Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR y—----Utflutningur lambakjöts, nýtt -j og spennandi tækifæri! Kjötútflutningur Það er skammt stórra högga á milli hjá víkingasveit framsóknar, Guðni með ho, ho, og nú er Isólfur búinn að finna upp me, me. Kanadísk tilraun til fjársvika hér á landi EINSTAKLINGAR hér á landi hafa að undanförnu fengið bréf frá nafngreindu kanadísku fyi-irtæki þar sem þeim er tilkynnt að þeir eigi rétt á verðlaunum/peninga- vinningi, jafnvirði 350 þúsund króna. Þeir þurfí aðeins að senda fyrirtækinu upplýsingar um hvern- ig senda eigi peningana og láta jafnvirði 2.100 króna greiðslu fylgja. Yfirmaður efnahagsbrota- deildar ríkislögreglustjóra segir að um sé að ræða augljósa tilraun til fjársvika. I bréfum, sem borist hafa til nokkurra einstaklinga á íslandi, segir að nafn viðkomandi hafí verið skráð hjá fyrirtækinu Canadian Equity Funding, sem skráð sé í Pickering í Ontario í Kanada. Nú hafi skráningamúmerið verið dreg- ið út í sérstökum útdrætti og verði sá dráttur opinberlega staðfestur eigi viðkomandi rétt á verðlaunum eða peningavinningi, sem nemi 5 Confirmation of Prize Entitlement $5,000.00 0.8. 2264466174 APPROVED 0 imimn ma m «ww nui tu (ownanM « wa nrniuia uuutmi rw nm « mior, umi wn* ww* i«jnn «i * usa m i wumt uimum wm. usu m pu hwus u«aiuiu ■Mn.nu wm wi ENTITLEMENT PREMIUM OR CASH þúsund bandaríkjadollurum sem hann geti fengið lagða inn á bank- areikning eða senda með ávísun. Einnig þurfi að senda sérstakt eyðublað til félagsins ásamt 29,95 dollara greiðslu. Áhersla er lögð á að þetta gerist strax en með því að lesa smáa letrið í bréfinu sést að gefinn er frestur fram á mitt næsta ár. Jón Snorrason, yfirmaður efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglu- stjóraembættisins, segir að bréf þessi séu augljós tilraun til fjár- svika og minni nokkuð á tilboð sem fyrirtæki, m.a. hér á landi, hafi fengið frá aðilum sem segjast vera að gefa út ýmiss konar verðlista yf- ir þjónustufyrirtæki í Evrópu. Er fyrirtækjunum boðið að skrá sig gegn greiðslu en bæklingarnir komi aldrei út. Jón segir að upplýsingum um bréf Canadian Equity Funding hafi verið komið til kanadískra yfirvalda en ríkislögreglustjóraembættið sjái ekki tilefni til að aðhafast frekar í málinu. Ud Ef þú heíur smakkað Jólasíldlna frá Islenskum matvælum veistu að jólin eru ekki langt undan. Þú kenuit í éannkalladjóla.ikap! ISLENSK MATVÆLI Menningar- og skemmtidagskrá í Salnum Kynslóðirnar mætast í leik og starfi Afimmtudaginn nk. klukkan 17.00 verður Stund kynslóðanna í Salnum í Kópavogi. Þetta er menningar- og skemmtidagskrá fyrir fólk á öllum aldri, segir í kynningu frá Sigur- björgu Björgvinsdóttur sem er forstöðumaður fé- lagsstarfs aldraðra í Kópavogi. En hvað skyldi vera á dagskrá í Stund kynslóðanna? „Stund kynslóðanna er menningarviðburður í Kópavogi sem haldinn er í Salnum í tilefni árs aldr- aðra. Þetta er samstarf- sverkefni Félags eldri borgara í Kópavogi, Hana nú og félagsheimilanna að Gjábakka og Gullsmára. Þessi viðburður er haldinn í Salnum til að leggja áherslu á að alþýðulistin á erindi inn í þetta hús fagmannanna í listum. Alþýðulistin hefur fylgt manninum og veitt honum and- lega og félagslega næringu frá örófi alda. Stund kynslóðanna er sem sagt alþýðulist og á dagskránni er m.a. tónlistarflutningur barna og unglinga, tvöfaldur kvartett eldri borgara og ungl- ingar munu flytja „afrakstur sköpunardags félagsmiðstöðva unglinga". Dagskráin hefst á áv- arpi fulltrúa frá bæjarstjórn Kópavogs og henni lýkur með ræðu félagsmálastjóra, Aðal- steins Sigfússonar." -Þú talar um alþýðulist - hvað merkirþað íþessi tilviki? „Frá mínum bæjardyrum séð er alþýðulist sú list sem alþýðan er að skapa eða öllu heldur sú menningararfleifð sem flust hef- ur frá kynslóð til kynslóðar. Þetta á t.d. við um sönglög, mat- argerð, munnmælasögur og handverk.