Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 32

Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 32
32 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 VIKU L K MORGUNBLAÐIÐ # • Old draumsins DRAUMSTAFIR Kristjáns Frímanns Myndir/Kristján Kristjánsson Á ævintýraveiðum. Beðið eftir Vatnsberanum. Gleðilegt ár! Öld Vatnsberans er tekin við af Fiskunum sem ríktu síð- ustu tvö þúsund árin og nú hefst nýtt tímabil í sögu mannkyns sem vara mun næstu 2000 ár. Þetta skeið mætti kalla Draumatímann, því samkvæmt speki fróðra manna rennur brátt upp gullöld sú er menn hefur dreymt um að verði hér á jörð og þar með sá Edensrann sem Bibl- ían boðar. En á undan þessu undri verði að hreinsa út siðustu áhrif Fiskamerkisins og þeirra afla sem hreiðrað hafa um sig sem brenni- netlur við grænan svörð. í Opinber- unarbók Jóhannesar er sagt frá sjö englum sem muni vinna þetta verk: „Ég sá engil stíga ofan af himni og hafði hann mikið vald, og jörðin ljómaði af dýrð hans. Og hann hróp- aði með sterkri röddu og sagði: Fall- in er, fallin er Babýlon hin mikla, og orðin að djöfla heimkynni, og fang- elsi alls konar óhreinna anda, og fangelsi alls konar óhreinna og við- bjóðslegra fugla, af því að hún hefur byrlað öllum þjóðum af reiði-víni saurlifnaðar síns, og konungar jarð- arinnar drýgðu saurlifnað með henni, og kaupmenn jarðarinnar auðguðust af gnóttum munaðar hennar.“18.1 og2. „Og ég sá engil stíga niður af himni, og hélt hann á lykli undir- djúpsins og stórum fjötri í hendi sér. Og hann tók drekann, hinn gamla höggorm, sem er djöfull og Satan, og batt hann um þúsund ár. Og hann kastaði honum í undirdjúpið, og læsti og setti innsigli yfir honum, svo að hann leiddi ekki framar þjóðirnar afvega, allt til þess er fullnuðust þús- und árin. Eftir það á hann að vera leystur um stuttan tíma.“ 20.1, 2 og 3. Þama talar Jóhannes fyrir munn tveggja af þeim sjö englum er hon- um birtust og fræddu hann um enda- lok tímaskeiðs til byrjunar nýs. Þessar draumsýnir Jóhannesar eru hlaðnar táknum sem lesa má á ýmsa vegu en óneitanlega minna þessar lýsingar á okkar síðustu og verstu tíma. í sögum íslendinga er meðal ann- ars þessi draumur Þorsteins sonar Halls á Síðu austur að Svínafelli sem hann dreymdi áður en hann væri veginn þar um fyrri árþúsundamót. Draumurinn virðist snúast um per- sónu Þorsteins en ef rýnt er í hann minnir hann um margt á lýsingar Opinberunarbókarinnar og gæti allt eins lýst sömu atburðum og uppgjöri í lok tímans. Konur þrjár komu að honum og mæltu við hann: „Vaki þú Þor- steinn," sögðu þær. „Gilli þræll þinn vill svíkja þig fyrir það er þú lést gelda hann og er þetta ekki lygi. Láttu drepa hann,“ sögðu þær. Þá kvað ein þeirra, sú er fyrst gekk, vísu þessa og var harmþrungin: Allskörpu hefir orpið ævin-Hildr með lævi fyr herðöndum hurðar heinar ægis beini. Gumnum stendr fyr gamni Gerðr með brugðnu sverði. Villatenn meðöllu eykvæn Héðins þeyja, eykvæn Héðins þeyja. Þá vaknaði Þorsteinn og lét leita þrælsins og fannst hann ekki. Þá sofnaði Þorsteinn aðra nótt. Þá komu draumkonurnar með hina sömu sögu og gekk sú fyrst er áður var í miðju og kvað sú þetta er fyrst gekk: Fram gekk dóms, að dómi, dómspakr, hinn er lög