Morgunblaðið - 03.12.1999, Page 55

Morgunblaðið - 03.12.1999, Page 55
F MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 55. KIRKJUSTARF Helgi Helgason VE 343 hlaðinn sfld á Siglufirði 1947. Helgi Helgason er stærsta tréskip sem smíðað hefur verið hér á landi, 188 smálestir. Helgi Benediktsson við fyrstu vörubifreið sína í Vestmannaeyjum árið 1924. lega undir innflutningsverslun landsmanna, og leggur innlendum iðnaði til margvísleg hráefni til inn- anlands vinnslu. Fari svo fram eins og gert hefir á undanförnum áratug- um, og virðist fara vaxandi að fiski- stofni sé eytt vegna rányrkju og veiðstöðvum spillt og uppeldisstöðv- ar nytjafíska ekki verndaðar og varðar fyrir offiski og annarri eyði- leggingu, verður þess sýnilega skammt að bíða að fiskveiðar við Isl- and hætti að verða þjóðinni arðgæf- ar og veiti ekki nauðsynlegar at- vinnutekjur. Af framangreindum ástæðum höf- um við undirritaðir orðið sammála um að efna til félagsskapar til þess að styðja að því að íslensk landhelgi verði færð út þannig að allt land- grunnið íslenska verði innan land- helgislínu og eingöngu athafnasvæði íýrir Islendinga eftir því sem henta þykir á hverjum stað og tíma. Að bætt verðiog aukið eftirlit með land- helgisveiðum. Að aðaluppeldisstöðv- ar nytjafíska hér við land verði frið- aðar íýrii' notkun þeirra veiðitækja og aðferða sem stofninum stendur hætta af og að friðlýst verði veiði- svæði í nánd við strendur landsins, eins og fordæmi er um með neta- svæðið við Vestmannaeyjar. Arangri af þessari félagsstofnun hyggjast félagsmenn að ná með því að vekja athygli valdsmanna og al- mennra borgara á því hver vá er fyr- ir dyrum verði ekki að gert og út frá þeirri staðreynd að fjarlæg lega landsins frá öðrum löndum gefur engum öðrum en íslendingum sjálf- um eðlilegan rétt til að nytja íslands veiðisvæði." Undir þetta rituðu þeir Helgi Benediktsson, formaður, Asmundur Guðjónsson, og Sveinn Guðmun- dsson. Helgi studdi eflingu íþróttamála í Eyjum og gaf hann m.a. fé til íþrótta- vallarins inni í Botni, fyrir stríð, þeg- ar verið var að vinna við að gera hann keppnishæfan. Helgi var mikill og dyggur stuðningsmaður íþrótta- félagsins Týs og var gerður heiðurs- félagi þess. Árið 1967 var hann gerð- ur að heiðursfélaga í skátafélaginu Faxa í Vestmannaeyjum. Þennan heiður mat hann mikils. Þessi upptalning sýnir svo ekki verður um villst að Helgi Benedikts- son var enginn meðalmaður. Fjölskyldan Hinn 26. maí 1928 gekk Helgi Benediktsson að eiga Guðrúnu, f. 30. júní 1908, Stefánsdóttur skipstjóra Björnssonar frá Skuld í Vestmanna- eyjum og konu hans Margrétar Jónsdóttur. Guðrán er mikilhæf og hin mesta merkiskona, kunni Helgi vel að meta mannkosti hennar. Þau hófu búskap í húsinu Einbúa, Bakka- stíg 5, þaðan fluttu þau að Gríms- stöðum, Skólavegi 27, en árið 1944 lét hann reisa myndarlegt íbúðarhús á Heiðarvegi 20 og fluttu þau þangað þar sem þau bjuggu síðan. Á Heiðar- vegi 20 var oft fjölmennt í heimili, 15- 20 manns þegar mest var, en þar voru m.a. vertíðarmenn í þjónustu Helga. Þau Helgi og Guðrún eignuð- ust átta börn en þungur harmur var kveðinn að þeim hjónum er þau misstu tvo syni í blóma lífsins. Böm þeirra eru: Stefán, f. 16.5.1929, öku- kennari í Vestmannaeyjum og fyrr- um bifreiðaeftirlitsmaður þar, kvæntur Sigríði Bjarnadóttur úr Vestmannaeyjum. Sigtryggur, f. 5.10.1930, fv. forstjóri Brimborgar í Reykjavík, kvæntur Halldóra Guð- mundsdóttur frá Vestmannaeyjum. Guðmundur, f. 12.5. 1932, d. 15.5. 1953. Páll, f. 14.6.1933, ferðafrömuð- ur í Vestmannaeyjum, var kvæntur Bryndísi Karlsdóttur (látin) frá Hafnarfirði. Helgi, f. 31.10. 1938, d. 28.8.1960. Guðrán, f. 16.2.1943, hús- frú í Reykjavík, gift Finni Karlssyni úr Reykjavík. Arnþór, f. 5.4. 1952, fjölmiðlamaður, kvæntur Elínu Árnadóttur új- Reykjavík. Gísli, f. 5.4. 