Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 51 þetta og vildi bara eyða þessu. í framhaldi af því sagðir þú mér hvað sjúkdómurinn væri líklega kominn á hættulegt stig og hvað þú hefðir miklar áhyggjur af Ola og fjöl- skyldu þinni, því þú varst ekki að hugsa um sjálfa þig. Við töluðum, grétum og héldum utan um hvor aðra og þá hefði ég viljað eiga töfra- sprota tO að veifa yfir þér og gera þig heObrigða aftur. Þegar við loks fórum að sofa var kominn morgunn og sólin komin hátt á loft. Það voru góðir tímar, Elsa mín, þegar við leigðum á Bugðulæknum, þú þá með Sigga Þór tveggja ára og ég með Lindu þriggja ára og þau voru eins og lítil systkin, svo góð saman. Það gat líka hvesst í kring- um okkur, þar sem fóru saman tvær skapmiklar manneskjur, en það styrkti nú bara vináttuböndin og við hlógum að þessu seinna. Það kom mér ekki á óvart þegar Óli hringdi á fóstudaginn að segja mér að þú hefðir kvatt þá um nótt- ina, því nokkrum dögum áður hafði mig dreymt, að ég ætlaði að heim- sækja þig og ég fann þig hvergi í húsinu. Sams konar draum dreymdi mig þrisvar áður en önnur vinkona mín dó fyrir eOefu árum. Mn nótt er með öðrum stjömum. Umlognkyrratjöm lauMndurfer. Kallaðeráþigogkomið að kveðjustundinni er. Úr lindunum djúpu leitar ást Guðs til þín yfiröllhöf. Hún ferjar þig yfir fljótið og færir þér h'fið að gjöf. Og söngnum sem eyrað ei nemur þérandaríbqóst. Dreymi þig rótt, liljan mín hvíta, semopnastánýínótt. (GunnarDal.) Elsku Óli, Edda, Siggi Þór, Guðni Már, Andri Freyr og aðrir aðstandendur, missir ykkar er mik- ill. Megi góður Guð styrkja ykkur og styðja. Guð geymi elsku Elsu og hafi hún þökk fyrir allt. Þín vinkona Markrún Óskarsdóttir. Hún Elsa vinkona mín er dáin langt fyrir aldur fram. _ Við fjölskyldan kynntumst Elsu, Óla og strákunum hennar, þeim Sigga, Guðna og Andra, þegar við fluttum í nýbyggðar íbúðir okkar í Grundarhúsum fyrir rúmlega átta árum og tengdust fjölskyldurnar góðum vináttuböndum. Elsa vai’ gædd miklum hæfileikum. Hún var listakokkur enda sýndi það sig best þegar hún hélt matarboð fyrir vini og ættingja. Þegar líða tók að jólum barst bökunarilmurinn út um eld- húsgluggann hjá henni því að alltaf bakaði hún nokkrar sortir og fór létt með það. Elsa reyndist börnunum hans Óla, þeim Guðrúnu, Tótu og Halla, mjög vel enda var hún mjög barn- góð og sótti lítill ömmustrákur mik- ið til hennar, hann Fáfnir litli, son- ur Tótu. Einnig átti Elsa sonarson, hann Sverri Þór, en vegna búsetu erlendis gat hann ekki verið mikið hjá henni eins og hún hefði viljað. Dætrum mínum var hún mjög góð, sérstaklega var henni umhugað um Guðrúnu mína sem átt hefur í erfíð- leikum, að hún færi að sjá ljósið í lífinu. Þegar ég fór til Osló í febrúar til stjúpdóttur minnar, því að það átti að skíra son hennar, tók Elsa ekki annað í mál en ég færi með pakka til litla prinsins frá þeim. Tvær yngstu dætur mínar, þær Thelma Björk og Þórhildur Svava, sóttu mikið til hennar og alltaf var hún tilbúin að líta eftir þeim meðan heilsan leyfði, en eftir að hún veikt- ist var hún alveg miður sín að geta ekki aðstoðað mig með stelpurnar ef ég þurfti barnapössun. Það sýnir best hvað hún var góð við þær að þegar ég þurfti að segja þeim þessa harmafregn, þá segir Þórhildur Svava eftir smáumhugsun: „Elsa best í heimi.