Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 72

Morgunblaðið - 26.11.1999, Síða 72
' 72 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ Matur og matgerð Smákökur úr marsipani Marsipan er búið til úr möndlum, segir Kristín Gestsdóttir, sem gefur okkur uppskriftir að kökum þar sem aðalhráefnið er marsipan. Báðar kökutegundirnar batna við frystingu. Þ EGAR ég var að alast upp fékkst sjaldan marsipan í búðum og horfði ég á móður mína búa það til með því að mala „sætar möndlur" og setja eina „bitra möndlu“ með og hnoða síðan með flórsykri og eggjahvítu. Möndlur voru mjög dýrar þá eins og reyndar enn og einstaka sinnum var ögn af kartöflum hnoðað saman við marsipanið til drýginda. Þegar sætar möndlur eru malaðar eru stundum settar með ein eða fleiri bitrar möndlur, það dregur fram möndlubragðið. Flestir hafa væntanlega lent í því að kaupa gamlar, rammar og þráar möndlur, en í möndlum og ýmsum hnetutegundum er olía sem þránar. Þessi olía er mis- munandi eftir tegundum, en helst þrána möndlur, valhnetur og pecanhnetur. Þessar afurðir þyrfu verslanir að geyma í kæli. Ég geymi allt slíkt í kæli og jafnvel frysti. Það marsipan sem við kaupum er oftast danskt og pakkað þar og er með innihalds- lýsingu, en ég hefi oft séð ósætt marsipan sem kallað er kransa- kökumassi og pakkað er í búð- unum og á því er engin inni- haldslýsing og veit maður því ekki hversu mikill sykur er í massanum, en marsipan er mis- sætt og kransakökumassi líka. Þessu þyrftu kaupmenn að bæta úr. Setjið bökunarpappírinn með kökunum ofan á þá efri og bakið í 8-10 mínútur. Takið úr ofnin- um, kælið örlítið en losið síðan af bökunarpappírnum. 4. Velgið núggað örlítið í ör- bylgjuofni eða í skál ofan í heitu vatni. Leggið tvær kökur saman með um Vz tsk. af núgga. Geymið kökurnar í kæliskáp eða frysti. Athugið: Afgangs sítrónusafa má setja í klakapoka í frysti. Marsipan/apríkósu- tíglar, um 70 stk. 100 g smiör 100 g sykur Vi tsk. hjartarsalt 1 egg Marsipankökur með núgga. 60-70 tvöfaldar kökur. 500 g meðalsætt marsipan 1 dl stásykur 2 eggjahvítur 1 fsk. rifinn sítrónubörkur 2 tsk. sítrónusafi Vi dl hveiti 200 g núgga 1. Þvoið sítrónuna vel, rífið börkinn, kreistið síðan safann úr. Setjið 2 tsk. af honum ásamt rifnum berki í hrærivélarskál ásamt marsipani, strásykri, eggjahvítum og hveiti. Hrærið vel saman. 2. Teiknið nokkra hringi á bökunarpappaír eftir glasi 5 sm í þvermál. Snúið síðan pappírn- um við þannig að hringirnir sjá- ist í gegn, smyijið pappírinn með smjöri og smyrjið eina tsk. af deigi á hvern hring. 3. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 190°C. Setjið tvær samliggjandi bökunarplötur í ofninn, það dregur úr undirhita. 200 g hveiti 15 þurrkaðar aprikósur 250 g ósætur kransakökumassi __________(mgrsipan)__________ ___________2 dl sykur_________ 1 egg í marsipanið 1 dl apríkósusulta 1. Hnoðið saman smjör, syk- ur, hjartarsalt, egg og hveiti. Fletjið út á bökunarpappír svo að nægi á eina plötu. 2. Saxið eða klippið apríkós- urnar smátt. 3. Hrærið saman kransa- kökumassa, sykur, egg og brytj- aðar apríkósur. Smyrjið jafnt of- an á botninn á plötunni. 4. