Morgunblaðið - 08.01.2000, Page 29

Morgunblaðið - 08.01.2000, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 29 LISTIR Morgunblaðið/Sverrir Valdimar Haukur Hilmarsson, Claudio Rizzi og Valgerður Guðrún Guðnadóttir halda tónleika í Langholtskirkju í dag. Styrktartónleikar í Langholtskirkju VALGERÐUR Guðrún Guðnadóttir sópran og Valdimar Haukur Hilm- arsson baríton halda styrktartón- leika í Langholtskirkju í dag kl. 17, en þau stunda bæði framhaldsnám í söng við Guildhall School of Music and Drama í London. Undirleikari er Claudio Rizzi. Flutt verða söng- lög, aríur og dúettar, m.a. eftir Pergolesi, Hándel, Mozart, Don- izetti, Gounod, Schubert, Schu- mann og Sigvalda Kaldalóns. ÁRLEG úthlutun úr Listasjóði Pennans fór fram á Kaffl List á þrettándanum. Alls eru veittir þrír styrkir og nemur heildarupphæðin 700 þúsund krónum. Hildur Bjarnadóttir hlýtur 400 þúsund króna óskilyrt framlag, Hlynur Hallsson og Valgerður Guðlaugs- dóttir hljóta hvort um sig 150 þús- und og fær Penninn verk eftir þau í staðinn. AJls sótti 41 um styrk úr Lista- sjóðnum en þetta er í áttunda sinn sem styrkir eru veittir úr sjóðnum sem var stofnaður í minningu Baldvins Pálssonar Dungal, stofn- anda Pennans, og konu hans, Mar- grétar Dungal, á 60 ára starfsaf- mæli Pennans árið 1992. Stjórn Listasjóðs Pennans skipa Óskar Magnússon hrl., Þórdís Sig- urðardóttir myndlistarmaður og Gunnar B. Dungal, forstjóri Penn- ans, en í úthlutunarnefndinni eru Guðrún Einarsdóttir myndlistar- maður, fulltrúi SIM, Kristján Steingrímur Jónsson myndlistar- maður, fulltrúi Listaháskóla Is- Morgunblaðið/Sverrir Styrkþegar Pennans: Valgerður Guðlaugsdóttir, Hlynur Hallsson og Hildur Bjarnadóttir. lands, og Gunnar B. Dungal. Markmið sjóðsins er m.a. að styrkja unga og efnilega mynd- listarmenn sem sýnt hafa góðan árangur í námi og eru að taka sín fyrstu skref á listabrautinni. Uthlutað úr Lista- sjóði Pennans / } :k YNl /ÆD D! 5, Jf IL F SN ;ip TINfi ER Ein AF MÖRGU SEM SKILUR SONATA FRÁ KEPPINAUTUNUM 1.948.000 Grjótháls 1 Sími 575 1200 Söludeild 575 1280 Staðalbúnaður: Skynvædd sjálfskipting (HIVEC) sem lagar sig að aðstæðum og þínu aksturslagi, 2.01136 hestafla vél, TCS spólvörn og stöðugleikastýring, ABS hemlalæsivörn, 4 líknarbelgir, hæðarstillanleg öryggisbelti, fjarstýröar samlæsingar, þjófavörn, hljómflutningskerfi með 6 hátölurum, stillanlegir höfuðpúðar, rafknúnir hliðarspeglar, litað gler, rafknúnar rúður, samlitir stuðarar, innbyggt barnasæti meö 4 punkta öryggisbelti og margt margt fleira. HYunoni meira aföllu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.