Morgunblaðið - 08.01.2000, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 08.01.2000, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Minni campylo- bacter-meng,un í kjúklingum Norskir ráðgjafar meta ástand E1 Grillo á næstunni Olía úr skipinu verði Qarlægð sem fyrst Morgunblaðið/Ásdís Frá fundi umhverfisráðherra um E1 Grillo í gær. Frá vinstri: Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landheigisgæslunnar, Einar Sveinbjörnsson, að- stoðarmaður umhverfisráðherra, Siv Friðleifsddttir, umhverfisráð- herra og Davi'ð Egilsson, forstöðumaður mengunardeildar sjávar hjá Hollustuvernd. C AMPYLOB AKTE R-sýkingum í kjúklingum hefur fækkað um 12% síðan í maí á síðasta ári, samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var af heil- brigðiseftirlitum höfuðborgar- svæðisins í desember. Að sögn Rögnvalds Ingólfssonar, sviðs- stjóra hjá matvælasviði Heilbrigð- iseftirlits Reykjavíkur, er hugsan- legt að þetta bendi til þess að ástandið sé að batna, en þó verður að taka tillit til þess að úrtakið var lítið og að árstíðarsveiflur eru í campylobacter-sýkingum. „Við tókum 27 sýni úr ófrosnum kjúklingum úr verslunum á höfuð- borgarsvæðinu dagana 15. til 17. desember og reyndust 5 þeirra vera menguð af campylobacter,“ STÝRIHÓPUR um aðgerðir vegna mengunarhættu frá olíu í olíuflutn- ingaskipinu E1 Grillo, sem liggur á botni Seyðisfjarðar, hefur skilað niðurstöðum til umhverfisráðherra. Lagt er til að fenginn verði erlendur ráðgjafi til að leggja mat á tiltækar aðferðir og ráðleggja um mögulegar leiðir við losun olíu úr skipsflakinu. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra upplýsti á blaðamannafundi í gær, þar sem skýrslan var kynnt, að fulltrúar norsks ráðgjafarfyrirtæk- is, sem hefði mikla reynsla á þessu sviði, væru væntanlegir á næstu vikum til landsins. f tillögum stýrihópsins segir að ekki verði undan því vikist að fjar- lægja olíuna áður en hún berst út í umhverfið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Réttast væri að stefna að slíkum aðgerðum sem fyrst, þeg- ar lokið væri nauðsynlegum undir- búningi verksins. Lagt er til að aðil- ar sem framkvæmi hreinsun verði valdir eftir útboði á alþjóðlega vísu, Norsk Hydro Sérfræð- ingar safna gögnum TVEIR sérfræðingar á vegum Norsk Hydro hafa verið hér á landi undanfarna tvo daga í boði Lands- virkjunar til að kynna sér skýrslu fyrirtækisins um umhverfisáhrif vegna Fljótsdalsvirkjunar og þá gagnrýni á hana sem fram hefur komið á skýrsluna og svör Lands- virkjunar við henni. í gær hittu þeir einnig að máli full- trúa umhverfisráðuneytis, Náttúru- verndar ríkisins, Umhverfisvina o.fl. til að afla upplýsinga um umhverfis- mál. í framhaldi af þessari gagnasöfn- un sérfræðinganna hér á landi, sem lauk í gær, ætla forráðamenn fyrir- tækisins að kynna sér umhverfis- þætti vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda við álver og raforkuvirki áður en endanlegar ákvarðanir verða teknar. sagði Rögnvaldur. „Það fannst hinsvegar ekki salmonella í sýnun- um.“ Rögnvaldur sagði að sýnin hefðu verið úr kjúklingum frá öllum framleiðendum, en þar sem úrtakið hefði verið mjög lítið vildi hann ekki nefna frá hvaða framleiðend- um sýktu sýnin voru. Að sögn Rögnvalds hefur þróun- in, frá því fyrsta könnunin á campylobacter-sýkingum var gerð haustið 1998, verið jákvæð. „Haustið 1998 reyndust 14 sýni af 22 vera menguð eða um 64%. I maí á síðasta ári reyndust 4 af 13 sýnum vera menguð eða 31%, en nú er þetta hlutfall komið niður í 19%.“ t.d. á evrópska efnahagssvæðinu, svo unnt verði að nýta þá reynslu sem til er í heiminum á þessu sviði. Talsvert er af olíu í hliðartönkum E1 Grillo, sem sökkt var í Seyðis- firði árið 1944 eftir að hafa laskast mikið eftir loftárás þýskra flugvéla. Stýrihópurinn telur að ekki sé um bráða hættu að ræða varðandi leka úr E1 Grillo en ástand lúgubúnaðar sé með þeim hætti að fyrr en seinna gefi festingar sig með þeim afleið- ingum að olía berst út í umhverfið í mun meiri mæli en menn hafa séð allt frá því að olía var fjarlægð í miklu magni árið 1952. 