Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 71

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 71. BRÉF TIL BLAÐSINS Hættulegasta vímuefnið Frá Arna Helgasyni: ÉG má til með að byrja þessar hug- leiðingar mínai- með því að þakka Sverri Hermannssyni fyrir hans ágætu gi-ein í DV 15. þessa mánað- ar og vildi ég að fleiri málsmetandi menn fetuðu í hans fótspor. Það er hverju orði sannara að áfengi er hættulegasta vímuefnið sem við þekkjum og það eru, eins og Sveri-- ir segir, blákaldar staðreyndir að það er í flestu undanfari þess að menn ánetjast öðrum geigvænlegri eiturefnum. Þetta hef ég séð svo greinilega gegnum árin og bent á, að það er eins og að moka sandi í þotnlausa tunnu að ætla sér að gera Island að vímulausu landi meðan áfengið flæðir alls staðar eins og nú er. Og hugsunarháttur þjóðarinnar í dag, drottinn minn. Eg hlustaði einn morguninn á útvarpið þar sem verið var að ræða við Dalamenn um atvinnuhorfur þar og fólksflótta úr héraðinu. Þá sagði einn heimamað- ur að það myndi eitthvað rætast úr, þeir fengju bráðum áfengisútsölu í Búðardal og það myndi bæta tals- vert úr skák. Skömmu áður heyrði ég í Keflavíkingi sem var sjoppu- eigandi þar og vildi hafa opið helst alla nóttina og með nektardansi og ef hann fengi ekki leyfi til þess væru sínir dagar búnir og ekkert nema gjaldþrot framundan. Þegar svona er komið hugsunarhætti fólks, þá er maður ekki hissa á þótt allskonar ólifnaður, rán og grip- deildir lifí góðu lífí hér á landi og ýmis næturverk sjoppueigenda þoli ekki dagsins ljós. Þá er ég undrandi yfir hvað málafærslumenn leggjast stundum lágt þegar þeir jafnvel ætla að inn- heimta úr ríkissjóði 27 milljónir fyrir ótíndan glæpamann, sem því miður var sýknaður í Hæstarétti fyrir að smygla inn einum stærsta farmi af eiturefnum til landsins, manni sem strax og honum var sleppt út úr fangelsi hér var tekinn fyrir innflutning til annars lands á sama varningi. Ég segi bara Guð hjálpi Hæstarétti sem allir hafa borið virðingu fyrir, þegar traustið á honum dvínar meðal almennings. Ég vil einnig minnast á þessar auglýsingar Nýkaups, sem ekki verða til að auka tiltrú heiðarlegra manna á verslunarháttum þar. Ætla að nota sér ranga dómgreind almennings til að koma sölu á áf- engi inn í matvöruverslanir. Ég hélt að þær væru nægar gildrumar sem lagðar eru fyrir fólkið þótt menn með sæmilega dómgreind vildu heldur sporna við svona ár- áttu. Verður ekki næsta skref hjá Nýkaupum að krefjast í nafni „frelsis" að fá inn sterkari drykki í sölubúðir sínar? Þeir eru ekki að spyrja um afleið- ingarnar, sem alls staðar blasa við í flakandi sárum mannlífsins, eyði- lögðum heimilum og sundmðum hjónaböndum. Það skiptir þessa sölumenn í Nýkaupum engu máli, þeir segja eins og stendur í Bibl- íunni, á ég að gæta bróður míns? En þessar auglýsingar era skýlaust lagabrot. Og ég er steinhissa á lög- reglustjóranum í Reykjavík að rumska ekki en loka augum fyrir þessu. Ég hefi margsinnis bent á stað- reyndir sem blasa við hverjum manni að öll tilslökun á reglum um meðferð áfengis leiðir til bölvunar og við ættum heldur að vera strangari og reyna að þurrka áfengið út úr íslensku þjóðlífi, predika góða siði fyrir fólkinu, þá er von til að við getum talað um vímulaust land, en fym ekki. Bind- indissöm þjóð er blessun okkar kæra lands. Bölvun áfengis er smánarblettur á íslenskri siðmenn- ingu. ÁRNIHELGASON, Stykkishólmi. Athugasemdir við húsaleigu- könnun Frá Jóni Kjartanssyni: í MORGUNBLAÐINU 20. nóvem- ber sl. segir af merkilegri könnun sem Hagstofa Islands gerði í mars- mánuði sl. á kjörum leigjenda hér- lendis. Könnunin hefur víst verið sérlega erfið í vinnslu því hún er birt fyrst núna, 8 mánuðum síðar. Þátttakendur vora tæplega 700 leigjendur og vitaskuld valdir úr skattaframtölum og gögnum varð- andi umsóknir um húsaleigubætur. Um aðrar skráðar upplýsingar er varla að ræða. Tölurnar bera þetta líka með sér, því tæp 50% þátttak- enda leigja af einkaaðilum, þriðj- ungur hjá