Morgunblaðið - 08.01.2000, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 08.01.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 37 MARGMIÐLUN Samskiptamiðstöð í vasann Jornadan er prýðilegur MP3 spilari þó þeir séu svosem til handhægari. Lófatölvum fjölgar ört og meðal annars bregð- ur fyrir einni slíkri í ný- legri Bond-mynd. Arni Matthíasson kynnti sér nýja gerð Joranda- lófatölvu frá HP. WINDOWS CE-tölvur hafa átt und- ir högg að sækja og ýmis fyrirtæki heykst á því að frameiða slík appar- öt. Hewlett-Pacard, HP, lætur þó ekki deigan síga; þrátt fyrir tak- markaðan árangur á lófatöívumark- aði heldur fyrirtækið áfram að kynna nýjar gerðir lófa- og vasa- tölva sem keyra Windows CE, nú síðast mjög endm-bætta Jomada 430. Nýja Jomadan, en svo heitir Windows CE lína HP almennt, kall- ast Jomada 430se og er talsvert endurbætt frá fyrri gerð, ekki síster hún mum traustbyggðari en forver- inn, með talsvert meira minni, hraðvirkari örgjörva og svo má telja. í tölvunni er 133 MHz 32 bita Hit- achi SH7709a örgjörvi, 16 MB skrifminni og 8 MB kerfisminni. Skjárinn er baklýstur 16 bita (65.536 lita) 240 x 320 pixela snertiskjár. Tölvunni er stýrt með stQ, en á hlið hennar era fjórir hnappar sem einn- ig má nota til að gefa ýmsar skipan- ir. Líþíum-rafhlaða er í tölvunni og dugir í um sjö tíma með skjáinn í gangi, en talsvert lengur ef slökkt er á honum. Með fylgir haganlegt hleðslutæki sem tengist raðtengi- kapli. Innrautt tengi er á tölvunni, raðtengi og rauf fyrir Comp- actFlash-kort, gerð I og II. A tölv- unni er víðómshljóðútgangur og hljóðnemi er innbyggður. Með fylgir Microsoft Windows CE 2.11 með til- heyrandi hugbúnaði í vasaútgáfu, dagskinnu, rissblokk, verkefnaskrá, skjalaþór, upptökuhugbúnaði, klukku, reiknivél, póstforriti og kap- al. HP-menn era í takt við nýja tíma í tónlistarflutningi því hugbúnaður til að spOa MP3-skrár, Hum, fylgir, en einnig fylgir hugbúnaður til að skoða og vinna myndir og ýmslegur hugbúnaður annar, til að mynda til að stýra tölvunni með munnlegum skipunum. Jornadan nýja er traustbyggð og að því leyti handhæg í notkun að á henni er plastlok sem leggst yfir skjáinn og kemur í veg fyrir að hann rispist eða að vélin skilji hnjask sem skipanir, en þar sem lokið er gagn- sætt er hægt að nota hana þó það sé á, enda má kalla upp upplýsingar með því að nota takkana á hliðinni. Hún er fullstór fyrir vasann, en passar vel í skjalatösku og þar sem hægt er að skrifa á skjáinn er gott að nota hana til að taka niður punkta á fundum eða fletta upp upplýsingum. Líkt og í fyrri gerð tövunnar, 430- gerðinni, er skjárinn einn helsti kosturinn, skýr og skær með góðri litamettun, mun fleh-i litum reyndar en eldri gerðin, og hreint ótrúlega læsilegur, ekki síst í samanburði við Palm-lófatölvumar. Það kostar aft- ur á móti sitt í rafmagnsnotkun og á líkast til ekki eftir að breytast fyrr en ný rafhlöðutækni lítur dagsins ljós. Það að geta breytt tölvunni í MP3-spilara verður varla til að fá marga til að kaupa hana, en gefur aftur á móti góða mynd af því hversu langt er hægt að komast í notagildi á slíkum apparötum. Víst era til minni og hagnýtari MP3-spilarar, en þeir era þá ekki með þá möguleika sem lófatölvan gefur. Með 430se útgáfu Jomada-lófa- tölvunnar hefur HP svarað helstu gagnrýni sem fram kom á eldri gerðina og bætt heldur betur við í örgjörvaafli og minni, aukinheldur sem verulega er bætt við af hugbún- aði. CompactFlash-kortið er líka kærkomin viðbót, ekki síst þegar flutt era gögn á milli annarra tölva, til að mynda í Jomada 820, og hrein- lega bráðnauðsynlegt við að koma MP3-lögum inn á vélina. HP hefur tekið afgerandi forystu meðal þeirra sem keppast við að koma á markað WindowsCE-tölv- um, en eftir stendur að stýrikerfið er Windows CE með öllum þeim göll- um sem því fylgja; til að mynda þurfti að endursetja vélina tvisvar fyrsta daginn þó hún hafi verið stöð- ugri síðan. Ekkert skorti aftur á móti á fylgibúnaði sem gerir vélina að frábærri samskiptamiðstöð í