halda. Að gefa blóð er sama og að gefa öðrum líf eða að stuðla að betri heilsu þess er þiggur. Því fleiri blóðgjafar, þeim mun auðveldara fyrir hið mikil- væga starf Blóðbankans. Fjár- veiting Alþingis til Blóðbankans er ekki nóg ein og sér, þar er um að ræða rekstrarfé en ekki hið dýrmæta blóð, er líkaminn þarf á að halda til starfsemi sinnar. Tæknin hefur breyst á síðast lið- inni hálfri öld, tæknin til að safna blóði, greina það og vinna úr því og tæknin til að vita hvað á við hvern og einn hverju sinni. En þörfin á þessum dýrmæta vökva, sem enginn getur án verið, er hin sama. Þegar Blóðbankinn kallar: „Mig vantar blóð,“ þá minnist ungu móðurinnar á Sjúkrahúsi Akureyrar og móðurgleði hennar yfir fallegum dreng, minnist yfir- læknisins, sem um nótt leitaði að blóðgjöfum til hjálpar og ekki síst - allra þeirra mörgu, sem bjargast hafa og munu bjargast vegna blóðgjafar ykkar og þeirra, er koma þeirri gjöf til skila. Þótt þið sjáið ekki hverjir þiggja, fylg- ir blóðgjöf ykkar þakklæti þeirra og hlýhugur. Höfundur er fyrrum skrifstofustjóri íheilbrigðisráðuneytinu. Glersteinn á góðu verði ÁLFABORG^ KNARRARVOGI 4 • 9 568 6755 ; Súrejhisvörur Karin Herzog Kynning í dag í Snyrtihöllinni kl. 13—18, 1 Hagkaupi Smáratorgi kl. 14-18 og Hagkaupi Kringlunni kl. 14-18. I JlB'ÍU/JíjfBJJJ Ú UJJlJJjÍ L>£ LLil^il Útsölustaðir: Lyfja, Láj>múla, Háaleitisapótek, Rimaapótek, Apótek Borgarness, Stykkis- hólmsapótek, Apótek Ólafsvíkur, Apótek Austurlands, Hgilsstaðaapótek, Apótek Vestm.eyja, Apótek Akraness, Kaupfélag Skagfirðinga. Heildsöludreifing Bár-Festi ehf. Sundaborg 7-9, sími 568 4888. ar viðskiptavildar í Moskvu, eða þá því að Árni Bergmann fengi aðstöðu til að vinna að blaða- mennsku meðfram námi sínu þar í borg. Hver eru svo þau sannleik- svitni sem menn styðjast helst við? Jú, jú, þarna er einkum stuðst við afdankaða fýlukomma og uppgjafa KGB spíóna. Til skamms tíma þótti nú ekki mikið gefandi fyrir orð þessara manna, en þeirra tími er greini- lega kominn á Islandi. Ég ætla nú að leyfa mér að full- yrða að það er mun feitara á stykkinu annars staðar og ættu menn að kynna sér það nánar. Þegar við höfum svo öll gögnin uppi á borðinu þá skulum við ræða hverjir eigi að biðjast afsök- unar á framferði sínu. Þá getum við líka rætt um þá grundvallar- spurningu hvort það sé í rauninni sæmandi að nota erlenda fjármuni í íslenskri pólitík. Þar skiptir engu máli hvort verið er að tala um rúblur, dollara eða norskar krónur. Öllum þessum peningum er ætlað að hafa bein eða þbein áhrif á íslensk stjórnmál. Ég tel það rangt í öllum tilfellum. Hitt er ég ófáanlegur til að samþykkja að rúblur séu á nokk- urn hátt óhreinni áhrifavaldur en annað erlent gjafafé. Þaðer alkunna að þeir sem telja sig sigurvegara í stríði taka sér gjarnan dómsvald yfir andstæð- ingum sínum. Nú ímyndar heims- íhaldið sér að það hafi endanlega gengið milli bols og höfuðs á heimskommúnismanum, eins og það kallar alla sósíalíska hug- myndafræði. Sjálft hefur það svo að eigin áliti öðlast eilíft líf og réttlætingu. Næsta stig skal svo vera það að hinn sjálfskipaði sigurvegari taki sér sjálfdæmi um hvaðeina, sem á milli ber. Nú skal sko verða snúið uppá handleggi og knúðar fram játningar! Þessi söguskoðun byggist á þeirri fávísu hugmynd að raun- veruleg pólitísk þróun eigi sér upphaf í mjög náinni fortíð og í dag hafi menn uppgötvað þann stórasannleik sem ekki þurfi end- urskoðunar við. Það þarf blindan mann til að sjá ekki veikleikana í frjálshyggjufár- inu, mannfyrirlitningunni og pen- ingahyggjunni sem tröllríður samfélaginu í dag. Menn eru þegar farnir að draga í land á ýmsum sviðum og munu sannarlega þurfa að gera það bet- ur áður en langt líður. Spurningin er - hverjir komast þá í tísku og setja sjálfan sig í dómarasæti? Höfundur er fyrrverandi kennari. Silkibolirnir fást í Glugganum Glugginn Laugavegi 60, simi 551 2854 Jólamessa d veisladiski gleður <. íslendinga erlendis. Skálholtsútgáfí Útgáfuíélag þjóðkirkitmnai' m Fæst í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, og öllum helstu plötu- og bókaverslunum Jólasálmarnir og hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur, organisti er Hörður Áskelsson. Biskup fslands, Karl Sigurbjömsson <1 predikar, sr. Jón D. Hróbjartsson þjónar Jyrir altari. Hughrifog hljómar helgrajóla með hlýrri kveðju að heiman. Ágóði rennur til Hjálparstarfi kirkjunnar. 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.