Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fréttamaður AFP á Islandi kærður til siðanefndar BÍ Átti ekki aðild að kæruefnum Frá blaðamannafundi Bjarkar og félaga á Hótel Borg í gær. Frá vinstri talið eru Kristinn Haukur Skarp- héðinsson, Friðrik Þór Friðriksson, Björk Guðmundsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Guðjón Már Guð- jónsson og Guðmundur Gunnarsson. Björk gefur út yfírlýsingu varðandi Fljótsdalsvirkjun Alver er úrelt hugsun SIÐANEFND Blaðamannafélags íslands hefur vísað frá kæru Reim- ars Péturssonar hdl. fyrir hönd Halls Hallssonar og Ocean Futures Society á hendur Gérard Lemarqu- is, fréttamanni AFP á Islandi, vegna umfjöllunar hans um málefni háhyrningsins Keikós í fréttaskeyti. Fréttaskeytið var á ensku og undir því eru upphafsstafir þriggja manna. Kæran var byggð á skeyti fréttastofunnar sem var á ensku, þar sem Halli Hallssyni, talsmanni Free Willy-samtakanna, eru meðal annars lögð þau orð í munn að verk- efnið um Keikó sé „total failure“, þ.e. hafi algjörlega misheppnast. Þess var krafist að siðanefndin úr- skurðaði að um mjög alvarlegt brot á siðareglum BÍ hefði verið að ræða. Lögmaður kærða byggði vöm sína á því að kærði hefði enga aðild átt að kæruefnum í fréttaskeytinu. Benti hann á að kærði hefði vissu- lega sent fréttastofunni AFP skeyti um málefni Keikós. Það hefði verið á frönsku og ekkert í því hefði gefið tilefni til kæra tii siðanefndar. Hið kærða fréttaskeyti á ensku sé að hluta til byggt á skeyti Lemarquis en hann beri enga ábyrgð á því sem bætt hafi verið inn í hinn enska texta af öðram starfsmönnum fréttastofunnar. Taldi Hall brotlegan Þá kom fram í greinargerð lög- fræðings Lemarquis að Hallur Hallsson hefði gerst brotlegur við íyrstu og sjöttu grein siðareglna BÍ með því að hafa uppi óþörf illmæli um Lemarquis í viðtali við dagblað og að gera tilraun til að gera hann tortryggilegan gagnvart yfirmönn- um fréttastofu AFP að tilefnislausu. Siðanefnd BÍ féllst á rök kærða í málinu og vísaði málinu frá, þar sem hún taldi augljóst að kærði hefði ekki átt aðild að kæraefninu. Hún féllst einnig á að í uppranalegu fréttaskeyti Lemarquis hefði ekkert verið sem bryti gegn siðareglum BI. BJÖRK Guðmundsdóttir tónlistar- maður hefur gefið frá sér yfirlýs- ingu varðandi fyrirhugaða Fljóts- dalsvirkjun, álver og lögfoiTnlegt umhverfismat. I yfirlýsingunni kemur m.a. fram að Islendingar standi á krossgötum varðandi við- horf til náttúrannar og það sé úrelt hugsun að fóma þurfi náttúrunni til að Island verði tæknivædd nútíma- þjóð. Yfirlýsinguna sendi hún frá sér á fundi í gær ásamt sex öðram aðil- um, sem hver og einn gaf frá sér yf- irlýsingu varðandi fyrirhugaðar virkjunarframkvæmdir og kröfu um lögformlegt umhverfismat. Þessir aðilar vora auk Bjarkar þeir Kristinn Haukur Skai-phéðinsson líffræðingur, Friðrik Þór Friðriks- son kvikmyndagerðarmaður, Ja- kob Frímann Magnússon tónlistar- maður, Guðjón Már Guðjónsson stjómarformaður Oz, Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðar- sambandsins, og Tryggvi Felixson hagfræðingur. I samtali við Morgunblaðið sagði Björk að þessi hópur hefði í flestum málum afar ólíkar skoðanir, en öll væra þau sammála um að ríkis- stjóminni beri að fara eftir lögum um það hvemig svona virkjanir era byggðar og að fram fari lögform- legt umhverfismat. Vill þjóðaratkvæðagreiðslu „Ef þetta umhverfismat stenst, sem okkur granar að geri ekki, þá verður ríkisstjórnin að hætta við þetta og gera eitthvað annað,“ seg- ir Björk. Hún segist persónulega styðja að fram fari þjóðaratkvæða- gi-eiðsla um þetta mál. Nauðsyn- legt sé að það sé afgreitt í sátt, því þetta sé það stór ákvörðun fyrir þjóðina. „Ekki bara þessi virkjun, heldur hvaða stefnu við tökum á næstu öld með náttúrana