1952, deildarstjóri, kvæntur Herdísi Hallvai’ðsdóttur úr Reykja- vík. Lokaorð Helgi Benediktsson lést á heimili sínu, Heiðarvegi 20, að kvöldi hins 8. apríl 1971. Saga Vestmannaeyja væri fátækari ef Helga Benedikts- sonar hefði ekki notið við og væri það verðugt verkefni sagnfræðings að rita sögu hans. I stjórnmálum lét hann mikið að sér kveða, sérstaklega í bæjannálefnum, svo lengi verður í minnum haft. Afskipti hans af stjómmálum er sérstakur kafli í lífi hans og ekki sá viðburðaminnsti. Af nógu er að taka þó að það efni hafi ekki verið aðgengilegt þeim sem þetta skráir. Á bams- og unglingsár- um var skrásetjari tíður gestur á heimili Helga Benediktssonar og Guðránar Stefánsdóttur, en sonur þeirra, Helgi, sem lést langt um ald- ur fram, var traustur og tryggur vin- ur. Minningin um gestrisni þeirra hjóna og umburðarlyndi Guðrúnar við ærslafulla peyja hefur fylgt æ síðan, eða í rúma hálfa öld. Guðrán dvelur nú á Hjúkranarheimilinu Eir í Reykjavík, í hámi elli, sem hún ber af þeim virðuleika er hefur ætíð einkennt hana. Heimildir: Aldahvörf í Eyjum, Þorsteinn Jónsson frá Laufási 1950. Blik, ársrit Vestmannaeyja 1969. Dagbók Helga Benediktssonar, 1918-1919. Fjöratíu ár í Eyjum, Helgi Ben- ónýsson. Islensk skip, Jón Björnsson 1990. íslendingaþættir Tímans, 8. tbl. 4. árg. 1971. Islenskir samtíðarmenn, 1964. Viðtöl við ýmsa Eyjamenn. Sævar Þ. Jóhannesson. Safnaðarstarf Götuguðsþj ónusta á Garðatorgi Á morgun, laugardaginn 4. desem- ber, kl. 17 verður götuguðsþjónusta á aðventu á Garðatorgi. Kór Vída- línskirkju leiðir almennan söng. Stöðvum ,jólavélina“ sem svo er nefnd um stund og hugleiðum hið raunveralega tilefni jólanna sem er Jesús Kristur og fæðing hans. Org- anisti Jóhann Baldvinsson. Prest- arnh’. Langholtskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 11-13. Létt hreyf- ing, slökun og kristin íhugun. Kyri’ð- ar- og bænastund í kirkjunni kl. 12. Orgelleikur, sálmasöngur. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- presta og djákna. Kærleiksmáltíð, súpa, salat og brauð, eftir helgi- stundina. Laugarneskirkja. Morgunbænir k. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplif- un fyrir böm. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardag kl. 13. Samvera í safnað- ai’heimili og jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum. Þátttaka tilkynnist í síma 511-1560. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Hafnarfjaiðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Ffladelfía. Galakvöld unglinganna kl. 19. Skemmtiatriði og leikir. Allir hjartanlega velkomnir. Munið spar- iklæðnað KFUM og KFUK v/Holtaveg. Að- ventusamvera fyrir eldri félagsmenn verður í dag, föstudag, í aðalstöðvun- um við Holtaveg kl. 14. (U.þ.b. 60 ára og eldri). Þórdís K. Ágústsdóttir, formaður KFUK, flytur ávarp og bæn. Þórarinn Björnsson, guðfræð- ingur, rifjar upp brot úr sögunni, Sigurbjörn Þorkelsson, framT kvæmdastjóri KFUM og KFUK, les framsamda jólasögu úr bók sinni, Kærleikurinn mestur. Laufey Geir- laugsdóttir syngur einsöng og sr. Ól- afur Jóhannsson, formaður KFUM í Reykjavík, hefur hugvekju. Veiting- ar í lokin. Allir vinir KFUM og KFUK sem einhvern tíma hafa kom- ið nálægt eða fylgst með starfi félag- anna er hér með boðið að sækja sam- verana. Hofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli kl. 14. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju- skólinn í Mýrdal er með samverar á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík- urskóla. Hvalsnessókn. Safnaðarheimilið Sandgerði: Æskulýðsstarf hjá Út- nesi kl. 20.30. Sjöunda dags aðventistar á fsl- andi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bi- blíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Björg\dn Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjónustu. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíuf- ræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Finn F. Eckhoff. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 11. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíuf- ræðsla að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Elías Theodórsson. Samfélag aðventista, Sunnuhlíð 12, Akureyri: Samkoma kl. 10.30. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Jólasöngvar í Kvos í dag, föstudaginn 3. desember, verða tónleikar haldnir í Fríkir- kjunni í Reykjavík kl. 20. Franv' koma: Drengjakór Laugarneskirkju, Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur, Árnesingakórinn, Orgelleikur, al- mennur söngur. Enginn aðgangs- eyrir en framlögum safnað til styrkt- ar Hjálparstarfi kirkjunnai’. íoí^e KRISTIN TRÚ- í ÞÚSUND ÁP ÁRIÐ 2000 Á morgun, laugardaginn 4. des., verða tónleikar í Dómkirkjunni kl. 17. Fram koma: Kór kórskóla Lang- holtskirkju, Karlakórinn Fóstbræð- ur, Litli kórinn, kór eldri borgara úr Neskirkju, Skagfirska söngsveitin, orgelleikur, almennur söngur. Eng- inn aðgangseyrir en framlögum safnað til styi’ktar Hjálparstarfi kirkjunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.