Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Fundur Verslunarráðs Islands: Seðlabankinn gegn verðbólgu Utlánaaukningu þarf að stöðva BIRGIR ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri, segir að til lengdar ætti að stefna að því hjá íslensku bönkunum að eiginfjár- hlutfall verði á bilinu 10-12% og er þá átt við áhættuvegið eigið fé. „Það gengur ekki að eiginfjár- hlutfall bankanna sé um 9% þegar alþjóðlegar reglur gera ráð fyrir 8% að lágmarki. Hvergi í heimin- um er unað við að eiginfjárhlutfall bankanna sé aðeins rétt fyrir ofan lágmarkið,“ segir Birgir. Þetta kom fram í umræðum á fundi Verslunarráðs íslands í gær þar sem kynnt var efni nýs ársfjórð- ungsrits Seðlabankans, Peninga- mála. Framsögumenn auk seðla- bankastjóra voru Einar Benediktsson, forstjóri Olíuversl- unar Islands, og Oli Björn Kára- son, ritstjóri DV. Birgir segir aukna útlána- þenslu og lækkað eiginfjárhlutfall afleiðingu af stækkun efnahags- reikninga bankanna. Hann segist vona að útlánaaukningin haldi ekki áfram en bankarnir líti í eig- in barm og stækki ekki efnahags- reikning sinn um of. „Vöxtur út- lána síðustu mánuði er enn mun meiri en til lengdar getur sam- rýmst stöðugleika. Það er brýnt að stjórnendur lánastofnana hugi rækilega að því að draga úr út- lánaþenslunni og hyggi vel að þeirri áhættu sem mikilli útlána- aukningu fylgir.“ Birgir Isleifur segir það ekki síst af samkeppnisástæðum að bankarnir vildu stækka efnahags- reikninga sína á síðasta ári og að hans mati átti stofnun Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins á sínum tíma stóran þátt í aukinni sam- keppni á fjármagnsmarkaði. „Mikil útlánaaukning hjá bönkun- um á sér að hluta til skýringu í því að bankarnir vilja standa bet- ur að vígi í einkavæðingu og hugsanlegri sameiningu banka, sem ég er sannfærður um að mun verða einhvern tímann,“ segir Birgir ísleifur. Hugsanlegt að vextir verði hækkaðir enn frekar Eins og fram kom í frétt Morg- unblaðsins í gær, leggur Seðla- bankinn áherslu á að áfram verði beitt aðhaldssamri peningamál- astjórnun, að reynt verði að auka afgang af fjárlögum á næsta ári og að lögð verði áhersla á að kjarasamningar takist vel. Birgir ísleifur lagði áherslu á þetta í er- indi sínu á fundi Verslunarráðs í gærm og sagði hugsanlegt að hækka þyrfti Seðlabankavexti enn frekar til að tryggja gengi krónunnar. í því sambandi nefndi seðlabankastjóri að vaxtahækk- anir erlendis ykju vaxtamuninn enn frekay. Birgir ísleifur gerði grein fyrir því að vandi hagstjórnarinnar væri tvíþættur. Annars vegar við- skiptahallinn, hins vegar of mikil verðbólga. „Stefnan í peningamál- um getur ekki beinst nema að öðru markmiðinu og er eðlilegt að það sé verðlagsmarkmiðið. Stefn- an í opinberum fjármálum þarf að beinast gegn viðskiptahallanum,“ segir Birgir Isleifur. Birgir Isleifur segir verðbólgu- væntingar í þjóðfélaginu eitt af því sem skipt getur máli um þró- un verðbólgu og mikilvægt sé að ná tökum á verðbólgunni áður en hærri verðbólguvæntingar festast í sessi. I Peningamálum kemur fram að þátttakendur í könnunum Seðlabankans um verðbólguvænt- ingar hafa yfirleitt haft tilhneig- ingu til ofmats en nú virðist gott samræmi á milli mats svarenda á verðbólgu síðustu tólf mánaða sem var 4,8% og raunverulegrar þróunar sem var 4,9% verðbólga. Lánalínur til islands að fyllast Að mati Einars Benediktsson- ar, forstjóra Olís, bendir margt til þess að lánalínur frá erlendum lánastofnunum til Islands séu að fyllast. I umræðum að framsögu- erindum loknum, tók Birgir Is- leifur undir það að viss teikn væru á lofti um slíkt á hefðbundn- um skammtímalánsfjármörkuðum sem íslenskir bankar skipta við en sagði að stórum hluta eðlilegar skýringar þar á, svo sem 2000- vandann. „Engu að síður höfum við orðið varir við það að þessar stofnanir virðast vera að hugsa sinn gang og að kvóti Islands fyr- ir skammtímalán hjá þessum lán- astofnunum sé langt kominn með að fyllast. Islenskum lánastofnun- um hefur þó gengið vel að fá láns- fé til lengri