Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 79
|g ■ IIÍÍIIIimiÍHH»ll»»MHHIIII«ÍI»t»»|
T
MORGUNBLAÐIÐ
pigital]|
Skák og skáldskapur um landið
Clear And Present Danger) og Kristin Scott Thomas (The
English Patient, The Horse Whísperer).
Frá leikstjóranum Sidney Pollack (The Firm).
Sýnd kl. 6,9 og 11.25
B. i. 12
Morgunblaðið/Svernr
Róbert Harðarson, Guðrún Eva Mínervudóttir og Hrafn Jökulsson vinna heima-
vinnuna fyrir ferðina um landið.
Auðgun andans
SKAK og skáldskapur eru
vopn sem bíta og verða í
farteskinu þegar rithöf-
undarnir Hrafn Jökulsson
og Guðrún Eva Mínervu-
dóttir leggja í víking á
föstudag ásamt skák-
manninum Róberti Harð-
arsyni.
„Við ætlum annars
vegar lesa upp úr skáld-
sögum okkar og fá til liðs
við okkur fleiri höfunda.
Hins vegar ætlum við að
boða fagnaðarerindi skákl-
istarinnar,“ segir Hrafn
Jökulsson. „Þar kemur
Róbert Harðarson brons-
hafi frá síðasta skákþingi
til skjalanna og mun efna
til fjöltefla á öllum sjö við-
komustöðum okkar.“
En hvað er líkt með
skák og skáldskap?
„Það er furðu margt
enda bregður skákinni
fyrir í mörgum góðum
skáldverkum," segir
Hrafn. „Hvort tveggja
reynir á innsæi og sköpun-
argáfu og hvort tveggja
auðgar andann á alveg
undursamlegan hátt þegar
best tekst til.“
Nú ertu orðinn háfleyg-
ur.
„Eins og Thor,“ svarar
Hrafn glettnislega. „En þú
bankar í öxlina á mér ef ég
fer að draga seyminn og
súpa hveljur.“
Byrjað verður á Svarta
folanum á föstudagskvöld;
þá les Guðjón Sveinsson
með Hrafni og kynnt verð-
ur ný bók með ljóðum eftir
122 austfirska höfunda.
Á laugardagskvöld
verður uppákoma í Egils-
búð á Norðfirði eftir fjöl-
tefli Róberts að deginum.
Guðjón Friðriksson, Hös-
kuldur Skarphéðinsson,
Hákon Aðalsteinsson og
Hrafn lesa upp úr verkum.
sínum og Skjöldur Sigur-
jónsson stjórnar sýningu á
vegum Herrafataverslun-
ar Kormáks og Skjaldar.
Á sunnudeginum lesa
Guðrún Eva, Hákon Aðal-
steinsson, Guðjón Frið-
riksson og Hrafn á Kaffi
Nielsen á Egilsstöðum þar
sem Róbert tekur fjöltefli
fyrr um daginn. Á þriðju-
deginum tekur Róbert svo
fjöltefli á Vopnafirði og
Hrafn og Guðrún Eva lesa
á Hótel Tanga.
Á fimmtudeginum
verður upplestur og fjöl-
tefli í Hótel Reynihlíð í
Mývatnssveit, á föstudeg-
inum á Gamla Bauknum á
Húsavík og lokahnykkur-
inn verður á Akureyri
laugardaginn 4. desember.
FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 Wb
James Bond er mættur í sinni stærstu mynd hingað til!
Robert Carlyle, Sophie Marcueau og Denise Richards
fara á kostum og hasaratriðin slá öllu við.
Algjörlega ómissandi mynd.
ALVORUBIO! ^ PPJþy
STAFRÆIUT st/crsta tjaldki r.iw
HLJÓÐKERFI í I LJ
ÖLLUM SÖLUM!
Sýnd kl. 4, 6.30, 9 og 11.30.
11.20. B. i. 12
*
laugarasbio.is
Undirbýr
þakkargjörð
LEIKARINN David Schwimmer, sem flestir
þekkja sem Ross úr Vinum, sést hér reiða fram
rétti á snemmbúinni þakkargjörðarhátíð fyrir
heimilislausa I Los Angeles siðastliðinn miðviku-
dag. Mörg þekkt andlit úr skemmtanalífinu
hjálpa til við að sem flestir geti haldið ánægju-
lega þakkargjörðarhátíð í borg englanna, en
hún er núna um helgina og er búist við að meira
en tíu þúsund máltíðir verði reiddar fram.
Fyrir þá sem hafa séð Vinaþættina þykir ef-
laust betur hæfa að sjá „Ross“ setja matinn á
diskana heldur en matbúa kalkúninn, því fræg-
ur var þakkargjörðarþátturinn þar sem kal-
kúnninn lenti á miklu flakki (m.a. festist hann á
höfði Joey) en endaði ekki uppi á matardiskum
Vinanna.
Yoko opnar
glugga í Jer-
úsalem
HÉR sést listakonan Yoko Ono, ekkja
Bitilsins Johns Lennon, standa inni í
einu listaverkanna á sýningu hennar
sem hófst í dag í Jerúsalem. Sýningin
ber nafnið „Opinn gluggi" en verkið á
myndinni sýnir hvít reipi falla eins og
ljósgeisla niður á marglita steina. Yoko
hyggst einnig opna aðra sýningu í ann-
arri borg í Israel síðar í vikunni.
Á blaðamannafundi í gær sagði Yoko
að hennar helsta lífsviðhorf væri enn
það sama og á meðan John Lennon
lifði, friður á jörð, og hefði áhugi henn-
ar á því aðkallandi málefni frekar
styrkst en hitt eftir því sem nýtt ár-
þúsund nálgaðist.
Sýnd kl. 9 (uppseld NettFM sýn.) og kl. 11.
Fráhöf-
undum
There's
Somethini
About Maí
Simi 4S2 3500 • Akureyri • www.nelt.is,-borgarbio
ÍS