Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 60
'60 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ
Með blaðinu
64 síðna jólablaðauki
fylgir Morgunblaðinu
á morgun.
Viðtalstímar
borgarfiilltrúa
Nafn Hvenær Hvar Sími
Alfreð Þorsteinsson skv. samkomulagi 5531910
Anna Geirsdóttir skv. samkomulagi 563 2005
Árni Þór Sigurðsson föstudaga kl.1030-1200 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005
Guðlaugur Þór Þórðarson miðvikudaga kl.Hoo-1200 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005
Helgi Hjörvar, þriðju- og fimmtudaga kl.090o-iooo símatímar: mánu-, miðviku- Ráðhús Reykjavíkur 563 2005
og föstudaga kl.0820-08so 563 1967
Helgi Pétursson, föstudaga kl.lOOO-1200 simatímar: föstudaga kl. 09 00-1000 Kirkjuhvoll 563 2005 563 1963
Hrannar B. Arnarsson miðvikudaga kl.1330-1500 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005
Inga Jóna Þórðardóttir fimmtudaga kl.1100-1200 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005
Jóna Gróa Sigurðardóttir mánudaga kl.1030-i200 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005
Júlíus Vífill Ingvarsson skv. samkomulagi Ráðhús Reykjavíkur 563 2005
Kjartan Magnússon miðvikudaga kl. 900-1000 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005
Ólafur F. Magnússon skv. samkomulagi 568 7770 568 0682
Sigrún Magnúsdóttir miðvikudaga kl.1030-i2oo Ráðhús Reykjavíkur 563 2005
Steinunn V. Óskarsdóttir föstudaga kl.1400-1500 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson þriðjudaga kl. 1100-1200 Ráðhús Reykjavíkur 563 2005
Viðtalstímar borgarstjóra eru á miðvikudögum kl.10oo-i2oo
og panta þarf tíma í síma 563 2000 kl.820 daginn áður.
Upplýsingaþjónustu Ráðhússins tekur á móti bókunum
og veitir frekari upplýsingar, m.a. um viðtalstíma varaborgarfulltrúa,
í síma 563 2005.
Reykjavíkurborg
Skrifstofa borgarstjómar
Að þekkja Jes-
úm Krist á per-
sónulegan hátt
I ÞESSARI grein
minni vil ég leitast við
að útskýra hvað það
er að þekkja Drottin.
Eg tel mig ekki hafa
alla þá visku sem til
þarf en ég veit að ég
hef upplifað það að
frelsast, að ganga með
Jesú Kristi. Vegna
þess að ég hef reynt
hvað það er að ganga í
myrkri og svo að finna
ljósið, sem er Jesús
Kristur, þá finn ég
mig knúna til að segja
öðrum frá þeim dá-
semdarverkum sem
Guð einn er megnug-
ur að framkvæma.
Já, þeir sem telja sig kristna
komast ekki hjá því að beina aug-
um sínum að því sem sjálfur Krist-
ur kenndi. í Jóhannesarguðspjalli
er talað um í fyrstu versunum að í
upphafi var Orðið, og Orðið var hjá
Guði og Orðið var Guð. Jesús
Kristur er nefndur Orðið í Bibl-
íunni vegna þess að það sem hann
sagði það varð. Þess vegna getur
þú sett nafnið Jesús Kristur all-
staðar þar sem talað er um Orðið.
Eða með öðrum orðum; I upphafi
var Jesús Kristur, og Jesús Krist-
ur var hjá Guði og Jesús var Guð.
Þegar við förum að skilja að Jesús
Kristur er Drottinn þá förum við
að verða margs vísari. En hvernig
förum við að þvi að þekkja Jesúm
Krist? Hvernig komum við auga á
að hann er Drottinn en ekki bara
spámaður eins og hann er svo oft
stimplaður. Jú, þegar þú ferð að
rannsaka orð hans, sem er Biblían,
þá munt þú komast að sömu niður-
stöðu og ég, að Jesús Kristur er
enginn annar en Drottinn sjálfur,
hluti af heilögum Guðdómi, sem er
Guð faðirinn, Guð sonurinn og Hei-
lagur andi. Samt sem áður er Guð-
dómurinn ein heild og starfar sem
ein eining.