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn 190°C, setjið í miðj- an ofninn og bakið í 8-10 mínút- ur. 5. Takið úr ofninum og smyrjið apríkósusultu jafnt yfir, setjið plötuna aftur í ofninn, minnkið hitann örlítið og bakið áfram í 5 mínútur. Kælið talsvert en skerið þá í aflanga tígla. Látið sultuna þorna alveg áður en þetta er sett í kökubox. í DAG VELVAKAJ\PI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hjólastólar EG er einn af þeim, sem hafa þurft að nota hjóla- stólaþjónustuna í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Eg hef því miður orðið að fá þessa þjónustu á síð- ustu árum á flugstöðvum víða um heim. Þjónusta þessi er yfir höfuð góð á flestum flugstöðvum. í Flugstöð Leifs Eiríksson- ar er hún ágæt. Ég get þó sagt fyrir mig, að betra væri að þurfa ekki að bíða mjög lengi eftir hjólastól þegar maður er að innrita sig í flug. Þetta gildir um allar flugstöðvar. Viðmót og þjónustan hjá Flugleið- um á Keflavíkurflugvelli er með því besta sem ég fæ. Eitt vil ég nefna, sem betur mætti fara hjá öll- um flugstöðvum og ann- ars staðar, þar sem um hjólastólaakstur er að ræða. Það mætti þjálfa þessa starfsmenn, bæði þeirra vegna og okkar sem þurfum þessa þjón- ustu. Það er ekki sama hvernig þeim er ekið með öryggi starfsmannsins né þess sem situr í stólnum. Að aka t.d. niður bratta vekur ótta hjá þeim sem situr í stólnum og það veikir bak og eykur álag þess sem ekur. Ég legg til að þessir starfsmenn fái grunnþjálfun og kennslu í þessu og öðru sem að þessu máli snýr. Ólafur Jensson. Slæm þjónusta FYRIR stuttu keypti kon- an mín sér sokkabuxur í Hagkaup í Skeifunni. Daginn eftir þegar hún tekur sokkabuxurnar úr pakkningunum og sér þær í dagsbirtu kemur í ljós að það er rifa á þeim. Við fór- um umsvifalaust í Hag- kaup til að fá þeim skipt og hittum þar fyrir Dag- björtu deildarstjóra. Hún sagði opinskátt framan í konuna mína að þetta hlyti hún að hafa gert sjálf, sagði að hún kynni ekki að klæða sig í þær. Konan mín mótmælti þessu harðlega og eftir mikið stapp og leiðindi fékk hún að velja sér aðr- ar. Viðkomandi deildar- stjóri bað konuna mína ekki afsökunar vegna þessa og munum við ekki versla þar framvegis. Hafliði Helgason. Barnaríki MARÍA hafði samband við Velvakanda og vildi koma á framfæri þakklæti til Barnaríkis. Hún hélt upp á afmæli sonar síns sunnudaginn 21. nóvem- ber sl. Hún sagði að þjón- ustan hefði verið frábær, meðlætið gott og krakk- arnir hafi skemmt sér konunglega. Hafið kærar þakkir fyrir. Þakkir ÉG vil koma á framfæri þakklæti mínu fyrir fram- úrskarandi mat og þjón- ustu á Pizza Hut. Ég fór þangað nýlega með fjöl- skylduna og vorum við mjög ánægð þegar við gengum út. Hafliði. Tapað/fundið Orient karlmannsúr. ORIENT karlmannsúr týndist á Stór-Reykjavík- ursvæðinu fyrir stuttu. Úrið gæti einnig hafa dottið af eigandanum í leigubíl. Úrið er með stórri skífu með þremur litlum skífum, vekjara og skeiðklukku. Úrið er eig- andanum ákaflega kært. Skilvís finnandi er beðinn að hafa samband við Theodór í síma 898-9095. Svartur trefill SVARTUR, langur prjón- aður trefill frá Paul and Shark, týndist annað hvort í Austurstræti, kringum Ingólfstorg eða Vesturgötu, fimmtudag- inn 18. nóvember sl. Tref- illinn er eigandanum afar kær. Skilvís finnandi vin- samlegast hafi samband við Þórð í síma 552-0064. Dýrahald Snældu vantar heimili SNÆLDU vantar heimili. Hún er sjö mánaða læða, grá og brún á litinn. Mjög þrifin og kassavön. Henni fylgir vottorð frá dýra- lækni og hún er sprautuð. Upplýsingar í síma 564- 2976 eftir kl. 14. Staðan kom upp á opna Monarch Assurance mótinu í Port Erin á Isel of Man í nóvember. Björn Þorfínnsson (2.195) hafði hvítt og átti leik gegn Edmund Player (2.105). 