tíma, sérstaklega á óhefðbundnum lánsfjármörkuð- um,“ segir Birgir Isleifur. „Bank- arnir geta því haldið áfram að auka útlán ef þeir vilja með aukn- um langtímalántökum." Einar greindi frá því í erindi sínu að fjánnögnun Olís hafi ný- lega verið breytt algjörlega í þremur áföngum og nú sé fjár- mögnunin 80% í erlendum mynt- um, án milligöngu banka. Af þessu hljótist lækkun á fjármagnskostnaði. „Rétt er að undirstrika að samhliða því sem fyrirtæki nýta beina erlenda fjár- mögnun í auknum mæli, er nauð- synlegt að þau skilgreini viðun- andi áhættu, móti stefnu um áhættustýringu og afli nauðsyn- legrar þekkingar," segir Einar. „Trúin á stöðugt efnahagslíf og stöðugt gengi er grundvöllur þess að íslensk atvinnufyrirtæki hafa í vaxandi mæli valið að fjármagna sig með erlendu lánsfé," segir Einar og nefnir í því sambandi að sú veigamikla breyting hefði orð- ið á síðustu árum að stærstu sjáv- arútvegsfyrirtæki landsins fjár- mögnuðu sig nú að stærstu með erlendum lánum. „Það er því ekki lengur litið á það sem lausn, ef tekjuvandi skapast í sjávarútvegi, Morgunblaöiö/Ásdís Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri ræddi m.a. útlánaþensluna á morgunverðarfundi Verslunarráðs fslands í gær. að fella gengi íslensku krónunn- ar.“ I erindi sínu tók Einar undir með seðlabankastjóra að hagstæð niðurstaða komandi kjarasamn- inga væri mikilvæg forsenda fyrir mjúkri lendingu í efnahagsmálum og það væri hans von að verka- lýðshreyfingin hefði skilning þar á. Einar á síður von á frekari vaxtahækkunum af hálfu Seðla- bankans. Hann spáir því að úr þenslu dragi sem leiði til lækkun- ar verðbólgu þegar í byrjun næsta árs og vaxtalækkunar þeg- ar líða taki á árið. Hugsanlegt að gengi krónunnar lækki á næsta ári Að mati Ola Björns Kárasonar, ritstjóra DV, er mjúk lending lík- leg og líklega verði að hækka skammtímavexti enn frekar. Oli Björn segir verðbólguhættuna viðráðanlega en til lengri tíma lit- ið muni íslenska krónan ekki standast álagið og lækkandi gengis muni gæta þegar á næsta ári. „Aðgerðir Seðlabankans hafa mikil áhrif á atvinnulífið og það skiptir miklu máli að stefna bank- ans sé trúverðug og launafólk trúi að hún skili tilætluðum árangri. Trúverðug peningamálastefna getur ráðið úrslitum um hvort komandi kjarasamningar verða á skynsamlegum nótum eða ekki,“ segir Óli Björn. I erindi sínu gagnrýndi Óli Björn fjármál hins opinbera og sagði aðhaldssama stefnu Seðlab- ankans í peningamálum vega upp ístöðuleysi í fjármálum hins opin- bera. „Viðskiptahalli líkt og verð- bólga er sjúkdómseinkenni en ekki sjúkdómurinn sjálfur. Seðla- bankinn bendir á mikla útlána- þenslu sem er að stórum hluta heimatilbúið vandamál stjórn- valda sem með rangri stefnu í einkavæðingu ríkisviðskiptabanka jók útlánagetu þeirra. Hlutafé bankanna var aukið í stað þess að hefja sölu á þeim hlutabréfum sem voru og eru enn í eigu ríkis- ins.“ Óli Björn segir verra eiginfjár- hlutfall bankanna ekki þurfa að koma á óvart þótt það sé áhyggjuefni. „Hlutdeild víkjandi lána í mældu eigin fé hefur aukist að því er fram kemur hjá Seðla- bankanum. Þetta eru víkjandi lán sem meðal annars Seðlabankinn hafði sjálfur forgöngu um að veita bönkunum á árum áður.“ Óli Björn sagði það misskilning að halda það sérstakt afrek að skila töluverðum afgangi af ríkis- sjóði á þessum tímum. Hann sagði verulegan uppskurð í ríkis- fjármálum nauðsynlegan, ástæða væri til að hafa meiri áhyggjur af því en „verðbólguskotinu" sem nú ríkir. 