Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 42

Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 42
1 42 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 Millj ón dala dægurmál „Hvað ersvona skemmtilegt við það að sitja heima ístofu ogjylgjast með ókunnugu fólki annaðhvort vinna jullt afpeningum eða vinna ekki jullt afpeningum?“ Eftir Hönnu Katrínu Friðriksen ÞAÐ er merkilegt dæmi um eðli manneskjunnar, að á támum efna- hagslegs uppgangs í þjóðfélögum skuli dramatískir þættir og spennuþættir njóta mestra vin- sælda í sjónvarpi og þegar harðn- ar á dalnum eru gaman- og skemmtiþættir vinsælastir. Hið síðarnefnda er reyndar öllu skilj- anlegra, þ.e. að fólk vilji horfa á sjónvarpsþætti sem létta lundina til þess að gleyma baslinu um stundarsakir. Hvers vegna fólk vill hið gagnstæða þegar vel árar er mér hins vegar hulin ráðgáta. En þetta ku vera meðtekið sem heilagur sannleikur hjá sjón- varpsstöðvum, a.m.k. hjá þeim stærstu vestur í Bandaríkjunum. Hagkerfið vestra hefur undan- farið verið í slíkri uppsveiflu að elstu menn muna vart annað eins. Samkvæmt VIÐHORF nefndri for- múlu ættu þættir með al- varlegu ívafi því að vera of- arlega á vinsældalistum og á dag- skrá sjónvarpsstöðvanna á bestu áhorfstímunum. Það mun líka vera nokkuð til í því, en þó hafa þeir mátt láta undan síga í vetur fyrir spennuþáttum sem um ára- tugaskeið hafa verið útlægir frá bestu útsendingartímum stöðv- anna. Hér er um að ræða spurn- ingakeppnir þar sem um stórar fjárhæðir getur verið að tefla. Frá því í sumar hefur þátturinn Viltu verða milljónamæringur? á ABC notið mikilla vinsælda, svo mikilla að sjónvarpsstöðvarnar NBC, CBS og Fox hafa undanfarna mánuði unnið að því að setja eigin spumingakeppnir á koppinn og eru þær að líta dagsins ljós þessa dagana. Þessir þættir eru með nokkuð mismunandi sniði, en eiga það sammerkt að til leiks er boðað venjulegt fólk og því boðinn sá möguleiki að vinna til stórra fjár- hæða í sjónvarpssal. í kjölfarið eru svo fjölmiðlar tilbúnir til þess að hampa vinningshöfunum þann- ig að í raun er að tvennu að keppa; ríkidæmi og frægð, að minnsta kosti um stundarsakir. A upphafsárum sjónvarpsins voru svipaðir þættir vinsælir í Bandaríkjunum, en frægðarsól þeirra féll svo um munar þegar stjómendur þáttarins Tuttugu og einn urðu uppvísir að svindli, eins og svo eftirminnilega var rifjað upp í kvikmyndinni Quiz Show. Þessir eldri þættir kröfðust reyndar töluverðrar sérfræði- þekkingar af þátttakendum sem fengu spumingar sem vom langt utan við getu áhorfenda heima í stofu. Nýju þættirnir em ólíkir að þessu leyti þar sem hver sá sem er þokkalega upplýstur um helstu dægurmál á möguleika á því að slá í gegn. Hver er til dæmis al- gengasta áleggstegundin hjá Pizza Hut? í hvaða fjómm af nefndum fimm kvikmyndum lék Marilyn Monroe? Svör við spurn- ingum af þ'essu tagi geta þýtt tugi ef ekki hundmð þúsunda dollara í vasa keppenda. Það liggur hins vegar heilmikil vinna að baki því að semja svona spurningapakka. Þeir mega auð- vitað ekki vera of léttir, ekki mega þættirnir við því að allir keppendur gangi út með milljónir í vasanum. Hins vegar þurfa spumingamar að vera nægilega léttar til þess að áhorfendur heima í stofu eigi auðvelt með að setja sig í spor keppendanna og hugsa sem svo: „Eg get svarað þessu, ég gæti verið þama, ég gæti verið að vinna stórar fúlgur fjár.