Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Hundalíf Ljóska Smáfólk Hvað er Neðansjávar- Hún tekur myndir Ég held að þetta? myndavél. neðansjávar. hún sé hiluð. M BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Frábærir sj ónvarp sþættir um Laxness Frá Sveini Krístinssyni: ENNÞÁ er ég stundum, mér til skemmtunar og fróðleiks, að horfa á þættina þrjá, sem Sjónvarpið sýndi um Halldór Laxness stuttu eftir andlát hans á síðasta ári og endursýndi síðar á árinu. Þetta eru mjög fróðlegir þættir. Ber að þakka fjölmiðlum fyrir það, sem þeir gera vel, ekki láta nægja að gagnrýna það, sem miður fer. Eg er ekki að segja, að ekki megi finna að sumu í þáttunum, en tel hið já- kvæða vera yfirgnæfandi. Líklega hefði mátt draga skýrar fram en gert er andóf Halldórs gegn ýmsum ríkjandi hefðum, framan af rithöfundarferli hans, og þá kannski einnig andóf gegn hon- um á sama tíma. Róttækar stjórn- málaskoðanir Halldórs voru þáttur í þessu andófi, en segja hvergi nærri alla söguna. Þótt hann hneigðist á tímabili til samúðar með kommúnismanum, þá finnst mér ekki ólíklegt, að hann hefði líka orð- ið andófsmaður undir kommúnista- stjóm. Auðna hefði svo ráðið því, hvort það andóf hefði beinst fremur gegn stjórnarstefnunni sjálfri, heldur en, til dæmis, slæmri tann- hirðu, öðrum óþrifnaði, drykkju- skap eða lélegu málfari ráðandi manna. Halldór var fjölhæfur í gagnrýni sinni. Hefði hann átt Stalín fyrir hús- bónda hefði hann vonandi, heilsu sinnar vegna, gætt þess að fara ekki yfir markið í gagnrýni sinni. Kannski hefði hann látið tannhirð- una nægja. Er þó raunar tvísýnt, hvort slík hófsemi hefði nægt til að forðast boðaföllin. Stalín kann að hafa verið viðkvæmur fyrir orðstír tanna sinna, eins og öðru því er laut hans stjórn. Halldór Laxness var byltingar- maður um stíl og málfar. Stíllinn var afskaplega frjór og tilbrigðar- íkur. Það er næstum eins og að lesa nýtt tungumál að lesa ritverk hans. Eldmóðurinn er líka heillandi, eink- um þegar þung þjóðfélagsádeila kyndir undir, svo sem í „Sölku Völku“, „Sjálfstæðu fólki“ og „Ljósvíkingnum“. „íslandsklukk- an“ finnst mér þó fremsta ritverk Halldórs, og skal þó játað, að erfitt er að gera upp á milli fremstu verka hans, og má það víst kallast smekksatriði. I „Islandsklukkunni" er ádeilan í senn duldari og meitl- aðri og beinist meir að öðrum efn- um en í skáldsögunum þremur, er ég nefndi. Hins vegar er þjóðfélagsádeilan hvergi opinskárri en í „Atómstöð- inni“. Þar fær margur íslenskur „góðborgarinn" „gúmorinn á lat- ínu“ eins og sagt var á kreppuárun- um. Sumir virðast telja „Atómstöð- ina“ einna lökustu skáldsögu Halldórs. Mér óar við að samsinna því áliti. Það er bók, sem er reglu- lega hressandi að lesa, þótt bestu bækur skáldsins risti dýpra og séu ritaðar af agaðri list. En það getur líka verið gaman, þegar agaður höf- undur sleppir fram af sér beislinu. Það var víst engin tilviljun, að þekktur bókmenntamaður og „betri borgari" (Kristján Alberts- son) kallaði „Atómstöðina" „skítug- an leir“. Sá hinn sami hafði þó verið einna fyrstur til að dást opinber- lega að snilld Halldórs. - En svona var þetta. Menn vissu ógjarnan, hvar þeir höfðu skáldið. Það var óútreiknanlegt, bæði hvað varðaði efni, stíl og rithátt. Eldmóður Halldórs og það, sem gerði stíl hans mest lokkandi, finnst mér taka að slævast, eftir að hann sættist að nokkru við hin borgara- legu öfl. Nóbelsverðlaunin voru áf- angi á þeim ferli. Stílsnilld hans heldur þó velli, en hjarta skáldsins slær hægar. Halldór mun hafa orð- ið fyrir vonbrigðum með þróun rót- tækra þjóðfélagshugmynda, og af- slappandi boðskapur taóismans hefur, ef til vill, af þeim sökum orð- ið nærtækari. Öllum aðkomuhugmyndum ljær Halldór sitt persónulega svipmót. Þær ganga í þjónustu töframanns- ins frá Laxnesi, fremur en hann gerist háður þeim. Islendingar standa í ærinni þakkarskuld við Halldór Laxness. Tölfræðilega er ólíklegt, að við eignumst annan eins snilling oftar en á hundrað ára fresti. SVEINN KRISTINSSON, Þórufelli 16, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Hefur þú engan að tala uið til að deila með sorg og gleði? Uinalína Rauða krossins, sími 800 6464 öll kuöld frá kl. 20-23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.