rakti, unniguðþess, erinni óþekk skyli slekkja, áðr féhringju fengi fangsæl Dvalins hanga Baldrsáerblóðofeldi, biðkvæn, und lok riðnar, biðkvæn, und lok riðnar ævi þinnar Porsteinn." Þorsteinn vaknaði og var leitað þrælsins og fannst hann ekki. Hin sömu tíðindi gerðust hina þriðju nótt að þær komu enn og voru þá grát- andi allar. Gekk sú þá fyrst er áður hafði síðast gengið. Sú mælti þá: „Hvert skulum vér þá hverfa eftir þinn dag Þorsteinn?" sagði hún. Hann svarar: „Til Magnúss sonar míns,“ sagði hann. „Litla stund munum vér þar mega vera,“ sagði hún og kvað þá vísu: Flug-Vörna sitr, fjömis, fákund meginimda, hvöss, of höggnum vísa, hjalmaGríðraðjalmi, þesserendrfyrenda andþings, of sjötbanda, það mun ógurlegt, ægis, óx skýmáni, tóku, óxskýmáni,tóku lífíð frá þér Þorsteinn." Eftir þetta lét Þorsteinn og Yngv- ildur kona hans leita Gilla en hann hittist ekki. Þá gerði á veður illt og vildi bóndi ekki að þau færu á brott er veðrið var svo illt. En hina næstu nótt eftir gekk Gilli þræll inn um leynidyr er menn sváfu og brá saxi en Þorsteinn hvíldi svo að hann lagði hönd sína í höfuð sér. Gilli brá saxinu á barka Þorsteini en hann spratt upp við og brá sverði og féll þegar á bak aftur og var þá dauður. En þrællinn Grænt upp- haf árs Þeir eru líklega margir sem hafa strengt þess heit í byrjun árs að taka upp hollari lífshætti. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi ✓ við Sæmund Kristjánsson, húsherra A næstu grösum, sem er ekki í vafa um að grænna mataræði er til góðs. ARAMÓT eru ágætt tæki- færi til að velta fyrir sér hvort ekki sé eitthvað sem betur megi fara í lífs- stílnum. Sumir hætta að reykja, aðr- ir byrja að hreyfa sig og eflaust eru þeir jafnframt margir sem strengja þess heit að taka upp hollara matar- æði þar sem þeir liggja á meltunni eftir hinar þungu jólamáltíðir þar sem yfirleitt er ekki verið að spara kjötið, rjómann, smjörið og sykurinn. Slíkar heitstrengingar eru hins vegar lítils virði ef árangurinn er ekki varanlegur og það verður hann vart nema menn geti mótað breyt- ingamar að lífsmunstri sem maður er sjálfur sáttur við. Yfirleitt er það nú hægt og þeim fjölgar stöðugt sem ná að festa hollara mataræði í sessi og gera það að órjúfanlegum hluta hins daglega lífs. Það er ekki þar með sagt að menn verði að gefa kjötmeti upp á bátinn og naga gul- rætur það sem eftir er ævinnar. Miklu líklegra til árangurs er að flétta hollara fæði saman við hefð- bundnara fæði og temja sér fjöl- breytt mataræði. Það má líka líta til ríkja Miðjarðarhafsins en matar- gerð þess svæðis er einmitt að mörgu leyti kjörin fyrirmynd auk þess að vera Ijúf- feng. Ekki nægir að maturinn sé „hollur“, hann verður að vera góður líka. Þeim stöðum fjölgar stöðugt er bjóða upp á grænmetisfæði í marg- víslegri mynd og bjóða jafnvel upp á þá þjónustu að senda bakka á vinnu- staði í hádeginu eða á kvöldin. Vissulega vekur það líka athygli þegar einn af hæfustu og áhuga- verðustu matreiðslumönnum yngri kynslóðarinnar ákveður að söðla um og taka við rekstri grænmetisstað- ar. Það gerðist á síðasta ári þegar Sæmundur Kristjánsson tók við rekstri A næstu grösum af Gunn- hildi Emilsdóttur. Sæmundur hefur komið víða við og m.a. starfað á Ömmu