“ Elsku Edda, megi algóður Guð styrkja þig í þessari miklu sorg þar sem Elsa var þitt einkabarn. Við Einar og dætur vottum Óla, Sigga, Guðna, Andra, stjúpbömum, tengdabömum og barnabörnum einlæga samúð. Guð veri með þeim öllum og styrki í sorg þeirra. Blessuð sé minning Elsu Brynj- ólfsdóttur. Bára og Einar. Elsku Elsa mín, nú ert þú farin frá okkur eftir löng og erfið veik- indi. Eg trúði þessu ekki þegar mamma kom til min og sagði mér frá jm' að hún Elsa væri dáin. Eg mun sakna þín óendanlega mikið og minningin um þig mun lifa í hjarta mínu alla mína ævi. Eg man þegar ég kom til þín stundum um jólin til að hjálpa þér að pakka inn jólagjöfum. Mér fannst altaf svo gott að koma til þín. Þú varst alltaf svo góð við alla og vildir allt fyrir alla gera. Þú trúðir alltaf á mig þegar ég átti i erfiðleikum; að ég gæti komið mér úr þessu rugli. Mér þykir svo sárt að komast ekki að jarðarförinni þinni, en ég veit að þú munt skilja það, og ég veit að þú munt fylgjast með mér og hjálpa mér þegar ég á í erfiðleik- um. Elsku Elsa, takk fyrir allt og takk fyrir allar góðu stundimar sem við áttum saman. Eg bið Guð að styrkja ástvini Elsu í þeirra miklu sorg. Ástar- og saknaðarkveðjur. Þín Guðrún Eva. Ég kveiki á kertum mínum við krossins helga tré. I öllum sálmum sínum hinnsekibeygirkné. Égvilltistoftafvegi. Égvaktioftogbað. Núhallarhelgumdegi áHausaskeljastað. í gegnum móðu’ og mistur égmikilundursé. Eg sé þig koma, Kristur, með krossins þunga tré. Af enni daggir dijúpa, og dýrð úr augum skín. A klettinn vil ég kqúpa og kyssa sporin þín. Égfellaðfótumþínum ogfaðmalífsinstré. Með innri augum mínum égundurmikilsé. Þústýrirvorsinsveldi ogvemdarhveijarós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ijós. (Davíð Stef.) Elsku Elsa, minning þín lifir í hjörtum okkar. Guð geymi þig. Thelma Björk og Þórhildur Svava. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, ogallterorðiðrótt. N ú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að stólja, enþaðerGuðs aðvilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Við biðjum Guð að styrkja ástvini Elsu í þeirra miklu sorg. Guð geymi þig, elsku Elsa. Anna Margrét, Guðrún Eva og Helga Rut. Elsa hafði ætlað að vera með okkur í saumó á mánudagskvöldið var. Við erum svo ungar ennþá og sem betur fer bjartsýnar að þrátt fyrir mikil og alvarleg veikindi Elsu hvarflaði ekki að okkur að í stað þess að spjalla allar saman og hlæja myndi kvöldið líða við að skrifa um hana minningargrein. Þetta var tregafull stund en um leið góð því við rifjuðum upp óteljandi skemmtilegar minningar um yndis- lega vinkonu. Leiðir okkar allra lágu saman í barnaskóla og snemma kom í ljós að Elsa var okkur fremri á ýmsum sviðum. Það er oft þannig að áhuga- svið hæfileikafólks dreifist víða og þannig var því farið með Elsu. Hún var skarpgreind og mikil náms- manneskja, spilaði eins og engill á gítar og talaði „útlensku“ langt á undan okkur hinum svo nokkuð sé nefnt. Elsa var einkabarn móður sinnar og bjó alla barnæskuna með henni á ástríku heimili móðurfor- eldranna. Þar naut hún ein athygli þeirra allra óskiptrar og til hennar voru gerðar töluverðar kröfur sem varð eflaust til þess að hún þrosk- aðist fyrr en við hinar. Samband Elsu og móður hennar, Þórunnar Eddu, var fallegt og yndislegt og að sumu leyti eins og náinna systra. Við öfunduðum Elsu mikið af því hvað hún átti skilningsríka og víðsýna móður þegar okkur fannst eigin foreldrar ekki skilja bofs í því hvað lífið gekk út á. Þegar við veltum því fyrir okkur hvað einkenndi Elsu öðru fremur var ýmislegt nefnt en okkur bar saman um að yfirbragð heimsdömu væri ofarlega á lista allt frá því hún var mjög ung. Hún fór alla tíð sínar eigin leiðir og var á allt of stuttri ævi búin að upplifa meira en hægt er að sætta sig við en alltaf hélt hún reisn. Elsa sópaði að sér athygli hvar sem hún fór og þar kom m.a. til mjög ákveðinn og óbrigðull smekkur hennar. Sjálf var hún óvenjulega lagleg og glæsileg kona og naut þess að klæða sig upp, fara út á meðal fólks og sýna sig og sjá aðra. Sá háttur var hafður á í saumaklúbbspartíum í eina tíð að við mættum allar ófarðaðar og höfðum okkur til saman. En Elsa varð fljótt leið á þessu fyrirkomu- lagi því þegar kominn var tími til að fara á ballið var hún alltaf óförðuð sjálf því allar vildum við láta hana laga okkur til. Hún var listamaður á því sviði eins og svo mörgum öðr- um. En það var alltaf jafn spenn- andi að sjá hvernig hún breytti + Gunnlaugur Þórarinsson rafvirkjameistari fæddist í Reykjavík 12. október 1926. Hann lést 18. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Þórarinn Gunnlaugsson, skip- stjóri, f. 19.3. 1898, d. 20.5. 1974, og Ólafía Sigurjóns- dóttir, húsmóðir, f. 17.1. 1903, d. 1.4. 1979. Systkini Gunn- laugs eru: Sigrún Þórarinsdóttir, f. 17.1.1932, Sig- urgeir Þórarinsson, f. 31.8.1937, og Þorlákur Þórarinsson hálf- bróðir, hann er látinn. Gunn- laugur lærði rafvirkjun og varð meistari í iðn sinni, vann við þau störf fyrst á skipum Eimskipafé- lags Islands en siðan sem tjóna- skoðunarmaður hjá Samábyrgð íslands á fiskiskipum, en þar lauk hann störfum og fór á eftir- laun í árslok 1994. Árið 1953 kvæntist Gunnlaug- ur Huldu Thorarensen, f. 8.9. 1933, d. 10.4.1977. Hún var dótt- ir Henriks Thorarensen skrif- Þrátt fyrir þá einföldu staðreynd að það eina sem öruggt er í þessum heimi sé dauðinn, þá erum við alltaf jafn óviðbúin komu hans. Þannig setti mig hljóðan þegar mér var til- kynnt að vinur minn, Gunnlaugur Þórarinsson, væri látinn. Að vísu vissum við að hann hafði átt við vanheilsu að stríða hin síðari ár, en kallið kom samt sem áður á óvart. Leiðir okkar Gulla lágu saman fyrir rúmum tuttugu árum þegar börn okkar tengdust böndum, sem sjálfri sér á mettíma í svo glæsilega konu að það var ekki laust við af- brýði hjá okkur hinum. Hún var eins og kameljón. Inn fór vel sköp- uð, venjuleg stelpa og út kom feg- urðardís sem skákaði öllum öðrum og hvert smáatriði var í stíl. Hún var flottust. Elsa bjó sér heimili á nokkrum stöðum í gegnum tíðina og á undra- verðan hátt tókst henni alltaf að gera heimilið einstaklega fallegt og smart við mjög mismunandi að- stæður. Ef peningar voru af skorn- um skammti þá saumaði hún bara nákvæmlega það sem hana langaði í. Hún gat einhvern veginn allt sem hún vildi. Annað atriði sem eink- enndi Elsu mjög sterkt var að hún var alltaf fyrst til að gera alla hluti. Hún var með í stofnun sauma- klúbbsins, hún hélt alltaf fyrsta klúbb á haustin og átti frumkvæði að ýmsum skemmtilegum upp- ákomum. Hún var yfirleitt fyrst til að mæta þegar við hinar héldum saumó og fyrst til að fara. Henni lá alltaf svolítið á. Hún varð líka fyrst til að gifta sig, eignast barn og meira að segja fyrst til að verða amma. Hún var búin að eignast fjögur böm þegar sumar okkar vomm varla búnar að stíga fyrstu skrefin út í lífið en nákvæmlega svona vildi hún haga sínu lífi. Hún var óvenjulega viljasterk og hún lét ungan aldur ekki setja sér nein mörk þegar hún og fyrri maður hennar og barnsfaðir, Sigurður Trausti, vildu ganga í hjónaband. Hún fékk bara til þess forsetaleyfi. En þrátt fyrir áföll á lífsleiðinni átti Elsa hamingjuríka ævi. Hún lifði fyrir yndislega syni sína, Sigm’ð Þór, Guðna Má og Andra Frey og eiginmanninn Olaf og naut þess að sjá ömmubörnin fæðast en nú er einmitt von á ömmubarni númer tvö hjá Sigga Þór. Börn Ólafs vom henni líka afar kær og þar vora fædd þrjú ömmubörn sem hún leit á sem sín eigin. Elsa dansaði í svolítið öðrum takti en við vinkonur hennar en það var hennar taktur. Hún var drottn- ing sem naut lífsins og kunni að láta sér líða vel en var um leið óeigingj- stofustjóra, f. 13.10. 1902, d. 15.5. 1978, og Eyþóru Thorar- ensen Ásgrímsdótt- ur, f. 18.3. 1905, d. 28.8. 