25. Hh8+ og Player gafst upp, því 25. - Kxh8 26. Dh5+ - Kg8 27. Dh7 er mát. Bjöm hlaut fjóra vinninga af níu mögulegum á mótinu, sem var afar sterkt. Hvítur niátar í þriðja leik. COSPER Árangur minn í rokkinu hefur aldrei stigið mér til höfuðs. SKAK Umsjón Margeir l'étursson Víkverji skrifar... VÍKVERJI er eins og fleiri oft áhyggjufullur á þessum árs- tíma í umferðinni vegna þess hve margt er erfiðara í skammdeginu en á öðrum ártímum. Hversu vel sem reynt er að skafa af rúðum, aka hægt og varlega og taka tillit til aðstæðna er alltaf eins og skilningarvitin séu vanmegna. Dökkklætt fólk á reiðhjóli og án end- urskinsmerkja er það sem hann ótt- ast mest að sjá ekki fyrr en of seint. Hann vill þess vegna brýna fyrir fólki sem sýnir annars gott fordæmi og hreyfir sig úti við á vetuma, hjól- ar, skokkar eða gengur, að gleyma því ekki að bílstjórar þurfa að sjá það í tæka tíð ef forðast á slysin. Sú virtist ekki vera raunin um daginn þegar einn hjólreiðagarpur- inn tók allt í einu þá ákvörðun að stytta sér leið. Þetta gera menn auðvitað í lífinu en allt á sinn stað og tíma. I þetta sinn var hjólað í snatri yfir Hringbrautina í Reykja- vík, hvergi vora endurskinsmerki, hvorki á fötum eða fararskjóta. Niðamyrkur var og slydda en til allrar hamingju lítil umferð. Víkverji er nú óttalegur hræðsu- gepill og illa við að láta reyna á við- bragðsflýtinn sem stundum er ekki meiri en hjá sniglinum. Hann gat þó með naumindum sveigt fram hjá áhættufíklinum sem á því vonandi eftir að njóta friðarhátíðarinnar jafn vel og aðrir landsmenn. En Víkverji gat stöðvað skrjóðinn við götubrún og sat skjálfandi við stýr- ið í nokkra stund til að jafna sig. Fyrir fróðleiksfúsa vegfarendur er hann einmitt sleðinn sem þeir fara svo oft fram úr á Hringbrautinni þessa dagana. XXX ER EKKI kominn tími til að rétta hlut tóla sem kannski era ekki falleg í sjálfu sér en eiga samt vel við á vissum stöðum? Víkverji átti leið um Hafnarfjörð og sá þá að búið var að flytja gömlu, bresku flotkvína frá Norðurbakkanum svo- nefnda á nýjan stað og þar mun hún eiga að vera áfram. Víkverji verður að játa að honum finnst þetta tígulegt mannvhki og vel við hæfi að svona járn- og stálrisi setji svip sinn á hafnarlífið. Og svo má ekki gleyma notagildinu en það var nú ekki efst í huga hans. Miklu fremur að svona fljótandi en samt jarðbundnir hlutir era óhjákvæmi- legir þættir í iðnvæddu samfélagi og sýna að það er með lífsmarki. Þótt sjálfsagt sé að berjast gegn mengun og náttúraspjöllum mega menn ekki hafna í öngstræti sumra erlendra umhverfissinna sem finnst allt manngert vera lýti á umhverf- inu. Og þar era margir borgarbúar orðnir svo lausir við allan náttúra- skilning að þeir setja dýrin alltaf of- ar mannfólkinu, hvort sem það era hvalir sem eru í tísku eða eitthvað annað. Víkverja fannst undarlegt að heyra bandarískan sérfræðing taka undir þau sjónarmið að ekki eigi að veiða neina hvali og geta ekki tínt til önnur rök en þau að honum fynd- ist hvalir svo fallegir! Maðurinn gengur vafalaust í skóm úr dýra- leðri og þá hlýtur að mega spyrja hann hvað kýr og naut hafi til saka unnið. XXX GUÐJÓN Þórðarson og Einar Þór Daníelsson byrja ferilinn hjá Stoke með látum og líklega vita Englendingarnir ekki hvaðan á sig stendur veðri. Þeir eru alveg óvanir íslenskum aðferðum sem hafa þró- ast hér i aldanna rás. Hér hafa kraftmiklir menn þurft að grípa tækifærið þegar gaf á sjó, vera fljótir að fiska og innbyrða aflann. Víkverji var heldur vantrúaður á Stoke-hugmyndina þegai' hún kom fram á sjónarsviðið. Hann verður líklega að kyngja því eins og aðrir úrtölumenn aðhafa haft rangt fyrir sér og ætlar að vera jákvæður framvegis.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.