Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 37 LISTIR BÆKUR It a r n a b ö k FERÐIN Á HEIMSENDA Fjórði og síðasti hluti sögunnar um Jóel eftir Henning Mankell. Gunnar Stefánsson þýddi. Mál og menning, 1999 - 207 s. ÞESSI fjórða og síðasta bók um Jóel er uppgjör hans við barnæsku og unglingsár. Jóel er nú fimmtán ára og býr með foður sínum í norð- urhluta Svíþjóðar þar sem faðir hans vinnur við skógarhögg. Þeir eru tveir feðgarnir því mamma hvarf þegar Jóel var enn lítill drengur. En svo kemur bréf sem segir hvar mömmu er að finna. Hún á heima í miðborg Stokk- hólms og vinnur í matvörubúð. Þeir leggja af stað feðgarnir í leit að mömmu og það eru blendnar til- finningar sem bærast með þeim. Sagan gengur út á að skoða þær tilfinningar sem hvor um sig ber í brjósti og þau vandamál sem þetta ferðalag þeirra feðga leiðir af sér. Hvaða tilfinningar ber móðir til Sögustund í Gerðubergi BARNABÓKAHÖFUNDAR setj- ast í sögustólinn í Gerðubergi á morgun, laugardag, kl. 14 og lesa úr nýútkomnum bókum. Höfundarnir eru: Andri Snær Magnason, Guðrún Helgadóttir, Gunnar Karlsspn, Kristín Helga Gunnarsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Ólafur Guðlaugsson, Menja von Schmalensee, úr bók Einars Kára- sonar les Júlía Margrét dóttir hans og Ijóð úr bók Böðvars Guðmund- ssonar les Silja Aðalsteinsdóttir sem einnig er kynnir. Sveinbjörn I. Baldvinsson rifjar upp Stjömur í skónum og af hverju fullorðna fólkið er skrýtið. Brói og Anna Lea verða með fjöldasöng og leik. Nýjar bækur • SAMDRYKKJAN eftir Platon ásamt Um fegurðina eftir Plótín- os, er í þýðingu Eyjólfs Kjalar Em- ilssonar sem jafnframt ritar inn- gangsorð. í fréttatilkynningu segir m.a.: „Samdrykkjan er eitt rómaðasta rit heimsbókmenntanna og fom- grískrar menningar. í því setur Platon fram hugmyndir sínar um ást og fegurð, en þær hafa öðram fremur verið gmnnur að viðhorfi vestrænna manna um þessi efni allt fram á þennan dag. í viðauka er rit Plótínosar Um fegurðina, en hann var merkasti heimspekingur síðfornaldar og hafði umtalsverð áhrif á heimspeki- lega guðfræði á miðöldum Útgefandi er Hið íslenska bók- menntafélag. Ritið er40. Lær- dómsrit félagsins oger 180 bls. Verð: 1.990 kr. Þroskasaga drengs drengs sem hún hefur ekki séð í áratug? Hvernig bregst svikinn eiginmaður við þegar hann hittir aftur konuna sem yfirgaf hann og litla drenginn þeirra án þess að láta neitt af sér vita? Og hvernig getur ungur drengur skilið allar þær ólíku tilfinningar sem koma upp á yfirborðið þegar öll þessi flóknu samskipti verða að veru- leika? Sagan um Jóel er mjög í anda þess félagslega raunsæis sem eink- enndi sænskar bókmenntir fyrir börn fyrir um áratug þegar reynt var að fá börn til að skynja sitt eig- ið tilfinningalíf og annarra þegar staðið var andspænis alls kyns vandamálum. Bókin er skrifuð frá sjónarhorni Jóels sjálfs en hún er samt ekki sögð í fyrstu persónu. Sögumaður er alsjáandi og segir lesanda frá samtölum en jafnframt sér sögumaður inn í huga Jóels og getur sagt lesanda frá því sem hann er að hugsa. En oft finnst les- anda að hann sé skilinn útundan og það sé ýmislegt sem Jóel er að hugsa sem lesandi fær ekki að vita um. Sérstaklega er farið lauslega yfir sögu þegar