Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Leiðtogafundur ASEAN-ríkjanna verður haldin á Filippseyjum um helgina Kínverjar hindra samn- ing um Spratlyeyjar Manila. AFP. Reuters Filippeyskir námsmenn reyndu í gær að ráðast inn í ráðstefnumiðstöð í Manila þar sem háttsettir embættis- menn komu saman til að undirbúa leiðtogafund ASEAN, samtaka Suðaustur-Asíuríkja, sem haldinn verður í borginni um helgina. Námsmennirnir takast hér á við lögreglumenn. KÍNVERJAR neituðu í gær að samþykkja drög aðildarríkja AS- EAN, samtaka tíu Suðaustur-Asíu- ríkja, að reglum sem miða að því að koma í veg fyrir átök vegna deilna um Spratlyeyjar og fleiri smáeyjar og sker í Suður-Kínahafi. Talið er útséð um að samkomulag náist um reglurnar á leiðtogafundi ASEAN- ríkjanna, Kína, Japans og Suður- Kóreu sem haldinn verður í Manila um helgina. Stjórnarerindrekar í Manila sögðu að leiðtogarnir myndu ekki geta undirritað samning um reglu- rnar á fundinum þar sem frekari viðræður milli ASEAN-ríkjanna tíu og Kína væru nauðsynlegar. Háttsettir embættismenn frá ASEAN-ríkjunum lögðu lokahönd á drög að samningnum í fyrradag en Kínverjar höfðu þá þegar gefið til kynna að þeir væru tregir til að fallast á þau. Þeir hafa alltaf hafnað því að fjölþjóðleg samtök semji um eyjarnar í Suður-Kínahafi og vilja þess í stað gera tvíhliða samninga við þau ríki sem gera tilkall til eyj- anna. Kína, Taívan og fjögur ASEAN- ríki, Brúnei, Malasía, Filippseyjar og Víetnam, hafa gert tilkall til Spratlyeyja. Nokkur ríki hafa einn- ig deilt um Paraceleyjar í Suður- Kínahafi. I drögunum að nýju reglunum er meðal annars kveðið á um að bann- að verði að hemema fleiri „rif, sker og smáeyjar á svæðinu með það að markmiði að tryggja frið og stöðug- leika í þessum heimshluta“. Kreppunni lokið FjáiTnálaráðherrar ASEAN- ríkjanna komu einnig saman í Man- ila í gær til að undirbúa leiðtoga- fundinn og lýstu því yfir að krepp- unni í þessum heimshluta væri lokið. Þeir sögðu að hagvöxturinn í aðildarríkjum ASEAN yrði um 2-3% að meðaltali í ár, eftir 7% samdrátt á síðasta ári, og spáðu enn meiri hagvexti á næstu árum. Ráðherrarnir sögðu þó að blikur væru enn á lofti í efnahagsmálun- um og lofuðu að koma á frekari um- bótum. Nýjar upplýsingar taldar tengjast hrapi EgyptAir-þotunnar Styrkja grunsemdir RANNSÓKNARMENN sem leita orsaka þess að farþegaþota EgyptAir flugfélagsins hrapaði í hafið við austurströnd Bandaríkj- anna, sögðu á miðvikudag að ekki aðeins hefði upptaka á hljóðrita vél- arinnar vakið með þeim grunsemdir um að varaflugmaður þotunnar hefði viljandi valdið óförum þotunn- ar, heldur einnig með hvaða hætti hann tók yfir stjóm þotunnar. Þrír embættismenn á vegum Bandaríkj- astjómar, sem ekki vildu láta nafna sinna getið, sögðu við blaðamann The Washington Post að aðeins nokkram mínútum áður en vélin hrapaði hefði maðurinn, Gamil al- Batouti, komið inn í flugstjómar- klefann og skipað aðstoðarflug- manni sem þar var einn fyrir að yfir- gefa sæti sitt. Samkvæmt vitnisburði mannanna var al-Batouti „mjög ákveðinn“ af upptöku á hljóðrita vélarinnar að dæma. Al-Batouti var annar tveggja varaflugmanna sem áttu að leysa flugmennina af síðar á hinni löngu flugleið milli New York og Kaíró. Aðstoðarflugmaðurinn