Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR KVIKMYNDIN Myrkrahöfðing- inn í leikstjórn Hrafns Gunn- laugssonar verður frumsýnd í Há- skólabíói í kvöld, föstudagskvöld. Efni myndarinnar er innblásið af Píslarsögu síra Jóns Magnús- sonar og þeim galdraárásum er hann varð fyrir. Píslarsagan er skrifuð á árunum 1658-59 og seg- ir frá kunnastagaldramáli ís- lenskrar sögu. I kynningu segir m.a., að þótt höfundur Myrkra- höfðingjans sæki innblástur í Píslarsögu síra Jóns sér kvik- myndin hreinn skáldskapur og ekki tilraun til að búa til sagn- Jónsson, Atli Rafn Sigurðsson, Jón Sigurbjörnsson, Jón Tryggvason, Benedikt Ámason, Kjartan Gunnarsson, Emil Gunn- ar Guðmundsson, Höskuldur Skagfjörð, Sveinn M. Eiðsson, Þuríður Marta Hauksdóttir, Guð- mundur Bogason, Kristján Jóns- son. íslenska kvikmyndasamsteypan framleiðir myndina í samvinnu við Viking Film, Svíþjóð, Film- huset, Noregi, og Peter Rommel Film Productions, Þýskalandi. Framleiðandi er Friðrik Þór Frið- riksson. Sldð fíðrildanna Samið um útgáfu í Banda- ríkjunum Úr Myrkrahöfðingjanum. Myrkra- höfðinginn frumsýndur fræðilega heimild. Með hlutverk síra Jóns fer Hilmir Snær Guðnason. Með hlut- verk Þuríðar fer Sara Dögg Ásgeirsdóttir. Með önnur hlut- verk fara Hallgrímur H. Helga- son, Alexandra Rapaport, Guðrún Kristín Magnúsdóttir, Gunnar ÓLAFUR Jóhann Ólafsson rithöfundur hefur skrifað undir samning við banda- rísku bókaforlögin Alfred A. Knopf og Vintage um útgáfu á nýjustu skáldsögu sinni, Slóð fiðrildanna. Forlögin heyra bæði til Random House-samsteypunni, einu stærsta bókafor- lagi í Bandaríkjunum, og mun Knopf sjá um innbundnu útgáfuna en Vintage gefur sög- una út á kilju í kjöl- farið. Að sögn Ólafs Jóhanns er ráðgert að bókin komi út hjá Knopf seint á næsta ári og kiljan líklega nokkrum mánuðum seinna. Ólafur Jóhann segir að samn- ingaviðræður hafi staðið yfir vestra um tveggja mánaða skeið en nokk- ur forlög munu hafa sýnt bókinni áhuga. Sá umboðsmaður Ólafs Jó- hanns um samninga og þegar upp var staðið segir hann tvennt eink- um hafa ráðið úrslitum. „Fyrir það fyrsta er varla hægt að komast að hjá betri útgefanda en Knopf hérna í Bandaríkjunum, gildir þá einu hvort horft er til dreifingar, mark- aðssetningar eða tiltrúar fólks. Síð- an leist okkur strax ákaflega vel á útgáfustjórann sem tekur nú bókina upp á sína arma innan for- lagsins. Hún heitir Carol Janeway og hef- ur gert mjög góða hluti hjá Knopf, séð um útgáfu bóka sem hafa bæði gengið vel og fengið góðar við- tökur hjá gagnrýnend- um. Bókin er því í mjög góðum höndum." Sem kunnugt er gekk Ólafur Jóhann á dögunum frá samningi við Faber & Faber um útgáfu á Slóð fiðrild- anna í Bretlandi og kveðst hann afar ánægður með það hvað hlutirnir hafa gengið hratt fyrir sig. „Bretland skiptir miklu máli líka, enda gerist bókin að miklu leyti þar, og það er ekki síður erfitt að komast inn á þann markað. I raun má segja að þetta hafi geng- ið alveg ótrúlega vel, bókin er rétt komin út heima. Þetta hefur aldrei gengið svona hratt fyrir sig hjá mér áður.“ Að sögn Ólafs Jóhanns standa samningaviðræður um útgáfu bók- arinnaryfirvíðar. Þýðandi Slóðar fiðrildanna á ensku er Vietoria Cribb frá Bret- landi og vann hún verkið í náinni samvinnu við Ólaf Jóhann sjálfan. Ólafur Jóhann Ólafsson Mögnuð upplifun TOIVLIST II á s k ó I a b í ó SINFÓNÍUTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir John Adams, Snorra Sigfús Birgisson og Sergei Prokofiev. Einleikari: Roger Woodward. Sljórnandi: Anne Man- son. Fimmtudaginn 25. nóv. 1999. TÓNLEIKARNIR hófust á The Chairman Dances eftir bandaríska tónskáldið John Adams (1947), sem er balletttónlist úr óperunni Nixon í Kína og á að vera undirleikur fyrir Maó formann er hann dansar við sína heittelskuðu. Það er viss gamansemi í þessu verki, sem er eins og flest verk unnið samkvæmt vinnufyrirmynd þeirri er Philipp Glass setti mönnum. Verkið