Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 76
.7)6 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Skyggnst inn í veröld Bond-stúlknanna
margir
* Vonda stelpan
SOPHIE Mai'ceau er aðallega þekkt á alþjóðlegum
vettvangi fyrir leik sinn í Braveheart en hún hefur leikið
í mörg ár í heimalandi sínu, Frakklandi. Hún er ef til vill
sú af þessum tveimur leikkonum sem líklegri er til að
leika góðu stelpuna en í nýjustu Bond-myndinni breytir
hún um stíl og leikur einn eftirminnilegasta og án efa
fallegasta óþokka Bond-myndanna.
„Mér fannst mjög gaman að taka þátt í þessari
mynd. Hún er metnaðarfull og mikið lagt í handritið
sem gerir að verkum að það va;- skemmtilegt fyrir
leikarana að kljást við hlutverkin. Eg naut hvers augna-
þliks í tökunum og lærði mikið.“
Söguþráðurinn fyrir mestu
En er Bond-myndin ólík öðrum myndum sem hún
hefur tekið þátt í? „Eg held að allar myndir séu svipaðar
í vinnslu. Þú byrjar með tvær hendur tómar og byggir
smátt og smátt upp heildarmynd úr ótal smáatriðum.
Mér fínnst alltaf gaman að leika í kvikmyndum en að
sjálfsögðu er góður söguþráður fyrir mestu; þannig
verða myndir sígildar."
Hvað með Pierce Brosnan, er hann góður Bond?
„Það fínnst mér,“ svarar hún. „Hlutverkið hefur vaxið
vel með honum. Hann virðist geta leikið Bpnd af fingr-
um fram ef hægt er að taka svo til orða. Eg kom auð-
vitað ný inn í gerð þessarar myndar þar sem margir
leikaranna höfðu oftsinnis unnið saman áður. Eg var því
í raun bara viðbót við það sem fyrir var. Mér fannst
samt gott að vinna með Robert Carlyle, hann hugsar
mjög mikið og hefur alltaf unnið vel úr hlutverkum sín-
um.“
Kom eitthvert annað hlutverk tO greina heldur en
Elektra King? „Eg held ekki, ég held að þetta hafi verið
það hlutverk sem þeir höfðu í huga fyrir mig. Þetta er
alveg frábært hlutverk og að mörgu leyti afar frábrugð-
ið því sem ég hef verið að fást við. Það fyndnasta var að
þau tóku fyi'st eftir mér í mynd af allt öðru tagi, sem
gerist meira að segja á annarri öld.“
Veruleiki í skáldskap
Hlutverk Elektru bauð einnig upp á nýja möguleika
fyrir Sophie því hún varð fyrsta leikkonan til að leika
Allar falla þær
fyrir Bond
Denise Richards og Sophie Marceau eru
klæðskerasaumaðar af Guði í hlutverk
Bond-stúlknanna og víst er að þótt heimur-
inn sé ekki nóg fyrir Bond ættu þær að vera
yfrið nóg fyrir sjentilmanninn breska. Ingi-
björg Þórðardóttir fór á gala-frumsýningu í
London og talaði við þær stöllur.
sama hlutverkið í Bond-mynd á tveimur
málum þegar hún léði frönsku útgáfunni
af Bond hæfileika sína. „Það var áhuga-
^ert en mér finnst líka gaman að leika á
^nsku enda hefur það tungumál svo
mikla sögu þegar kemur að leiklist." I ■
Sophie á fjögun-a ára gamlan soji
sem ferðast með henni hvert sem hún
fer, en er ekkert erfitt að samræma
móðurhlutverkið og leiklistina? „Jú, oft
er það svo, en ég trúi því að manni tak-
ist það sem maður ætlar sér. Það
hjálpar líka að pabbi hans getur yfir-
leitt komið með okkur líka. Mér finnst
samt best að leika í myndum sem
teknar eru upp nálægt heimili mínu í
París. Ég myndi t.d. aldrei flytja til
Los Angeles. I Evrópu er mitt heim-
ili.“
Leikið frá 13 ára aldri
Sophie hefur fengist við leiklist
frá því hún var 13 ára og unnið til
s.8§argra verðlauna í Frakklandi.