sem sat við sfýri þotunnar þegar al-Batouti mun hafa komið inn í flugstjómarklefann var lægra settur og átti samkvæmt reglum að hlýða fyrirskipunum hans. Egyptar neita enn að fallast á að ófarir þotunnar kunni að vera af mannavöldum. I gær varpaði emb- ættismaður við egypska samgöngu- ráðuneytið fram þeirri tilgátu að sprenging í stéli þotunnar hefði valdið hrapi hennar. Bandarískir rannsóknarmenn sögðu hins vegar að ekkert benti til að svo hefði verið. Mótmæli við Eiffel- turninn FRANSKIR bændur stöðu fyrir mótmælum við Eiffel-turninn í París í gær, vegna næstu samn- ingalotu Heimsviðskiptastofnun- arinnar (WTO), sem hefst í Seattle í Bandaríkjunum í næstu viku. I Seattle verður meðal annars reynt að komast að samkomulagi um lækkun tolla á landbúnaðarafurð- ir, og óttast bændurnir að það muni skerða hag þeirra. Holzmann AG dregur til baka beiðni um gjaldþrotaskipti Ihlutun Schröders skipti sköpum Frankfurt. AP. YFIRLÝSING þýsku stjómarinnar um að hún væri reiðubúin að hjálpa íyrirtækinu Philipp Holzmann var það sem þurfti til að lánardrottnam- ir féllust á að taka þátt í að bjarga þvt Var það haft eftir fulltrúum sumra þeirra í gær. Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, kvaðst ekki búast við, að Evrópu- sambandið, ESB, gerði athugasemd við ríkisaðstoðina. Þýska stjómin bauðst til að leggja Holzmann, næststærsta byggingar- íyrirtæki í Þýskalandi, til um 10 milljarða ísl. kr. og kvaðst Schröder vona, að samkeppnisyfirvöld í ESB legðu blessun sína yfír það. Hefur fyrirtækið dregið til baka beiðni um gjaldþrotaskipti og í tilkynningu frá því sagði, að vegna ríkisaðstoðarinn- ar og eftirgjafar á skuldum væri það nú komið á réttan kjöl. Afskipti Schröders af þessu máli hafa mælst mjög vel fyrir hjá þýsk- um almenningi en hann hefur líka verið gagnrýndur. Rúdiger von Voss, talsmaður kristilegra demókr- ata í efnahagsmálum, sakaði hann um ríkisafskipti og Werner Múller, efnahagsmálaráðherra stjómarinn- ar en ekki félagi í jafnaðarmanna- flokknum, sagði, að þessi afskipti yrðu að vera undantekning. Endurskipulagning Holzmanns felur það í sér, að sumar deildir þess verða seldar og verður starfsmönn- um fækkað um 3.000 en þeir eru 17.000 nú. Líklegt þykir þó, að um 2.000 þessara þrjú þúsund manna fái vinnu hjá nýjum eigendum. Að auki ætlar fyrii-tækið að selja næst- um allar fasteignir sínar í Þýska- landi en þær era metnar á 38 millj- arða ísl. kr. Ihaldsflokkurinn í Bretlandi Ashcroft hyggst sitja sem fastast TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, vísaði í gær á bug dylgj- um talsmanna Ihaldsflokksins um að Verkamannaflokkurinn hefði haft hönd í bagga með að upplýsingar um greiðslur í flokkssjóði íhalds- manna bárust í hendur dagblaðinu The Times. Að sögn BBC sagði Blair að um „móðursýkisbull" væri að ræða. Um er að ræða greiðslur írá Michael Ashcroft, gjaldkera flokks- ins, sem búsettur er erlendis og með tvöfaldan borgararétt, í Bretlandi og Mið-Ameríkuríkinu Belize. Telja sumir að íhaldsmenn brjóti gegn eigin samþykktum með því að þiggja fé frá manni sem sé í reynd útlendingur. Leiðtogar íhalds- flokksins segja að verið sé að reyna að sverta stjórnarandstæðinga í landinu með markvissum aðgerðum er rekja megi til