hefst á síendurtekningum á fallandi þríundum, sem síðan er snúið við og þá heyrist sterk mollþríund upp á við, eins og upphafstónarnir í lagi Sigvalda Kaldalóns, Á Sprengi- sandi. Það sem gerir svona verk leiðinlegt er að tónbilið sem jagast er á er fullgreint nærri því strax og þá hefst biðin eftir einhverju nýju og það er í raun þessi bið sem gerir breytinguna fagnaðarfulla, sem svo aftur snýst upp í leiða fábreytileik- ans. Þrátt fyrir þrástefjaða endur- tekningu einfaldra hugmynda er verkið ekki með öllu óskemmtilegt, því það sem heldur því þó gangandi er smávægileg breyting er af og til verður á hljóðfæraskipan og undir lokin, þegar allt þomar upp í slag- verkssuði og smábanki, eru allir fegnir eftir þessa staglkenndu gamansemi. Næsta verk tónleikanna var Coniunctio eftir Snorra Sigfús Birgisson, hljómsveitarverk sem á að merkja eins konar sambræðslu og er orðið sótt í sögu gullgerðar- manna, sem reyndu að búa til gull með sambræðslu alls konar málma. Verkið, sem er samið 1995, er mjög þétt ofið, eins konar syndandi sam- bræðsla stefja, sem óaflátanlega snúast umhverfís hvert annað, og er þar margt að heyra. Með smá- undantekningu um mitt verkið, þegar linað er á hinum flókna vafn- ingi, er það eins frá upphafí til enda, þótt merkja megi hrynræn tilþrif, eins og t.d. undir lokin, þeg- ar leikið er með samskipan sex átt- undu takts og þrjá fjórðu. Eins og fyrr segir er margt skemmtilegt að heyra í þessu verki og var það mjög sannfærandi flutt undir öruggri stjórn Anne Manson. Píanósnillingurinn Roger Woodward sló botninn í þessa tón- leika með því að leika þriðja píanó- konsertinn eftir Prokofiev. Kon- sertinn var saminn á seinni hluta ársins 1921 er hann starfaði í Bandaríkjunum og var frumfluttur í Chicago í desember sama ár. Sagt er að sum stefin í verkinu séu frá 1911 og aðalstefið frá 1913, svo að hugmyndin að verkinu hefur verið að gerjast lengi. Fyrsti kaflinn ber sterk einkenni sónötuformsins með framsögu stefja, hægu inngangs- stefi, hröðu tvískiptu aðalstefi, aukastefi og lokastefi. Síðan kemur viðamikill úrvinnslukafli og endar þátturinn með frjálsri ítrekun í frumtónstóntegund. Annar þáttur- inn er stef með fimm tilbrigðum. Lokaþátturinn hefst á eins konar „ritornello“-stefi, sem fyrst er flutt af fagottunum en kaflanum lýkur með sérlega kraftmiklum coda. Þessi erfiði píanókonsert var flutt- ur af einstökum glæsibrag, með kraftmiklum hryn og með sérlega skýrum hætti, hvort sem leikið var með hraðar tónlínur eða hamrandi hljóma. Tilbrigðaþátturinn var ein- staklega fallega leikinn, t.d. fyrsta tilbrigðið, sem hefst á píanósóló, svolítið sérstakt fyrir þennan kon- sert, sem er nánast stöðugur sam- leikur hljómsveitar og einleiks- hljóðfærisins. Lokakaflinn var hreint ævintýri frá upphafi til enda og niðurlagið, sem er útfærsla á upphafsstefinu og endar á glæsi- legum coda, var ótrúlega vel flutt. Woodward er óumdeilanlegur snill- ingur og lék svona til bragðbætis fjögur aukalög. Hljómsveitin var víða mjög góð og naut nákvæmninnar í taktslætti hjá Anne Manson, sem lætur einkar vel að stjórna verkum þar sem mikið er um að háttbundin taktskipan er brotin upp, enda snjöll í taktslætti og nákvæm varð- andi alla hrynskipan. Þetta voru skemmtilegir tónleikar, nýnæmi í verki Adams, góð upprifjun í verki Snorra og aldeilis mögnuð upplifun að heyra Woodward leika hinn erf- iða þriðja píanókonsert Prokofievs. Jón Ásgeirsson Stórfín stórsveit TÖJVLIST Tjarnarsalur Ráðhúss R e y k j a v í k u r STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR undir stjórn Péturs Östlunds. Birk- ir Freyr Matthíasson, Einar Jóns- son. Andrés Björnsson, Eiríkur Orri Ólafsson og Öm Hafsteinsson trompeta, Edward Frederiksen, Oddur Björnsson, Björn R. Einars- son og David Bobroff básúnur, Ólafur Jónsson, Kristján Svavar- sson, Sigurður Flosason, Stefán S. Stefánsson og Sturlaugur J. Björns- son