Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 30

Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 30
30 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN Kennslutækni Með því að seg,ja á almennum vettvangi frá þeim aðferðum sem beitt er í Morningside skólanum, vonar Guðríður Adda Ragnarsdóttir atferlisfræðingur og kennari að athygli þeirra sem áhrif og áhuga hafa á úr- bótum í skólamálum, beinist að þeirri kennslu- og stjórntækni sem reynsla og rannsóknir sýna að geti ráðið úr- slitum um framfarir skólabarna í námi og háttum. Fljúgandi færir nemendur I # Skólinn er rannsóknastofa í kennslu- og stjórntækni # Þar er ekki notað neitt refsipunktakerfi á nemendur Nái barnið þitt ekki settum markmiðum í náminu, færðu skólagjöldin end- urgreidd“ Ofangreind trygging er veitt for- eldrum nemenda í Morningside Ac- ademy í Seattle í Bandaríkjunum, sem er einkarekinn grunnskóli, viður- kenndur af Washing- ton fylki. Nemendur Momingside ná ein- stökum árangri í námi. Sem dæmi má nefna að á tíu ára tímabili fór nemendum skólans fram í lestri að jafnaði um tvö og hálft námsár á hverju skólaári, framfarir í reikningi voru að jafnaði um þrjú námsái’ á hverju skóla- ári og framfarir í máln- otkun að jafnaði ná- lægt fjórum námsárum á hverj u skólaári, allt miðað við meðaltöl nemenda á stöðluðum þekkingar- prófum. Árangur nemenda Morn- ingside vekur ekki síst athygli í Ijósi þess að flest barnanna hafa formlega greiningu um námsörðugleika vegna misþroska af einhverju tagi, s.s. of- virkni, athyglibrests eða lestrar- hömlunar. Félagslegur og fjárhags- legur bakgrunnur bamanna er breytilegur, sum þeirra hafa annað móðurmál en ensku, og einhver þeirra höfðu greinst með „klínískt þunglyndi“, voru jafnvel hætt að sækja skóla eða voru langt á eftir jafnöldrunum í námi, án nokkurrar tilgreindrar ástæðu. Óhjákvæmilega vekur það mann til umhugsunar að tryggingarákvæðið er veitt foreldr- um þessara barna fari þeim ekki fram á hverju ári a.m.k. tvöfalt hrað- ar en vænst er af börnum í almenn- um grunnskólum. Dæmi um árangur Foreldrar barna sem sækja Morn- ingside skólann fylgjast daglega ná- ið með frammistöðu bamanna og leyna ekki gleði sinni yfir framfömm þeirra, eins og sjá má á eftirfarandi ummælum: „Dóttir okkar byrjaði í Morningsi- de skólanum í hittiðfyrra. Hún var þá tveimur ámm á eftir í lestri og reikningi. Síðan hefur hún bætt sig um fjögur ár í þessum greinum. I dag á hún góða vini, er öragg í fasi og tilbúin að fara í framhaldsskóla til að takast þar á við ný og ögrandi við- fangsefni.“ „Dóttir mín naut verannar í Morn- ingside skólanum. Ég heyri ekki lengur gamla uppgjafartóninn í henni um hvað hún sé heimsk og geti ekkert. í Morningside öðlaðist hún jákvæða sjálfsímynd og á nú notaleg og gjöful samskipti við annað fólk, börn og fullorðna." Auk frásagna af þessu tagi og tölulegra upplýsinga um framfarir nemenda Morningside, er einnig áhugavert að sjá hver árangur nem- enda annarra skóla er þar sem Morningside aðferðin er notuð. Hér era tvö dæmi um það: „Nemendum John Muir grunnskólans hefur farið svo fram í lestri, að á aðeins tveimur árum hefur skólinn færst alla leið úr 69. upp í 32. sæti á samræmdum prófum af þeim 81 grannskóla sem era í Seattle.“ „I dreifbýli bresku Kólumbíu í Kanada er lítill grannskóli, Fort Fraser. Að hausti réðu aðeins 39% nemenda sem flestir eru frum- byggjar, við námsefni sem ætlað var aldri þeirra í almennri ritun, þ.e. í skrift, stafsetningu, málnotkun og tjáningu. Strax um vorið, eftir að þeim hafði verið kennt um veturinn af kennuram Morn- ingside, réðu 80% nemendanna við námsefni sem þeir áttu að kunna miðað við aldur, í þessari grein.