10 milljónum króna var varið á síðasta ári til að rannsaka flakið og stöðva leka en ljóst þykir að fullnað- arhreinsun með öllum öryggisráð- stöfunum muni kosta umtalsvert hærri fjárhæð. Talið er að um 2.400 rúmmetrar af svartolíu séu í tönkum E1 Grillo. Fjórir aðaltankar af 20 eru fullir af olíu en ekki er talin bráð hætta á að sú olía berist út í umhverfið. Ríflega helmingur olíunnar er í aðaltönkun- um fjórum. Ástand þeirra er talið gott og hugsanlegt talið að tæring nái ekki að granda þeim næstu árin eða áratugi. Tæring í lúgum og festingum Þá eru 13 hliðartankar af 20 lík- lega fullir af olíu. Lok og festingar á þessum tönkum eru mikið tærð og hætta á að þau gefi sig á allra næstu árum. Talið er að um 8.600 tonn af olíu hafi verið í skipinu þegar því var sökkt en árið 1952 var um 4.500 tonnum dælt úr skipsflakinu. Davíð Egilsson, forstöðumaður mengun- arvarnasviðs Hollustuverndar ríkis- ins, segir ógerlegt að reikna út hve mikil olía hafi farið í sjóinn frá því skipinu var sökkt. Talsvert magn hafi farið í sjóinn árið 1952 þegar verið var að losa olíu úr skipinu. Flest ár eftir að E1 Grillo var sökk hefur orðið vart olíuleka frá skipsflakinu, sérstaklega yfir sum- armánuðina þegar sjávarhiti er hæstur. Síðbúinn þrettándi IBUAR á höfuðborgarsvæðinu héldu upp á þrettándann í gær- kvöld, en fagnaðurinn var síðbúinn þetta árið vegna vonskuveðurs að kvöldi 6. janúar. Þessir krakkar voru hátíðlegir með blysin sín í blysför sem haldin var í Öskjuhlíð- inni og nutu greinilega tilverunnar í marglitri ljósadýrðinni í kvöld- blíðunni. ----UH----- Harður árekstur við Selfoss HARÐUR árekstur varð við Selfoss, vestan Ölfusárbrúar, um klukkan níu í gærkvöld og að sögn lögreglu var mildi að ekki skyldu verða meiðsl á fólki. Báðar bifreiðarnar eru taldar ónýtar og voru dregnar á brott af kranabíl. Að sögn lögreglu var einn farþegi í hvorum bíl en þeir ásamt ökumönn- um voru í bílbeltum og sluppu með minniháttar meiðsl. Að sögn lögreglu vildi áreksturinn þannig til að ökumaður annars bíls- ins ók út af bílastæði Olís og í veg fyrir hina bifreiðina, sem kom akandi Suðurlandsveginn. Rfkissaksóknari hefur þijá mánuði til að áfrýja dómi í Vatneyrarmálinu Líklegt að flýtimeðferð í Hæstarétti kæmi til álita RÍKISSAKSÓKNARI hefur þrjá mánuði til að áfrýja dómi Héraðs- dóms Vestfjarða í Vatneyrarmál- inu svokallaða en eftir það færi hraði málsins eftir því hvort Hæstiréttur ákvæði að veita því flýtimeðferð eða ekki. Hugsan- lega gætu því liðið allt upp í níu mánuðir áður en Hæstiréttur felldi dóm í málinu þótt líklegra sé að málið tæki mun skemmri tíma. Ekki hefur verið tilkynnt hvort ríkissaksóknari muni áfrýja dómi í Vatneyrarmálinu, en þar var Svavar Guðnason, útgerðarmaður á Patreksfirði, sýknaður af ákæru um veiðar án aflaheimilda, á þeirri forsendu að önnur máls- grein 7. greinar laga um stjórn fiskveiða sé í andstöðu við jafn- ræðisreglu stjómarskrárinnar. Allar líkur eru hins vegar taldar á því að málinu verði áfrýjað. Símon Sigvaldason, skrifstofu- stjóri Hæstaréttar, segir að ríkis- saksóknari hafi þrjá mánuði til að áfrýja málinu. Akveði Hæstirétt- ur þá að málið skuli fá almenna meðferð þurfi málsaðilar að setja það í réttan búning fyrir Hæsta- rétt, áfrýjandi að leggja fram svokallað ágrip af málinu og stefndi að skila greinargerð. „Síðan þegar því er lokið er málið einfaldlega tilbúið til flutn- ings og verður sett á dagskrá í framhaldinu. Allur þessi ferill frá því að menn eru búnir að áfrýja og þar til að málið er flutt í Hæstarétti tekur í dag svona um það bil þrjá til fjóra mánuði," seg- ir Símon. Fái málið hins vegar flýtimeð- ferð styttist þessi tími töluvert og giskar Símon á að þá taki u.þ.b. tvo mánuði að koma málinu þann- ig fyrir að það sé reiðubúið í flutn- ing fyrir Hæstarétti. Kveðið er á um það í lögum hvaða mál er hægt að sækja um að fari í flýtimeðferð en það er dómstólsins að ákveða hvort orðið er við beiðninni. Er byggt á þeirri meginreglu að þau mál sem hljóta flýtimeðferð hafi orðið til vegna ákvarðana eða athafna stjórn- valda, verkfalls eða verkbanns eða annarra aðgerða sem tengist vinnudeilum. Ella fari málið eftir almennum reglum laga. Segir Símon að það sé alveg ábyggilegt að það myndi koma til álita í þessu máli að veita því flýti- meðferð. Síðan verði það metið hvort og þá hversu miklir hags- munir séu í húfi og hversu mikil þörf sé á því að úrlausn fáist sem fyrst. Eftir að málið hefur verið flutt fyrir Hæstarétti hefur dómstóll- inn fjórar vikur til að kveða upp dóm sinn, að sögn Símonar. Því liggur fyrir að allt þetta ferli get- ur í mesta lagi tekið um níu mán- uði, þ.e. ef ríkissaksóknari notar allan þann tíma sem hann hefur til umþóttunar til að áfrýja, og málið fái síðan almenna meðferð. Símon tekur hins vegar undir að ólíklegt sé að um þetta verði að ræða í Vatneyrarmálinu og segist frekar búast við því að allir leggi kapp á að reyna að flýta þessu máli sem kostur væri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.