2000-vandinn í Danmörku Árangursríkar aðgerðir SVEN Bentzen, helsti sérfræðingur Dana í aðgerðum gegn svo- kölluðum 2000-vanda í tölvukerfum, hélt fyrir- lestur á kaffifundi Skýrslutæknifélags Is- lands á miðvikudag. Sven stýrir skrifstofu í Danmörku sem hefur yfirumsjón með öllum aðgerðum þar í landi og hefm- ferðast víða og haft samstarf við starfsfélaga sína í öðr- um löndum. I máli Svens kom fram að ríkisstjóm Danmerkur hefði á sínum tíma sett fram 7 liða áætlun um aðgerðir gegn 2000- vandanum, sem eins og kunnugt er skapast við það að tölvur skynja ár- ið 2000 sem árið 1900. í fyrsta lagi kom ríkisstjómin af stað viðamikilli upplýsingaherferð. í öðm lagi setti hún á stofn málþingsstofnun um 2000-vandann, í þriðja lagi stofnaði hún embætti það er Sven Bentzen gegnir, í fjórða lagi lét hún kanna 2000-vandann í ársreikningum fyr- irtækja, í fimmta lagi kom hún af stað sérstakri „2000-tilbúinn“- merkingu. í sjötta lagi lagði hún áherslu á nána eftirgrennslan hjá opinberum stofnunum og í sjöunda lagi ýtti hún undir kennslu í meðferð vandans. Myndaðir vom starfshópar, sem skiptu milli sín verkum. Embætti það sem Sven gegnir var stofnað í nó- vember 1997 og var því úthlutaðar 21,5 milljón- ir danskra króna, eða sem nemur 215 milljón- um íslenskra króna, á þriggja ára tímabili. 6 starfsmenn vora ráðnir til skrifstofunnar. Sven segir starf embættisins hafa skilað árangri, og nefnir í því sambandi að könnun hafi verið gerð annars vegar í janúar og hins vegar september árið 1998. I janúar hafi til að mynda 81% fyrirtækjaeig- enda mínni og miðlungsstórra fyr- irtækja vitað af 2000-vandanum, samanborið við 95% í september. 18% þeirra höfðu komið á fót starfsnefnd til höfuðs 2000-vandan- um í fyrri könnuninni, en 26% í þeirri síðari. Núna í september hafi svo könnun sýnt að í þessum fyrir- tækjum hafði 2000 vandinn verið leystur alveg eða að hluta í 94% til- fella. Sven Bentzen Veltan á Verðbréfaþingi 100 milljarðar frá áramótum Almenn bjartsýni meðal fjárfesta vaxtahækkanir af hálfu Seðlabankans, enda hafi viðmið- unarvextir í nágrannalöndunum hækkað að undanförnu og því dregið úr vaxtamun. Bent er á að þrátt fyrir bein áhrif vaxtahækk- ana Seðlabankans á fjármagn- skostnað bankanna, til viðbótar við áhrif lausafjárreglna Seðlab- ankans, hafi gengi hlutabréfa fjármálafyrirtækja hækkað gríð- arlega það sem af er árinu, en hækkunin á vísitölu fjármála og trygginga nemur nú um 52% frá áramótum. „Þetta er nokkuð sérstæð þró- un í ljósi þess sem sjá má í nágrannaríkjum okkar við sömu aðstæður í efnahagslífinu og við sjáum hér á landi í dag. Fjárfest- ar virðast algerlega hundsa nei- kvæða þróun í umhverfi þessara fyrirtækja, en einblína þess í stað á afkomu þeirra í dag og mögu- legan ávinning af samrunum f þeirra á rnilli," segir í mánaðar- ■ skýrslu greiningardeildar Kaup- þings. SAMANLÖGÐ velta á Verðbréfa- þingi það sem af er ári nemur tæplega 100 milljörðum króna og af einstökum félögum hafa verið mest viðskipti með hlutabréf ís- landsbanka fyrir 3,6 milljarða króna, FBA fyrir 2,9 milljarða, með bréf Eimskips fyrir 2,8 millj- arða, Samherja fyrir 2,7 milljarða og með hlutabréf Flugleiða fyrir 2,3 milljarða. Úrvalsvísitalan hef- ur hækkað um 32% frá áramót- um. I nýju mánaðaryfirliti greining- ardeildar Kaupþings hf. um þróun og horfur kemur fram að þau fyr- irtæki sem minnst viðskipti hafa verið með það sem af er árinu em öll á vaxtarlista. Heildarviðskipti með Fiskmarkað Breiðafjarðar nema um 0,9 m.kr. frá áramótum, 3,6 m.kr. viðskipti hafa verið með Loðnuvinnsluna, 7,7 m.kr. við- skipti með hlutabréf Skinnaiðnað- ar og um 10,9 m.kr. viðskipti hafa verið með bréf Vaka og Jökuls hvors um sig. Að mati greiningardeildar Kaupþings ber að taka vísbend- ingu um að verðbólgan sé á niður- leið með mikilli varúð. Bent er á það í skýrslunni að lengri tíma þurfi til að meta hugsanlega lækkun og nauðsynlegt sé að gæta áfram mikils aðhalds í efna- hagsmálum. Þá bendi atvinnu- leysistölur einnig til þess aðgæta þurfi varkárni. Atvinnuleysi mæl- ist nú 1,4% en var 2,1% á sama tíma í fyrra. Almennar horfur í efnahagsmálum séu því áfram tvísýnar. Ekki hægt að útiloka frekari vaxtahækkanir Bent er á að miðað við verð hlutabréfa á síðustu dögum ríki almenn bjartsýni meðal fjárfesta um þessar mundir. Færst hafi í vöxt að fyrirtæki birti 9 mánaða uppgjör og fagna beri þeirri ákvörðun fyrirtækja sem sé tví- mælalaust til hagsbóta fyrir fjár- festa. Greiningardeild Kaupþings tel- ur ekki hægt að útiloka frekari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.