“ Rannsóknarstofa í kennslutækni Morningside Academy er eins konar rannsóknastofa þar sem stöð- ugt er verið að prófa góða kennslu- og stjórntækni. Það er að segja, ár- angursríkar aðferðir í kennslu sem hægt er að kenna öðram, endurtaka, prófa annars staðar og fá sambæri- legar niðurstöður. Þegar tölulegar upplýsingar, sem sýna gagnsemi til- tekinnar kennslutækni birtast í vís- indatímaritum er aðferðin prófuð í kennslu við Morningside. Fáist hlið- stæðar niðurstöður þar og fram komu í upphaflegu rannsókninni er aðferðin notuð áfram. Reynist að- ferðin vel er hún einnig kennd í öðr- um skólum sem kaupa kennaraþjálf- un af kennuram Morningside skólans. Með öðram orðum sagt, þá er í Morningside að finna safn úrvals aðferða sem þar era í stöðugri end- urskoðun og þróun, þannig að hverj- um nemanda er tryggð besta kennsla sem völ er á hverju sinni. Hvernig er þetta gert? Áiáð 1967 fjármagnaði Banda- ríkjastjóm rannsókn á því hvaða kennsluaðferðir væra árangursrík- astar til að kenna börnum sem dreg- ist höfðu aftur úr í námi og töldust vera í áhættuhópum. Niðurstöður sýndu að af þeim tuttugu og tveimur aðferðum sem prófaðar vora, lentu Guðríður Adda Ragnarsdóttir ,1 Morningside öðlaðist hún jákvæða sjálfsfmynd og á nú notaleg og gjöful samskipti við annað fólk, börn og fullorðna,“ sagði foreldri barns í skólanum. þær efst sem kenndar eru við „bein fyrirmæli“ (Direct Instraction) og atferlis- greiningu og stjórnun. Eng- in aðferð við innlögn þekkingarat- riða hefur enn fundist fremri „bein- um fyrirmælum“. Fé var samt ekki veitt í kjölfar rannsóknarinnar til að skoða þessar aðferðir nánar og þróa þær áfram. Árið 1980 stofnaði dr. Kent R. Johnson, þá háskólaprófessor í at- ferlis(sál)fræði, grannskólann Morningside Academy. Sýn hans er sú að allir nemendur geti náð ár- angri í námi ef námsefnið og kennsluaðferðirnar era þétt sniðin að þörfum þeirra hvers um sig. Þannig verður mögulegt að kenna námsefni vetrarins á mun skemmri tíma en almennt er áætlað og gert. Þessi sýn hans er raungerð í skólan- um með því að leggja sérstaka áherslu á hönnun og framsetningu (Instractional Design) þess kennslu- efnins sem notað er, og með því að beita eftirfarandi aðferðum í kennslu og stjórnun sem saman mynda svokallað Morningside líkan. Þær era „bein íyrirmæli", atferlis- greining, færniþjálfun, félagastuðn- ingur og þrautalausnir í heyranda hljóði. Bein fyrirmæli, innlögn og gagnvirkni í Morningside era „bein fyrir- mæli“ notuð til að leggja inn ný at- riði í námsefninu fyrir byrjendur á öllum aldri í hvaða grein sem er til að tryggja að þeir læri öll undirstöðu- atriði rétt og utan að, s.s. að tengja hljóð við bókstafi, heyrnrænt og sjónrænt. Námsefnið er samið eftir sérstökum reglum og forskrifað þannig að kennarinn fylgir kennslu- handriti eftir í framsetningu efnisins og stýrir kennsluferlinu mjög þétt og markvisst samkvæmt því. í hand- ritinu stendur hvað kennarinn á að segja og hverju nemendurnir eiga að svara. Nemendurnir era sívirkir og svara þegar kennarinn gefur þeim merki, fyrst allir í einum kór og síð- an einn og einn. Segja má að kenna- rinn og nemendurnir varpi þekking- aratriðunum stöðugt á milli sín eins og bolta, með taktvísri kveðandi og stígandi hraða þar til hver einstakur nemandi getur svarað reiprennandi og greint rétt svar frá röngu. Heyri kennarinn villur í svörum nemend- anna eru þær umsvifalaustleiðréttar á sama hátt. Með þessari gagnvirkni fær hver og einn nemandi mörg tækifæri í hverri einustu kennslu- stund til að segja og þjálfa það sem verið er að kenna, t.d. framburð á hljóði og næmni fyrir mismunandi hljóðblæ þegar greina þarf hljóð frá öðram líkum hljóðum, eins og g frá k. Þegar nýtt efni er lagt inn hjá nemendum með „beinum fyrirmæl- um“ talar kennarinn tiltölulega lítið, en nemendurnir svara honum með þessari föstu hrynjandi fyrst um 10 til 20 sinnum á mínútu og síðan um 20 til 30 sinnum á mínútu. Nemend- urnir eiga þá að hafa viðkomandi þekkingaratriði á valdi sínu og það er óþekkt að þeir