Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 84
 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3m, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Heilbrigðisnefnd fjallar um campylo- bacter-sýkingar Stöðva sölu á sýktri vöru um áramót HEILBRIGÐISNEFND Reykja- víkur hefur áskilið sér rétt til að stöðva sölu á campylobacter-meng- uðum kjúklingum frá og með ára- mótum. I bókun nefndarinnar er vísað í skýrslu sérfræðinga til um- hverfisráðherra um campylobacter- sýkingar, en í henni segir að aukna dpv tíðni sýkinga í mönnum megi rekja til sölu á ferskum kjúklingum. Heilbrigðisnefndin er í megin- dráttum samþykk tillögum sérfræð- inganna um úrbætur en telur samt óviðunandi að framleiðendum verði leyft að setja á markað ferska kjúklinga úr eldishópum þar sem allt að 10% eru menguð campylo- bacter-sýklum. Heilbrigðisnefndin segir að gera eigi þá kröfu að þeir fersku kjúklingar sem eru á mark- aði séu alveg lausir við mengun og --j leggur því til að einungis verði leyfð dreifing á ferskum kjúklingum úr eldishópum sem hafa reynst lausir við campylobacter-sýkingu. Helgi Pétursson, formaður heil- brigðisnefndarinnar, segii- ekki hægt að una því að sýkt vara sé í boði. „Eg átta mig ekki á því að menn séu að velta fyrir sér þeim möguleika að vera með „dálítið" skemmda vöru á markaði. Viðbrögð framleiðenda við þessari skýrslu sérfræðinga til heilbrigðisráðuneyt- isins eru þau að þeir telja sig geta komið í veg fyrir þetta. Gera þeir sér þá líklega vonir um að fólk geri sér grein fyrir því að það geti verið með skemmda vöru í höndum, en þá er verið að varpa ábyrgðinni yfir á ■* neytendur. Það eiga auðvitað eftir að koma viðbrögð frá umhverfis- ráðuneytinu en þetta er afstaða okkar í Reykjavík, við munum ekki heimila sölu á sýktri vöru.“ Gengu í skrokk á ,jólasveini“ TVEIR piltar um tvítugt voru staðnir að því að ganga í skrokk á einum þeirra fjöl- mörgu jólasveina sem prýða miðbæinn á Akureyri að því er fram kemur í Jólapóstinum, sem Jólabærinn Akureyri gef- ur út. Ekki er getið um hvort sveinki hafi hlotið áverka í kjölfar árásarinnar en rétt er að geta þess að umræddur sveinn var ekki af holdi og blóði. Þá er þess einnig getið að nokkuð sé um að perur hafi horfið af jólaski-eytingum. Margir Akureyringar hafi tek- ið þeiiri ósk forsvarsmanna Jólabæjarverkefnisins að skreyta híbýli sín og garða með fyrra fallinu, en því miður hafi nokkuð borið á skemmd- arverkum að því er fram kem- ur í blaðinu. Vænta menn þess að bæjarbúar hafi auga með jólaskreytingum bæjarins svo þær megi gleðja gesti og gang- andi í svartasta skammdeginu. Morgunblaðið/Kristján Það kom vel í yós hversu jeppinn er illa útlitandi þegar búið var að ná honum upp á þjóðveginn. Bílslysið í Giljareit á Oxnadalsheiði Mikil mildi að ekki fór verr ÞAÐ verður að teljast mikil mildi að ekki fór verr þegar jeppi með tveimur mönnum innanborðs fór útaf veginum og valt í Giljareit á Öxnadalsheiði um kl. 21 sl. þriðjudagskvöld. Eins og fram hefur komið meiddust báðir mennirnir nokkuð en miðað við hvernig jeppinn er útlítandi er þrátt fyrir það óhætt að segja að þeir hafi sloppið mjög vel. Jepp- inn er gjörónýtur. Sjálfur sagði annar mannanna, Benedikt Þorbjörn Ólafsson, í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hafi orðið mest hissa á því þegar bfllinn stöðvaðist á hvolfi niðri í gilinu að þeir félagar væru lifandi. Jeppinn fór útaf veginum í mikilli hálku, rann um 60-70 metra niður á barð og það- an áfram niður