Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 31 Wiranto hershöfðingja stefnt fyrir þingnefnd í Jakarta Neitar því að herinn hafí skipulagt grimmdarverk Jakarta. AP, AFP. WIRANTO hershöfðingja, fyrrver- andi yfirmanni Indónesíuhers, var stefnt fyrir þingnefnd, sem rannsa- kar mannréttindabrot hersins í Aceh-héraði, og hann neitaði því að yfirmenn hersins hefðu fyrirskipað grimmdarverk til að kveða niður uppreisn íslamskra aðskilnaðar- sinna í héraðinu. Nokkrum klukku- stundum áður en hershöfðinginn var yfirheyrður höfðu þúsundir manna safnast saman við þinghúsið í Jakaita til að krefjast þess að efnt yrði til atvæðagreiðslu meðal íbúa Aceh um hvort héraðið ætti að verða sjálfstætt ríki. Wiranto hershöfðingi, sem er nú öryggismálaráðherra í stjórn Ind- ónesíu, kom fyrir þingnefndina ásamt Widodo Adisucipto, núver- andi yfirmanni hersins, og lögreglu- stjóra Indónesíu, Rusmanhadi hershöfðingja. „Það er alls ekki satt að ríkis- stjómin eða yfirmenn hersins hafi skipulagt grimmdarverk," sagði Wiranto, en viðurkenndi að her- menn hefðu gerst sekir um mann- réttindabrot í héraðinu. Hann gaf ennfremur til kynna að herinn myndi falla frá þeirri kröfu sinni að sett yrðu herlög í Aceh þar sem horfur væru á því að hægt yrði að leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Suharto, íyrrverandi forseti Ind- ónesíu, fyrirskipaði hernum árið 1989 að bæla niður íslamska að- skilnaðarhreyfingu sem stofnuð var í héraðinu árið 1976 og talið er að herinn hafi orðið þúsundum manna að bana. Aðgerðunum var hætt í fyrra en ekkert lát hefur orðið á of- beldinu, sem hefur kostað að minnsta kosti 300 manns lífið frá því í mars. Oháð nefnd, sem stjórnvöld skip- uðu í júlí til að rannsaka mannrétt- indabrot hersins, sagði í fyrradag að æðstu yfirmenn hersins hefðu stað- ið fyrir „stríðsglæpum" í Aceh. Hún kvaðst hafa skráð alls 5.000 alvarleg mannréttindabrot, meðal annars af- tökur án dóms og laga, pyntingar, nauðganir og mannrán. Fjölmenn mótmæli við þinghúsið Allt að 5.000 manns söfnuðust saman við þinghúsið áður en yfir- heyrslurnar hófust til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálf- stæði Aceh. Mótmælendurnir gengu síðan um götur miðborgar- ------♦ ♦ ♦---- Bílaauglýsing vakti reiði karlmanna morgun er ' i Vinnin<jur> PimmPaldur 12-13 miluonir innar og stöðvuðu umferðina á leið sinni að Istiqlal-moskunni, stærsta bænahúsi múslima í Suðaustur-As- íu. Um 900 námsmenn söfnuðust einnig saman við forsetahöllina í Jakarta til að krefjast þess að yfir- menn hersins yrðu sóttir til saka vegna grimmdarverka hersins í Aceh. Hundruð óeirðalögreglu- manna fylgdust með mótmælunum en reyndu ekki að stöðva þau. Abdurrah Wahid, forseti Indón- esíu, sem er í fjögurra daga ferð um Miðausturlönd, sagði í íyrradag að ekki yrði orðið við kröfunni um að íbúar Aceh fengju að greiða atkvæði um sjálfstæði. Atkvæðagreiðslan ætti aðeins að snúast um hvort íbúarnir vildu taka upp íslömsk lög. Hann bætti við að ekki kæmi til greina að setja herlög í héraðinu. Reutcrs Aceh-búi krefst atkvæðagreiðslu í héraðinu um hvort það eigi að verða sjálfstætt ríki á mótmælafundi við þinghúsið í Jakarta. SJÓNVARPSAUGLÝSING fyrir bifreiðategundina Neon frá DaimlerChrysler var tekin úr sýningu í Kanada í síðustu viku, eftir að margir áhorfendur, flest- ir þeirra karlmenn, höfðu kvartað yfir því að hún væri ofbeldisfull. I auglýsingunni sést ungt par ganga eftir götu og er það fer framhjá Chrysler Neon, sem er lagt við gangstéttarbrún, lítur maðurinn við til að dást að bif- reiðinni. En í sama mund gengur önnur kona á milli mannsins og bflsins. Kærastan heldur að unn- ustinn sé að horfa á konuna og slær hann utanundir. „Það var ekki ætlun okkar að móðga neinn,“ sagði Mike St. Pierre, fjölmiðlafulltrúi Daim- lerCrysler í Kanada, og bætti við að markmiðið með auglýsingunni hefði verið að kitla hláturtaug- arnar. Gerð var ný útgáfa af auglýs- ingunni í kjölfar kvartananna, en í henni lætur kærastan nægja að gefa unnusta sínum illt auga. JOtóER Mundu eftlr Jókernum , PPADAIUK.INN 61/pn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.