“ Það er ekki erfitt að sjá hvers vegna spumingaþættirnir em eft- irsóknarverðir af hálfu sjónvar- psstöðvanna. Þeir era mjög ódýr- ir í framleiðslu því þó svo að einstaka sinnum þurfi að punga út verðlaunum á borð við milljón dollara (það hefur reyndar aðeins gerst einu sinni í vetur, yfirleitt nema verðlaunin „aðeins“ nokkr- um hundmðum þúsundum doll- ara), þarf lítið annað til þáttanna að kosta en laun þáttastjómanda og þeirra sem semja spurningarn- ar. Samanburður við leikþætti með nokkmm hátt launuðum leik- umm er augljóslega spuminga- þáttunum í hag. Reyndar munu menn í Hollywood vera foxillir yf- ir þessari þróun. Sagt er að fyrir hvern nýjan spurningaþátt á dag- skrá sjónvarpsstöðvanna séu 100 manns þar á bæ án atvinnu. Það er svo sem ekki eins og Bandaríkjamenn séu hér að finna upp hjólið því fyrirmyndir flestra þessara þátta er að finna í Evrópu eða Asíu. Vinsældirnar virðast hins vegar ætla að slá öll met vestra. Það skal engan undra að mikil eftirspum er eftir því að koma fram í spurningaþáttunum. (Skattheimtumaðurinn Carpenter sem í haust nældi sér í eina millj- ón dollara með því að svara átta spurningum um dægurmál varð ekki einasta ríkur á einni nóttu, heldur frægur líka. Myndir af honum birtust á forsíðu fjölda tímarita, hann var gestur í vinsæl- um spjallþáttum í sjónvarpinu - og síðast en ekki síst: leikkonan Jennifer Aniston úr sjónvarps- þáttunum Vinum óskaði honum til hamingu þegar hún rakst á hann í sjónvarpsupptökusal!) Hinni spurningunni virðist erf- iðara að svara, hvað er það sem gerir þetta að vinsælu sjónvarps- efni? Hvað er svona skemmtilegt við það að sitja heima í stofu og fylgjast með ókunnugu fólki ann- aðhvort vinna fullt af peningum eða vinna ekki fullt af peningum? Er ekki eðlilegra að það fari í taugamar á fólki að sjá Jón eða Jónu í næsta húsi detta í lukk- upottinn á meðan við höfum áhyggjur af næsta Vísareikningi? Sérfræðingar sjónvarpsstöðv- anna hafa svörin á reiðum hönd- um. Fyrir utan það að fólk njóti þess að setja sig í spor þeirra heppnu og hlæja að ræflunum sem eyðileggja eigin möguleika og annarra í liðinu (því það em búin til lið í þáttunum) með því að klikka á laufléttri spurningu um algenga kornflextegund, er aðal- skýringin sögðtengjast upp- gangstímum í þjóðfélaginu, allt er á fullri ferð og fólk er í skapi til þess að vinna og leyfa öðmm að vinna. Allir era að gera það gott. Þá vitum við það. Nú er bara að bíða eftir að spurningakeppnir sem búa til milljónamæringa nokkmm sinnum í viku, slái í gegn á íslandi. Þá fyrst er ástæða til að fagna. Þá fyrst höfum við það gott. MORGUNBLAÐIÐ ________UMRÆÐAN__ Hinir vammlausu ÞAÐ á ekki að plata fólk, sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra á jólum, þegar ljóst var að fimmtán úrvalsmenn höfðu ver- ið narraðir til að sækja um stöðu bank- astjóra Seðlabankans. Tilefnið var að nokkr- um klukkustundum fyrr en umsóknar- frestur rann út varð formlega opinbert að Finnur Ingólfsson við- skiptaráðherra hafði afráðið að sækja um embættið. Fimmtán menn, sem ekkert höfðu til saka unnið nema heil- brigðan metnað, voru meiddir af ríkisstjórn Islands. Af lýsingum ráðherranna sjálfra varð Finnur Ingólfsson seðla- bankastjóri með eftirfarandi hætti: Viðskiptaráðherra útvegaði sér lof- orð forsætisráðherra fyrir stuðn- ingi sækti hann um embætti bank- astjóra Seðlabankans sem við- skiptaráðherra veitir þó sjálfur að öðm jöfnu. Þar sem viðskiptaráð- herra getur lögum samkvæmt ekki veitt sjálfum sér stöðuna óskaði hann eftir að forsætisráðherrann sem búinn var að lofa honum stuðningi gegndi fyrir sig embætti viðskiptaráðherra meðan