Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Aðstöðuleysi við Háskóla Islands Félag grunn- skólakennara ER GOTT að vera nemandi í _ Háskóla íslands? Ég velti þessu stundum fyrir mér, ekki síst þegar ég vafra milli bygg- inga í leit að lesborði. Það er nefnilega ekki alltaf gott að vera nemandi í Háskóla Islands, t.d. þegar maður ætlar sér að læra á háskólasvæð- inu. I dag er fjöldi stúdenta við skólann orðinn vel á sjöunda þúsund. Hins vegar hafa ekki orðið nein- ar breytingar á að- stöðu fyrir nemendur, s.s. lesað- stöðu og kennsluaðstöðu. Nú á haustdögum hefur Þjóðarbókhl- aðan endanlega sprengt utan af sér sem lesaðstaða og það löngu áður en sjálfur álagstíminn hefst. Skal engan undra, því hún er jú eina lesaðstaðan sem meginþorra stúdenta er boðið upp á. Fleiri nemendur kalla á frekari aðstöðu Nú í haust hófst nám í stuttum og hagnýtum leiðum við skólann og viðbrögðin voru hreint frábær. Ekki ætla ég að mæla gegn nýjum leiðum við Háskóla Islands, þvert á móti er ég mjög ánægð með ör- an vöxt skólans, en ég hefði haldið að samhliða kennslu þyrfti að bjóða upp á aðstöðu. Það er nefni- lega ekki nóg að bjóða upp á spennandi námskeið heldur þurfa væntanlegir nemend- ur að fá aðstöðu til að hlusta á fyrirlestra kennara og síðast en ekki síst til að stunda sitt háskólanám, sem er eins og við vitum sjálfsnám að miklum hluta til. Vinnustaður þarf vinnuaðstöðu og að mínu mati er Háskól- inn ekkert annað en vinnustaður tæplega 7000 stúdenta og fjölda starfsmanna, en þeir síðarnefndu búa margir hverjir við óviðunandi rann- sóknaraðstöðu. Mjög misjafnt er hvernig hlúð er að deildum og Háskólinn / Háskóli Islands, segir Sigríður María Tómas- dóttir, þarf að standast samanburð við aðra skóla varðandi aðstöðu og tækjabúnað. skorum við skólann og ekki víst að allir verði illa úti, en af samtöl- um mínum við fólk víðs vegar af háskólasvæðinu er ljóst að allt of margir búa við þröngan kost. Mér finnst óeðlilegt að námskeið við háskólann séu kennd í Valsheimil- inu, mér finnst líka óviðunandi að 600 manns sitji tíma í bíósal og það er skammarlegt að fólk bíði fyrir framan Þjóðarbókhlöðuna á morgnana í von um að ef það hleypur nógu hratt upp stigann fái það kannski lesborð. Bendum á vandann Háskólafólk er orðið langþreytt á aðstöðuleysi. Það þarf að viður- kenna vandann og gera kröfu um eðlilega vinnuaðstöðu. Síðustu þrjátíu ár hefur tala stúdenta fimmfaldast og ljóst er að skólinn á eftir að stækka enn meira. Há- skóli Islands þarf að standast samanburð við aðra skóla varð- andi aðstöðu og tækjabúnað. Ger- ist það annars staðar en hér á Is- landi að mikill hluti framkvæmda háskóla sem þessa sé fjármagnað- ur með tekjum af happdrætti? Eg leyfí mér að efast um að svo sé. Það er kominn tími á nýjar leið- ir við fjármögnun til framkvæmda við Háskóla íslands. Til að Há- skólinn geti haldið áfram að vaxa, án þess að það bitni á gæðum þess starfs sem hér er unnið, þarf ríkið að leggja til fjármagn til bygginga sem viðbót við tekjur af happ- drættinu. Þá þarf Háskólinn að athuga hvernig sækja megi fé til atvinnulífsins þar sem það á við. Höfundur situr í Stúdentaráði fyrir Röskvu og er formaður menntamál- anefndar. FÉLAG grunn- skólakennara var stofnað föstudaginn 12. nóvember sl. í tengslum við stofn- þing nýs _ Kennara- sambands Islands og er eitt þeirra sex fé- laga sem mynda nýja sambandið. Starf- semi Félags grunn- skólakennara hefst 1. janúar 2000 og er tíminn þangað til ætlaður til undirbún- ings og skipulagning- ar. I Félagi grunn- skólakennara verða allir þeir sem kenna í grunnskólum landsins, rúmlega 3.700 kennarar, og verður það því langfjölmennasta félagið^ innan Kennarasambands Islands. Grunnskólakennarar hafa fram til þessa venð í tveimur félögum „gamla“ KÍ og HÍK, stærsti hlut- inn þó í KI eða um 95%. Ábyrgð í eigin málum Á stofnfundi Félags grunn- skólakennara var fagnað að því langþráða marki væri náð að sameina grunnskólakennara í eitt félag og að málefni þeirra væru nú að stórum hluta á þeirra eigin ábyrgð. I lögum Kennarasam- bands Islands er kveðið á um hlutverk félaga innan sambands- ins og þau eru m.a. að fara með kjaraleg og fagleg málefni félags- manna auk þess að gera kjara- samninga fyrir félagsmenn sína. Kjarasamningar eru allir gerðir í