Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 64
64 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN FLJOTSDALSVIRKJUN: ER ANNARRA KOSTA VÖL? ALÞINGI fjallar nú um tillögu iðnaðar- og viðskiptaráðherrk til þingsályktunar um framhald fram- kvæmda við Fljóts- dalsvirkjun. Með til- lögunni er fylgiskjal þar sem Orkustofnun svarar þeirri spurn- ingu hvort afla megi ráðgerðu 120 þús. tonna álveri við Reyð- arfjörð raforku með öðrum hætti en þeim að reisa þá virkjun í Fljótsdal með miðlun- Þorkell arlóni á Eyjabökkum, Helgason sem þingsályktunar- tillagan fjallar um. Vegna mikil- vægis málsins svo og þess að fréttir hafa verið misvísandi um svar Orkustofnunar verður í þessari blaðagrein gerð nokkur grein fyrir mögúleikunum. Að m|stu er hér byggt á fýrrgreindu fylgi- skjali. Þarfír orkuvers í Reyðarfirði Hinn ráðgerði fyrsti áfangi álvers í Reyðar- firði þarf um 1.700 GWh/a (gígavatt- stundir á ári, en 1 GWh jafngildir 1 millj- ón kílóvattstunda). Aform um álverið kalla á skjótar ákvarðanir og að sjálfsögðu skipt- ir verð orkunnar máli. Þegar leitað er leiða til að afla álverinu orku þarf sam- kvæmt forsendum málsins að upp- fylla eftirfarandi skilyrði: • Orkan sé tiltæk til afhendingar fyrir árslok 2003. Orkuframkvæmdir ... aðeins með því að reisa Fljótsdalsvirkjun, segir Þorkell Helgason, er unnt að tryggja 120 þúsund tonna álveri á Reyðarfirði orku fyrir árslok 2003... • Gefa verður skuldbindandi lof- orð á fyrri hluta ársins 2000 um orkuafhendinguna. • Orkukostnaður sé lægri eða ámóta og frá Fljótsdalsvirkjun. Orkuspá og ráðgerður orkufrekur iðnaður Áætlað er að raforkunotkun á Islandi hafi undir árslok 1998 verið komin í rétt ríflega 6.900 GWh/a. Raforkuþörfin hafði þá vaxið ört á liðnum árum vegna nýn-a verkefna í orkufrekum iðnaði: Stækkunar ál- vers Isals í Straumsvík og fyrsta áfanga álvers Norðuráls á Grund- artanga. Síðla á þessu ári, 1999, hófst rekstur þriðja bræðsluofnsins hjá íslenska járnblendifélaginu og gefnar hafa verið skuldbindingar um aukna raforkusölu til álvers Norðuráls vegna stækkunar svar- andi til 30 þús. tonna, en þessi við- bótarsala á að hefjast í apríl 2001. Þessari framvindu sem og hinni öru þróun í raforkunotkuninni er lýst á 1. mynd. Nú þegar erum við Islendingar orðnir sú þjóð sem mest notar af raforku á hvern íbúa og förum við þessi misserin fram úr Norðmönn- um og Kanadamönnum sem hafa staðið okkur framar hvað þetta varðar. Það er þó munur á okkar raforkunotkun og þeirra. Þannig nota Norðmenn mjög drjúgan hluta af sinni raforku til húshitun- ar, eða 20-30% (árið 1998) en við aðeins rúm 5% (árið 1998). Orku- frekur iðnaður er stórnotandi í Noregi með um 30% af raforku- notkuninni 1998, en hjá okkur er stóriðjan þegar farin að nota um 60% af raforkunni á árinu 1998 og stefnir í meira, eins og 1. mynd sýn- ir. En við erum ekki aðeins stórnot- endur rafmagns. Vegna mikilla þarfa á húshitun á okkar norðlægu slóðum svo og hlutfallslega stórs og orkufreks skipastóls er orkunotkun okkar í heild afar mikO; enn á ný sú mesta í heimi miðað við íbúatölu. Sá er þó munur á okkur og vel flestum öðrum þjóðum að stærsti hlutinn af orkunni kemur frá endumýjanleg- um orkulindum eða réttir tveir þriðjuhlutar (67%) á síðasta ári og stefnir í nokkru hærra hlutfall, ■►SbRMERICr HANDKLÆÐI Verð 1.490 HAGKAUP Meira úrval - betri kaup Þú færð meira fyrir PENINGANA , þína ? ? ? J|f Gleraugnaverslunin SJÓNARHÓLL