Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTÚDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 4% okkar, lengri sem skemmri mun klingja í huga mér um ókomna tíð og minna mig á hversu mikils virði það er að eiga jafn sterkan og traustan vin og Stella var mér. Hún veitti mér örvun og styrk þegar á þurfti að halda og gaf mér færi á að endurgjalda í sínu and- streymi. Hún var mér sannur trúnaðar- og ástvinur. Lífið fór ekki alltaf mjúkum höndum um líf Stellu. Þrátt fyrir það hélt hún sínum sterka pers- ónuleika þai' sem bjartsýnin og já- kvæðnin var ávallt í öndvegi og þannig mun hún lifa í minning- unni. Fyrir um það bil þremur ár- um greindist Stella með krabba- mein, tíðindi sem hún tók með ótrúlegu jafnaðargeði. Að sjálf- sögðu lagði hún upp í stranga bar- áttu með miklum styrk og sigur; vilja eins og henni var lagið. I erfiðri lyfjameðferð eirði hún ekki heima, hún varð að komast út, fara á hestbak. Eftir tvo útreiðartúra kvaðst hún vera betri, höfuðverk- urinn horfinn og brosið og glettnin búin að ná yfirhöndinni að nýju. Þá var hægt að hefja moksturinn undan hrossunum. Þannig brást hún Stella við sínu andstreymi. Það kom ekki til greina að láta undan síga því margt var ósagt og ógert. I þessari hörðu baráttu kom styrkur hennar vel í ljós. Baráttu- viljinn hélst óbilaður til hinstu stundar og aldrei kom til greina að láta undan síga þótt langt væri gengið á líkamlegt þrek. Hún hélt sinni reisn og virðingu þar til yfir lauk, það var hennar stíll. Nú þegar skilnaðarstundin rennur upp hrannast minningar- brotin að. Ogleymanlegar stundir á fundum ferðanefndar Hesta- mannafélagsins Harðar þar sem lagt var á ráðin um ferðir vors og sumars. Reiðtúrarnir í Fák og Andvara og svo ekki sé minnst á Þingvallarferðirnar. I áningarstöð- um fengum við ferðafélagarnir oft að heyra æskuminningar hennar úr Vatnsdalnum þar sem hún geystist um grundir á skjóttu gæðingunum, engum háð í al- gleymi vornæturinnar. Eða þegar við tvær vorum einar saman á út- reiðum og skvöldruðum saman um allt og ekkert, léttúðug dægurmál eða alvöru lífsins allt eftir því hvernig barómet hugans stóð þann daginn. Samverustundimar sem aldrei bar skugga á voru margar og góðar og hafi mín kæra vina þökk fyrir allt og allt. Jónasi, börnum Stellu og öðrum aðstandendum flyt ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Megi minningin um góða konu og ást- ríka móður veita ykkur styrk á sorgarstundu. Herdís (Lilla). Nú þegar borin er til grafar góð vinkona mín og útreiðarfélagi, hún Stella, er mér bæði ljúft og skylt að minnast góðs félaga og vinar sem hún svo sannarlega var. I hestahúsahverfinu að Varmár- bökkum hafa á undaförnum árum myndast útreiðar- og vinahópar og var mitt lán að lenda í hópi þar sem þær vinkonur Stella og Lilla virtust ókrýndir leiðtogar. Þetta var fyrir einum átta árum og á þeim tíma hafa gleðistundirnar safnast saman hver af annarri. Að eiga að jafn glaðsinna og traustan félaga sem Stella var er eitthvað sem gefur lífinu gildi og skapar dýpri skilning á því hvað góð vin- átta er hverjum manni mikilsvirði. Líklega hef ég verið meira í hlut- verki þiggjandans þegar farið er yfir vinskap okkar Stellu á þessum árum. Bara það að vera í nálægð við hana- skapaði notalegheit og vellíðan, hún var traust og heil- steypt manneskja sem ekki bara kunni heldur naut að gefa af sér hvort sem var á gleðistundum eða í alvöru lífsins. Samskipti okkar Stellu snérust fyi’st og fremst í kringum hesta- mennskuna. Við vorum saman í ferðanefnd Harðar um árabil þar sem hugmyndaríki hennar og glettni naut sín til hins ýtrasta. Það eitt að sitja á fundunum var á við hálfa ferðina sem síðar var far- in. Og margar fórum við ferðirnar saman