Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Islendingar gefa Háskólanum í Manitoba 50 milljónir Ljósmynd: Gunnur ísfeld Svavar Gestsson, Sigrid Johnson, Ken Thorlaksson, David Arnason og Páll Skúlason voru viðstödd þegar til- kynnt var um fímmtíu milljóna króna gjöf til íslenskudeildar Háskólans í Manitoba. Kanada. Morgunblaðið. RÍKISSTJÓRN íslands, Eim- skipafélagið og Háskólasjóður Eimskipafélagsins hafa tekið sig saman um að gefa íslenskudeild Háskólans í Manitoba og íslenska bókasafninu við sama skóla 50 milljónir króna á þriggja ára tímabili. Gjöfinni er ætlað að styðja við bakið á rekstri deildarinnar og að koma íslensku bókasafni há- skólans í viðunandi ástand. Með þessari gjöf á að vera tryggt að starfsemi safnsins haldi áfram og sömuleiðis starfsemi íslensku- deildarinnar sem er eina há- skóladeildin í íslensku utan Is- lands. Ríkið leggur fram 30 milljónir, Eimskipafélagið 10 milljónir, og Háskólasjóður Eimskipafélagsins 10 miHjónir. Tilkynningin um gjöfina kemur í kjölfar sam- _ starfssamnings sem Háskóli fs- lands og Háskóli Manitoba skrif- uðu undir 21. nóvember síðastlið- inn. Svavar Gestsson aðalræðis- maður Islands í Kanada sagði við það tækifæri að gjöfin sýndi vilja ríkisstjórnarinnar og Eimskipa- félagsins til að tryggja framtíð bókasafnsins og íslenskudeildar háskólans. Eimskipafélagið hefur frá stofnun þess átt góð samskipti við Vestur-Islendinga en þeir lögðu fram þriðjung hlutafjár við stofn- un þess árið 1914. Þeir Vestur-ís- lendingar sem áttu hlut í félaginu gáfu hlutabréf sín til stofnunar Háskólasjóðs Eimskipafélagsins árið 1966 til að styðja við bakið á Háskóla íslands. Styrkir samband skólanna Páll Skúlason háskólarektor sagði að gjöfin úr sjóðnum hefði verið studd af háskólaráði sem vonaðist til þess að hún styrkti samband skólanna. „Það er mik- ilvægt að skapa tækifæri fyrir vísindamenn frá báðum skólum til að vinna saman, og fyrir Is- lendinga að hafa áframhaldandi aðgang að íslenska bókasafninu við Háskólann í Manitoba," sagði Páll við þetta tækifæri. Nú stendur yfir íjársöfnun vegna íslenskudeildarinnar og ís- lenska bókasafnsins. Má gera ráð fyrir að framlag íslendinga ráði úrslitum um að söfnunarátakið skili þeim árangri sem að er stefnt. Miðað er við að nýupp- gerð húsakynni bókasafnsins verði opnuð 21. október á næsta ári, árið 2000, þegar 125 ár verða liðin frá því að íslendingar settust að í Gimli á ströndum Winnipeg-vatns. Fyrsta sýningin í nýja húsnæðinu verður sýning á íslenskum handritum. Árs fangelsi og 25 milljóna króna sekt fyrir bókhalds- og virðisaukaskattsbrot Misnotaði aðstöðu sína sem opinber starfsmaður Tvær stúlkur og Kio Briggs í haldi Gæsluvarð- hald verði framlengt DANSKA lögreglan mun í dag, föstudag, krefjast tveggja vikna framlengingar á gæslu- varðhaldi Kio Briggs, sem setið hefur í þriggja vikna gæslu- varðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnai’ í Sönderborg á e- töflumáli sem Briggs er grun- aður um aðild að. Ennfremur verður krafist sömu framlengingar á gæslu- varðhaldi 22 ára gamailar ís- lenskrar stúlku, sem búsett er í Danmörku og yfir danski-i stúlku um tvítugt sem hand- tekin var fáeinum dögum eftir að Briggs var handtekin. Briggs var handtekinn með tæplega 800 e-töflur í fórum sínum í Sönderborg hinn 7. nóvember ásamt íslensku stúlkunni, en á Islandi takast ríkislögmaður og lögmaður Briggs á í 27 milljóna króna skaðabótamáli, sem Briggs höfðaði gegn ríkinu fyrir gæsluvarðhald og farbann í tæpt ár hér á landi í kjölfar sýknudóms Hæstiréttar í fíkni- efnamáli sem vai’ðaði stórfelld- an innflutning á e-töflum til landsins í september árið 1998. Urskurðaður í síbrotagæslu HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur úrskurðaði 26 ára gamlan mann í 30 daga síbrotagæslu að kröfu rannsóknardeildar lögreglunnar í Hafnarfirði á þriðjudag. Maðurinn var handtekinn í banka þar sem hann hugðist svíkja út peninga og var í fram- haldinu farið fram á .gæslu- varðhaldið. Maðurinn hefur verið kærður fyrir ýmiss konar afbrot, m.a. þjófnaði, fjársvika- mál og innbrot í íbúðarhús. Rannsóknardeild lögregl- unnar í Hafnarfirði hefur upp- lýst mörg mál á hendur honum og var leitast við að taka mann- inn úr umferð á meðan dóm- stólar fjalla um mál hans. HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness dæmdi á miðvikudag fyrrverandi framkvæmdastjóra Snæru ehf. og starfsmann skattstjórans í Reykja- nesumdæmi í tólf mánaða fangelsi og til að greiða 25 milljónir króna í sekt til ríkissjóðs fyrir brot á lög- um um virðisaukaskatt og rang- færslur upplýsinga