Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
Menntaskólinn að
Laugarvatni kynnir skólann
Fullkomið tölvu-
ver tekið í notkun
Laugarvatni - Nýlega var opnað
nýtt tölvuver við Menntaskólann að
Laugarvatni og í því sambandi und-
irritaður þjónustusamningur við
Nýherja til þriggja ára. Tölvuver-
inu er komið upp með sérstökum
styrk frá Þróunarsjóði framhalds-
skólanna og mun það gjörbreyta
vinnuaðstöðu nemenda skólans að
sögn Kristins Kristmundssonar,
skólameistara. Uppsetning tölvu-
versins var í höndum Tölvu- og raf-
eindaþjónustu Suðurlands á Sel-
fossi.
Aðalmarkmið með hinu nýja
tölvuveri er að skapa sem besta
vinnuaðstöðu í skólanum og gera
dvöl í honum sem ákjósanlegasta.
Benti skólameistari sérstaklega á
sívaxandi notkun tölvu í kennslu,
gagnaöflun í tengslum við bókasafn,
þjálfun í upplýsinga- og samskipta-
tækni, fjarnám og fjarkennslu og
samskipti innan héraðs.
Einnig voru kynnt samstarfs- og
þróunarverkefni sem Menntaskól-
inn tekur þátt í og tengjast upp-
byggingu náms og valmöguleika
nemenda hans til framtíðar. Skólinn
er í samstarfí við sveitarfélög í upp-
sveitum Ámessýslu um gerð vef-
síðu til kynningar og upplýsingar
um næsta nágrenni skólans, kallast
verkefnið Iseldur. Skólinn er í sam-
starfí við menntaskólann Sulzbach-
Rosenberg í Bæheimi um gagn-
kvæmar nemendaheimsóknir og
unnið er að skipulagningu íþrótta-
náms eða íþróttabrautar í samvinnu
við íþróttaskor KHÍ á Laugarvatni.
Morgunblaðið/Kári Jónsson
Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni í hinu nýja tölvuveri skól-
ans undir leiðsögn Tómasar Rasmus tölvukennara skólans.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
Iþróttaálfurinn úr Latabæ kom sem leynigestur og hristi alla leti úr
börnunum í Leikskólanum Tjarnarlandi á Egilsstöðum.
Enginn latur á
Tjarnarlandi
Egilsstöðum - Bömin í Leikskólan-
um á Tjamarlandi á Egilsstöðum
tóku fagnandi á móti íþróttaálfin-
um úr Latabæ sem kom í heimsókn
og óskaði þeim til hamingju með af-
mælið en leikskólinn átti 20 ára af-
mæli.
Afmælisveislan var haldin í Hót-
el Valaskjálf þar sem börnin sáu
sjálf um skemmtiatriði og söng.
Síðan kom íþróttaálfurinn en hann
var leynigestur og kom því öllum á
óvart. Hann var duglegur að hrista
upp í krökkunum og koma þeim á
hreyfíngu. Hann greip meira að
segja mömmur og pabba og fékk
þau til þess að hreyfa sig líka. Þeg-
ar búið var að hrista alla leti úr öll-
um, ef einhver var, þá fengu börnin
ís og foreldrar kaffi og köku.
Vinalína Rauða krossins
- Ókeypis símaþjónusta
þegar þér er uandi á höndum
- Ert þú 18 ára eða eldri og þarft
að ræða uið einhuern í trúnaði?
~ Uinalínan sími 800 6464
frá kl. 20-23 öll kuöld
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Ahugafólk um safnið hjá Ford 1929, f.v. Sverrir Ingólfsson, Helga Ingólfsdóttir, Ólafur Dan Snorrason,
Halldór Blöndal, Ingólfur Lars Kristjánsson og Aðalgeir Sigurðsson.
Samgönguminjasafn opnað á Ystafelli í vor
Yfir 200 bflar
o g tæki í safninu
Laxamýri - Opnað verður sam-
gönguminjasafn á næstu vordög-
um að Ystafelli í Ljósavatnshreppi
og er mikill undirbúningur í gangi
þar sem er um að ræða mjög við-
amikið safn.
