Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 56
5$ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Leiksýningar Sjómanna-
félags Reykjavíkur
ÞAÐ er nú varla
hægt að sitja þegjandi
undir tvískinnung-
shætti og hræsni Sjó-
mannafélags Reykja-
víkur öllu lengui-.
Nokkuð reglulega og á
nokkurra mánaða
fresti, ákveður hinn
skeleggi formaður
j^css, með aðstoð og
fulltingi alþjóða flutn-
ingaverkamannasamb-
andsins (ITF), að láta
kyrrsetja eitthvert er-
lent kaupskip sem er
að losa eða lesta á hans
félagssvæði. Þetta ger-
ir hann með vandlega
skipulögðu fjölmiðla brambolti, þar
sem hann sjálfur er oftast í aðalhlut-
verki, og undir því yfírskini að hon-
um og hans félagi sé svo annt um
hag og kjör þeirra erlendu sjó-
manna sem á þessum farskipum
sigla. Formaðurinn heimtar að þess-
ir menn fái greitt samkvæmt lágm-
arkstaxta alþjóða flutningaverka-
^^annasambandsins (ITF), ellegar
samkvæmt íslenskum
kjarasamningum. Haft
hefur verið eftir hon-
um í fjölmiðlum að
undirmenn á þessum
skipum fái sem svarar
300 bandaríkjadölum í
fastalaun á mánuði, en
þeir eigi þess kost að
tvöfalda þá upphæð
með yfírvinnu. Sem
sagt um 600 dollarar á
mánuði, eða sem svar-
ar til um 42.000 krónur
íslenskar.
Það sem formanni
Sjómannafélagsins lá-
ist hins vegar að skýra
fjölmiðlum og almenn-
ingi frá, er sú staðreynd að þessi
laun eru með öllu tekjuskattsfrjáls
undir fána Kýpur og þar með nett-
ólaun þessara manna beint í vasann.
Hann segir heldur ekki frá því að á
atvinnumarkaði í heimaíöndum
, ilestra þessara sjómanna, eru skatt-
skyld meðallaun kannski í kringum
200 dollarar á mánuði hjá venjuleg-
um skrifstofumanni, ef menn eru á
annað borð svo heppnir að fá ein-
hverja vinnu. Oftar en ekki eru þessi
skip mönnuð áhöfnum frá fyrrum
austantjaldsríkjum, en verðlag og
framfærsla í þessum löndum er allt
annað og mun lægra og aðeins brot
af því sem gerist í vestur Evrópur-
íkjum. Ö0 þessi ríki búa við gríðar-
lega eymd og atvinnuleysi og sjó-
menn þessara landa sækja fast eftir
þessum störfum á þessum launum,
en 600 bandaríkjadalir á mánuði eru
talin vera topplaun í þessum lönd-
um. Og auðvitað veit formaðurinn
það innst inni að hann er ekki að
gera þessu fólki neinn greiða með
þessum upphlaupum sínum. Því þó
svo útgerð leiguskipsins verði knúin
til að greiða þessum mönnum aftur-
virk laun samkvæmt ITF-taxtanum,
til þess eins að losa skipið frá kyrr-
setningu, þá er það næsta víst að
þeim verður öllum sagt upp störfum
og sendir heim strax og skipið kem-
ur í erlenda höfn. Utgerðin mun síð-
an ráða aðra áhöfn í gegnum aðra
áhafnaleigu á sömu kjörum og áður.
Hinir erlendu skjólstæðingar Sjó-
mannafélags Reykjavíkur munu síð-
Sigurður
Sigurgeirsson
an um óíyrirsjáanlega framtíð mæla
götumar einhverstaðar í fyrrum
austurblokkinni, atvinnulausir og
peningalausir, þökk sér umhyggju-
semi formanns Sjómannafélags
Reykjavíkur á Islandi. Þess má geta
að oft reynist þeim sjómönnum sem
lent hafa í samskonar kyirsetningu
hjá alþjóðlega flutningaverka-
mannasambandinu ITF mjög erfitt
um vik með vinnu eftir slíkar að-
gerðir. Allt þetta veit formaður Sjó-
mannafélagsins auðvitað.
Það sem vakið hefur athygli meiri
manna samfai-a þessum uppákom-
um er sú staðreynd að þau skip sem
em kyrrsett að undirlagi Sjómanna-
félagsins, eru nær undantekningar-
laust erlend leiguskip og þá oftast
svokölluð stórflutningaskip. Þetta
eru kaupskip sem eru þá annaðhvort
á leigu eða í umboðsafgreiðslu hjá ís-
lensku skipafélögunum, sem að-
gerðir Sjómannafélagsins hljóta að
beinast gegn. I öllum helstu skipa-
leigusamningum, hvort sem um er
að ræða svokallaða ferðaleigu eða
tímaleigusamninga, er leigutaki (ís-
lensku skipafélögiri) undanþeginn
greiðslubyrði leigu frá upphafi slíkr-
ar kyrrsetningar. Það tjón sem af
þessum aðgerðum hlýst, lendir því
til að byrja með á hinum erlendu
eigendum, sem síðan geta endur-
heimt þann kostnað hjá sínum
tryggingafélögum (P+I-klúbbar).