“ - Verður eitthvað af öllu þessu á boðstólum í Salnum á fímmtudaginn? „Já, t.d. verða þarna gamlir hringdansar sýndir, sungin verða barnalög og það sem við getum kallað fullorðinslög. Að þessu sinni verðum við að sleppa munnmælasögunum og matar- gerðinni en það er hins vegar í hávegum haft t.d. á fjölskyldu- dögum í félagsheimilunum Gjá- bakka og Gullsmára og hefur það verið árlegur viðburður frá því þau hófu starfsemi. Þess má geta að laufabrauðsdagurinn verður 3. og 4. desember í fyrr- nefndum félagsheimilum og þar koma saman ungir og gamlir til að skera út í kökur að gömlum sið og hver veit nema þeir segi hver öðrum munnmælasögur á meðan!“ - Stendur félagsstarf aldr- aðra með blóma í ____________ Kópavogi? „Já, ég held að óhætt sé að segja það og vil ég þakka árang- urinn því hversu margir koma að félagsstarfinu bæði beint og óbeint. Það hefur verið afar gott samstarf milli fé- lagsheimilanna Gjábakka og Gullsmára, Hana nú og Félags eldri borgara. Þessir aðilar hafa fundið sameiginlegan farveg að markmiði, sem er að auka virð- ingu, velferð og virkni eldra fólks í samfélaginu, sem vissu- Sigurbjörg Björgvinsdóttir ► Sigurbjörg Björgvinsdóttir fæddist í Fljótum í Skagafirði 1941. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1989 og stundaði eftir það nám í félagsfræði og félagsráðgjöf við Háskóla ís- lands í þrjú ár, þar til hún tók við starfí forstöðumanns félags- heimilisins Gjábakka 1993 og siðan einnig við starfí for- stöðumanns við Gullsmára í Kópavogi 1997. Sigurbjörg hef- ur starfað mikið að félagsmál- um og á sæti m.a. í Svæðisráði fatlaðra á Reykjanesi og hefur setið í framkvæmdastjórn Árs aldraðra. Hún er gift Hauki Hannibalssyni, yfírverkstjóra hjá Delta, og eiga þau fímm uppkomin böm. lega samanstendur af fólki á öll- um aldri.“ - Hefur Ár aldraðra verið til- efni margvíslegra viðburða í Kópavogi? „Já, ég myndi telja að Ár aldr- aðra hafi ýtt enn frekar við þeirri starfsemi sem hefur verið fyrir hendi í Kópavogi í mörg ár. Állt frá árinu 1983 þegar Hana nú hóf starfsemi sína hefur verið ákveðin fjölskyldustefna í má- lefnum aldraðra í Kópavogi. Þessi stefna er nú á Ári aldraðra að fá ákveðna svörun frá bæjar- búum. Þetta finnum við meðal annars í því að leikskólar og grunnskólar eru farnir að leita eftir samstarfi við hina öldruðu. Þannig eru kynslóðirnar að mætast í leik og starfi og þess sér stað í Salnum núna á fimmtudaginn.“ - Eru viðhorfín til ellinnar að breytast? „Viðhorfin eru búin til af okk- ur sjálfum. Þau eru því háð gild- ismati á hverjum tíma. Ég held að hin mikla æskudýrkun sem viðgengist hefur undanfarin ár sé heldur á undanhaldi og fólk sé farið að meta meira reynslu og þekkingu fullorðins fólks en var fyrir nokkrum árum. Mér finnst Ár aldraðra ________ hafa ýtt undir þessa viðhorfsbreytingu meðal annars með því að haldn- ar hafa verið ráðstefnur víða um hinn vestræna heim þar sem lögð hefur verið áhersla á virkni og mikilvægi aldraðra í þjóðfé- laginu. Æviferillinn er ein heild frá vöggu til grafar og ég tel að það sé skylda hinna eldra að miðla reynslu og þekkingu til þeirra sem eiga að erfa landið.“ Æskudýrkun heldur á und- anhaldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.