Það eru feðgamir Ingólfur Lars
Kristjánsson og Sverrir Ingólfsson
sem hafa veg og vanda af safninu,
en Ingólfur hefur í áratugi safnað
bílum og búvélum samhliða rekstri
á bifreiðaverkstæði sínu.
Fyrir ári var hafist handa við að
reisa 640 fm skemmu sem á að
hýsa hluta bílaflotans, en ljóst er
að þörf er á meira húsnæði á staðn-
um þar sem safnið telur rúmlega
tvö hundruð tæki, bíla, dráttarvél-
ar og ýmis landbúnaðartæki. Þá er
mjög mikið magn af varahlutum
frá hinum ýmsu tímabilum bílasög-
unnar hér á landi. Þar er um að
ræða mörg hundruð tonn af öllum
mögulegum hlutum í fjölda bif-
reiða frá fyrri tíð og hefur Ingólfur
komið þvi haganlega fyrir í fjár-
húsum, fjósi og hlöðu sem hætt er
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Ingólfur L. Kristjánsson er heiðursfé-
lagi í Fornbflaklúbbnum og er hér
með gamlan Dodge Cariol.
að nota til búskapar á Ysta-
felli.
Það var fyrir rúmlega fjór-
um árum sem hugmyndin að
samgönguminjasafni vakn-
aði, en aðalhvatamaðurinn að
safninu var þáverandi sam-
gönguráðherra Halldór
Blöndal, núverandi forseti
Alþingis.
Munum raðað upp
Halldór hefur fylgt málinu
eftir og um helgina var mikið
um að vera í Ystafelli þegar
ættingjar Ingólfs, Halldór og
fleii'i kunningjar komu til
þess að raða upp og skipu-
leggja hluti á safninu. Var
þar verk að vinna, enda ný-
lega kominn gámur í Ystafell
með gömlum bílapörtum, en
safninu hefur borist margt
verðmætt að undanförnu
sem verður til sýnis á staðn-
um. Safnið verður opið allt
árið.
Morgunblaðið/kvm
Stiginn var dans við undirleik hljómsveitarinnar Þotuliðsins frá Borgamesi.
Kátt hjá eldri borgurum
á Snæfellsnesi
Grundarfirði - Mikil gleði og
ánægja einkenndi hina árlegu
sameiginlegu skemmtun eldri
borgara á Snæfellsnesi fyrir
skömmu. Samkoman, sem haldin
var í samkomuhúsinu í Grundar-
fírði, byrjaði með borðhaldi. Und-
ir borðhaldinu og á eftir voru ýmis
skemmtiatriði flutt.
Kvennakór kvenfélagsins
Gleym-mér-ei og kvartett Kalla
Jó„ sem reyndar er skipaður sex
mönnum, sungu nokkur lög. Þá
spilaði Friðrik V. Stefánsson á
harmonikku og Helga Þórdís Guð-
mundsdóttir á fíðlu. Sóknarprest-
ur staðarins flutti ávarp í léttum
dúr og Gunnar Kristjánsson for-
maður Lionsklúbbs Grundarljaðr-
ar las fyndna sögu. Páll Cecilsson
formaður Félags eldri borgara í
Grundarfírði stjórnaði öllu af
stakri röggsemi og festu.
Að skemmtidagskránni lokinni
var svo stiginn dans fram yfír mið-
nætti við undirleik hljómsveitar-
innar Þotuliðsins frá Borgarnesi.
Lionsmenn í Grundarfirði, Kven-
félagið Gleym-mér-ei og Rauða-
krossdeildin í Grundarfírði sáu
um undirbúning, elduðu frábæran
mat og báru til borðs og veittu vel.
Allir fóru glaðir til síns heima.
Næsta sameiginlega samkoma
eldri borgara á Snæfellsnesi verð-
ur haldin að ári.