Ætli það sé eitthvað sem henni
finnist hún eiga ógert? „Að sjálf-
sögðu, ég er mjög metnaðargjörn
og hef mikla ástríðu fyrir mynd-
um. Það hræðilegasta sem gæti
komið fyrir mig væri að þurfa að
gera mynd sem vekti ekki áhuga
minn. Ég trúi því að það sé
ákveðinn veruleiki í skáldskap
og sá veruleiki á mun betur við
mig heldur en sá sem við búum
í.“
Báðar voru leikkonurnar
mjög áberandi í myndinni en
þó verður að segjast eins og
er að leikur Sophie skarar
fram úr. Það sem þær eiga
sj&imeiginlegt er að líta ótrú-
lega vel út á hvíta tjaldinu
og það verður að viður-
kennast að eftir að.hafa hitt
þær báðar á frumsýning-
unni síðasta mánudag hef-
ur blaðamaður gefið upp
alla von um að verða ein-
hvern tímann Bond-
stelpa.
tungu-
STJÖRNURNAR voru allar
mættar til að vera viðstaddar
frumsýninguna á nýjustu Ja-
mes Bond-myndinni í London
síðasta mánudag og var þeirra
beðið með óþreyju af þúsund-
um aðdáenda sem safnast
höfðu saman fyrir utan kvik-
myndahúsið.
í sönnum anda 007 var
Pierce Brosnan umvafinn
glæsilegu kvenfólki en hann
virtist einungis hafa auga fyrir
einni. Stjarnan mætti með unn-
ustu sinni Keely Shaye-Smith
sem var glæsilega skreytt
skartgripum að andvirði 385
milljóna króna. Aðalleikonur
myndarinnar Sophie Marceau
og Denise Richards voru að
sjálfsögðu mættar og stóðust
allar væntingar sem glæsilegu
Bond-stelpurnar.
Aðrar stjörnur til að ganga
eftir rauða dreglinum voru m.a.
óskarsverðlaunahafinn Judi
Dench, Robert. Carlyle, Maria
Grazia Cucinotta og Robbie
Coltrane. Heimurinn erekkinóg
er 19. myndin í Bond-seriunni og
hefur hún fengið frábærar við-
tökur beggja vegna Atlantshafs-
ins. Hún sló ekki einungis öll að-
sóknarmet Bond-myndanna
fyrstu sýningarhelgina í Banda-
ríkjunum heldur líka kvikmynda-
fyrirtækisins MGM. Hún hefur
allt til að bera sem góð Bond-
mynd þarf; framandi lönd, hrað-
skreiða bfla, ótrúleg tæki og tól
og að sjálfsögðu það sem er
ómissandi fyrir hverja Bond-
mynd ... fallegar konur. Það þarf
víst ekki að fara mörgum orðum
um að þær falla að lokum allar
fyrir Bond, James Bond.
Denise Richards er
stúlkan sem 007
hreppir væntanlega í
lokin.
Góða stelpan
ÞAÐ hefur orðið ákveðin breyting á Bond-stelpunum
í gegnum tíðina. Þróunin heldur áfram í þessari
mynd; ekki er nóg með að yfirmaður Bond, M, sé
kona heldur er hin eina sanna Bond-stelpa orðin
kjarnorkueðlisfræðingur.
Þegai' ég hitti Denise Richards um síðustu helgi
var hún alsæl yfir því að vera komin í hóp föngulegra
Bond-kvenna þrátt fyiir að hafa verið vöruð við ím-
yndinni sem því fylgir. „Ég myndi aldrei byrja á
verkefni með neikvæðu hugarfari og það eru margir
kostir við að taka þátt í svona verkefni,“ segir hún.
„Ég er mjög ánægð með að þau skyldu biðja mig
um að vera Bond-stelpu, sérstaklega þar sem leik-
stjórinn, Michael Apted, er í miklu uppáhaldi hjá
mér. Þetta er stórkostlegt tækifæri."
Mamma aðdáandi Bonds
Þrátt fyrir ungan aldur hefur Denise leikið í
þremur stórum Hollywood-myndum en hún vakti
fyrst athygli í mynd Paul Verhoeven, Starship
Troopers. Þegar hún er spurð hvort hún hafi séð
margar af fyrri Bond-myndunum verður fátt um
svör.