Að útskýra Guðdóminn og hlut-
verk hvers og eins er heil prédikun
eða kennsla út af fyrir sig en í þess-
ari grein minni vildi ég heldur að
þú, lesandi góður, fengir að kynn-
ast þessu persónulega sambandi
við Krist sem yfirskrift greinarinn-
ar ber með sér.
Jesús Kristur kom til okkar
mannanna sem lítið barn, hann óx
og þroskaðist og varð að fullorðn-
um manni. Allt hans líf var einstakt
fyrir það að hann lifði syndlausu
lífi. Hann kom í einum tilgangi og
hann var sá að segja okkur mönn-
unum frá því að hægt væri að sigra
syndina í lífi okkar. Kristur sjálfur
sýndi fordæmið og lifði ekki aðeins
syndlausu lífi heldur fórnaði hann
sér á krossi til að gera okkur
mönnunum grein fyrir því að hann
var tilbúinn til að gera allt til þess
að okkur myndi skiljast að við
myndum glatast ef ekki kæmi til
guðleg snerting inn í líf okkar.
Synd er aðskilnaður frá Guði. í
upphafi völdu forfeður okkar,
Adam og Eva, að
óhlýðnast Guði. Adam
og Eva áttu náið sam-
félag við Guð í upphafi
sem einkenndist með-
al annars af því að þau
ræddu við hann og
hann leiðbeindi þeim.
Guð hafði varað þau
við að éta af skilnings-
trénu en Adam og Eva
völdu að hlusta á óvin-
inn. Við það varð að-
skilnaður sem þau
völdu sjálf og menn-
irnir fóru að fjarlægj-
ast Guð. Þegar menn-
irnir fóru að treysta
eigin hyggjuviti og
hætta að óska eftir næi’veru Guðs
þá fór heiminum að hnigna til
þeirrar myndar sem við þekkjum
hann núna. Trúir þú því, að upp-
haflega skapaði Guð aðeins góðan
heim þar sem ekki voru til sjúk-
dómar, hatur, illska og illar hugs-
anir? Jafnvel dauðinn kom fyrst til
Trú
>»
Eg fínn mig knúna,
segir Ragnheiður Katla
Laufdal, til að segja
öðrum frá þeim dásemd-
arverkum sem Guð
einn er megnugur að
framkvæma.
sögunnar við þennan aðskilnað frá
Guði. Því að Biblían segir að laun
syndarinnar sé dauði.
Þegar þú ert aðskilinn frá Guði,
þ.e.a.s. leitar ekki eftir hans nær-
veru og visku, þá smám saman ert
þú að fjarlægjast kærleikann því
Guð er kærleikur og allt sem kem-
ur frá Guði er hið góða. Aðeins með
því að eiga daglegt samband við
Jesúm Krist getum við kallast
kristin og sagt með vissu að Krist-
ur sé herra lífs okkar. Við þurfum
ekki að líta á annað en illvirki
mannanna í sögu heimsins, það
sem menn hafa gert og framkvæmt
er svo fjarlægt Guði og vegna þess
að Guð er bara góður getur hann
ekki átt neinn þátt í syndum okkar.
Það er þitt að snúa þér til Guðs og
átta þig á því að í þér býr illt nema
aðeins að þú leitir Drottins, það er
hann sem mun planta í þér hinu
góða og taka burt hið illa. Guðsorð-
ið segir: „Manninum þykja allir
sínir vegir hreinir, en Drottinn
prófar hugarþelið." Orðskv. 16:2.
Jesús kom til að segja okkur
hver upphafleg áætlun Guðs var og
að ef við myndum vilja snúa okkur
aftur til Guðs ættum við eilíft líf.
Það að snúa sér til Guðs, að óska
eftir hans ráðleggingum inn í allar
aðstæður lífsins, er að sigrast á
syndinni. Vegna þess að Guð mun
Hattar, húfur, alpahúfur,
2 STÆRDIR.
Ragnheiður Katla
Laufdal
Mörkinni 6, s. 588 5518.