okkar, hvemig við virkjum hana. Það er svo margt annað hægt að gera. Nú er ég persónulega ekki á móti virkj- unum, en svona virkjun er eins og virkjanir sem voru gerðar fyrir 30- 40 áram erlendis. Það er mjög gam- aldags hugsunarháttur að það þurfi að fórna náttúra til þess að fá pen- inga úr náttúrunni." Björk segir íslendinga vera á krossgötum núna og það skipti miklu máli í hvaða átt sé haldið inn í nýja öld. Hún segir að á íslandi sé einn fallegasti þjóðgarður heims, ósnortinn í kjöltunni, ásamt gífur- legu hugviti sem sé alveg óvirkjað. „Ég og GusGus ákváðum að gefa lag á Netið og í hvert sinn sem það er heimsótt verða til peningar sem fara í sjóð til að virkja hugvit á landsbyggðinni, þ.e. á öllu íslandi nema Reykjavík. Það eru til fimm hundruð aðrar hugmyndir heldur en að byggja álver, en slík fram- kvæmd ber vott um svo lítið ímynd- unarafl." Að sögn Bjarkar vilja Norðmenn ekki reisa álver hjá sér og með byggingu álvers verði ísland eins og einhver nýlenda fyrir útlend- inga. „I 600 ár voram við að þókn- ast útlendingum, en nú bara hætt- um við því og eigum okkur sjálf. Það er líka búið að reikna það út, ef þessi virkjun verður byggð, að Is- lendingar græða eiginlega ekkert á þessu. Það era Norðmenn sem græða á þessu. Það era ekki einu sinni Austfirðingar sem græða á þessu eða ríkisstjóm Islands. Við eram bara að selja ódýra orku í staðinn fyrir að nota hana sjálf. Við getum notað þessa orku í okkar mál, okkar hugvit og okkar hluti.“ . Liósmynd/Gunnar G. Vigfússon Davíð Oddsson forsætisraðherra og Valgeir Þorvaldsson forstöðu- maður Vesturfarasetursins á Hofsósi undirrituðu í gær samning um stuðning ríkisins við uppbyggingu setursins. Ríkið veitir Vestur- farasetrinu tólf millj- dnir á ári í fímm ár Miðstöð samskipta fyrir vest- urfara RÍKISSJÓÐUR ætlar að leggja Vesturfarasetrinu á Hofsósi til tólf milljónir króna á ári í fimm ár og í gær undirrituðu Davíð Oddsson forsætisráðherra og Valgeir Þor- valdsson, forstöðumaður Vestur- farasetursins, samning um stuðn- ing ríkisins við uppbyggingu setursins. Með þessu framlagi vilja stjóm- völd leggja grunn að öflugu starfi þjónustumiðstöðvar fyrir fólk af ís- lenskum ættum í Vesturheimi. Setrið mun annast uppbyggingu gamla þorpskjarnans á Hofsósi og verður þar að finna þjónustu og af- þreyingu ýmiskonar. Verkefnið verður kynnt vestanhafs og mun setrið einnig beita sér fyrir stofnun minningarsjóðs íslensku vesturfar- anna og vera miðstöð samskipta við fólk af íslenskum ættum sem býr í N orður-Ameríku. Vesturfarasetrið mun einnig sjá um að setja upp sýningu um Step- han G. Stephansson, í samvinnu við The Stephan G. Stephansson Ice- landic Society í Markerville og Byggðasafn Skagfirðinga, og verða setrinu veittar tíu milljónir sérstak- lega til þess verkefnis. Utanríkisráðherra á fundi framsóknarmanna um virkjunarmál á hálendinu Ríkið skaðabótaskylt verði virkjun ekki leyfð í Fljótsdal HALLDOR Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði á fundi Framsóknarflokksins í Reykjavík um virkjunannál í fyrrakvöld, að í reynd væri verið að taka virkjunar- leyfið af Landsvirkjun ef virkjunar- framkvæmdir í Fljótsdal yrðu sett- ar í lögformlegt umhverfismat. Verði virkjun ekki leyfð liggi það ljóst fyrir að ríkið sé skaðabóta- skylt. Aðrir frammælendur á fund- inum vora Hjálmar Amason, for- maður iðnaðamefndar, og Ólafur Örn Haraldsson, formaður um- hverfisnefndar. „Við teljum þetta ekki forsvaran- legt og þess vegna hefur flokkurinn þessa afstöðu til virkjunarinnar. Ég tel að það sé mikill meirihluti með- fylgjandi henni um allt land,“ sagði Halldór. Hann sagði að það hefði legið ljóst fyrir að hefði ríkisstjórnin ekki haldið sínu striki í þessu máli hefði hún sett málið í uppnám. „Hvemig eigum við að tala við