1982. Böm Gunnlaugs og Huldu em: 1) Hen- rik Thorarensen Gunnlaugsson, f. 1.5. 1950, hann var tvíkvæntur, fyrri kona hans var Anna Bjarnadóttir, en þau slitu samvistir. Síðari kona hans var Þórdís Bjarna- dóttir, f. 25.4. 1948, en hún lést 5.10. 1995. Þau áttu eitt barn, Huldu, f. 17.12. 1987. Fyrir átti Þórdís eina dóttur, Gunnþóm Amardóttur, f. 29.6.1969. 2) Þór Thorarensen Gunnlaugson, f. 14.1. 1962, ferðafræðingur, bú- settur í Hollandi. Hann er kvænt- ur Sigríði Atladóttur, f. 30.4. 1961, starfar hjá Eimskip í Rott- erdam. Börn þeirra em Gunn- laugur Þór, f. 6.7. 1992, og Ey- þóra Elísabet, f. 10.8.1998. Utför Gunnlaugs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin kl. 10.30. hafa runnið í farsælum ferli fram á þennan dag. Að vísu vissi ég af Gulla fyrr, það er að segja á unglingsárum mínum, þegar hnefaleikar voru leyfð íþróttagrein á Islandi, en hann var mjög liðtækur keppnismaður á þeim tíma og þar eignaðist hann marga af sínum bestu félögum, sem héldu sambandi lengst af meðan hann gat og hittust þeir reglulega til léttra æfinga. Um sama leyti og kynni okkar örn og hjálpfús ef henni fannst sín vera þörf. Barátta við sykursýki frá unga aldri og áföH í gegnum lífið gerðu Elsu víðsýna og fordóma^ lausa og hún átti auðvelt með að sjá tilverana frá mörgum sjónarhorn- um. En sykursýkin er harður hús- bóndi sem hún átti erfitt með að beygja sig undir. En kannski var það vegna sjúkdómsins sem hún lifði hraðar en samferðamennirnir og langt um aldur fram er hún fyrst til að fara. Við kveðjum kæra vin- konu sem mun eiga sinn stóra sess í hjörtum okkar um alla framtíð og biðjum algóðan Guð að geyma hana og hugga ástvini hennar. Saumaklúbburinn; Sólveig, Gunnhildur, Sigríður, Helga M., Helga H., Hrönn, Matthildur og Fjóla. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist gi-ein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takm- arkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. Gulla hófust varð hann fyrir því mikla áfalli að missa eiginkonu sína, Huldu Thorarensen, en milli þeirra vora miklir kærleikar og í tímans rás kom það berlega í ljós að hún hafði verið hans haldreipi í líf- inu og fyrir hana hefði hann vaðið eld, efþurfthefði. Allt sem gerðist á heimili þeirra var samtengt þeirri stefnu, að sam-c. an gerðist allt gott, og var því miss- ir hans mikill og allt til dauðadags gat hann ekki sætt sig við að hún hefði verið tekin frá honum svo snemma. Þau fóru margar ferðir til út- landa og nutu samvista þar bæði meðan synir þeirra vora ungir og einnig eftir að þeir fóru að leita á vit eigin ákvarðana. Gulli gerðist félagi í Oddfellow-reglunni og var þar mjög virkur meðan heHsan leyfði og tók þátt í félagsstörfum af áhuga. Hann lærði til rafvirkjunar og stundaði þau störf bæði í landi og einnig á millilandaskipum. Hann öðlaðist meistararéttindi í faginu . og vann sem slíkur nokkur ár, en gekk svo til liðs við Samábyrgð ís- lands á fiskiskipum sem eftirlits- maður og tjónaskoðunarmaður og var hann þar traustur og sam- kvæmur sjálfum sér í öUum störf- um. Meðan Gulli var heill heilsu var hann mikil félagsvera og naut þess að vera innan um fólk og ræða mál og málefni, hafði hann mjög fast- mótaðar skoðanir á flestum málum, sama hvort þau vora pólitísk eða bara þessi venjulegu dægurmál. Hér hefi ég aðeins stiklað á stóri^ í lífshlaupi vinar míns, Gunnlaugs Þórarinssonar, eins og ég kynntist því. Fyrir þessi ár sem leiðir okkar lágu saman viljum við, ég og eigin- kona mín, þakka og við munum minnast Gulla meðan okkur endist önd tU. Við sendum öllum aðstand- endum hans samúðarkveðjur. Gu(d geymi Gunnlaug Þórarinsson. -1 Atli Ágústsson. GUNNLAUGUR ÞÓRARINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.