Einnig má geta þess að þessi skip
Kyrrsetning
Þessi fyrrum áhöfn
mun síðan mæla göturn-
ar einhvers staðar
í fyrrum austurblokk-
inni, segir Signrður
Sigurgeirsson, atvinnu-
laus og peningalaus,
þökk sé Sjómannafélagi
Reykjavíkur.
stunda ekki áætlunarsiglingar, og
röskun á áætlun því svo til engin, að-
eins smá tafir. Fjárhagslegt og við-
skiptalegt tjón íslensku skipafélag-
anna er því hverfandi þótt þau beri
sig illa á öldum ljósvakanna, en allt
er þetta hluti af leiksýningunni. Það
má því segja að þessar reglubundnu
uppákomur formanns Sjómannafé-
lags Reykjavíkur séu orðnar jafn
vandræðalega gegnsæjar og þær
eru gagnslausar, en það læðist að
manni sá grunur að hér sé um sam-
antekin ráð að ræða.
A sama tíma og formaðurinn
hamast á útlendingunum, í þeirri
viðleitni sinni að hjálpa fátækum og
efjöíBreytt austuríem^fiátíð -
SáúuuaííHÖteíSðgu. n%. sunnud.
Árshátíð nýstofnaðs Thailandsvinafélags
eftir stofnfund.
‘Ifmandsvimfélagið sícer aM.f. fiijárfCugur í dm fiöggi með því
að fmídaframfiaídsstojnjundog aðaífund fyrmingu á (andi og
fjjóð oggtcesiíega ársfiátíð.
* Kl.19.00 - Húsið opnað með barþjónustu og tónlist
Nýir félagar geta skráð sig og gerst stofnfélagar með rétt
indum féiaga.
kl. 19.45 - Hátíðin hefst með tónlist, myndasýningum og ljúffengri
kvöldverðar þrennu:
BALl HAl tígrisrœkja í kókos
Gómsœtt heilagfiski PATONG
Tandori kjúklingur CHIANG RAI
MATARVERÐ - AÐEINS KR. 2.000.
Meðan á máltíð stendur: LOÐSKINN og SAMKVÆMIS-
FÖT. Glæsiieg tískusýning undir stjórn Unnar Arngrímsd.
Thailenskar meyjar sýna austurlenska dansa.
* Myndasýning og ferðakynning: UNDRA THAILAND í dag.
Happdrætti: 5 ferðavinningar dregnir út á kvöldinu.
DANS - Hljómsveit Stefáns Jökulssonar og Sigrún Eva leiða
fjörið í dansinum til kl. 23.30.
AÐGANGUR ÓKEYPIS FYRIR MATARGESTI.
BORÐAPANTANIR: Heimsklúhburinn, sími 56 20 400
Hótel Saga, sími 525 9920
^THAILANDS VINAFÉLAGIÐ WORLD CLUB & PRIMA
Hvaladráp Islendinga
og umhverfísráðherra
ÞEGAR ég var staddur á íslandi
seinni hluta ágústsmánaðar sumar-
ið 1998, var fagnað með viðeigandi
hætti komu háhyrningsins Keikó
frá Bandaríkjunum. þessi háhyrn-
ingur hafði verið
veiddur við Islands
strendur sem ungviði
fyrir allmörgum árum
og seldur til Banda-
ríkjanna sem sýning-
argripur í sjávardýra-
safn.
Það rann upp fyrir
sýningargestum
safnsins að þessi
fangageymsla dýrsins,
sem rakti ættir sínar
til svo að segja ómæl-
anlegra úthafsdjúp-
anna á alla vegu, nú í
nokkurra tuga fer-
metra þró, væri í alla
staði hin ómannúðleg-
asta.
Umhverfisverndarsinnar og
dýravinafélög skáru upp herör og
kröfðust þess að Willy, eins og
hann nefndist í kvikmyndum, sem
hann var notaður í, yrði gefið frelsi.
Til að standa undir kostnaði við
frelsisgjöf dýrsins hófust fjársafn-
anir út um allan heim.
Islensk stjórnvöld féllust á að
taka við hvalnum, sér að kostnaðar-
lausu, þegar eftir því var leitað. Var
honum þá búinn bráðbirgðadvalar-
staður við Vetsmannaeyjar á með-
an hann vendist nýjum aðstæðum.
Ákvörðun þáverandi íslensku
ríkisstjórnar mátti líta á sem yfir-
lýsingu um að héðan í frá skyldu
hvalir fá að fara í friði meðfram ís-
landsströndum á ferðum sínum um
heimshöfin, vissulega tímabær
ákvörðun af stjórnendum lands,
sem telur sig ábyrgt í umhverfis-
verndarmálum.
Hróður landsins óx um heim all-
an og þeir sem til íslands þekkja,
þeir eru ótrúlega margir, luku upp
einum munni „ísland er náttúru-
perla". Þetta vissum við, þótt við
héldum því lítið á lofti, af okkar al-
kunnu hógværð.