til nágrannafélaganna og Þingvallaferðimar voru mér ógleymanlegar og vart hægt að hugsa sér betri ferðafélaga í slík- um ferðum en Stellu. Þá stend ég í mikilli þakkarskuld við mína góðu vinkonu þegar hún af sínum mikla rausnarskap léði mér húsnæði undir afmælisveislu fyrir rúmum tveimur árum og aðstoðaði á alla lund. Mörg heimsspekiumræðan fór fram á kaffistofunni í hesthúsi Stellu og Jónasar þar sem giímt var við hina margslungnu lífsgátu með ómældum lítrum af kaffi og stöku tilvika tári af brennivíni. I slíkum samræðum var ekki komið að tómum kofanum hjá Stellu þar sem lífsskoðanir hennar byggðust á einlægni, heiðarleika og trausti. Sérhver maður má vera þakklátur forsjóninni að fá tækifæri til að ferðast part af lífsgöngunni með jafn heilsteyptri manneskju og Stella var. Að leiðarlokum er mér þakklæti í huga eftir þessu góðu kynni sem hefðu gjarnan mátt vara lengur. Jónasi og börnunum og öllum aðstandendum sendi ég samúðar- kveðjur á raunastund. Megi al- máttugur Guð veita ykkur styrk í djúpri sorg. Júlíus J. Ármann. Daginn eftir að þú kvaddir heimsótti ég^ æskuslóðir þínar í fyrsta sinn. Ég sat í fjallinu and- spænis þeim og lét hugann reika til þín. Og _ minningamar streymdu fram. Ég kynntist þér fyrir fimm árum þegar ég kom fyrst í hest- húsahverfið í Mosó. Allt frá fyrstu tíð bauðstu mig velkomna og sýnd- ir strax hlýju og hvatningu. „Mér finnst svo gaman þegar við ríðum út saman,“ sagði ég. Þú samsinntir því þótt stundum væri dálítið bras á mér í hestamennskunni. „Mér þykir svo vænt um þig,“ sagði ég í miðri hópreiðarstemmningu á leið úr Víðidal. „Og mér um þig,“ sagð- ir þú. „Mér finnst svo gott þegar fólk getur tjáð tilfinningar sínar,“ sagðir þú, „getur sagt hvað því finnst." Og þannig varst þú. Tjáðir þig í orðum og gerðum. Alltaf reiðubúin til þess að hjálpa, til þess að hlusta. Þú varst mér ómetanleg hjálp þegar ég missti hestinn minn, hann Vin. Þú hringdir í mig og lést mig vita að hann hefði orðið fyrir slysi og að það liti illa út. Ekki var það auðvelt verk að hringja því að þú vissir hvað mér þótti vænt um hann. Og þú komst til mín út í gerði, þar sem ég stóð ráðalaus, og hjálpaðir mér að láta hann leggj- ast. Þú hélst utan um mig í lengri tíma á meðan ég grét. Þú reiðst merinni minni á með- an ég var í útlöndum og alltaf varstu svo góð og skilningsrík við hana þótt hún væri erfið. Þú skild- ir svo vel lundarfar hvers og eins hests og varst svo góð og nærfær- in við þá. Enda treystu þeir þér. Oft varst þú sú eina í reiðtúrnum sem gast sleppt hestunum þínum. „Þeir fara ekki neitt,“ sagðir þú. Og þeir fóru ekki neitt. Sjúkrasaga þín var löng og erfið en aldrei misstir þú móðinn. Alltaf hélstu áfram og alltaf var ríkjandi umhyggja þín fyrir öðram. Þegar ég var á sjúkrahúsi í vor og þú komst í vikulegt eftirlit þangað, gættir þú þess að koma alltaf við hjá mér. Og það var ekki eins og það væri einhver skylda að koma, það var þér bara svo eðlilegt að líta til annarra. í veikindum þínum spurðir þú stöðugt, hvernig mér gengi að batna og viku áður en þú dóst, kvalin og áttir erfitt um mál, spurðir þú mig hvernig ég hefði það. Sárveik varstu á hestaki því að það væri bara verra að vera inni og liggja. Ég gerði mér varla grein fyrir því hvað þú varst veik, eða kannski vildi ég ekki trúa því. Þú varst alltaf á ferðinni niðri í hesthúsum, að moka og líta til með hestum jafnt sem manneskjum. Og þangað sóttir þú eflaust styi'k þinn. Stella, ég get ekki vanist þeirri hugsun að þú munir ekki oftar bíða eftir okkur fyrir utan hest- húsið. Ég veit að ég á ósjálfrátt eftir að skyggnast um eftir þér. Ég náði hvorki að kveðja þig né þakka þér en ég vona að þessi orð nái til þín þrátt fyrir allt. Kristín