Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 15 Morgunblaðið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýsingar. Morgunblaðiö er eina dagblaðiö á íslandi sem er í upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 54.000 eintök á dag. Höfuðstöövar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru yfir 300 starfsmenn. A Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaösins. Morgunblaðið Kaupvangsstræti 1, Akureyri sími 461 1600 Morgunblaðið/Kristján Krakkarnir á Sunnubóli á leiksvæðinu við leikskðlann, en þau fengu sér snjó í eftirmat. Verkmenntaskólinn á Akureyri vantar í eftirtalin hverfi H u Id ugi lA/ættagi I Oddeyrargötu/Brekkugötu Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn Góður göngutúr sem borgar sig Orbylgjusamband inn á netkerfíð FORSVARSMENN Verkmenntaskólans á Akureyri hafa tek- ið upp örbylgjuteng- ingu inn á netkerfi skólans, en þeir hafa í samvinnu við fyrir- tækið EST að und- anfömu verið að prófa ákveðnar lausnir sem gera kleift að tengjast neti skólans með sérstökum net- spjöldum sem nema örbylgjur. Nemend- ur, kennarar og starfsfólk skólans geta nú þannig tengst netinu og unnið hvar sem er rétt eins og þau væru innandyra í skólanum. Adam Óskarsson kerfis- stjóri sagði ör- bylgj utenginguna opna ýmsa möguleika sem nú væri verið að skoða, en enn ætti eftir að þróa kerfið og sjá þannig betur hver tækifærin væru. Órbylgjusamband er þegar komið á milli Verkmennta- skólans og Háskólans á Akureyri. „Við höfum verið að stækka okkar Morgunblaðið/Kristján Haukur Jónsson aðstoðarskólameistai'i, Hjalti Jón Sveinsson skólameistari og Adam Óskarsson athuga sambandið með ferðatölvu úr Gryfjunni, samkomusal Verkmenntaskólans á Akureyri. net án þess að þurfa að leggja til- heyrandi lagnir og verðum þannig hreyfanlegri. Það má kannski segja að við höfum með þessu sambandi komið okkur upp færanlegri tölvu- stofu, því nú skiptir ekki máli hvar tölvumar era,“ sagði Adam. Sunnuból opnað SUNNUBÓL, nýr leikskóli á veg- um Akureyrarbæjar, hefur verið tekinn í notkun, en hann er við Móasíðu 1, þar sem áður var einkarekni leikskólinn Ársól. Rými er fyrir 30 börn á aldr- inum 1-3 ára og er leikskólinn tvískiptur; á Bangsadeild eru eins og tveggja ára börn en á Kisudeild tveggja tii þriggja ára börn. Sunnuból og Kiðagil eru einu leikskólarnir á Akur- eyri sem taka við ársgömlum börnum. Hvor deild hefur sína heimastofu en starfið fer að verulegu leyti fram í sameigin- legu rými þar sem árgangarnir blandast. Húsnæðið er 315 fermetrar að stærð, en þar af eru 67 fermetrar í kjallara. Þar er aðstaða starfs- manna, en börnin eru á jarðhæð hússins. Verulegar lagfæringar hafa verið gerðar á húsnæðinu, sem er bjart og snyrtilegt. Húsnæðinu er skipt upp, þar er til að mynda Listaból þar sem hægt er að föndra, Lautin með innileiktækjum, Hreiðrið sem er hvfldaraðstaða og loks borðstofa sem einnig er nýtt fyrir leiki og hreyfíngu. Þá er einnig leiksvæði utandyra. Jakobína Áskelsdóttir er leik- skólastjóri, en auk hennar starfa 6 aðrir starfsmenn á Sunnubóli. Blaðbera Fjölbreytt dagskrá í Jólabænum FJÖLBREYTT dagskrá verð- ur í Jólabænum í dag, föstudag og um helgina. Sögutjald verð- ur sett upp og munu börn úr leikskólum bæjarins koma í heimsókn að hlýða á stutta leikþætti og sögur. Fjöllista- hópurinn Circus Atlantis fer um miðbæinn með sprelli kl. 15, Hjálpræðisherinn syngur jólalög kl. 15.30 og jólasveinar verða á ferðinni. Þá verður Anna Richards með jólahrein- gerningu aldarinnar í göngu- götunni kl. 16.30. Á morgun, laugardag, verð- ur svipuð dagskrá frá kl. 12 á hádegi, fjöllistahópurinn og jólasveinar á ferð og herinn syngur, auk þess sem Anna verður með jólahreingemingu sína kl. 14. Töfratívolí verður kl. 14.30. Klukkustund síðar verður lesið upp úr bók um Jónas Hallgrímsson í Bókvali. Kór Tónlistarskólans syng- ur jólalög á sunnudag kl. 13 og Töfratívolíið verður kl. 13.30. Gestum er boðið upp á heitt kaffi og súkkulaði I göngugöt- unni alla dagana. Söngskemmt- un „Gamalla Geysisfélaga“ KARLAKÓRINN „Gamlir Geysisfélagar" verður með samsöngva í gamla skólahús- inu á Grenivík á morgun, laug- ardaginn 27. nóvember, kl. 17 og í Dalvíkurkirkju á sunnu- dag, 28. nóvember, kl. 16. Söngstjóri verður Guð- mundur Þorsteinsson og und- irleikari Guðjón Pálsson. Ein- söng með kórnum syngja Aðal- steinn Jónsson, Hjalti Þórólfs- son og Öm Viðar Birgisson. Kórinn flytur mörg lög sem notið hafa vinsælda og lifað hafa á vörum þjóðarinnar um langt skeið. Aðgangseyrir fyrir fullorðna er 1.000 krónur en ókeypis