Lú, Grillinu, Hótel Holti og verið yfirmatreiðslumaður á Hótel Borg. Einnig hafði hann tekið þátt í keppninni Matreiðslumaður ársins með góðum árangri. Vissulega vakti það því víða athygli er fréttist að hann væri farinn að reka grænmet- isstað. Hvemig stóð eiginlega á þessu? Sæmundur segir að hann hafi verið kominn á ákveðinn endapunkt. „Ég var búinn að prófa ýmislegt í fínni geiranum og hafði unnið eins og vit- leysingur fyrir aðra um árabil. Ég taldi vera orðið tímabært að ég færi að starfa fyrir sjálfan mig og skipta þá jafnframt um stefnu í leiðinni. Að auki hef ég mikla trú á þessu upp á framtíðina. Ég hef farið rólega af stað og haldið öllu í svipuðu horfi og það var. Nú er hins vegar að koma tími á breytingar og munu þær kom- ast í framkvæmd á næstu mánuðum og ná til jafnt matarins sem húsa- kynna. Matarstefnan verður að sjálfsögðu áfram á grænmetislín- unni en ég ætla að reyna að auka fjölbreytnina.“ Viðskiptavinahópinn segir hann vera fastan hóp Islendinga auk þess sem alltaf sjáist ný andlit. Þá sé tölu- vert um erlenda matargesti enda leiti þeir ferðamenn sem hingað koma og eru á þessari matarlínu til staðarins. Þegar Sæmundur er spurður hvemig það hafi verið fyrir klassískt menntaðan matreiðslumeistara að fara yfir í grænmetisfæði segir hann að vissulega hafi hann þurft að skipta um hugarfar og einhveiju leyti um stíl. Hann sjái hins vegar ekki eftir því. „Það má taka hvaða rétt sem er og breyta yfir í græn- metisrétt. Þetta er rétt eins og með kökur. Þeim er flestum hægt að Sælkerinn Tahini moussaka með eggaldin og pintobaunum l.Setjið hvítlaukinn í lítinn pott Fyrir 4 um hita í 20 mín. eða þangað til hvítlaukurinn er mjög mjúkur, 150 g þurrkaðar pintobaunir sett- alR í blandara og mauk- ar í bleyti yfir nótt 6 msk. grænmetisolía 2.Sigtið pintóbaunir. Geymið 1 laukursaxaður 1 hvítlaukur kraminn hvítlaukinn í ca 5 mín. Bætið '/2 tsk cumin baunum við, cumin, timjan, tó- 2 tsk. saxað ferskt timjan (blóð- ™tum 5^.™!^.°.? berg) eða 1 tsk. þurrkuð sióðið í 20-25 mín. eða þantrað til 200 g saxaðir niðursoðnir tómatar sósan hefur þykknað. 1 msk. tómatkraftur H . t u.illUU lcoUlld txL UllLlliiii 1 öLUIll 2 stóreggaldin sneidd niðuró pönnu oer steikið eggaldinið á lengdina hverri hlið þar til það er ljós- saltogpipar b™nt- Tí!klð af °g sett a eld- 4.Setjið eggaldin i botninn á iyrir SOSUilCI hitaþolnu formi og setjið helm- inginn af pintobaununum yfir, 2 stk. hvítlauksgeirar fíðan eggaldin aftur og svo baunir oe;að lokum eff£?aldin. 300 ml mjolk 25 g smjör 5. SósanBræðið smjörið í litlum 25 g gróft mjöl (spelt-mjöl) Potti- Hr®rið,inn hveitið; blnð ttl . 1 • • / l. i \ i oux og biðið í eina minutu. Bæt~ 1 msk. tahini (sesamrræ-mauk) vifi hvitlauksmjdlkinni i litlnm 1 egg léttþeytt daginn óður skömmtum og sjóðið. Hrærið þangað til sósan þykknar. Hrær- Pintobaunir egginu. Eldið í 2-3 min. í viðbót og bragðið til með salti og pipar. Pintobaunir eru soðnar og þarf vatnsmagn að vera tvöfalt ó við (i.Hellið sósunni yfir eggaldinin baunamagnið. Pintobaunir þarf °S bakið í 30-35 mín. við 200 C að sjóða í ca 1 -1 '/2 klst. }?ar f Þettu tekur á gylltan lit eða fer að sjoða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.