muni ekki á mánu- degi það sem kennt var á föstudegi. Kennarinn kynnir síðan önnur atriði námsefnis- ins á sama hátt. Sam- kvæmt þessu er um það bil 30 % af kennslu- stundinni varið til „beinna fyrirmæla“ - þessara munn- legu, gagnvirku æfinga. Hver mín- úta er gjörnýtt og hver einasti nem- andi helst að verki. Hraður gangur kennslunnar þýðir að góðum náms- mönnum fer ekki að leiðast þófið og hinir sveimhuga, eirðarlausu og hvatvísu hafa þétt aðhald, era sívirk- ir í náminu og fá ekki tóm til annars. Atferlisgreining og stjórnun Þegar börn koma í Momingside er byijað á því að venja þau við nýja fé- laga og framandi aðstæður og kenna þeim að semja sig að siðum skólans áður en hafist er handa við sjálft námsefnið. Góður tími er einnig tek- inn til að þjálfa þau í ýmsum grund- vallaratriðum sem nauðsynlegt er fyrir þau að kunna vel til að skóla- gangan verði þeim að gagni, svo sem að horfa á töfluna, hafa rétt grip á blýantinum, rétta upp hönd þegar þau biðja um orðið og halda reiðu á því sem þau hafa á borðinu hjá sér og í töskunni. Auk hins forskrifaða námsefnis „beinna fyrirmæla" sem markar kennsluferlinu ákveðinn ramma, er hvatning og agastjórnun í hverjum bekk og í skólanum í heild sam- kvæmt þekktum reglum atferlisvís- indanna. Þegar unnið er eftir þeim eru sett nákvæm markmið um það sem gera skal í hverri kennslustund. Til að fylgjast með því hvernig geng- ur er sú hegðun nemendanna sem máli skiptir greind niður í sértækar, merkjanlegar og teljahlegar eining- ar sem við getum kallað athafnir. At- hafnirnar era taldar aftur og aftur til að sjá hversu oft þær eiga sér stað og til að fylgjast með breytingum sem á þeim verða. Síðan er umbun gefin við (feeded back) þeim athöfn- um nemandans sem kennarinn vill sjá meira af, ásamt öllum athöfnum sem miða í æskilega átt. Sem dæmi um umbun, eða svokallaða jákvæða styrkingu, má nefna að þegar verið er að kenna barni nýja leikni í námi eða framkomu er miðað við að hegð- un barnsins sé styrkt að minnsta kosti fjóram sinnum á mínútu! Nem- endurnir hafa sérstök blöð hjá sér sem þeir skrá á jafnóðum og kenna- rinn hrósar þeim og segir að nú skuli þau gefa sér prik. I lok hverrar kennslustundar telur barnið prikin sem það fékk fyrir það sem verið var að kenna því í skólafærni, s.s. ástundun, skipulagi og félagastuðningi, svo not- að sé almennt orðalag. Agakerfið er m.ö.o. tengt beint vil þær athafnir nemendanna sem kennararnir vilja sjá sem mest af í skólanum, og þar þekkist refsipun- ktakerfi ekki. Kennararnir í Morningside geta ekki sent börn sem illa láta að stjórn til skólastjórans, hann er ekki við til að sinna slíku. Skólastjórinn í Morn- ingside er bundinn við að stýra starfsfólki sínu til verka við rekstur skólans og við að vera því faglegur leiðtogi í alhliða menntun og uppeldi nemendanna. Hann er reyndar stundum sóttur inn í kennslustund þegar sérstaklega vel gengur og óvæntar framfarir hafa orðið á frammistöðu nemendanna. Færniþjálfun og færnivísar Megináhersla kennslunnar í Morningside felst í því að þjálfa nemendurna í einstökum frumeind- um námsefnisins ef svo má að orði komast, þar til færni þeirra er hik- laus og reiprennandi. Það getur ver- ið að skrifa tölustafinn 0 eða 1 eða að lesa upphátt langa lista af misháum talnagildum eins hratt og þau geta á einni mínútu. Á þennan hátt er þekk- ingunni sem nemendurnir öðlast með „beinum fyrirmælum“ fylgt eft- ir með nánari þjálfun sem oftast felst í mörgum stuttum hraðaæfingum. Nemendurnir verja um 70% af hverri kennslustund til að æfa sig í því sem verið er að kenna þeim þar til þeir geta leyst verkefnið hratþ snurðulaust og án umhugsunar. I námsefninu sem hannað er af starfs- fólki Morningside og er gefið þar út, eru margar stuttar færniæfingar, og Árangur að- ferðarinnar er margfaldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.