fyrir böm. Skyr selst sem aldrei fyrr SKYR selst nú sem aldrei fyrr en um 200% aukning hefur orðið í sölu á skyri frá Mjólk- ursamlagi KEA á Akureyri á einu ári. I nýliðnum október- mánuði seldi samlagið 41 tonn af skyri en í sama mánuði í fyrra nam salan 18 tonnum. Að meðaltali seldust um 10 tonn af skyri á mánuði árið 1997. „Þetta hefur vaxið svo í höndunum á okkur að það er á mörkunum að við ráðum við þetta,“ sagði Hólmgeir Karls- son samlagsstjóri Mjólkur- samlags KEA. „Það er bull- andi vöxtur í framleiðslunni, sérstaklega í nýjum tegundum eins og skyri með bláberjum og jarðarberjum, sem slegið hefur sölumet. Við verðum að hafa okkur alla við að útvega bragðefnin, ávextina og berin og einnig umbúðimar, en ég vona að ekki komi til þess að við þurfum að hægjja á fram- leiðslunni vegna skorts á um- búðum og bragðefnum." Mest á höfuðborgar- svæðinu Hólmgeir sagði að söluaukn- ingin væri að mestu leyti á höf- uðborgarsvæðinu og hann vissi m.a. til þess að skyr væri vin- sæl fæða þeirra sem stunda líkamsræktarstöðvamar þar, enda um próteinríka og fitu- lausa fæðu að ræða. „Það er líka greinilegt að skyi- höfðar nú mun meir en áður til yngra fólks,“ sagði Hólmgeir. Kirkjustarf LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli í Svalbarðskirkju á laugardag kl. 11. Guðsþjónusta í kirkjunni 1. sunnudag í að- ventu, 28. nóvember kl. 14. Safnaðarfólk er hvatt til að taka á raóti aðventunni með kirkju- göngu. Fermingarfræðsla í safnaðarstofunni á sunnudag kl. 11. Fjölskyldur fermingarbarna eru hvattar til að koma í mess- una. Kirkjuskóli í Grenivíkur- kirkju kl. 13.30 á laugardag. Kyi’rðar- og bænastund í kirkj- unni kl. 21 á sunnudagskvöld. Guðsþjónusta á Grenilundi á sunnudag kl. 16. Möðruvallaprestakall: Að- ventukvöld á sunnudagskvöld, 28. nóvember kl. 20.30 í Möðru- vallkirkju. Skýrsla um menningarhús rædd í bæjarráði Akureyrar Mælt með byggingu með tón- og leiklistarsölum BÆJARRÁÐ Akureyrar mælir með því að byggt verði menningarhús sem gerir ráð fyrir tónleika- sal fyrir allt að 500 áheyrendur ásamt æfingasal svo og leikhússal fyrir allt að 350 áhorfendur ásamt æfingasal. Þá mælist bæjarráð til þess að sem fyrst verði óskað eftir viðræðum við fulltrúa ríkisvaldsins um forsendur og framkvæmd verksins. I skýrslu sem unnin var hjá Arkitekta- og verkfræðistofu Hauks á Akureyri era settar fram þrjár hugmyndir að menningarhúsi og em þau mismunandi stór. Bæjarráð mælir með að unnið verði út frá áðurnefndi hugmynd en þar er um að ræða stærsta húsið. Hinar hugmyndirnar gera annars vegar ráð fyrir tónleikasal fyrir 400 áheyrendur án æfingasalar og leikhússal fyrir 300 áhorfendur án æfingasalar, og hins vegar menningarhús þar sem einungis er gert ráð fyrir einum sal ætluðum leiklist og tónlistarflutningi fyrir 500 áheyrendur ásamt æfingasal. Fram kemur að aðsetur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands yrði í menningarhúsinu, en salur- inn opinn öllu tónlistarfólki sem og til ráðstefnu- halds. Þá yrði starfsemi Tónlistarskólans á Akureyri einnig í húsinu, þar færi fram öll kennsla og æfingar sem ekki er sinnt í grann- skólunum, en kostir þess að setja skólann og hljómsveitina undir eitt þak era margir. Þá er gert ráð fyrir að starfsemi Leikfélags Akureyrar verði þar einnig. Uppfylling við Strandgötu besti kosturinn Hugmyndir gera einnig ráð fyrh' að upplýs- ingamiðstöð ferðamanna yrði í menningarhús- inu. Auk þess er gert ráð fyrir ráðstefnuhaldi í báðum sölum hússins og að auki mætti nýta kennslustofur tónlistarskólans til smærri funda. Fram kemur í skýrslu um menningarhúsið að æskilegt sé að tengja ráðstefnuaðstöðu hóteli. í tengslum við húsið yrði gert torg við forsal þar sem yi'ði útikaffihús og rými fyrir tónlistaratriði og útileikhús. I skýrslunni er nefnt að sú lóð sem uppfylli að mestu skilyrði um staðsetningu menningarhúss sé uppfyllingin á mótum Glerárgötu og Strand- götu, en hún er um 13 þúsund fermetrar að stærð. Lóðin sé áberandi í bæjarmynd Akureyr- ar, á fallegum stað við sjóinn og höfnina. Verði lóðin fyrir valinu þurfi að gera ráð fyrir að gang- andi vegfarendur komist óhindrað frá miðbæ að húsinu og eru í því sambandi nefndu- tveir kostir, að grafa þjóðveg 1 að einhverju leyti niður, eða gera breiða göngubrú yfir Drottningarbraut. Um sé þó að ræða umfangsmiklar og kostnaðarsamar framkvæmdir. Heildarkostnaður við bygginguna gæti numið um 1,6 milljörðum króna og er áætlað að kostn- aður við rekstur gæti numið um 113 milljónum króna á ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.