Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Menntaskólinn að Laugarvatni kynnir skólann Fullkomið tölvu- ver tekið í notkun Laugarvatni - Nýlega var opnað nýtt tölvuver við Menntaskólann að Laugarvatni og í því sambandi und- irritaður þjónustusamningur við Nýherja til þriggja ára. Tölvuver- inu er komið upp með sérstökum styrk frá Þróunarsjóði framhalds- skólanna og mun það gjörbreyta vinnuaðstöðu nemenda skólans að sögn Kristins Kristmundssonar, skólameistara. Uppsetning tölvu- versins var í höndum Tölvu- og raf- eindaþjónustu Suðurlands á Sel- fossi. Aðalmarkmið með hinu nýja tölvuveri er að skapa sem besta vinnuaðstöðu í skólanum og gera dvöl í honum sem ákjósanlegasta. Benti skólameistari sérstaklega á sívaxandi notkun tölvu í kennslu, gagnaöflun í tengslum við bókasafn, þjálfun í upplýsinga- og samskipta- tækni, fjarnám og fjarkennslu og samskipti innan héraðs. Einnig voru kynnt samstarfs- og þróunarverkefni sem Menntaskól- inn tekur þátt í og tengjast upp- byggingu náms og valmöguleika nemenda hans til framtíðar. Skólinn er í samstarfí við sveitarfélög í upp- sveitum Ámessýslu um gerð vef- síðu til kynningar og upplýsingar um næsta nágrenni skólans, kallast verkefnið Iseldur. Skólinn er í sam- starfí við menntaskólann Sulzbach- Rosenberg í Bæheimi um gagn- kvæmar nemendaheimsóknir og unnið er að skipulagningu íþrótta- náms eða íþróttabrautar í samvinnu við íþróttaskor KHÍ á Laugarvatni. Morgunblaðið/Kári Jónsson Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni í hinu nýja tölvuveri skól- ans undir leiðsögn Tómasar Rasmus tölvukennara skólans. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir Iþróttaálfurinn úr Latabæ kom sem leynigestur og hristi alla leti úr börnunum í Leikskólanum Tjarnarlandi á Egilsstöðum. Enginn latur á Tjarnarlandi Egilsstöðum - Bömin í Leikskólan- um á Tjamarlandi á Egilsstöðum tóku fagnandi á móti íþróttaálfin- um úr Latabæ sem kom í heimsókn og óskaði þeim til hamingju með af- mælið en leikskólinn átti 20 ára af- mæli. Afmælisveislan var haldin í Hót- el Valaskjálf þar sem börnin sáu sjálf um skemmtiatriði og söng. Síðan kom íþróttaálfurinn en hann var leynigestur og kom því öllum á óvart. Hann var duglegur að hrista upp í krökkunum og koma þeim á hreyfíngu. Hann greip meira að segja mömmur og pabba og fékk þau til þess að hreyfa sig líka. Þeg- ar búið var að hrista alla leti úr öll- um, ef einhver var, þá fengu börnin ís og foreldrar kaffi og köku. Vinalína Rauða krossins - Ókeypis símaþjónusta þegar þér er uandi á höndum - Ert þú 18 ára eða eldri og þarft að ræða uið einhuern í trúnaði? ~ Uinalínan sími 800 6464 frá kl. 20-23 öll kuöld Morgunblaðið/Atli Vigfússon Ahugafólk um safnið hjá Ford 1929, f.v. Sverrir Ingólfsson, Helga Ingólfsdóttir, Ólafur Dan Snorrason, Halldór Blöndal, Ingólfur Lars Kristjánsson og Aðalgeir Sigurðsson. Samgönguminjasafn opnað á Ystafelli í vor Yfir 200 bflar o g tæki í safninu Laxamýri - Opnað verður sam- gönguminjasafn á næstu vordög- um að Ystafelli í Ljósavatnshreppi og er mikill undirbúningur í gangi þar sem er um að ræða mjög við- amikið safn. Það eru feðgamir Ingólfur Lars Kristjánsson og Sverrir Ingólfsson sem hafa veg og vanda af safninu, en Ingólfur hefur í áratugi safnað bílum og búvélum samhliða rekstri á bifreiðaverkstæði sínu. Fyrir ári var hafist handa við að reisa 640 fm skemmu sem á að hýsa hluta bílaflotans, en ljóst er að þörf er á meira húsnæði á staðn- um þar sem safnið telur rúmlega tvö hundruð tæki, bíla, dráttarvél- ar og ýmis landbúnaðartæki. Þá er mjög mikið magn af varahlutum frá hinum ýmsu tímabilum bílasög- unnar hér á landi. Þar er um að ræða mörg hundruð tonn af öllum mögulegum hlutum í fjölda bif- reiða frá fyrri tíð og hefur Ingólfur komið þvi haganlega fyrir í fjár- húsum, fjósi og hlöðu sem hætt er Morgunblaðið/Atli Vigfússon Ingólfur L. Kristjánsson er heiðursfé- lagi í Fornbflaklúbbnum og er hér með gamlan Dodge Cariol. að nota til búskapar á Ysta- felli. Það var fyrir rúmlega fjór- um árum sem hugmyndin að samgönguminjasafni vakn- aði, en aðalhvatamaðurinn að safninu var þáverandi sam- gönguráðherra Halldór Blöndal, núverandi forseti Alþingis. Munum raðað upp Halldór hefur fylgt málinu eftir og um helgina var mikið um að vera í Ystafelli þegar ættingjar Ingólfs, Halldór og fleii'i kunningjar komu til þess að raða upp og skipu- leggja hluti á safninu. Var þar verk að vinna, enda ný- lega kominn gámur í Ystafell með gömlum bílapörtum, en safninu hefur borist margt verðmætt að undanförnu sem verður til sýnis á staðn- um. Safnið verður opið allt árið. Morgunblaðið/kvm Stiginn var dans við undirleik hljómsveitarinnar Þotuliðsins frá Borgamesi. Kátt hjá eldri borgurum á Snæfellsnesi Grundarfirði - Mikil gleði og ánægja einkenndi hina árlegu sameiginlegu skemmtun eldri borgara á Snæfellsnesi fyrir skömmu. Samkoman, sem haldin var í samkomuhúsinu í Grundar- fírði, byrjaði með borðhaldi. Und- ir borðhaldinu og á eftir voru ýmis skemmtiatriði flutt. Kvennakór kvenfélagsins Gleym-mér-ei og kvartett Kalla Jó„ sem reyndar er skipaður sex mönnum, sungu nokkur lög. Þá spilaði Friðrik V. Stefánsson á harmonikku og Helga Þórdís Guð- mundsdóttir á fíðlu. Sóknarprest- ur staðarins flutti ávarp í léttum dúr og Gunnar Kristjánsson for- maður Lionsklúbbs Grundarljaðr- ar las fyndna sögu. Páll Cecilsson formaður Félags eldri borgara í Grundarfírði stjórnaði öllu af stakri röggsemi og festu. Að skemmtidagskránni lokinni var svo stiginn dans fram yfír mið- nætti við undirleik hljómsveitar- innar Þotuliðsins frá Borgarnesi. Lionsmenn í Grundarfirði, Kven- félagið Gleym-mér-ei og Rauða- krossdeildin í Grundarfírði sáu um undirbúning, elduðu frábæran mat og báru til borðs og veittu vel. Allir fóru glaðir til síns heima. Næsta sameiginlega samkoma eldri borgara á Snæfellsnesi verð- ur haldin að ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.