Norland. Þau ljós sem skærast lýsa þau ljós sem skína glaðast þau bera mesta birtu, en brenna líka hraðast. En fyrr en nokkur uggir fer um þau harður bylur er dauðadómur fellur og dóm þann enginn skilur. En skinið logaskæra er skamma stund oss gladdi það kveikti ást og yndi með öllum sem það kvaddi. Þótt burt úr hörðum heimi nú hverfi ljósið bjarta þá situr eftir ylur í okkar mædda hjarta. (Friðrik Guðni Þórleifsson.) Elsku Stella, mig langar til að minnast þín með örfáum orðum á kveðjustundu. Þú varst búin að stríða við alvarleg veikindi og hefði andlátsfregn þín ekki átt að koma mér á óvart. Engu að síður er dauðinn ávallt köld staðreynd sem erfitt er að sætta sig við og sorgin svo mikil. Upp í hugann streyma ótal minningar en ég var svo lánsöm að fá að kynnast þér og verða vinkona þín. Alltaf þegar ég hitti þig dáðist ég að hversu dugleg þú varst og raungóð, hvað þú varst mér mikil stoð og stytta í mínum veikindum. Ég veit að ég hefði aldrei farið svo létt í gegn um þann feril ef þín hefði ekki not- ið við. Þú alltaf svo sterk og um- hyggjusöm, alltaf tilbúin að stappa í mig stálinu. Elsku Stella, ég hugga mig með því og trái því að góður guð hafi tekið á móti þér núna og linað þjáningar þínar og ég veit að við munum hittast einhvers staðar aft- ur, en á meðan varðveiti ég minn- ingu þína í hjarta mínu. Ég þakka fyrir allar samveru- stundirnar sem við áttum og vil ég votta eiginmanni hennar og börn- um og öllum ástvinum hennar samúð mína á þessari stundu. Megi góður guð gefa ykkur styrk í ykkar sorg. Kæra vinkona. Þegar ég heim- sótti þig síðast óraði mig ekki fyrir því að það væri okkar síðasta stund saman. Ég var á leið á aðal- fund hestamannafélagsins Harðar og kvöddumst við með þeim orð- um að ég liti inn til þín seinna og segði þér fréttir af fundinum. Þær fréttir verða að bíða seinni tíma. Margar man ég góðar og skemmtilegar stundir með ykkur Jónasi heima í stofu, í reiðtúrum og ekki síst á kaffistofunni í hest- húsinu. Var oft þröngt setinn bekkurinn af vinum í spjalli og söng, sem við vinkonurnar allar höfðum gaman af, og ég tala ekki um ef við náðum okkur í harmon- ikuleikara. Var þá ansi glatt á hjalla og sjálfsagt orðnar misfagr- ar raddir þegar líða tók á nótt. Stórt skarð hefur verið höggvið í vinahópinn sem aldrei verður fyllt. Oft lágu leiðir þínar ríðandi í Mosfellsdalinn og föst venja var hjá ykkur mæðgum að koma á vorin i fjárhúsið að kíkja á lömbin. Það er mér kært að þú hefur ákveðið að hvíla í Mosfellsdalnum, á þeim stað þar sem ég sleit mín- um bamsskóm og veit fyrir víst að kyrrðin ríkir. Þú varst hetjan okk- ar allra. Það góða styrki fjölskyldu þína og vini. Nú nkir kyrrð í djúpum dal, þótt duni foss í gljúfrasal. I hreiðrum fuglar hvíla rótt, þeir hafa boðið góða nótt. (Magnús Gíslason.) Guðlaug Sigurðardóttir (Gullý). SIGRÚN SVERRISDÓTTIR + Sigrún Sverris- dóttir fæddist í Reykjavík 26. nóv- ember 1966. Hún lést af slysförum 5. febrúar síðastliðinn og var jarðsett á Þingeyri hinn 13. febrúar. Elsku frænka. Mig langar til að minnast þín með nokkrum orð- um á afmælisdaginn þinn. Þrjátíu og þrjú ár er ekki hár aldur til að kveðja þennan heim, en þér og barninu sem þú varst ófrísk að hefur verið ætlað eitthvert stærra og betra hlutverk. Það er erfitt að setjast niður og ætla að skrifa þessa grein, minningamar era svo margar og erfitt að koma orðum að þeim. Aldrei skorti mig orð í öllum bréfunum sem ég skrif- aði þér í gegnum tíðina, þegar þú bjóst úti á landi og þegar þú varst í Svíþjóð. Það er skrítið að geta ekki bara tekið upp símtólið og hringt í þig, það er svo margt sem mig lang- ar til að segja þér. Við áttum svo margar góðar stundir saman. Enda þótt við ættum til að rífast út