opinberum aðilum og fé- lagasamtökum og 15% hjá ættingjum og vinum. Þetta eru allt önnur hlutfoll en í veruleikanum. Sama er að segja um það að 72% samninga eru sagðir skriflegir og 27% þátttakenda fengu húsaleigu- bætur. Þetta er heldur ekki í sam- ræmi við veruleikann. Meira en annar hver leigusamningur sem kemur á einhvern hátt til umfjöll- unar hjá undirrituðum er ekki skriflegur og þá gjarnan tekið fram að ekkert sé gefið upp. Þá era mörg dæmi þess að skráð er lægri upp- hæð á samning en sú sem greidd er og þá af ótta við skattayfirvöld. Það er einmitt hjá þessum hópi sem leigan er hæst og deilur hatramma- star. Eigendur halda þá að þeir geti komist upp með hvað sem er því ekkert er skriflegt. Stundum eru ekki einu sinni gefnar kvittanir. Meðalleiga samkvæmt könnun- inni er 31 þús. kr. á mánuði. (Ekki ónýtt að geta héreftir vísað til Hag- stofunnar er leigusalar spyrja um meðalleigu). Rúmlega fimmtungur gi'eiðir samkvæmt könnuninni 20- 30 þús. ■ kr. á mánuði og annar Betri föt efif Klæðskeraverkstæði Pantið___ aldamótafatnaðinn núna! Sími 557 8700 fimmtungur 40-50 þús. kr. á mán- uði. Aðeins 2% greiða meira en 60 þús. kr. á mánuði í leigu. Síðan seg- ir m.a. að „leigjendur sem komi ný- ir inn á leigumarkaðinn þurfi lík- lega að greiða leigu sem geti verið hærri en leigan sem mældist í könnuninni, en skipting og eðli leigumarkaðarins geri hann mjög næman fyrir breytingum". Þetta er kurteislega til orða tekið, svo ekki sé meira sagt, því síðan hefur markaðsleiga hækkað um 50-100% hjá flestum. Varðandi húsaleigu- bætur má nefna að þær eru einnig taldar til tekna á skattaframtali næsta árs svo greiða þarf af þeim tekjuskatt og útsvar á næsta ári, nema lögum verði breytt. Það er annars merkilegt við- fangsefni að kanna hversvegna húsnæðisstefna verðbólgutímans er látin hjakka hér stöðugt í sama farinu, hvemig sem annað breytist og hversvegna ekki má koma hér upp samskonar stefnu og notuð hefur verið í öðrum löndum lung- ann úr þessari öld. Þetta er ekki síst athyglisvert í ljósi upplýsinga um stöðu íslenska velferðarkei-fís- ins í samanburði við önnur lönd. JÓN KJARTANSSON FRÁ PÁLMHOLTI, formaður Leigjendasamtakanna. Pantið núna 565 3900 Símar 557 2000 og 557 7100 Skemmuvegi 36 Bleik gata Kópavogi VERSLUNIN HÆTTIR Allar vörur með 50-70% afslætti Seljum m.a. stórt og gott afgreiðsluborð, furuskápa, sníðaborð, lagerhillur, peninga- kassa, hillur, tvinnakassa, rennilásastand, Ijósaskilti o.fl. vefnaðarvörur, Hlíðasmára 14, 200 Kópavogi, sími 564 5533 Hiá Svönu Ný kvenfataverslun Opið frá kl. 13-18, laugardaga frá kl. 10-18, sunnudaga frá kl. 13-18. Hjá Svönu, Kirkjulundi 13, Garðabæ, sími 565 9996 Bjóðum upp á úrval af kvenfatnaði í flestum stærðum, undirfatnað, slæður, veski og snyrtivör- ur á mjög hagstæðu verði Boðið er upp á kynningar fyrir félagasamtök, vinnu- staði, saumaklúbba o.fl. Verið velkomin íssima blue voyagé Blue Voyage frá Guerlain Ómissandi í ferðalagið Ert þú á ferð og flugi? Það er staðreynd að atriði eins og loftslagsbreytingar, tímamismunur og þurrt loft í flugvélum hafa slæm áhrif á húð fólks. Á ferðalögum við slíkar aðstæður, er Blue Voyage góður ferðafélagi, sem tryggir að heimkoman verði jafn ánægjuleg og brottförin. Þetta er nýj- un í Issima húðsnyrtilínunni í litlum og handhægum ferða- pakkningum sem innihalda: Uppbyggjandi dag- og nætur- krem, Serum til varnar rakatapi, hreinsir fyrir augu og andlit og mýkjandi olíu fyrir líkamann. Með Blue Voyage í farangrinum getur þú ferðast „án auka- verkana“. Þetta er vara sem hentar bæði konum og körlum. Utsölustaðir: Snyristofan Guerlain, Snyrtivöruverslunin Clara. Kringlunni, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Glæsibæ, Snyrtivöruverslunin Stella, Bankastræti, Snyrtivöruverslunin Sandra, Smáranum, Snyrtivöruverslunin Oculus, Austurstræti, Snyrtivöruverslunin Andorra, Hafnarfirði, Apótek Kefiavíkur, Farðínn. Vestmannaeyjum, Hjá Maríu, Amaro, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.