viðskipt- aráðherrann var sjálfur skipaður í stöðuna þótt aðrir hæfari menn kynnu að vera meðal umsækjenda. Bíðum nú við... Er munur á þessu og að skipa sjálfan sig? Á hvaða tíma lifum við og í hvaða landi? Forsætisráðherrann gekkst fús- lega við að hafa ákveðið ráðningu Finns áður en hann vissi um alla sem sóttu. Sér til afbötunar kvaðst hann hafa afleita lagagrein sem heimtaði að staðan skyldi auglýst og framhjá því gæti engin ríkis- stjórn smokrað sér jafnvel þótt hún ætlaði alls ekki að ráða aðra umsækjendur en þá sem hún fengi sjálf til að sækja um. Hitt væri þó sannast mála að hann væri alveg á móti því að plata góða drengi og vissulega stæði því hugur hans til að breyta þessum vondu lögum og afnema hina skelfilegu auglýsinga- skyldu. Sannaðist þar sem þjóðin vissi fyrir að blessaður for- sætisráðherrann okk- ar má fátt aumt sjá og alls ekki þá sem ganga með lúskraðan skalla eftir meðferð ríkis- stjórnarinnar. Þetta var heldur ekki í fyrsta sinn sem svo göfugar hugsanir flögmðu eins og dúfur friðarins í hugskoti forsætisráðherrans. I umræðu um breytingu á lögum um Seðlaban- kann 2. desember upplýsti hann flestöll- um að óvömm að hin lausa staða þriðja Seðlabankastjórans „verði auglýst nú á allra næstu dögurn". En líkt og á Sprengisandi var samt á kreiki einhver óhreinn andi sem angraði forsætisráðherra. Kannski var það þess vegna sem hann svo sem eins og upp úr þurru kvaðst telja „...betra að koma hreint fram og segja frá því fyrirfram hvað til standi en ekki plata fólk, jafnvel heilu menntaskólana, til að sækja um stöður af þessu tagi. Það er betra að fara beint framan að mönnum í þeim efnum“. Þarna brá forsætisráðherra sér í líki hins forvitra Njáls því forspá hlýtur þetta að hafa verið en ekki vissa. Engum kemur nefnilega til hugar að forsætisráðherra hafi þá vitað að Finnur hygðist drösla pok- anum sínum yfir Ingólfsstrætið í marmarahöllina á Arnarhóli. Þó myndu óvitlausir líklega vilja spyrja hví forsætisráðherra notaði þá ekki ferðina fyrst á annað borð var verið að breyta lögum um bankahróið til að leggja samhliða til að þingið felldi niður auglýs- ingaskylduna? Þá hefði ekki þurft að meiða neinn. Hjá Útvarpinu er einmitt óvitlaus fréttamaður, Óð- inn Jónsson, sem spurði þessarar spurningar í fréttum útvarps seint í desember. Fyrirfram hefði asni af götunni getað glapist á þá fíflalegu hug- mynd að þetta væri ráðabrugg til að koma í veg fyrir að fjölmiðlar og stjórnarandstaða drægju þá kol- röngu ályktun að búið væri að taka stöðuna frá fyrir örendislausan ráðherra. Það hefði auðvitað sett Stöðuveitingar Fimmtán menn, sem ekkert höfðu til saka unnið nema heilbrígðan metnað, segir Össur Skarphéðinsson, voru meiddir af ríkisstjórn 7—^——————————— Islands. málið í glæsilegt uppnám. En Dav- íð brást ekki frekar en fyrri dag- inn. Hann svaraði Óðni með því að benda efnislega á þá hárréttu stað- reynd að umrætt frumvarp fjallaði einungis um breytingar á yfir- stjórn Seðlabankans og ekkert annað. Það hefði því augljóslega verið úrleiðis að vera að hringla með önnur og óskyld mál eins og auglýsingaskylduna jafnvel þótt öll ríkisstjórnin væri á móti því að plata fólk. Þetta var tær snilld hjá forsætis- ráðherra. Allir vörpuðu öndinni léttar. Ekki síst fimmtánmenning- arnir. Þeim leið miklu betur að hafa frá fyrstu hendi að það væri lagaleg fagurfræði en ekki pólitísk- ur refskapur sem réði ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að fífla þá opinberlega. En dokum aðeins... Var ekki annað frumvarp um