„Nei, eiginlega ekki,“ svarar Richards. „Ég þurfti
að sjálfögðu að horfa á nokkrar svo að ég vissi um
hvað þetta snerirt. Mamma er líka mikill aðdáandi
þessara mynda. Ég get skilið af hverju þær eru svona
vinsælar. Þetta er fantasía þar sem James Bond er
þessi hetja sem heillar allar konumar og leikur sér
með öll þessi tæki; það finnst karlmönnum spenn-
andi. Og konur eru líka heillaðar af honum.“
En hvað finnst henni um þessa mynd af konum
sem dregin hefur verið upp í Bond-myndunum? „Ég
held að konurnar hafi alveg frá upphafi verið mjög
klárar og sniðugar. Það var þróun sem Michael Apt-
ed vildi viðhalda í þessari mynd enda eru konurnar
sterkar, gáfaðar og hafa margt fram að færa. Það
gerir myndina áhugaverðari og líka skemmtilegra
fyrir okkur að leika þessar persónur. Að mínum dómi
endurspeglar þessi þróun það sem er að gerast í sam-
félaginu.“
Judi Dench stórkostleg
Heimurínn er ekki nóg er eins og allar aðrar
Bond-myndir, full af áhættuatriðum sem kröfðust
mikils af leikurunum. „Mér fannst erfiðast að leika í
kafbátasenunni. Það voru síðustu tökurnar og þá
skildi ég loksins af hverju ég hafðrverið spurð að því
hvort ég kynni að synda. Ég var látin vinna
með köfurum sem sáu um a<5 við værum ör-
1 ugg meðan á tökunum stóð. Ég reyndi líka að
1 leika í öllum atriðunum sjálf og fullyrði eftir
1 þessa reynslu að ég hef enga löngun til þess að
I verða kafari.“
En hvað fannst Denise um mótleikara sína?
„Tökurnar voru spennandi en að sama skapi yf-
1 irþyrmandi. Þetta er rosalega viðamikil fram-
1 leiðsla og það sem er merkilegt við Bond-mynd-
1 irnar er að mikil hollusta ríkir á milli
1 framleiðendanna og föstu leikaranna; þetta er
1 þriðja mynd Pierce [Brosnan]. Hann var fram úr
1 hófi hjálpsamur og það gerði þetta mun auðveld-
1 ara. Robbie Coltrane sá um grínatriðin og er einn
1 fyndnasti maður sem ég hef hitt. Judi Dench er al-
1 veg stórkostleg; framkoma hennar er alveg ólýsan-
1 leg. Maður finnur virkilega fyrir nálægð hennar.“
Persóna Denise, Christmas Jones, vinnur með
1 kjarnorkuvopn og Denise játti því að það hefði oft
' gerst að hún hefði ekki haft hugmynd um um hvað
1 hún var að tala. „Ég spurði einmitt Pierce oft að því
1 hvort hann skildi mig, sem hann að sjálfsögðu gerði
ekki en maður verður bara að láta sig hafa það og
vonast til að maður líti út fyrir að þetta sé eitthvað
sem maður tali um daglega."
Saumaklúbbur Bond-stúlkna
Nýlega var mikil umfjöllun um Bond-stelpur í
tímaritinu Vanity Fair þar sem leikkonur síðustu
þriggja áratuga komu saman. Gat Denise eitthvað
lært af þessum fyrirrennurum sínum? „Það var alveg
stórkostlegt að hitta þessar konur eins og t.d. Ursulu
Andress. Þær sögðu mér að þetta væri alveg yndisleg
reynsla og hvöttu mig til þess að njóta þess. Ég sé
mig í anda sitja fyrir eins og þær eftir 40 ár. Við vor-
um allar sammála um að þetta væri hlutverk sem
fylgdi manni alla ævi.“
Næsta verkefni Denise er fyrsta myndin sem
Matt Damon og Ben Affleck framleiða og hefur hún
unnið með þeim áð-
ur að stuttri sjónv-
arpsþáttaröð. En
getur eitthvað sleg-
ið Bond-myndun-
um við? „Eg get
ekki ímyndað mér
hvað það ætti að
vera,“ svarar hún
og klykkir út með:
„Það jafnast ekkert
ávið Bond.“
Franska þokka-
gyðjan Sophie
Marceau lyftir
Bond á hærri
stall.