samningsaðila í svona máli eins og Norsk Hydro? Eigum við að segja að við vitum ekki hvort verði virkjað og hugsan- lega þurfum við að setja málið í um- hverfismat sem tekur tvö ár? Það er ekki hægt að standa svona að mál- um því það er eitt sem gildir í öllum samningum, hvort sem það er milli ykkar hér í þessum sal, milli þjóða, milli ríkisstjómar og fyrirtækja, og það er að menn geti treyst því sem sagt er,“ sagði Halldór. „Halda menn að Össur Skarp- héðinsson hefði gefið út leyfi til þess að leggja svokallaða Fljótsdalslínu milli Akureyrar og Héraðs, sem byggir á Fljótsdalsvirkjun, ef hann hefði ekki gert ráð fyrir því að Fljótsdalsvirkjun yrði byggð á grandvelli þeirra laga sem þá giltu?“ Halldór sagði að tveir stjóm- málaforingjar á Austurlandi hefðu lagt allt að veði til þess að eitthvað mætti gerast í stóriðju þar. Hjör- leifur Guttormsson hefði látið gera grann undir kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði og fullyrt fyiir kosning- ar 1983 að þar yrði byrjað að reisa verksmiðju. Undir þetta hefði Sverrir Hermannsson tekið. Hall- dór spurði hvort sinnaskipti þess- ara manna væru til þess fallin að efla traust manna á stjórnmála- mönnum. 92 milljarðar króna frá stóriðju á 30 árum Hjálmar Amason, formaður iðn- aðarnefndar Alþingis, lýsti stuðn- ingi við Fljótsdalsvirkjun. Hann ræddi fyrst um byggðaröskun í landinu og myndun borgríkis og sagði að byggðavandinn væri stærsti vandinn sem Islendingar berðust við. Hann kvaðst óttast borgríkið sem hér væri að myndast í togstreitu við landsbyggðina. Eng- inn hefði viðrað kröfur um umhverf- ismat vegna Nesjavallavirkjunar, byggingu Náttúrafræðihúss í Vatnsmýrinni eða vegna mengunar frá bílum í Reykjavík, sem væri meiri en frá allri stóriðju landsins. í borgríkinu væri gildismat munaðar og krafan um lögformlegt umhverf- ismat vegna Fjótsdalsvirkjunar endurspeglaði vonda samvisku þjóðarinnar. „Þetta mál snýst um öryggi. 40% af virkjanlegri orku íslendinga, vistvænustu orku veraldar, era norðan Vatnajökuls. Við verðum að svara því hvort við viljum fóma þeim 40 prósentum fyrir fegurð náttúrannar. Þetta snertir öryggi vegna þess að megnið af orkufram- leiðslu okkar er á sama blettinum; Þjórsár-Tungnársvæðinu. Er það öryggi fyrir efnahagslíf __ okkar? Þetta snertir efnahagslíf. A 30 ára tímabili vai- hreinn ágóði þjóðarinn- ar af stóriðju 92 milljarðar króna.“ Tilmæli þingflokksformanns að menn forðuðust karp Ólafur Örn Haraldsson, formað- ur umhverfisnefndar Alþingis, upp- lýsti það á fundinum að þingflokks- formaður Framsóknarflokksins hefði komið að máli við frammæl- endur fyrir fundinn og lýst þeirri skoðun sinni að fundurinn ætti ekki að verða karp á milli frummælenda. Hann hefði mælst til þess að rætt yrði um það sem menn væra sam- mála um. Þess vegna hefði komið sér á óvart að Halldór og Hjálmar hefðu varið sínum tíma einmitt til efnislegrar umræðu um þetta mál. Ólafur Örn kvaðst binda miklar vonir við áætlunina Maður - nýting - náttúra. Aætlunin gæfi mönnum tækifæri til að skoða þessi mál í jafnvægi og ná sátt milli sjónar- miða. Margir kæmu að vinnu við þetta verkefni en hann teldi mikil- vægt að að þessu máli kæmu einnig erlendir aðilar sem hefðu gengið í gegnum svipað ferli og íslendingar stæðu nú frammi fyrir. „Ég hef lagt það til við Finn Ing- ólfsson að við leitum til annarra þjóða og komið á framfæri við vinnuhóp sem er við háskólann í Lundi. Þetta er þverfaglegur hópur sem hefur gert mat á umhverfis- áhrifum á mörgum sviðum í Sví- þjóð, Austurríki og víðar. Með þessu kæmum við inn með ný sjón- armið og nýja vídd og litum til þjóð- ar sem við verðum að viðurkenna að er 10-20 árum á undan okkur í um- hverfismálum," sagði Ólafur Örn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.