Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.11.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Islandssími og Del- oitte & Touche semja ÍSLANDSSÍMI og endurskoðun- ar- og ráðgjafafyrirtækið Deloitte & Touche hf. undirrituðu nýverið samning um fjarskiptaþjónustu fyrir Deloitte & Touche hf. í samningnum felst að Islandssími mun setja upp búnað fyrir síma- og Intemet-tengingar og gagna- flutninga í nýju húsnæði Deloitte & Touche hf. að Stórhöfða 23 í Reykjavík, en það húsnæði verður tekið í notkun næstkomandi mánudag. Íslandssími mun setja upp og reka alhliða fjarskipta- þjónustu fyrir Deloitte & Touche hf. Fyrirtækið mun tengjast Fyr- irtækjaneti Íslandssíma og sett verður upp nethlið og vinnuhlið, en það þýðir að starfsmenn Del- oitte & Touche hf. geta tengst innra neti fyrirtækisins hvaðan sem er. Einnig verður sett upp stafræn tenging fyrir 45 símalín- ur. Sigurður Ingi Jónsson, yfírmáður viðskiptamótunar Íslandssíma, Margrét Sanders, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Deloitte & Touche, og Karl Eggertsson, viðskiptastjóri Íslandssíma. Þú verður bjargarlaus án hennar en hún hefur svo gaman af því að ferðast Þú hefur vanist því að geta leitað til hennar hvenær sem er þar sem hún er margfalt öflugri en þær sem þú hefur áður reynt. Með aðstoð hennar helur þú alltaf verið I öruggu og góðu sambandi bæði heima og heiman. Einníg hefur hið óbrigðula minni gert hana að þinni hægri hönd og þar af leiðandí ómissandi. Dell Latitude fartölvan er ein sú íullkomnasta sinnar tegundar á markaðnum f dag. Þótt smágerð sé stendur hún stærri vélum jafnfætis eða ffamar að gæðum og styrk. / / / / / / / / Hún er sú eina rétta. EJS hf. ♦ 563 3000 ♦ www.ejs.is Norðmenn verða ennþá ríkari Ósld. Aftcnposteil. • TEKJUR af olíu eru á góöri leiö meö að gera Norðmenn vellauöuga sam- kvæmt síðustu skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Samkvæmt skýrslunni munu eignir Norömanna erlendis aukast um tæp- lega 270 milljónir norskra króna á næstu tveimur árum sé miðaö við að verö á olíu veröi 22 dollarartunnan. Ríkidæmi Norðmanna á sérekki hliöstæöu meöal iðnaðarríkja á Vest- urlöndum eftir síöari heimsstyrjöld," segir blaðið Aftenposten. Samkvæmt skýrslu OECD verður greiösluafgangur Norðmanna í viö- skiptum viö útlönd 10,4% og 10,2% afvergri þjóðarframleiöslu næstutvö ár samkvæmt núverandi spám. Greiðsluafgangur voldugra ríkja á borö viö Japan og Þýzkaland nemur 2% á ári þegar bezt lætur. Greiöslu- afgangur ESB er nálægt núlli. Ekkierauöveltaðfáfólktil að skilja aö ekki er beinlínis hægt að nota þessa fjármuni í Noregi," sagöi Gudmund Resdtad í samtaii viö Aft- enposten. Ríkiö fær drýgsta megniö afgreiösluafganginum, sem rennurí ríkisolíusjóð, Statens Petroleums- fond. Ný útgáfa af Navision Financials • ÚTGÁFA 2.5 af Navision Financials kom út 22. nóvember síöastliöinn, og meö útgáfunni fjöigar kostum við val á gagnagrunnum því nú keyrir Navision Financials einnig á Micro- softSQLServer7.0. í fréttatjlkynningu frá Navision Software íslandi segir aö Navision Software sé leiðandi á sviöi viö- skipta- og upplýsingakerfa ogtelji Microsoft SQL Server 7.0 marka þáttaskil í þróun kerfa á markaöi fyrir meöalstórfyrirtæki. Navision Software hefur sinnt þörf- um meðalstórra fyrirtækja víöa um heim um árabil og hefur þaö lagaö sig að tækninni frá Microsoft. Hönn- un fyrir Microsoft SQL Server 7.0 er því eölilegt skref í stefnu Navision Software vegna Microsoft BackOf- fice, segirífréttatilkynningunni. íslensk útgáfa af Navision Financ- ials 2.5 er væntanleg á fyrsta fjórö- ungi ársins 2000. Gengi FBA komið í 3,10 • VIÐSKIPTI meö hlutabréf á Verð- bréfaþingi íslands námu 181 millj- ón króna í gær. Mest viöskipti voru með bréf FBA eða fyrir 99 milljónir króna og hækkaði gengi þeirra um 4%, úr 2,98 í 3,10 en ríkiö seldi 51% hlut sinn fyrr í mánuöinum til hóps fjárfesta á genginu 2,80. Mest hækkaöi verö hlutabréfa Hraöfrystistöövar Þórshafnar eða um 10,1%, úr 2,18 í 2,40. Mest lækkun varö á gengi hlutabréfa í Fiskmarkaöi Breiöafjarðar eða um 15,7% en einungis ein lítil viö- skipti voru að baki lækkuninni. Urvalsvísitala aöallista heldur áfram að setja met og er orðin 1.456 stig en var 1.099 stig í lok síöasta árs. Hefur hún hækkaö um 32,68% frá áramótum. Miðlun og Oddi gera samning • NÝLEGA var gengiö frá samningi á milli Miölunar ehf. og Prentsmiöjunn- ar Odda um að Oddi annist prentun á allri útgáfu Miðlunarehf. Um er aö ræöa svokallaðar vísivörur (director- ies) sem dreift er í miklu upplagi, neytendum aö kostnaöarlausu. Sem dæmi má nefna Netfangaskrána, lceland Export Directory og bókina Gula Itnan - frá A til Ö, sem dreift er í 85.000 eintökum á suövesturhorni landsins. Stór hluti þessara bóka var áöur prentaður í Svíþjóö. Meö tilkomu nýs tækjabúnaðar er Oddi nú oröinn aö fullu samkeppnis- fær viö erlendar prentsmiðjur, aö því erfram kemurífréttatilkynningu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.