Morgunblaðið - 08.01.2000, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Morgunblaðið/Kristinn
Ráðstefnugestir á Hljóðtæknidegi.
Hljóðtækni-
dagur í Salnum
Tæknifræðingafélag ís-
lands og Verkfræðinga-
-------7--------------
félag Islands gengust
fyrir hljóðtæknidegi í
gær með ráðstefnu í
Salnum í Kópavogi.
TILGANGUR hljóðtæknidagsins var
að kynna fyrir tæknimönnum, náms-
mönnum og almenningi ijölbreytt,
krefjandi og síbreytilegt starfsum-
hverf! þeirra sem starfa að hönnun
hljómburðar. A ráðstefnunni kom
fram að sífellt meiri kröfur til hljóm-
burðar og fjöibreyttari möguleikar til
tónlistarflutnings á öldum Ijósvaka-
miðla gera auknar kröfur til hönnuða,
tónlistarmanna og annarra sérfræð-
inga á þessu sviði.
Jóhannes Benediktsson, formaður
Tæknifræðingafélags íslands, setti
ráðstefnuna og sagði hljóðtæknidag-
inn með áherslu á innviði hljóðfræð-
innar vera lokaverk hugmyndar sem
kom fram sl. sumar innan Tæknif-
ræðingafélags íslands og Verkfræð-
ingafélags Islands. „Það er okkur
mikil ánægja að þessi dagur skuli nú
vera orðinn að veruleika. Einhverjum
kann að þykja farið út fyrir starf-
svettvang tæknimanna að halda slík-
an dag. En ef betur er að gáð held ég
að flestir geri sér grein fyrir því að
forsenda góðs tónlistarflutnings og
hljómburðar sé góð ráðgjöf á sviði
hönnunar og framkvæmdar. Þessi
skilyrði eru að flestra mati uppfyllt í
Salnum í þessu glæsiiega Tónlistar-
húsi sem við erum hér stödd í. Það er
mikið ánægjuefni hversu vel hefur
tekist til með hönnun á Salnum sem
gerir hann fremstan á sínu sviði hér-
lendis og einnig sú staðreynd að ís-
lendingar skuli hafa á að skipa fag-
mönnum sem þeim sem hér hafa
komið að verki. “
Að lokinni setningu ráðstefnunnar
bauð Jónas Ingimundarson gesti vel-
komna í Salinn og síðan tóku við er-
indi og hljómlistarflutningur.
Hákon Ólafsson, forstjóri Rann-
sóknastofnunar byggingariðnaðarins,
er formaður Verkfræðingafélags ís-
lands. Eftir að hafa slitið ráðstefn-
unni sagði Hákon í samtali við Morg-
unblaðið að hljóðtækni væri mjög
vaxandi svið. „Bæði varðandi stöðugt
hertar kröfur til bygginga um hljóð-
einangrun en hljómburður er annar
þáttur sem einnig hefúr verið lögð
mikil áhersla á. Okkur þótti vel við
hæfi að halda hljóðtæknidaginn í
Salnum sem er sérstaklega hannaður
með hljómburð í huga. Dagskrá hljóð-
tæknidagsins var einnig miðuð við
það að nokkru og talsvert um tónlist-
aratriði sem voru hvert öðru betra.“
Omtími, dreifni
og endurkast
„ÞEGAR hugað er að
hljómburði þarf fyrst
liggja fyrir hvað á að
fara fram í rýminu.
Það er gjörólíkt
hvernig staðið er að
því að koma tali vel
til skila eða tónlist.
Þá er ekki sama
hvaða hljómlist er
um að ræða, kirkju-
tónlist, orgel eða
kór, gamla tónlist,
djass eða popp. Þetta
hefur allt sinar kjör-
aðstæður," segir
Stefán Einarsson,
verkfræðingur hjá
ráðgj afarfy rirtækinu
Akustikon í Gautaborg, en á
vegum þess hefur Stefán hann-
að hljómburðareiginleika bygg-
inga á borð við Salinn í Kópa-
vogi, Borgarleikhúsið í
Reykjavík og Þjóðleikhúsið þeg-
ar endurbætur voru gerðar á
sal þess.