Jóel er á sjónum og tengslum hans við félagana er ekki lýst á sannfærandi hátt. Þegar til- finningarnar verða of sterkar er heldur ekki tjáð það sem innifyrir býr. Persónusköpun þeirra feðga er nægilega vel gerð til að hægt sé að setja sig í spor þeirra, en saga Jennýjar er ekki skiljanleg þeim sem les þessa sögu. Sagt er að hún hafi óttast myrkrið og einangrun þorpsins í norðri, en hvaða afsökun hefur móðir sem yfirgefur mann og b'am og reynir ekki einu sinni að hafa samband? Því svarar þessi saga ekki. Þetta er raunaleg saga á margan hátt, þroskasaga drengs sem þarf að upplifa margt, of margt í raun og vera. Hann á hvergi höfði sínu að halla, allt bregst honum. Hann hefur á engan að treysta nema sjálfan sig og jafnvel Geirþráður neflausa er ekki til staðar þegar hann kveður þorpið sitt. í lok sög- unnar er hann búinn að taka á sig ábyrgð fullorðins manns á eigin lífi þótt hann sé enn ungur að árum. Foreldrar hans era horfin úr lífi hans og hann á bara draumsýn um hundinn sem hvarf upp til stjömu. Hundurinn virðist eiga að vera leiðarhnoð hans á heimsenda. Hann er farinn upp til stjörnunnar sem hann hafði kosið sér. Þýðing Gunnars er látlaus og hæfir sögunni vel og þótt einstaka orðanotkun sé kannski gamaldags, t.d. þegar talað er um rekkjuvoðir og krumsprang, þá sakar engan að heyra nokkur orð sem ekki eru töm á tungu hversdagsins. Sigrún Klara Hannesdóttir Snorri Snorrason með verk sín sem eru á hans 19. sýningu. Snorri Snorrason sýnir á Selfossi NIJ stendur yfir sýning Snorra Snorrasonar í Galleríi Garði, Austurvegi 4, Selfossi. Snorri pr fæddur á Eskifirði en er nú búsettur á Selfossi. í 20 ár bjó hann í San Francisco, en fluttist s/ðan aftur til íslands og var verksljóri í fiskiðnaði á Árborgarsvæðinu í 15 ár, þar til hann lét af störfum. Snorri byrjaði að mála og skera út í tré árið 1993 og er algerlega sjálfmenntaður á því sviði. Hann hefur haldið 19 einka- og samsýningar og er meðlimur í Myndlistarfélagi Árnesinga. Sýning Snorra stendur til 12. desember og er opin á verslunartíma Miðgarðs. Af virðulegum teiknimyndasögum BÆKUR Teikiiimýndabækur V ALDABRAUTIN eftir J.C. Mezieres og P. Christin. Jón B. Guðlaugsson þýddi. VALDABRAUTIN og Persivan eru tvær teiknimyndasögur gefnar út af útgáfufyrirtæki sem virðist sérhæfa sig í teiknimyndasögum, enda kallast það Skrípamyndir - Nordic Comic. Skrípamyndir hafa einnig stofnað tvo myndasögu- klúbba, fjölskylduklúbbinn fyrir alla aldurshópa og skáldsagnak- lúbbinn fyrir fullorðna og er stefnt að því að gefa út tuttugu teikni- myndasögur á ári. I útlöndum og þá kannski eink- um í Bandaríkjunum rekst maður stundum inn í sérhæfðar bókabúðir sem hafa á boðstólum einungis eina gerð af bókum. Það geta verið ferðabækur, matreiðslubækur, já eða teiknimyndasögur. Þá eru has- arblöð og virðulegri skrípamynda- bækur í öllum hillum og upp um veggina hvert sem litið er. Þá er oft gaman að gramsa. PERSIVAN. FERÐIN TIL ASLOR eftir Fauche. Leturgie. Luguy. Kol- brún Þórisdóttir þýddi. Utgefandi bókanna er Skrípamyndir-Nordic Comic, 1999. Bækur Skrípamyndaútgáfunnar falla undir virðulegri teiknimynda- sögubækumar. Þær era í stóru broti með harðspjöldum, litríkar og velprentaðar í Belgíu. Ónnur