A þessum sömu dögum birtist í
Morgunblaðinu grein eftir ajþingis-
konu Siv Friðleifsdóttur. I henni
leggur hún áherslu á að íslending-
ar skuli hefja hval-
veiðar að nýju svo
fljótt sem því verði við
komið. Hún skrifar af
rætni um Keiko og
framtíð hans, segir að
hann muni veslast upp
og drepast úr kulda.
Þessi skoðum frú Sivj-
ar ber ekki með sér
þekkingu á líkams-:
byggingu hvala, né
heldur á lífríkinu yfir-
leitt.
Það er aldeilis úti-
lokað að þessi kona
verði endurkjörin til
þings, reyndi ég í erg-
elsi mínu að róa mig
með, að lestri loknum.
Síðar kom svo í ljós að fáir hafa
líklega lesið greinina, Siv var kjörin
til þings og ekki nóg með það, hún
var leidd til ráðherrastóls í embætti
sem gæta skal velferðar umhverfis-
ins, þótt hún hafi lýst yfir opinber-
lega andúð sinni á a.m.k. ýmsum
þáttum þess.
Hér er eitthvað að, hvar fela sig
gáfur forsætisráherra Davíðs
Oddssonar, sem ég ber virðingu
íyrir eða Halldórs Ásgrímssonar
sem ég einnig virði?
Ef þeir hafa í huga framkvæmdir
á kostnað umhverfisins sem þeir
vita að verði fordæmdar síðar, er
þeim þá kannski styrkur af að geta
sagt, „umhverfismálaráðherrann
var þessu samþykkur".
Um eitthvert árabil stunduðum
við hvalveiðar í vísindaskyni. M.a.
átti að komast að því í hve mikilli
útrymingarhættu hvalastofninn
væri. Hann er það að sjálfsögðu af
þeirri einföldu staðreynd að allt
eyðist sem af er tekið og viðkoma
hvala er ákaflega hæg.
Spaugilegt, ótrúverðugt yfir-
skyn, sýndist mörgum, eða hverjar
voru niðurstöður rannsóknarinnar,
liggja þær einhversstaðar fyrir?
Hverju ætlar frú Siv umhverfis-
málaráðherra að svara þegar hún á
fundi með ráðherrum annarra
þjóða verður spurð, af hverju Is-
lendingar ætli að hefja hvalveiðar
(hvaladráp) á ný. „Að þeir séu svo
ófríðir að þeir megi missa sig.“ Mér
er til efs ef umhverfisverndarsinn-
ar, sem annarra þjóða umhverfis-
málaráðherrar eru, annaðhvort
væri nú, taki það svar gott og gilt.
Það kemur að því og fyrr en
menn ætla að þjóðir sem ennþá eru
vanþroska hvað varðar nauðsyn
þess að vernda náttúruna, sem við
mannfólkið erum hluti af, hætta að
kaupa af okkur hvalkjöt á náttúru-
verndargrundvelli, um þetta er
Hvaladráp
Að hefja hvaladráp
að nýju, segir Haraldur
Jóhannsson, yrði
---7’ ------;---------
Islendingum mikill
álitshnekkir.
engin spurning, þróunin er ein-
dregið í þá átt.
Islendingar hafa í vaxandi mæli
gildar árstekjur af hvalaskoðunum
sem er vel og til fyrirmyndar.
Heyrst hefur að hvalveiðar og þar
með umhverfi náttúruperlunnar
blóði drifið, muni ekki hafa minnk-
andi áhrif á áhuga erlendra ferða-
manna fyrir hvalaskoðunum. Þetta
er auðvitað hin mesta fásinna og
eiginlega stórfurðulegt að nokkrum
skuli hafa dottið það í hug.
Hvalaskoðunarferðir frá Islandi
mundu leggjast af samstundis um
leið og dráp sýningardýranna hæf-
ist, og yrðu ekki aftur upptakanleg-
ar, vegna andúðar hvalaskoðara á
ónauðsynlegu drápi þessara virtu
dýra. Og eðlilega mundi þeim hvöl-
um ört fækka sem til skoðunar
væru.
Hvalaskoðunarútvegur er stund-
aður í fleíri löndum en Islandi, því
yrði þessi fráleita, óvinsæla aðgerð
okkar vatn á myllu keppinautanna í
öðrum heimshlutum.
Að hefja_ skipulagt hvaladráp að
nyju yrði íslandingum mikill álits
hnekkir, sem leiða mundi til ófyrir-
sjáanlegra erfiðleika, ekki síst á
sviði efnahagslífsins
Leonardo da Vinci listmálari
(Mona Lisa, Kvöldmáltíðin), mynd-
höggvari og nátturuunnandi 1452-
1519 sagði: „Sá sem ekki virðir líf
annarra dýrategunda á það (þ.e. líf-
ið) ekki skilið sjálfur."
Höfundur er eftirlaunamaöur
og býr i Austurriki.
Haraldur
Jóhannsson