Hann flutti erindi á Hljóð-
tæknidegi sem hann nefndi Al-
mennt um hljómburð - hljóm-
burður í Salnum. Stefán hefur
nýverið stofnað fyrirtæki hér á
landi undir nafninu Akustikon
en hann hefur um árabil verið
einn helsti sérfræðingur íslensk-
ur á sviði hljómburðar.
Ómtími og
endurkast
„Munurinn á því hvernig
hönnun hljómburðar er unnin
felst aðallega í því að vinna með
ómtfma rýmisins. Eftirómur
rýmis er mismunandi og fer eft-
ir stærð þess og hljóðísogi.
Margt fleira kemur til greina,
t.d. hvernig endurkast af ýms-
um flötum rýmisins deilist niður
á fyrstu 2/10 hluta sekúndu.
Þetta hefur áhrif á skýrleika
hljómsins, hversu auðvelt er að
greina smáatriði tals eða tón-
listar. Þetta getur verið mis-
munandi þó ómtfminn sé sá
sami.
Þá verður líka að spyrja fyrir
hvern hljómburðurinn á vera
sem bestur. Á hljómburðurinn
að miðast við þarfir
flytjanda á sviði eða
þarfir stjórnandans
eða þarfir áhorfand-
ans? Þetta þarf ekki
alltaf að fara saman.
Stjórnandi getur t.d.
hælt rými sem áhorf-
endur eru ekki mjög
hrifnir af. Þessar
þarfir er þó h.ægt að
uppfylla í senn ef
miðað er við eina
tegund tónlistar.
Þctta verður öllu
flóknara þegar um er
ræða margvísleg not
af sama rými. Þá eru
ákveðnir möguleikar
fyrir hendi en takmarkast af
lögun rýmisins og rúmmáli þess.
Þó er oftast, miðað við að hafa
ómtfmann sem lengstan en sfðan
má breyta ísoginu með öðrum
ráðum, t.d. textílefnum. í Saln-
um í Kópavogi eru t.d. rúllu-
tjöld sem hægt er að renna nið-
ur eftir veggjunum."
Dreifni
hljómsins
Hvað veldur því að hljóm-
burður er oft sagður betri í
gömlum byggingum en nýjum?
„Eitt af því sem skiptir veru-
legu máli við gæði hljómburðar
er dreifni hljómsins. Að endur-
kast hljóðsins sé ekki allt of
mikið frá stórum sléttum flöt-
um, heldur gjarnan frá flötum
sem hafa ójöfnur. Eldri bygg-
ingar hafa gjarnan frekar ójafn-
ari innviði, súlur, lágmyndir og
ýmiss konar skreytingar en
margar nýtísku byggingar eru
með þessa stóru sléttu fleti.
í tónleikasölum er hinsvegar
reynt að búa til ójöfnur með
ýmsum hætti til að hafa áhrif á
dreifni hljóðsins."
Salurinn
tókst vel
Stefán segir að með aukinni
tölvutækni hafi möguleikarnir
aukist gífurlega á þvf að sjá fyr-
ir hvernig hljómburður í nýju
húsnæði komi til með að vera.
„Lykilatriði er auðvitað að
hugsað sé fyrir hljómburði al-
veg frá upphafi þegar um nýjar
byggingar er að ræða. Ég tel að
það sé ástæðan fyrir hversu vel
tókst til með Salinn í Kópavogi.
Það var Jónas Ingimundarson
sem hratt þeirri umræðu af stað
sem og öllu því verkefni. Þannig
var hægt að finna góða lögun á
rýminu og ekki síður rúmmálið.
Þetta eru tvær frumforsendur
fyrir góðum hljómburði.
Bogadregnir fletir
á veggjum og
skildir í lofti
Þumalfingursreglan er sú að
fyrir hvem áhorfanda þurfi 10
rúmmetra en einnig þarf að
huga að því strax í upphafi
hvernig fletir eru meðhöndlaðir
í rýminu. Loft og veggir. Það er
gert með aðstoð tölvulfkans og í
Salnum höfðum við ákveðnar
hömlur á vali á hlutföllum. Sal-
urinn er því töluvert hár til að
ná tilskildu rúmmáli. Því varð
að lækka loftið með skjöldum
og töluverður hluti rúmmáls
Salarins er ofan við skildina.
