Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 19

Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 19 LANDIÐ Eyrbyggjar afhenda framfaraverðlaun í Grundarfírði Fulltrúar Guðmundar Runólfssonar hf. taka á mótið viðurkenningarskjali Eyrbyggja. Frá vinstri: Runólfur Guðmundsson, skipstjóri, Guðmundur Smári Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri, og Gísli Karel Halldórsson, formaður Eyrbyggja, hollvinasamtaka Grund- arfjarðar, sem veitti viðurkenninguna. Morgunblaðið/Hallgímur Magnússon Fulltrúar foreldrasamtakanna Grundarfirði taka á móti viðurkenningarskjali Eyrbyggja. Á myndinni eru frá vinstri: Kristín Víðisdóttir, Brynja Guðnadóttir, Ingibjörg Þórólfsdóttir, Linda Ósk Sigurðardóttir, Hildur Sæmundsdóttir og Gfsli Karel Halldórsson, formaður Eyr- byggja, hollvinasamtaka Grundarfjarðar, sem veitti viðurkenninguna. Tilveru og Guðmundi Runólfssyni veitt viður- kenning FORELDRASAMTÖKIN Tilvera og fyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. fengu framfaraverðlaun Eyr- byggja fyrir árið 1999. Er þetta í fyrsta skipti sem verðlaunin eru af- hent. Eyrbyggjar nefnast hollvina- samtök Grundarljarðar sem stofn- uð voru á síðasta ári. Tilgangur samtakanna er að vinna að eflingu byggðar, atvinnulffs og menningar í Grundarfirði og standa vörð um sögu starfssvæðisins. Áfhending framfaraverðlauna Eyrbyggja fór fram við athöfn í Hótel Framnesi á þrettándanum. Fram kom hjá Gísla Karel Hall- dórssyni, formanni Eyrbyggja, að stjórn samtakanna var sammála um að tveir aðilar verðskulduðu sér- staka viðurkenningu fyrir síðasta ár, foreldrasamstarfið Tilvera og fyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. Tilvera fær viðurkenninguna fyr- ir „það mikilvæga og uppbyggilega starf sem aðstandendur Tilveru hafa átt með unga fólkinu í Grund- arflrði“. Foreldrastarfið hefur vak- ið athygli á landsvísu og hafa hlið- stæð samtök verið stofnuð í öðrum sveitarfélögum. Viðurkenningin til Guðmundar Runólfssonar hf. er veitt fyrirtæk- inu fyrir „öfluga uppbyggingu og þátt þess í að efla atvinnulífið í Grundarfirði". Rekstur fyrirtækis- ins hefur gengið vel á undanförnum árum og vaxið ár frá ári. í lok síð- asta árs keypti fyrirtækið tvö skip og kvóta svo fyrirsjáanleg er enn meiri aukning á nýbyrjuðu ári. Kvenfélagið í Hvítársíðu stendur fyrir fjáröflun Reykholti-Fjáröflun er hafin í Borgarfirði til að styðja við fjöl- skyldu Helgu Fossberg Helga- dóttur frá Þórgautsstöðum í Hvítársíðu, en hún lést hinn 10. desember sl. eftir erfið veik- indi. Helga lætur eftir sig eigin- mann og fimm börn á aldrinum 2, 4, 6,17 og 19 ára. Eftirlifandi eiginmaður hennar hefur einn- ig átt við langvarandi heilsu- leysi að stríða og því er fjár- hagsstaða fjölskyldunnar mjög erfið. Þeir sem óska eftir að styrkja fjölskylduna geta lagt framlög inn á reikning Kvenfé- lags Hvítársíðu í Sparisjóði Mýrasýslu (1103), reiknings- númerið er 3648. Spennandi ferðakynning og skemmtun í Súlnasal, Hótel Sögu, sunnudaginn 9. janúar kl. 15:00 - 17:00 (húsið opnar kl. 14:30) Kaffi og meðlæti kr. 600, - greiðist við innganginn. og fer&okyMMÍMg Fjölbreytl og slceMiMvtileg dogskrö: # Gunnar Páll leikur og syngur og kemur gestum í sólarskap # Létt ferðakynning á ferðum Úrvals-Útsýnar til Kanaríeyja # Sigríður Hannesdóttir (Didda), skemmtanastjóri Úrvals-Fólks með gamanmál # Garðar Siggeirsson kynnir ævintýraferð til Kuala Lumpur og Bali # Magnús Jónsson, leiðsögumaður segir frá fjölbreyttum gönguferðum # Laufey Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Plúsferða kynnir ferðir þeirra tíl Kanaríeyja. skemmiuM? LMkkMfer&ir - vinMur |>m kaMMski fer& til KoMon? Komdu í sólina á Hótel Sögu, kynntu þér Kanaríeyjar og fleiri spennandi áfangastaði og kannski verður lukkan þér hliðholl. Lukkuferðir dregnar út: vœrV.U«terV.ríy-rtvo*ilKa«ari bo&iÚrvalsHt,ýnor. . ' irrA til Kawari rvaeritiMborgamrate i x *>S.000 UronMr livor wppkœo 7 é boði Urvals Utsywor. TVcervikMÍerbirtyrirtvotilKanar. íbo&iPlwsterba. TvŒr ^-r í a&Mppb<e&2C,*uwv bo&i Plwster&a. www.plusferdir.is Faxafeni 5, sími 568 2277 ÆMHVAL-ÚTSÝN Lágmúla 4: sími 585 4000, grænt númer: 800 6300, Kringlan: sfmi 585 4070, Hafnarfirði: sími 565 2366, Keflavík: sfmi 4211353, Akureyri: sfmi 462 5000, Selfoss: sfmi 482 1666 - og hjá umboðsmönnum um land allt. www.urvalutsyn.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.