vas- astærð og þegar við bætist að hægt er að nota hana sem MP3-spilara verður hún enn eigulegri. REUTERS Windows 2000 fékk nýverið verðlaun sem mesti slóði áratugarins, enda átti það fyrst að koma út 1998. Undir lok febrúar kemur það þó loks út um allan heim, nema í Kína ef nokkuð er að marka frétt í kínversku dag- blaði. Stýrikerfið vakti mikla athygli á tölvusýningu í Las Vegas í lok síðasta árs. Microsoft í klemmu í Kína ÞAÐ GENGUR nú fjöllum hærra austur í Kína að stjórnvöld þar í landi hyggist banna notkun á Windows 2000 og beina fyrirtækj- um og stofnunum þess í stað að Linux. Samkvæmt frétt í kín- versku dagblaði, Kvöldfréttir Jangtsjeng, er bannið til þess ætl- að að efla starfsemi innlendra hug- búnaðarfyrirtækja og spara kín- verska ríkinu hundrað milljarða króna. Eftir því sem segir í frétt blaðsins era stjórnvöld með í smíð- um Linux-dreifingu sem kallast Rauði fáninn og stendur til að skylda opinber fyrirtæki og stofn- anir að nota dreifinguna, aukin- heldur sem allir skólar munu nota Linux í rekstri sínum og kenna á stýrikerfið. Talsmenn Microsoft hafa stað- fastlega neitað fréttum um að búið sé að banna Windows 2000 í Kína og benda á að nokkur kínversk ráðuneyti séu þegar tekin að nota Windows 2000 og ekki sé við öðru að búast en stýrikerfið nái góðri útbreiðslu þar í landi. Microsoft hefur átt á brattann að sækja austur í Kína og er meðal annars borið þungum sökum í ný- legri bók eftir fyrrverandi starfs- mann fyrirtækisins. Það tapaði einnig máli fyrir dómstólum vegna ólöglegrar afritunar fyrir skemmstu, en málaferlin rýrðu enn traust almennings á fyrirtæk- inu sem telur það tákngerving ein- okunar og efnahagslegrar heims- valdastefnu Bandaríkjanna. Ekki bætir úr skák að frammámenn í tölvuiðnaði þar í landi halda því fram að í Windows-stýrikerfinu séu bakdyr sem Microsoft geti not- að til að kanna tölvur notenda þeg- ar þeir eru tengdir inn á Netið. Hugbúnaðarstuldur er viðvar- andi vandamál í Kína og hafa yfir- völd að sögn skellt skollaeyram við því að hugbúnaður fyrir tugmillj- arða sé fjölfaldaður, enda telji þau að það komi kínverskum tölvufyr- irtækjum til góða. Óstaðfestar töl- ur herma að upp undir 90% af öll- um hugbúnaði sem seldm' er í Kína séu þjófstolin. sigurvegarinn seldi Compaq fleiri heimilistölvur en nokkur annar tölvuframleiðandi. Veldu þér sigurvegara frá Compaq! COMPAQ. Presario 5304 366 MHz Mll MMX örgjörvi 15"skjár ; 64 MB 100 MHzminni ,3 GB UltraDMA diskur 2X qeisladrif AGP skjákort m/Direct 3D ' V90mótald fompaq Intemet lyklaborð Stækkun í 17" kr. 10.000,- COMPAQ. Presario 5441 475 MHz AMD K6-2 örgjörvi 17"skjár 64 MB lOOMHzminni 8 GB UltraDMA diskur 32X geisladrif 8MB skjákort m/Direct 3D 56K V90 mötald Compaq Intemet lyklaborð Ýmis hugbúnaður ofl. CQMPACJL Presario 5186 450 MHz AMD K6-2 örgjörvi 17"skjár 64 MB100 MHzminni 6 GB UltraDMA diskur 32X geisladrif 8MB skjákort m/Direct 3D 56K V90 mótald Compaq Internet lyklaborð JBL Pro hátalarar ofl. COMPAQ. Presario 5714 466 MHz Celeron örgjörvi 17"skjár 64 MB 100 MHz minni 12 Gt UltraDMA diskur 32X geisladrif 56K V90 mótald 10 Mbps netkort Compaq Internet lyklaborð Innbyggt ZIP drif ofl. COMPAQ. Presario 5724 500 MHz Celeron örgjörvi 17"skjár 96 MB 100 MHz minni 12 G3 UltraDMA diskur 6X DVD mynddiskadrif 56K V90 mótald 10 Mbps netkort Compaq Internet lyklaborð Innbyggt ZIP drif ofl. COMPAOl Presario 5838 500 MHz Athlo örgjörvi 17"skjár 128 MB 100 MHz minni 17 Gf: UltraDMA diskur 32X geisladrif Rewriteable skrifari Firewire tengi Voodoo 3 3D skjákort Ótrúlega mikið al hugb. ofl. Compaq tölvunum fylgir fjölhreyttur hugbúnaður og vélarnar bjóða upp á ýmsa skemmtilega möguleika. Komdu íBTum helgina og kynntu þér Compaql aðbins um sssssuí giima COMPAtl tölvuumhelginabýðstþér St^SSprentari V I Kaupbæti! "SSSSCi BT Skeifunni - S: 550-4444 • BT Hafnarfirði - S: 550-4020 • BT Kringlunni - S: 550-4499 • BT Reykjanesbæ - S: 421-4040 • BT Akureyri - S: 461-5500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.