Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 67
b MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 67 3 ‘ Flugstjórnar- og flugleið sögubúnaður Flugmála- stjórnar er 2000-hæfur ÖLL tölvukerfí er Flugmálastjórn Islands notar við flugumferðar- stjórn á Norður-Atlantshafi og í innanlandsflugi sem og öll flugleið- sögutæki á íslenskum flugvöllum og annars staðar á landinu eru nú 2000-hæf, samkvæmt nýjustu áfangaskýrslu 2000-nefndar stofn- unarinnar. Flugstjómarmiðstöð í Reykajvík sem stjórnar öllu innlandsflugi og um 30% af allir flugumferð yfir Norður-Atlantshaf, eða rúmlega 83.000 úthafsflugferðum í fyrra, er afar háð sérhæfðum tölvukerfum. Síðastliðin tvö ár hefur Flugmála- stjóm unnið markvisst að því að greina 2000-vandamálið hjá stofn- uninni, tryggja að það verði leyst í tæka tíð og stuðla að því að mikil- vægustu þættirnir í starfseminni gagni áfallalaust fyrir sig og ekki hljótist skaði af rangri meðferð ár- talsins 2000 í tölvum og öðrum tæknibúnaði. Flugmálastjórn hefur nú lokið við að uppfæra og lagfæra allan þann búnað stofnunarinnar sem ekki reyndist vera 2000-hæfur. Lýst eftir stolinni bifreið RANNSÓKNARDEILD lögregl- unnar í Hafnarfirði lýsir eftir stol- inni bifreið af gerðinni Saab 900 ár- gerð 1987, rauðri að lit með skrá- setningamúmerinu R-44247. Bifreiðinni var stolið hinn 24. október frá Sunnuvegi 10 í Hafnar- firði og biður lögreglan þá sem hafa séð bifreiðina frá þeim degi að hafa samband við sig. Flugmálastjórn hefur unnið að gerð viðbúnaðaráætlunar vegna ársins 2000 fyrir sína eigin starf- semi og hefur einnig tekið þátt í að útbúa sameiginlega viðbúnaðar- áætlun fyrir allar flugstjórnarmið- stöðvar við Norður-Atlantshaf. I þessu sambandi munu m.a. fleiri tæknimenn verða á vakt um ára- mótin en venja er til. Flugumferðarstofnun Evrópu (Eurocontrol) og Alþjóðaflugmála- stofnunin (ICAO) hafa skipulagt sérstaka vefgátt á heimasíðu Eurocontrol þar sem aðildarríki þessara stofnana þurfa að gera grein fyrir því hvemig til hafi tekist með 2000-hæfni flugleiðasögu- og flugstjómarkerfanna. Um leið og áramótin hafa gengið í garð mun Flugmálastjóm Islands tilkynna um stöðu tölvukerfa sinna til Flugum- ferðarstofnunar Evrópu og einnig getur stofnunin fengið upplýsingar um stöðu þessara mála hjá systur- stofnunum sínum. Jolasala Heimaeyjar KVENFÉLAGIÐ Heimaey hefur sína árlegu jólasölu í Mjóddinni dagana 26. og 27. nóvember. Á föstudag frá kl. 12 á há- degi til lokunar búða og á laug- ardag frá kl. 10 til lokunar búða. Á boðstólum em heimabak- aðar kökur, kerti, spil og fleira. Allur ágóði rennur til líknarmála. FRÉTTIR Stuðningur við aðgerðir Sjd- mannafélagsins VÉLSTJÓRAFÉLAGIÐ, Sjó- mannasambandið og Farmanna- og fiskimannasambandið hafa sent frá sér ályktun þar sem varað er við þeirri þróun að kaupskipafloti landsmanna sé í síauknum mæli flaggað út undir fána ríkja sem leyfa félagslegt undirboð á kjörum farmanna. Samböndin eiga öll þrjú aðild að Alþjóðasambandi flutninga- verkamanna, ITF. „Það er alvarlegt mál þegar ís- lensk skipafélög taka á leigu skip þar sem ekki em virtir lágmarks- samningar um kjör áhafnarmeðlima sem gerðir hafa verið af Alþjóða- sambandi flutningaverkamanna. Samtökin skora á stjómvöld að grípa nú þegar til aðgerða sem miði að því að tryggja að unnt sé að standa að vömflutningum til og frá íslandi með eðlilegum hætti á skip- um undir íslenskum fána þar sem kjör og aðbúnaður um borð er í sam- ræmi við íslenska kjarasamninga og lög,“ segir í ályktun samtakanna. Þá