af hin- um ýmsu hlutum, þá var vinskapur- inn það mikill að við vorum ekki að eyða tímanum í fýlu. Við vorum svo góðar vinkonur og náðum vel sam- an, og ég minnist allra utanlands- ferðanna með ömmu og afa á okkar yngri árum. Það sem við gátum skemmt okkur vel í sundlaugunum og á ströndunum. Það voru rám þrjú ár á milli okkar og þú lést það ekki aftra þér á unglingsáranum. Alltaf leyfðh- þú litlu frænku að dröslast með þér hvert sem þú fórst, hvort sem þú varst að fara í Fella- helli eða út með vin- konum þínum, enda héldu margir að við^- væram systur. Þegar ég komst svo á bílprófsaldurinn þá fórum við mikið í bíó og á rúntinn. Yfirleytt voram við búnar að sjá allar myndimar í bíó. Þá skelltum við okkur bara aftur á einhverja góða grínmynd. Það skipti engu máli þótt við væram búnar að sjá myndina áður, svo framarlega sem hægt væri að hlæja að henni. Við hlógum svo mikið saman, okkur fannst allt fyndið. Ég er viss um að fólk hefur ósjaldan haldið að ekki væri í lagi með okkur þegar við voram kannski í hláturs- kasti úti á miðri götu eða inni í búð. Við áttum líka gott með að tala sam- an og gerðum mikið af því, og ef eitthvað var að gátum við alltaf ráð- lagt hvor annarri. Með tímanum urðu áhugamálin önnur og við fórum hvor í sína átt- ina, en héldum þó alltaf sambandi með bréfum og löngum símtölum. Elsku Sigrún, þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum saman. Helga Þórhallsdóttir. HREINN HEIÐAR HERMANNSSON + Hreinn Heiðar Hermannsson fæddist á Akureyri 3. maí 1937. Hann lést á Landspítalan- um 14. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 22. nóvember. Það er strákaskari suður og uppá Gaut- landatúni að renna sér og þó ekki sé brekkan brött kútveltast flestir áður en komið er niður í miðja brekku. Allt í einu kemur maður á fleygiferð ofan frá Barði og allt niður að bæ, ótrúlegt! Og þó enn furðulegi'a að hann fór jafn hratt upp aftur. Þetta er hann Hreinn, segja strákarnir. Já, þarna var hann loksins kominn strákur- inn hennar frænku eins og hún hét í þá tíð. Sumarið eftir er hann kom- inn út í Kinn með Bjarna og Steina og ég dubbaður upp sem leiðsögu- maður út að sjó og reyni að segja þeim hvað fjöllin heita en þeir horfa bara á brimið, sem mér fannst bara ósköp venjulegt brim. Þetta eru fyrstu minningamar um Hrein, hvað gat hann heitið annað. Ég fór að reyna að vera eins og hann, gi-eiða mér eins og hann, það gekk ekki, það stóð bara allt út í loftið; brosa eins og hann, það var ekki hægt, því að það brosti enginn eins og Hreinn; það var svo mikil gleði og hlýja í þessu brosi. Og ég fór að reyna að ganga eins og hann, ekki hægt, að minnsta kosti ekki á skíðum enda hann einn úr gullaldarliði mývetnskra skíða-, göngumanna. Árin liðu og hún Valdís kom til sögunn- ar. Það sem hún var falleg og hvað hún gat hlegið mikið. Börnin óðar orðin fjögur og þeir Pétur og Trausti komnir í sveit norður í Björg. Það voru góð sumur, ekki endilega veðrið, en það gerði minna, þeir voru alltaf í góðu skapi og höfðu erft prakkaraeðli sem féll vel að umhverfinu. A þessum áram kynntumst við Hreinn. Það voru dýrmæt kynni og á þau féll enginn skuggi. Og nú er hann farinn og það vek- ur bæði sorg og gleði. Gleði að fá að fara án þess að þjást árum saman* en óendanlega sorg að hann sem hafði svo mikla hæfileika til að gleðja skuli kveðja svo alltof fljótt. Hlöðver Pétur Hlöðversson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið gi'einina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegii lengd, en aðrar gi'einar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallinubil og hæfílega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnai'- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.