Hljómfræðilega er því lofthæðin
minnkuð án þess að rúmmálið
minnki að sama skapi. Þetta er
ein forsendan.
Annað sem þurfti að gera var
að huga að hljóðdreifninni og
það var gert með bogadregnum
flötum á veggjum. Einnig eru
skildir á veggjunum sem stýra
endurkastinu yfir salinn.
Sáum fyrir
hljómburðinn
Með þeirri tækni sem við höf-
um undir höndum reyndist
hljómburður Salarins eins og
við höfðum gert ráð fyrir og
spáð til um. Til þessa hefur
þetta verið skoðað myndrænt á
tölvuskjám en nú eru að koma
fram forrit sem gera okkur
kleift að hlusta bókstaflega á
hljóminn fyrirfram. Hvort það
verður framtfðin í hönnun
hljómburðar vil ég þó ekki segja
alfarið til um,“ segir Stefán Ein-
arsson verkfræðingur.
Stefán
Einarsson
Þrdttur,
einlægni og reisn
TðlVLIST
SaIur i n n
EINSÖNGSTÓNLEIKAR
Italskir fornsöngvar, sönglög eftir
Wolf og Áma Thorsteinsson og óp-
eruaríur eftir Rossini, Donizetti og
Verdi. Kristinn Sigmundsson bassi;
Jónas Ingimundarson, pfanó.
Fimmtudaginn 6. janúar kl. 20:30
EIGINLEGA mætti skrifa mjög
stutt um tónleika Kristins Sig-
mundssonar og Jónasar Ingimund-
arsonar fyrir fullsetnum Sal á
fimmtudagskvöldið var.
Ástæðan er einföld: það brá
hvergi skugga á. Sú sjálfhæðna en
samt einlæga auðmýkt sem lýsir sér
í því að biðjast forláts á nótnastuðn-
ingi vegna „elligleymsku“ er aðeins
mikilla listamanna.
Slíkur er orðinn Kristinn Sig-
mundsson. Og þetta kvöld sýndi
hann það svo um munaði.
A.m.k. hefði að leikslokum vel
mátt ímynda sér söngvarann segja
við píanistann baktjaldamegin í of-
angreindum anda: „Ég hef sungið
verr en þetta.“
Eðlilegri hljómleikastígandi hefði
þrátt fyrir það verið misboðið, ef
stærstu trompum hefði verið spilað
út þegar í upphafi. „Gömlu lögin“
Italanna, arie antiche eftir Caris-
simi, Lotti, A. Scarlatti, Sarti, Dur-
ante og Tosti, voru sungin fremur
beint af augum og báru sum þess
merki að hafa ekki verið á dagskrá
söngvarans í seinni tíð hvað snertir
dýpri textatúlkun, sérstaklega fyrir
áheyrendum sem nýlega kunna að
hafa hlustað á frægan debútdisk
Ceciliu Bartoli, enda þótt lagræna
meðferðin ein sér hafi víða verið
heillandi, t.d. í hinu kyrrláta Lungi
dal caro bene (Sarti) eða í hinu til-
finningaþrungna L’Ultima Canzone
(Tosti). Af fimm lögum Hugos
Wolfs síðast fyrir hlé féllu niður tvö
lengstu, að sögn vegna krankleika
undirleikarans, er þurfti að taka á
öllu sínu við 39 stiga hita, en í sára-
bætur fengu tónleikagestir glæsi-
lega flutta aríu greifans úr Eugen
Onegin.
Öllu meir var lagt í textainntak
Wolf-laganna en hinna ítölsku.