HAFNARFIRÐI & GLÆSIBÆ Frumkvöðull að lækkun glcraugnaverðs á íslandi vegna vaxandi raforkuframleiðslu. Afgangurinn er jarðefnaeldsneyti. Enn eru það Norðmenn sem næstir okkur koma í þessum efnum með um rétt tæpan helming (48% árið 1998) frá endurnýjanlegum orku- lindum (einkum vatnsorku, en líka viðar- og sorpbrennslu). í efri hluta 1. töflu er þörfum raf- orkumarkaðarins lýst fram til árs- ins 2004, þar með talin þörf þeirrar nýju stóriðju, sem þegar hefur ver- ið ákveðin. Neðri helmingur töfl- unnar sýnir hvernig ráðgert er að sjá við þörfinni1 Enda þótt ekki kæmi til frekari stóriðju þyrfti mjög bráðlega að huga að aukinni orkuöflun fyrir al- menna markaðinn. Við þessu mætti bregðast með ýmsu móti, svo sem með vatnsorkuverum af minna tagi eða áföngum í jarðgufuvirkjunum. Yfírlit yfir virkjunarkosti í 2. töflu eru taldar upp þær virkjanir sem lengst eru komnar í undirbúningi og gætu hugsanlega tekið til starfa íýrir árslok 2005. En minnt skal á að samkvæmt forsend- um um álverið í Reyðarfirði, þarf rafmagn að vera til reiðu þegar í skipað í kostnaðarflokka, þar sem I. flokkur merkir að orkuverð gæti orðið sambærilegt við orkuverð frá Fljótsdalsvirkjun, eða lægra. En þá er aðeins miðað við orkukostnað við stöðvarvegg, en ekki tekið tillit til kostnaðar við flutning á orkunni sem getur verið afar mismikill. Orkugeta virkjana, annarra en Fljótdalsvirkjunar, sem gætu hafið framleiðslu iýrir ársbyrjun 2004 er samtals um 1.200 GWh/a.2 Þar af er orkugeta nýrra virkj- ana á Norður- og Austurlandi að- eins um 600 GWh/a. Afganginn þyrfti þá að flytja um langan veg með tilheyrandi viðbótarkostnaði, og skortir þó enn nokkuð, eða um 500 GWh/a. Á töflunni sést að aðeins með því að reisa Fljótsdalsvirkjun er unnt að tryggja 120 þúsund tonna álveri á Reyðarfirði orku fyi'ir árslok 2003, enda verði að staðfesta orku- afhendinguna fyrir mitt næsta ár. Á árunum 2004-2005 væri hugs- anlegt að útvega næga orku, annað- hvort með flutningi verulegs hluta orkunnar frá virkjununum á Suður- og Suðvestui’landi eða með stór- aukinni virkjun jarðvarma á Norðausturlandi. Fyn-i leiðin kall- ar annaðhvort á lagningu há- spennulína yfir Sprengisand, sem myndi hleypa orkukostnaðinum langt yfir sett mörk, eða auknar línulagnir frá Blöndu og allt í Reyð- arfjörð, sem yi’ðu einnig afar dýrar. Erfitt er á þessari stundu að full- yrða að hin leiðin, nýjar jarðgufu- virkjanir á Norðausturlandi, sé fær. Rannsóknarboranir hafa því miður ekki verið gerðar í þeim GWh/a 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 Ál\ ier í leyðarfir ðí-s \ c 3tæk kun Norc uráls^ y H" Nt ver: andi stóriðja -4n /> — Ime nn r afor kum >tku — n 04 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 1. mynd: Raforkunotkun á íslandi 1990-2005 samkvæmt raforku- spá og með staðfestri stóriðju 2. mynd: Möguleikar á orkuöflun fyrir álver í Reyðarfirði. 1. tafla: Raforkubúskapur fram til ársins 2004, án álvers í Reyðarfiröi Markaður Ár GWhJa Raforkuþörfin í árslok 1998 1998 6.905 Aukning á almennum markaði 1999-2003 280 Þriðji ofn hjá Jámblendifélaginu 1999 323 Stækkun um 30 þús. tonn hjá Norðuráli 2000 450 Umsamið ogfyrirséð í árslok 2003 7.958 Orkuöflun Ár GWh/a Orkukerfið í árslok 1998 1998 6.550 Sultartangavirkjun 1999 880 Aukning í Svartsengi 1999-2000 220 Vatnsfellsvirkjun 2002-2003 410 Staðfest orkugeta í árslok 2003 8.060
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.