hefur Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar sent frá sér ályktun þar sem lýst er stuðningi við baráttu Sjómannafélags Reykja- víkur og ITF fyrir því að lágmarks- samningar séu virtir um borð í þeim skipum sem stunda vöruflutninga til og frá Islandi. -------------- Fjöruganga á morgun SJÁLFBOÐALIÐASAMTÖK um náttúmvemd efna til fjömgöngu á morgun, laugardaginn 27. nóvem- ber, kl. 13. Farið verður frá skiptistöð stræt- isvagna í Ártúni og sameinast þar í bíla. Allir era velkomnir. Hvatningardagur fyrir ungar konur á Vestfjörðum HVATNINGARDAGUR fyrir ungar konur á norðanverðum Vestfjörðum verður haldinn laugardaginn 27. nóvember í Bol- ungarvík undir yfirskriftinni „Býr Þuríður í þér“. Er þar verið að vísa til landnámskonu Bolvík- inga, Þuríði sundafylli, sem kom frá Hálogalandi í Noregi. „Með kvenlegum dugnaði sínum og elju, örlitlu af göldmm og ákafa til að gefa karlpeningnum ekkert eftir, skóp hún þau skilyrði til sjávar með því að seiða físk í Kviamið í Isaíjarðardjúpi sem hafa verið lífsbjörg Bolvíkinga og annarra íbúa á Vestfjörðum," seg- ir í fréttatilkynningu. Nú þarf nýja Þuríði til að efla atvinnulíf og landnám á Vestfjörðum. Þessi hvatningardagur sem hefst með léttum hádegisverði verður með fjölbreyttri dagskrá s.s. hópefli, fyrirlestram, kynn- ingu á Hinu húsinu, listamiðstöð ungs fólks í Reykjavík, tískusýn- ingu o.fl. Til að fjármagna hvatn- ingardaginn munu fjórar mynd- listarkonur, þær Sólveig Thoroddsen, Gréta Sturludóttir, Þorbjörg Sigþórsdóttir og Ester Ösp Guðjónsdóttir, mála mynd af Þuríði á meðan á dagskránni stendur og verða myndirnar boðnar upp í kafflnu kl. 14.50. Dagskráin fer fram í hátíðar- sal Bakka í Bolungarvík, Hafnar- götu 90 og hefst kl. 12. Myndir frá Grænlandi sýndar í Kringlunni ISLENSKIR fjallaleiðsögumenn verða með myndasýningu í verslun- inni Nanoq í Kringlunni þriðjudag- inn 30. nóvember kl. 21. Þar verða sýndar myndir úr Grænlandsferð- um seinustu ára. Fyrri hluta sýningarinnar verða sýndar myndir úr bakpokaferð á Ámmassalik-eyju, gönguskíðaferð- um sem famar hafa verið tvenna síðastliðnu páska og í kjölfarið fylgja nokkrar myndir ofan af Grænlandsjökli sem ætlað er að gefa innsýn í það hvers vegna menn leggja út í slíkar þrekraunir, segir í fréttatilkynningu. Seinnihluta sýningarinnar verða sýndar myndir frá leiðangri Is'-' lenskra fjallaleiðsögumanna á hæstu fjöll Grænlands í maí sl. Þar var gengið á tvö hæstu fjöll Græn- lands, Gunbjörnsfjall og Q Kershaw og freistað uppgöngu á áður óklif- inn tind, Einar Mikkelssen fjall. ” M ATARLITIR Fyrir kökur, marsípan og skreytingar. 15 mismunanclí litir PIPAR0GSALT Klapparstíg 44 Sími 562 3614 i * i Hér koma í fyrsta skipti fram opinberlega frásagnir af óútskýrðum I jósum sem tveir skipbrotsmannanna sáu á sjónum í tvær klukkustundir áður en kafbátaleitarvélar komu yfir svæðið. Einnig er greint frá sláandi dýptarmælingu yfirstýrimanns Suðurlandsins, skömmu áður en skipið fórst, niður á 100 metra dýpi þar sem vegalengd til botns var 2 km. Fimm stórhuga Danir segja frá mögnuðum björgunarleiðangri alla leið frá Færeyjum til bjargar mönnunum af Suðurlandinu og ótrúlegum atburðum, tengdum Kalda stríðinu. í nýrri útkallsbók Óttars Sveinssonar lýsa fimm skipbrotsmenn ótrúlegri vist um borð í hálfbotnlausum gúmbáti eftir að ms. Suðurland sökk fyrir norðan heimskautsbaug á jólanótt 1986. Mennirnir urðu af þessum sökum að standa í sparifötunum einum í sjó upp í hné í 13 klukkustundir. f Dalvegi 16b, sínii 554 7700 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.