Verkamannaflokks- insogstjórnvalda. Blaðið komst með einhverjum hætti yfír upplýsingar um bankar- eikning íhaldsflokksins hjá Kon- unglega skoska bankanum og kom þar fram að Ashcroft, sem er gjald- keri flokksins, styrkti flokksstarfið með um milljón punda eða 117 mil- ljónum króna síðustu 12 mánuði. Ihaldsmenn segja að tölvuþrjótar hafi verið fengnir til að brjótast inn í skjöl bankans og hafa farið fram á rannsókn vegna málsins, segir í dag- blaðinu The Daily Telegraph. Aðdróttanir um fíkniefnasmygl og þvætti Ashcroft rekur íyrirtæki í Belize. Hann fór í meiðyrðamál við The Times í sumar þegar blaðið gaf í skyn að hann væri afbrota- maður. BBC sagði að í blaða- grein eftir Ash- croft hafi hann fullyrt að ása- kanimar væra byggðar á sandi Ashcroft og hann myndi ekki segja af sér gjaldkerastarfinu. „Menn hafa verið að hnýsast í einkalíf mitt og feril en þeir sem hafa verið að reyna að sverta mig hafa ekki fundið neitt til að staðfesta aðdróttanir um að ég sé fíkniefnasali og stundi peningaþvætti," segir Ashcroft. Útvarpsstöðin hefur eftir heimild- armönnum sínum að áhrifamikill þingmaður Ihaldsflokksins, Bowen Wells, muni senn verða gagnrýndur af þingnefnd vegna þess að hann hafi ekki skýrt henni frá viðskipta- tengslum sínum við Ashcroft. Öllu óþægilegra íyrir flokkinn og leiðtoga hans, William Hague, er að góðgerðastofnun, Adlearn Found- ation, sem Ashcroft stofnaði og fjár- magnaði að nokkra, hyggst leggja niður staifsemina. Segja fulltrúar hennar að ástæðan sé óþolandi „of- sóknir“ af hálfu opinberrar nefndar sem rannsakar bókhaldið. Mun töl- um um útgjöld og framlög ekki bera saman. Ýmsir háttsettir íhaldsmenn sitja í stjórn Adlearn. Deilurnar um fjárframlögin þykja minna á vandann sem Verkamanna- flokkurinn var lengi í vegna pening- anna sem hann fékk frá verkalýðs- hreyfingunni áður en Blair breytti um áherslur og vingaðist við kaupsýslumenn. Lagalega séð er umdeilt hvort greiðslurnar frá Ash- croft séu erlendar þar sem hann lét banka sinn í Belize sjá um þær. Framlög fyrir opnum tjöldum Boris Johnson, ritstjóri tímarits- ins The Spectator bendir á að nýjar reglur um framlög í flokkssjóði, sem stjóm Blairs hyggst setja, valdi því að greiðslur frá útlöndum muni ekki leggjast af. Ef til vill muni Ashcroft vegna búsetu sinnar í skattaskjólinu Belize ekki mega styrkja flokkinn með fé þaðan þegar lögin taki gildi. En að- ild landsins að Evrópusambandinu valdi því hins vegar að til dæmis geti arabi, sem búsettur sé í París, hafi þar kosningarétt og reki þar vopna- sölufyrirtæki eða annað og eigi við- skipti í Bretlandi, greitt að vild í breska flokkssjóði. Þá teljist féð ekki erlent. Ástrali eða Bandai'íkja- maður megi hins vegar ekki greiða í slíka sjóði, það verði lagabrot. Johnson spyi' hvers vegna það sé í lagi að flokkur Blairs þiggi fé frá bræðraflokknum í Þýskalandi en íhaldsflokkurinn ekki frá Ashcroft sem er breskur að upprana. „Lausnin er ekki að banna öll framlög frá útlöndum heldur ein- faldlega að öll framlög verði íyrir opnum tjöldum. Kjósendur geta þá séð hvort flokkur er fjármagnaður af Kínverjum, Þjóðverjum eða manni frá Belize og dregið sínar eig- in ályktanir,“ segir Johnson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.