Morgunblaðið - 03.12.1999, Síða 55

Morgunblaðið - 03.12.1999, Síða 55
F MORGUNBLAÐIÐ ALDARMINNING FÖSTUDAGUR 3. DESEMBER 1999 55. KIRKJUSTARF Helgi Helgason VE 343 hlaðinn sfld á Siglufirði 1947. Helgi Helgason er stærsta tréskip sem smíðað hefur verið hér á landi, 188 smálestir. Helgi Benediktsson við fyrstu vörubifreið sína í Vestmannaeyjum árið 1924. lega undir innflutningsverslun landsmanna, og leggur innlendum iðnaði til margvísleg hráefni til inn- anlands vinnslu. Fari svo fram eins og gert hefir á undanförnum áratug- um, og virðist fara vaxandi að fiski- stofni sé eytt vegna rányrkju og veiðstöðvum spillt og uppeldisstöðv- ar nytjafíska ekki verndaðar og varðar fyrir offiski og annarri eyði- leggingu, verður þess sýnilega skammt að bíða að fiskveiðar við Isl- and hætti að verða þjóðinni arðgæf- ar og veiti ekki nauðsynlegar at- vinnutekjur. Af framangreindum ástæðum höf- um við undirritaðir orðið sammála um að efna til félagsskapar til þess að styðja að því að íslensk landhelgi verði færð út þannig að allt land- grunnið íslenska verði innan land- helgislínu og eingöngu athafnasvæði íýrir Islendinga eftir því sem henta þykir á hverjum stað og tíma. Að bætt verðiog aukið eftirlit með land- helgisveiðum. Að aðaluppeldisstöðv- ar nytjafíska hér við land verði frið- aðar íýrii' notkun þeirra veiðitækja og aðferða sem stofninum stendur hætta af og að friðlýst verði veiði- svæði í nánd við strendur landsins, eins og fordæmi er um með neta- svæðið við Vestmannaeyjar. Arangri af þessari félagsstofnun hyggjast félagsmenn að ná með því að vekja athygli valdsmanna og al- mennra borgara á því hver vá er fyr- ir dyrum verði ekki að gert og út frá þeirri staðreynd að fjarlæg lega landsins frá öðrum löndum gefur engum öðrum en íslendingum sjálf- um eðlilegan rétt til að nytja íslands veiðisvæði." Undir þetta rituðu þeir Helgi Benediktsson, formaður, Asmundur Guðjónsson, og Sveinn Guðmun- dsson. Helgi studdi eflingu íþróttamála í Eyjum og gaf hann m.a. fé til íþrótta- vallarins inni í Botni, fyrir stríð, þeg- ar verið var að vinna við að gera hann keppnishæfan. Helgi var mikill og dyggur stuðningsmaður íþrótta- félagsins Týs og var gerður heiðurs- félagi þess. Árið 1967 var hann gerð- ur að heiðursfélaga í skátafélaginu Faxa í Vestmannaeyjum. Þennan heiður mat hann mikils. Þessi upptalning sýnir svo ekki verður um villst að Helgi Benedikts- son var enginn meðalmaður. Fjölskyldan Hinn 26. maí 1928 gekk Helgi Benediktsson að eiga Guðrúnu, f. 30. júní 1908, Stefánsdóttur skipstjóra Björnssonar frá Skuld í Vestmanna- eyjum og konu hans Margrétar Jónsdóttur. Guðrán er mikilhæf og hin mesta merkiskona, kunni Helgi vel að meta mannkosti hennar. Þau hófu búskap í húsinu Einbúa, Bakka- stíg 5, þaðan fluttu þau að Gríms- stöðum, Skólavegi 27, en árið 1944 lét hann reisa myndarlegt íbúðarhús á Heiðarvegi 20 og fluttu þau þangað þar sem þau bjuggu síðan. Á Heiðar- vegi 20 var oft fjölmennt í heimili, 15- 20 manns þegar mest var, en þar voru m.a. vertíðarmenn í þjónustu Helga. Þau Helgi og Guðrún eignuð- ust átta börn en þungur harmur var kveðinn að þeim hjónum er þau misstu tvo syni í blóma lífsins. Böm þeirra eru: Stefán, f. 16.5.1929, öku- kennari í Vestmannaeyjum og fyrr- um bifreiðaeftirlitsmaður þar, kvæntur Sigríði Bjarnadóttur úr Vestmannaeyjum. Sigtryggur, f. 5.10.1930, fv. forstjóri Brimborgar í Reykjavík, kvæntur Halldóra Guð- mundsdóttur frá Vestmannaeyjum. Guðmundur, f. 12.5. 1932, d. 15.5. 1953. Páll, f. 14.6.1933, ferðafrömuð- ur í Vestmannaeyjum, var kvæntur Bryndísi Karlsdóttur (látin) frá Hafnarfirði. Helgi, f. 31.10. 1938, d. 28.8.1960. Guðrán, f. 16.2.1943, hús- frú í Reykjavík, gift Finni Karlssyni úr Reykjavík. Arnþór, f. 5.4. 1952, fjölmiðlamaður, kvæntur Elínu Árnadóttur új- Reykjavík. Gísli, f. 5.4. 1952, deildarstjóri, kvæntur Herdísi Hallvai’ðsdóttur úr Reykja- vík. Lokaorð Helgi Benediktsson lést á heimili sínu, Heiðarvegi 20, að kvöldi hins 8. apríl 1971. Saga Vestmannaeyja væri fátækari ef Helga Benedikts- sonar hefði ekki notið við og væri það verðugt verkefni sagnfræðings að rita sögu hans. I stjórnmálum lét hann mikið að sér kveða, sérstaklega í bæjannálefnum, svo lengi verður í minnum haft. Afskipti hans af stjómmálum er sérstakur kafli í lífi hans og ekki sá viðburðaminnsti. Af nógu er að taka þó að það efni hafi ekki verið aðgengilegt þeim sem þetta skráir. Á bams- og unglingsár- um var skrásetjari tíður gestur á heimili Helga Benediktssonar og Guðránar