saxófóna, Ástvaldur Trausta- son pianó, Edvard Lárusson gítar, Gunnar Hrafnsson bassaog Pétur Östlund trommur. Miðvikudags- kvöldið 24.11.1999. ÉG HELD ég hafi aldrei heyrt Stórsveit Reykjavíkur spila betur - þó hafa hér verið miklir stórsveitar- meistarar á ferð og stjómað henni s.s. Frank Foster og Ole Kock Han- sen. Nú var maður sem er þekktari fyrir annað en hljómsveitarstjórn við stjómvölinn, Pétur Östlund - en hann sat líka bak við trommumar og það gerði kannski gæfumuninn. Þvílík leiftrandi snilld og kraftur. Tromman er hjarta hverrar stór- sveitar og sterkari sláttur eða mýkri heyrist varla í Evrópu en þessi. Efnisskrá hljómsveitarinnar hef- ur oft verið frumlegri en í þetta skipti, en varla betri því flestir af helstu meistumm nútíma stór- bandsdjass áttu þama verk. s.s. Thad Jones, Bob Brookmeyer, Bill Holman, Toshiko Akiyoshi, Bob Florence og Mariu Schneider. Eftir upphitun, All of me í útsetn- ingu Thad Jones, fór bandið á fullt í Ding dong ding eftir Bob Brook- meyer. Bob og Thad stjómuðu báð- ir einni fremstu stórsveit norður- álfu, Radioens big band í Danmörku, og ég er ekkert viss um að sú mæta stórsveit hafi spilað bet- ur er ég heyrði hana undir stjóm Bob Brookmeyers en Stórsveit Reykjavíkur gerði þetta miðviku- dagskvöld undir stjóm Péturs. Aft- ur á móti hefur engin evrópsk stór- sveit leikið eins vel og Radioens big band þegar Thad Jones stjómaði henni. Sigurður Flosason blés sópr- ansaxófónsóló í Ding dong og var á slóðum Coltranes en afturámóti var Ástvaldur Traustason algjör and- stæða í sínum sóló - þvísem næst kominn í evrópska klassík. Ástvald- ur er vaxandi píanisti og grúfaði fönký í Farwell eftir Thad Jones þarsem Edward Frederiksen var í aðalhlutverki á básúnuna - blés með vava-dempara og öllu tilheyrandi einsog Butter Jackson í Thad Jon- es/Mel Lewis-bandinu þegar þessi skemmtiperla var þar á dagskrá. Sigurður Flosason blés Skylark Hoagy Charmichels af ballöðu- snilld, en þeirri hlið hans má best kynnast á frábærum nýútkomnum geisladiski: Himnastiginn. Á þeim diski er eitt lag er Stórsveit Reykja- víkur flutti: You go to my head. Sveitin blés útsetningu Bill Holm- ans, en sá mikli snillingur er útsetti hvað mest fyrir Mulligan, Herman og Kenton í gamla daga hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár og verið kosinn útsetjari ái-sins í „down beat“-kosningum. Sigurður blés altósóló og Stefán S. Stefánsson hressilegan tenórsóló, en kannski var mest gaman að trompetsóló hins unga Vestmannaeyings; Birkis Freys Matthíassonar. Hann blés líka fínan flýgilhornsóló í verki Mariu Schneider, Last session, en í því skemmtilega skrifaða verki mátti heyra tónaliti Gil Evans og minni úr negrasálminum fagra; Sometimes I feel like a motherless child. Birkir er einn efnilegasti djassleikari okkar af yngstu kyn- slóðinni og munu margir minnast hversu fallega hann túlkaði Over the rainbow við jarðarför Viðars Al- freðssonar. Pétur Östlund var ekki frekur á sólóana en í Basieópusnum Splanky eftir Neal Hefti sýndi hann hvernig á að byggja upp trommusóló - það var ekki barsmíð heldur músík. Hér hefur verið nefnt flest sem var á dagskrá Stórsveitar Reykja- víkur sl. miðvikudagskvöld, en þó var það best hversu frábærlega sveitin lék sem heild. Sl. áratug hef- ur Sæbjörn Jónsson ræktað garð- inn vel og aldrei látið bugast, hljóm- sveitina skipar fín blanda af reyndum hljóðfæraleikurum og óreyndari sem vinna í djassgarðin- um nær kauplaust og þegar menn á borð við Pétur Östlund koma til liðs við piltana gerast undrin. Upp rís fullburðug stórsveit sem er jafn lík- leg til að bera hróður íslenskrar tón- menningar um heiminn og Sinfón- íuhljómsveit Islands. Aftur á móti er stuðningur við hljómsveitina ekki burðugur þó þakka beri Reykjavík- urborg fyrir hennar hlut - en það þurfa aðrir að koma til. Vernharður Linnet
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.