Kristni var einkar óíslenzkulegur
sjálfsskætingurinn í Selbsge-
stándnis (Játning) í lófa laginn, og
kostuleg leikræn útfærsla hans á
timburmannalýsingunni í Zur
Warnung kom fáum á óvart sem áð-
ur hafa reynt hann í slíkum kómísk-
um ham. Þriðja og síðasta lag Wolfs
var sama merki brennt, meinhæðin
lýsing á ástarlausu hagræðingar-
brúðkaupi, og kunna aðrir en Wolf-
þekkjarar að hafa kynnzt nýrri hlið
á þessum annars alvarlega þenkj-
andi ljóðasöngmeistara í heldur
óvæntri en skemmtilega valinni
lagaþrennu.
Að ráða ekki aðeins við einfald-
leikann heldur lyfta honum svo í
æðra veldi að vart megi á milli sjá
hvort sé höfundarins og hvort
flytjandans, er, ef nokkuð, aðal
sannrar listar. Það kom berlega
fram í snilldarmeðferð þeirra Krist-
ins á sjö lögum Árna Thorsteins-
sonar eftir hlé. Sjaldan eða aldrei
hafa þessar perlur áður birzt manni
í túlkun sem þessari, er jafnvel
kveikti í hlustandanum spurningu
um hvort þær hafi enn verið metnar
að verðleikum, þrátt fyrir áratuga
almenningsvinsældir. Gullaldar-
kynslóð íslenzkra söngtónskálda
hafði einmitt þann hæfileika til að
bera sem svo oft vantar hjá nútíma-
höfundum, að geta haldið aftur af
sér og veitt flytjendum nægt svig-
rúm til að móta og fylla heildar-
myndina, og þeir félagar nýttu sér
það af innsærri smekkvísi.
Það voru kannski ekki sízt kyrr-
látari lög eins og Nótt, Kirkjuhvoll
og Rósin sem vöktu einna sterkust
áhrif. Sérstaklega í samanburði við
óperuaríumar í lokin, þar sem ól-
ympíuleikvangshæfur boldangs-
bassi Kristins glumdi í öllu sínu
veldi. í íslenzku lögunum (og raun-
ar fyrr í dagskránni á viðeigandi
veikum stöðum) vakti m.a. athygli
manns hvað söngvaranum tókst nú
betur en áður að fella sléttsöngsst-
aði sína að heildinni, enda hefur
vandmeðfarinn senza víbrato-litur
hans, sem sárasjaldan gætir hjá
öðrum íslenzkum atvinnusöngvur-
um (þótt halda mætti ómissandi ef-
fekt í ljóðasöng), stundum átt til að
rjúfa flæði samhengis. í meistara-
legri mótun Kristins, sem skein sem
eðalmálmur af ýmist karlmennsku-
legum þrótti, hlýrri einlægni og lát-
lausri reisn, hittu lög Árna beint í
hjartastað og fylltu mann ósjálfrátt
gremju yfir að þessi stórbrotni en
fágaði ljóðasöngvari skuli þurfa að
leggja flesta krafta sína í lýjandi
skilvindu erlendra óperuhúsa.
Æðrulaus hetjubassinn í Áfram
við örvandi ljóð Hannesar Hafstein
brúaði þennan að minni hyggju list-
ræna hápunkt kvöldsins og veröld
óperufjala í síðasta hluta, þar sem
Kristinn vakti mikla hrifningu með
La del ciel nell’arcano profondo,
hálsbrjótandi flúrsöngsaríu Alidor-
os úr Öskubusku eftir Rossini. Und-
irtektir voru fráleitt lakari í hinni
hádramatísku Dalle stanza ove
Lucia úr Lucia di Lammermoor
Donizettis, og þaðan af síður voru
kraftar sparðir í D’Egitti la sui lidi
úr Nabucco eftir Verdi, sem skildi
Salinn eftir á suðupunkti.
Sjaldan þessu vant voru aðeins
tvö aukalög, hið írska Londonderry
Air og gosplinn Deep River, þar
sem þeir félagar náðu hlustendum
hæfilega niður með kyrrláta innlif-
un að vopni, enda eflaust ekki
seinna vænna fyrir dyggan stuðn-
ingsmann stórsöngvarans við slag-
hörpuna að forða sér heim í að-
hlynninguna eftir þessa eftirminni-
legu tónlistarupplifun.
Ríkarður Ö. Pálsson