Seð- labankann fyrir Alþingi í desember sem hefði þá mátt nota? Mikið rétt. Á nákvæmlega sama tíma lá annað frumvarp fyrir Alþingi um að breyta nákvæmlega sömu lögum um nákvæmlega sama Seðlabanka og var samþykkt nákvæmlega sama dag og hitt. Gat ríkisstjórnin ekki notað það til að breyta lögun- um fyrst forsætisráðherrann vildi svo eindregið að ákvæðið um auglýsingaskylduna yrði fellt burt til að engan þyrfti að plata? Finnur Ingólfsson er langtífrá versta sendingin sem Alþingi hefur gert Seðlabanka Islands. En það á ekki að plata fólk. Það sagði að minnsta kosti blessaður forsætis- ráðherrann okkar. Og ekki lýgur hann. Höfundur er alþinglsmaður. Össur Skarphéðinsson Er nú ekki rétt að breyta stjórnarskránni? ALLT bendir til þess að kvótakerfið sé endanlega hrunið með Vatneyrarmálinu nema ef stjórnvöld og Alþingi kjósa að virða ekki eiða sína gagnvart stjórnarskránni og brjóta hana aftur eins og þau gerðu eftir dóm Hæstaréttar í máli mínu gegn íslenska ríkinu, kvótadóminn svokallaða. Engum dettur til hugar að sársaukalaust verði að koma á réttlátu fisk- veiðistjórnarkerfi eftir að ranglætið hefur fengið að eitra íslenskt þjóðlíf á ann- an áratug. En þar er ekki við okkur að sakast sem höfum barist fyrir réttlætinu heldur þá sem komu ranglætinu á og viðhéldu því. Hinu skulum við heldur ekki gleyma, að réttlætið og frelsið er mikils virði, sérstaklega til lengri tíma litið. Hagfræðingar, sem ég treysti, gera lítið úr hræðsluáróðri LÍÚ. Þeir telja að breytíngar geti orðið þjóð- inni allri til mikillar farsældar. Stjórnvöld og Alþingi létu hjá líða að nýta tækifærið sem gafst eftir kvótadóminn fyrir rúmu ári eða 3. des. 1998 til að koma á fiskveiði- stjórnunarkerfi sem gætti ýtmstu hagkvæmni en virti jafnframt skráð sem óskráð lög um réttlæti, þar með talið stjórnar- skrána. Þessir aðilar þóttust ekki skilja dóm Hæstaréttar í máli mínu, sem var einfald- lega sá að fiskveiði- stjórnunarlögin eru í andstöðu við stjórnar- skrána og eru því ólög. Allir brúklegir lög- fræðingar landsins skildu að Hæstaréttar- dómurinn sagði að mismunun í úthlutun veiðileyfa og afheim- ilda (kvóta) væri í and- stöðu við ákvæði stjórnarskrárinnar um jafnræði og atvinnufrelsi. Hér- aðsdómarinn í Vatneyrarmálinu er í þessum hópi. Hann hafði einnig hugrekki til að dæma samkvæmt því. Meirihluti Alþingis hafði ekki slíkt hugrekki til að bera. Þessir þingmenn brugðust skyldum sínum. Núverandi ríkisstjórn og meiri- hlutinn á Alþingi er í raun sá sami eða lýtur sömu leiðtogum og fyrir ári þegar líf hinna hraklegu kvóta- laga var framlengt á kostnað rétt- lætisins. Viðbrögð utanríkisráð- herra við dóminum voru hárrétt þegar hann spurði hvort þá væri ekki einfaldlega rétt að breyta Kvótakerfið Rétt viðbrögð ríkis- stjórnarinnar nú væru að segja af sér, segir Vaidimar Jóhannesson, og eðlilegt að efna til nýrra kosninga til að knýja í gegn breytingar á stjórnarskránni. stjórnarskránni ef kvótalögin væm í andstöðu við hana. Rétt viðbrögð ríkisstjórnarinnar nú væra að segja af sér og eðlilegt að efna til nýrra kosninga til að knýja í gegn breyt- ingar á stjórnarskránni. Ákvæðin um jafnræði og atvinnufrelsi eru hindmn sem ríkisstjórnin getur ekki unað við. Því er eðlilegt fyrir hana að kanna hvort þjóðin sé ekki tilbúin til að slaka á þessum ákvæð- um fyrir hagkvæmnina og gengi hlutabréfanna! Höfundur vann málgegn íslenska ríkinu vegna synjunar á veiðileyfi og aflaheimild. Valdimar Jóhannesson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.