í opinberu starfi og fyrir meiriháttar bók- haldsbrot. Brotin áttu sér stað á síðasta ári og þessu. Ákærði var fundinn sekur um að hafa sem framkvæmdastjóri og prókúruhafi Snæru ehf. útbúið fyr- ir félagið og afhent skattstjóranum í Reykjanesumdæmi tíu tilhæfu- SIGURÐUR Guðmundsson land- læknir sagðist í samtali við Morgun- blaðið lítið geta sagt um óþekkta veiru sem fellt hefur tíu manns í Hollandi síðustu tvær vikurnar og greint var frá hér í blaðinu á mið- vikudag. Upplýsingar væru enn af skornum skammti. Hann taldi hins vegar ólíklegt að um einhvern nýjan og óþekktan sjúkdóm væri að ræða enda væri ólíklegt að slíkur sjúk- dómur kæmi upp í landi eins og Hollandi. Sigurður sagði að hermannaveiki kæmi vissulega fyrst upp í hugann en af fréttum að dæma hefðu Hollendingar náriast útilokað að hún væri hér á ferðinni. Sagði Sig- urður enda tiltölulega einfalt að sannreyna það. „Það er þó ekkert hægt að segja af viti um þetta fyrr lausar virðisaukaskattskýrslur. Þar af voru níu bráðabirgðaskýrsl- ur þar sem ranglega voru tilgreind kaup félagsins á hráefni til fisk- vinnslu og innskattur vegna þeirra og ein skýrsla þar sem ranglega var tilgreind undanþegin velta og innskattur. Atti ákærði þannig að hafa misnotað stöðu sína sem opin- ber starfsmaður í virðisaukaskatt- deild skattstofunnar til að skrá inn í tölvukerfi virðisaukaskatts rang- ar upplýsingar samkvæmt hinum innlögðu skýrslum og rangar stað- festingar á afgreiðslum þeirra. Þær færslur í tölvukerfið heimil- uðu innheimtumanni ríkissjóðs að en maður veit eitthvað meira. Ein- kennin koma ekki einu sinni vel fram, þetta virðist vera einhver öndunarfærasýking," sagði Sigurð- ur. Hermannaveiki fátíð á íslandi Vel er þó fylgst hér á landi með þróun málsins, að sögn Sigurðar, enda greiðar og miklar samgöngur milli Hollands og íslands. Hann benti hins vegar á að ekki væri að sjá að Hollendingar sjálfir hygðu á sérstakar einangrunaraðgerðir og af viðbrögðum þeirra mætti reynd- ar draga þá ályktun að þeir héldu sjálfir að þetta væri einhver pestar- sjúkdómur, þótt ekki hefði enn tek- ist að greina hann. Sigurður sagði ólíklegt að einhver greiða félaginu rúmlega 1.600 þús- und króna innskatt. Þá var ákærði fundinn sekur um að hafa án nokkurra skýrslugjafa af hálfu Snæru ehf. fyrir 40 upp- gjörstímabil misnotað stöðu sína í virðisaukaskattsdeild skattstjórans til að skrá beint inn í tölvukerfi virðisaukaskatts rangar upplýsing- ar í þágu félagsins, 34 sinnum um vikuleg hráefniskaup og innskatt af þeim og 6 sinnum um undanþegna veltu og innskatt á tveggja mánaða tímabilum og rangar staðfestingar um afgreiðslu þeiiTa sem heimil- uðu innheimtumanni ríkissjóðs út- borgun á innskatti til Snæru efh. nýr og óþekktur sjúkdómur kæmi upp í jafn þéttbýlu landi og Hollandi. Flestir nýir sjúkdómar undanfarinna ára og áratuga hefðu tengst villtum dýrum eða náttúr- unni með einhverjum öðrum hætti. Hermannaveiki tengdist síðan til- teknum byggingum og tilteknu um- hverfi. Aðspurður upplýsti Sigurður að hér á landi væri ekki viðhaft sér- stakt eftirlit með hermannaveiki, enda ekki beinlínis tilefni til. Hún væri að öllum líkindum afar fátíð á Islandi, allt benti til að innan við tvö prósent lungnabólgutilfella, sem hér koma upp utan sjúkrahúsanna, ættu rætur að rekja til hermanna- veiki. Engu að síður væri hennar gjarnan leitað hjá fólki sem kæmi með lungnabólgu utan úr bæ. sem nam um 9,2 milljónun króna. Akærði var að lokum sakfelldur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot með því að hafa í rekstri Snæru ehf. allt árið 1998 og fyrri hluta þessa árs vanrækt að halda lögboð- ið bókhald og vanrækt að vai’ðveita fylgiskjöl í samræmi við góða bók- halds- og reikningsskilavenju, og að hafa vanrækt að semja árs- reikning félagsins fyrir rekstrarár- ið 1998. Akærði játaði brot sín skýlaust fyrir dómi og var samvinnuþýður við rannsókn málsins og var m.a. tekið tillit til þess við ákvörðun refsingar. Sjúkrahúsið á Selfossi Skipaður fram- kvæmda- stjóri HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðherra hefur að tillögu stjórnai’ Heilbrigðisstofnunar- innai’ á Sel- fossi skipað Magnús Stef- ánsson, rekstrarfræð- ing, í stöðu framkvæmda- stjóra stofn- unarinnar til fimm ára. 14 umsækjendur voru um stöðuna en einn umsæjandi dró umsókn sína til baka. Magnús Stefánsson var ann- ar tveggja alþingismanna Framsóknarflokksins í Vestur- landskjördæmi á síðasta kjör- tímabili. Landlæknir um banvæna veiru í Hollandi Olíklegt að um nýjan sjúkdóm sé að ræða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.