sagan, Persivan, gerist í fortíðinni, regluleg miðaldabók með galdrakörlum og -kerlingum og miðaldaskrímslum. Myndimar eru vel teiknaðar, stíllinn svolítið í ætt við stílinn á Asterix-bókunum sem flestir þekkja í þessum bransa, en litirnir eru pastelkenndari. Sag- an er dæmigerð ævintýrasaga, riddarinn hugumprúði lendir í hættum og leysir þrautir og bjarg- ar kóngi og dömu. Hin bókin, Valdabrautin, er dæmigerð framtíðarsaga, Valur geim- og tímaspæjari og Lára vin- kona hans lenda í aðskiljanlegum ævintýram á myndum þar sem bakgrannurinnn er einkum í formi véla, tækja og tóla sem í þessari og mörgum sambærilegum teikni- myndasögum skilgreina einhverja óræða framtíð. Bækurnar era báðar hin þokka- legasta afþreying. Ef Skrípa- myndaútgáfimni - Nordic Comic tekst ætlunarverk sitt, að gefa út ótalinn fjölda teiknimyndabóka á næstu áram, getum við sem gaman höfum af teiknimyndasögum ef til vill andað að okkur ilmi teikni- myndasagna í skrípamyndabóka- búð innan fárra ára. María Hrönn Gunnarsdóttir Nýjar bækur • SAMA og síð- ast er fyrsta skáldsaga Bark- ar Gunnars- sonar. Þetta er sam- tímasaga um þrjá ólíka menn sem óvart flækj- ast inn í líf hver annars, konurn- ar þeirra, fjöl- skyldurnar og sambýlisfólkið. Breki lifir fyrir að vinna og vill að allt sé í föstum skorðum, en gerir þau mistök að leigja sér mynd með Brad Pitt og Harrison Ford. Jonni er einn lélegasti lista- maður landsins sem fær þá köllun að skrifa kvikmyndahandrit. Arn- þór er háskólastúdent í ritkreppu. Börkur Gunnarsson (f. 1970) hefur áður samið leikverk og kvikmyndahandrit. Ein saga úr smásagnasafni hans, X, var kvik- mynduð og sýnd í sjónvarpinu nýverið. Börkur býr í Prag í Tékklandi og stundar þar nám í kvikmyndaleikstjórn. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 233 bls., prentuð í Graf- ík hf. Inga Lísa Middleton gerði kápuna. Verð: 3.980 kr. • FRA línuveiðum til togveiða - Þættir úrsögu útgerðar á Isafirði frá 1944 til 1993 er skráð af Jóni Páli Halldórssyni. I bókinni eru dregnir saman helstu þættir í útgerðarsögu ísa- fjarðar á fimmtíu ára tímabili. í fréttatilkynningu segir að þetta sé án efa eitt mesta framfaraskeið íslenskrar atvinnusögu og á því verði meiri breytingar í útgerð og sjósókn heldur en á nokkra öðru tímaskeiði í sögu þjóðarinnar. Fiskveiðilögsagan var færð úr 3 sjómílum í 200 sjómílur og bylting- arkenndar breytingar urðu á skip- um og búnaði þeirra. I bókinni er einnig stuttlega gerð grein fyrir öllum nýjum fiskiskip- um sem komu til Isafjarðar á þessu tímaskeiði, útgerðar- og skip- stjómarmönnum og ýmsum aðil- um, sem komu við þessa sögu með einum eða öðrum hætti. Útgefandi er Sögufélag Isfírð- inga, en Hið íslenska bókmenntafé- lagsérum dreifinguna. Verð: 3.480 kr. Bóklestur í Kaffileikhúsinu KAFFILEIKHÚSIÐ mun standa fyrir bókakynningum á laugardagseftirmiðdögum í desember. Fyrsti dagur upp- lestrar verður á morgun kl. 15-17. Þeir höfundar sem munu lesa að þessu sinni eru m.a. Börkur Gunnarsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Elísa- bet Jökulsdóttir og Olafur Gunnarsson. Börkur Gunnarsson Jólagjöf '99 BEATLE SKY 1490 Laugavegi 97 - Kringlunni VERO MODA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.