Stefánsdóttur, en sonur þeirra, Helgi, sem lést langt um ald- ur fram, var traustur og tryggur vin- ur. Minningin um gestrisni þeirra hjóna og umburðarlyndi Guðrúnar við ærslafulla peyja hefur fylgt æ síðan, eða í rúma hálfa öld. Guðrán dvelur nú á Hjúkranarheimilinu Eir í Reykjavík, í hámi elli, sem hún ber af þeim virðuleika er hefur ætíð einkennt hana. Heimildir: Aldahvörf í Eyjum, Þorsteinn Jónsson frá Laufási 1950. Blik, ársrit Vestmannaeyja 1969. Dagbók Helga Benediktssonar, 1918-1919. Fjöratíu ár í Eyjum, Helgi Ben- ónýsson. Islensk skip, Jón Björnsson 1990. íslendingaþættir Tímans, 8. tbl. 4. árg. 1971. Islenskir samtíðarmenn, 1964. Viðtöl við ýmsa Eyjamenn. Sævar Þ. Jóhannesson. Safnaðarstarf Götuguðsþj ónusta á Garðatorgi Á morgun, laugardaginn 4. desem- ber, kl. 17 verður götuguðsþjónusta á aðventu á Garðatorgi. Kór Vída- línskirkju leiðir almennan söng. Stöðvum ,jólavélina“ sem svo er nefnd um stund og hugleiðum hið raunveralega tilefni jólanna sem er Jesús Kristur og fæðing hans. Org- anisti Jóhann Baldvinsson. Prest- arnh’. Langholtskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 11-13. Létt hreyf- ing, slökun og kristin íhugun. Kyri’ð- ar- og bænastund í kirkjunni kl. 12. Orgelleikur, sálmasöngur. Fyrir- bænaefnum má koma til sóknar- presta og djákna. Kærleiksmáltíð, súpa, salat og brauð, eftir helgi- stundina. Laugarneskirkja. Morgunbænir k. 6.45. Mömmumorgunn kl. 10-12. Kaffispjall fyrir mæður, góð upplif- un fyrir böm. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laugardag kl. 13. Samvera í safnað- ai’heimili og jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum. Þátttaka tilkynnist í síma 511-1560. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Hafnarfjaiðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Ffladelfía. Galakvöld unglinganna kl. 19. Skemmtiatriði og leikir. Allir hjartanlega velkomnir. Munið spar- iklæðnað KFUM og KFUK v/Holtaveg. Að- ventusamvera fyrir eldri félagsmenn verður í dag, föstudag, í aðalstöðvun- um við Holtaveg kl. 14. (U.þ.b. 60 ára og eldri). Þórdís K. Ágústsdóttir, formaður KFUK, flytur ávarp og bæn. Þórarinn Björnsson, guðfræð- ingur, rifjar upp brot úr sögunni, Sigurbjörn Þorkelsson, framT kvæmdastjóri KFUM og KFUK, les framsamda jólasögu úr bók sinni, Kærleikurinn mestur. Laufey Geir- laugsdóttir syngur einsöng og sr. Ól- afur Jóhannsson, formaður KFUM í Reykjavík, hefur hugvekju. Veiting- ar í lokin. Allir vinir KFUM og KFUK sem einhvern tíma hafa kom- ið nálægt eða fylgst með starfi félag- anna er hér með boðið að sækja sam- verana. Hofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli kl. 14. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju- skólinn í Mýrdal er með samverar á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík- urskóla. Hvalsnessókn. Safnaðarheimilið Sandgerði: Æskulýðsstarf hjá Út- nesi kl. 20.30. Sjöunda dags aðventistar á fsl- andi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bi- blíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaður Björg\dn Snorrason. Safnaðarheimili aðventista, Blikabraut 2, Keflavík: Guðsþjón- usta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjónustu. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Safnaðarheimili aðventista, Gagnheiði 40, Selfossi: Biblíuf- ræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Finn F. Eckhoff. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vestmannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 11. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíuf- ræðsla að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Elías Theodórsson. Samfélag aðventista, Sunnuhlíð 12, Akureyri: Samkoma kl. 10.30. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Jólasöngvar í Kvos í dag, föstudaginn 3. desember, verða tónleikar haldnir í Fríkir- kjunni í Reykjavík kl. 20. Franv' koma: Drengjakór Laugarneskirkju, Léttsveit Kvennakórs Reykjavíkur, Árnesingakórinn, Orgelleikur, al- mennur söngur. Enginn aðgangs- eyrir en framlögum safnað til styrkt- ar Hjálparstarfi kirkjunnai’. íoí^e KRISTIN TRÚ- í ÞÚSUND ÁP ÁRIÐ 2000 Á morgun, laugardaginn 4. des., verða tónleikar í Dómkirkjunni kl. 17. Fram koma: Kór kórskóla Lang- holtskirkju, Karlakórinn Fóstbræð- ur, Litli kórinn, kór eldri borgara úr Neskirkju, Skagfirska söngsveitin, orgelleikur, almennur söngur. Eng- inn aðgangseyrir en framlögum safnað til styi’ktar Hjálparstarfi kirkjunnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.