um 20-30 metra til viðbótar og hafnaði að lokum á hvolfi á fjórum stórum steinum. Við að lenda á steinunum gekk þakið niður og þá sérstaklega far- þegamegin. Benedikt Þorbjörn sagði að bflbelti, loftpúðar og það að bfllinn er sterkur, hafi gert það að verkum að ekki fór verr. Fór 80-100 metra Jeppinn var sóttur á heiðina í gærmorgun og var fenginn til verksins stór vörubfll frá Akur- eyri með öflugan krana, auk þess sem tveir starfsmenn á Bifreiða- verkstæði KS á Sauðárkróki að- stoðuðu við að koma jeppanum upp á veg, 80-100 metra Ianga leið. Verkið gekk vel og var jepp- inn fluttur til Akureyrar á palli vörubflsins. Samanburður á fslensku krabbameinsskránni og skrám í 16 Evrópuríkjum Horfur íslenskra krabba- meinssjúklinga betri LÍFSHORFUR íslendinga með nokkrar teg- undir krabbameina, til dæmis í brjóstum, leg- hálsi, blöðruhálsi og skjaldkirtli, eru betri en horfur sambærilegra sjúklinga í öðrum Evrópu- löndum. Þetta kom fram í erindi Laufeyjar Tryggvadóttur, faraldsfræðings hjá krabba- meinsskránni, á fræðslufundi Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Islandi í gær. Upplýsingarnar eru úr íslensku krabbameins- skránni og 46 krabbameinsskrám í 16 öðrum Evrópulöndum en sex þeirra taka til heilla þjóða. íslendingar hafa síðustu árin tekið þátt í samstarfí krabbameinsskráa landa innan Evr- ópusambandsins og segir Laufey samvinnuna margháttaða. Reiknuð var hlutfallsleg lifun sjúklinganna en með því er átt við að horfur þeirra séu bornar saman við horfur jafnaldra hópsins meðal hverrar þjóðar fyrir sig. Lífshorfur, eða lifun, krabbameinssjúklinga hafa batnað hratt síðustu árin. Þannig var hlut- fallsleg lifun kvenna og karla, sem greindust með krabbamein á árunum 1956 til 1960, fimm árum eftir greiningu 20 til 30% miðað við jafn- aldra. Hlutfallsleg fimm ára lifun karla sem greindust á árunum 1971 til 1975 var um 40% og kvenna yfir 50%. Af þeim sem greindust árin 1991 til 1995 var fimm ára lifunin 55% meðal karla og um 60% hjá konum. Sé litið á einstök krabbamein hefur hlutfalls- leg lifun kvenna með brjóstakrabbamein aukist úr rúmum 50% hjá þeim sem greindust árin 1956-1960 í nærri 85% hjá þeim sem greinst hafa árin 1991-1995. Hjá konum með krabba- mein í eggjastokkum hefur lifunin aukist úr tæpum 30% fyrra tímabilið í um 60% síðustu árin. Betri meðferð og bætt lífsskilyrði Lifun karla með krabbamein í blöðruhálskirtli hefur á sama tímabili aukist úr rúmum 40% í tæp 80% og hjá körlum með lungnakrabbamein jókst hún frá fyrsta tímabilinu til áranna 1961 til 1965 í 10% og hefur verið það allar götur síðan. Lífshorfur karla með krabbamein í maga bötn- uðu úr 10% í rúm 30%. Laufey segir að þeir þættir sem leiði til batn- andi lífshorfa krabbameinssjúklinga séu nokkrir og nefndi bætta meðferð, betri lífsskilyrði þjóð- arinnar og snemmbúna greiningu, þ.e. þegar tekst að stöðva krabbameinið á frumstigi. Hún segir að horfur kvenna séu almennt betri en karla og að hlutfallsleg lifun minnki almennt með aldrinum nema hvað varði krabbamein í brjóstum og blöðruhálsi. Laufey segir einnig að fylgni sé milli lifunar þjóða og hlutfalls þjóðar- tekna sem varið sé til heilbrigðismála, atvinnu- leysis, fjölda sjúkrarúma og meðalævilengdar. ísland, Sviss og Svíþjóð eru með bestu horfur fyrir mörg algengustu krabbameinanna en lifun er talsvert lakari í Danmörku og Bretlandi. Lakastar eru horfurnar meðal krabbameins- sjúklinga í Austur-Evrópu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.