nafni Kennarasambands Islands en samninganefndir eru skipaðar stjórn hvers félags ásamt fulltrú- um sem kjörnir eru á aðalfundum félaga. „Þú býrð ævilangt að góðum kennara" Yfirskrift stofnþings Kennara- sambands Islands og stofnfunda félaga þess var „Þú býrð ævilangt að góðum kennara". Góður kenn- ari getur með starfi sínu og áhrifamætti fylgt nemendum sín- um um ókomna tíð. Allir eiga minningar úr skóla. Öll munum við eftir mörgum kennurum og sérstaklega munum við eftir þeim sem höfðu svo mikil áhrif á okkur strax í skóla að þeir hafa lifað með okkur alla tíð. Kennarafélög- in vildu gera þessar minningar að einkunnarorðum stofnþings nýrra samtaka kennara. Réttur nemenda - sam- keppnishæfír skólar Á þinginu var lögð áhersla á rétt nemenda á öllum skólastig- um til þess að þeir sem kenna í skólum landsins hafi til þess full réttindi og rétt nemenda til þess að njóta kennslu vel menntaðra kennara. Skólarnir verða að vera samkeppnishæfir við aðra um menntað starfsfólk að öðrum kosti er ekki hægt að tryggja nægjanlegan stöðugleika í starfs- mannahaldi skólanna. Störf umsjónarkennara og fjöldi nemenda í námshópum Umsjónarkennarar gegna gríð- arlega mikilvægu hlutverki í skólastarfinu. Það kemur í hlut umsjónarkennara að sinna sam- starfi við heimilin og hann er gjarnan sá aðili sem nemendur leita fyrst til með vanda sinn, hvort sem hann snertir nám eða persónuleg málefni. Félag grunn- skólakennara telur störf þeirra stórlega vanmetin og leggur áherslu á að starfssvið umsjónar- kennara verði skilgreint sérstak- lega og frá því gengið að þeir fái laun í samræmi við umfang og ábyrgð starfsins. Stofnfundur Fé- lags grunnskólakennara telur ennfremur að skilgreina þurfi hvað í því felist að kenna og sjá um einn bekk og viðurkenna að það teljist fullt starf. Eðlilegt er að hliðstæð skilgreining verði gerð varðandi sérgreina- og fag- kennara. Stofnfund- urinn telur það eðli- lega kröfu nemenda, foreldra og kennara að námshópar verði aldrei stærri en svo að unnt sé að sinna hverjum nemanda með þeim hætti sem grunnskólalög kveða á um. Ný aðalnámskrá fyrir grunnskóla Nýjar aðalnámskrár voru til umfjöllunar á stofnþingi Kenn- arasambands Islands og stofn- fundum félaga þess. Mikilvægt er að allir þeir sem að skólastarfi Kennarar ímynd kennarans í þjóðfélaginu verður að vera jákvæð í hugum fólks, segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, já- kvæð afstaða er til þess fallin að byggja upp. koma beri ábyrgð á framkvæmd nýrrar aðalnámskrár grunnskóla. Félag grunnskólakennara hvetur til þess að menntamálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfé- laga geri áætlun til þriggja ára um kynningu, gildistöku og eftir- lit með framkvæmdinni. Félag grunnskólakennara er reiðubúið að leggja sitt af mörkum við þá vinnu. I áætluninni þarf að gera skýra grein fyrir hlutverki hvers aðila fyrir sig auk þess sem koma þarf fram hvernig kostnaði vegna ýmissa þátta verður skipt milli ráðuneytisins og sveitarfélag- anna, svo sem kynningar á ein- stökum námsgreinum. Stóraukin og markviss endur- og framhalds- menntun fyrir alla kennara er nauðsynleg til að veita nýju nám- skránni brautargengi. Framtíðin Mörg stór og krefjandi verk- efni bíða nýstofnaðs Félags grunnskólakennara þegar það tekur til starfa í ársbyrjun 2000. Skapa þarf kennurum þann sess í þjóðfélaginu sem menntun þeirra og starfi sæmir. Grunnskólakenn- arar eru ofarlega í huga flestra landsmanna og nær allir hafa skoðun á málefnum þeirra og grunnskólans. Opinber umræða um kennara hefur aukist síðast- liðin ár en því miður hefur stund- um borið meira á neikvæðri um- fjöllun en jákvæðri. Imynd kennarans í þjóðfélaginu verður að vera jákvæð í hugum fólks, já- kvæð afstaða er til þess fallin að byggja upp en neikvæð afstaða almennings leiðir til hins gagn- stæða og getur því haft alvarleg- ar afleiðingar fyrir íslenskt skóla- starf. Með uppbyggilegu starfi allra sem málið varðar mun tak- ast að tryggja jákvæða umræðu um grunnskólann og um þá sem þar starfa, nemendur og kennara. Ég trúi á sannleiksgildi kjörorða stofnþingsins: Þú býrð ævilangt að góðum kennara. Höfundur er nýkjörínn formaður Fé- lags grunnskólakennara. Sigríður María Tómasdóttir Guðrún Ebba Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.