Morgunblaðið - 08.01.2000, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 45
______UMRÆÐAN____
Órói á Alþingi
Á SÍÐUSTU dögum
20. aldar, rétt fyrir jól,
varð mikill órói á AI-
þingi vegna frétta í
ýmsum fjölmiðlum um
að landbúnaðarráðun-
eytið hygðist, að
manni skildist, flytja
17 stofnanir þess af
landsbyggðinni til
Reykjavíkur. Nýkjör-
inn þingmaður fullyrti
á Alþingi að ráðuneyt-
isstjórinn í landbúnað-
arráðuneytinu teldi að
ekki væri unnt að
stunda landbúnaðar-
rannsóknir nema
Reykjavík! Hver þing-
maðurinn af öðrum úr öllum flokk-
um lýsti síðan hneykslan sinni á
þessum áformum. Gekk þetta svo
langt að einn ráðherrann taldi rétt-
ast að reka embættismanninn fyrir
þetta. Allt minnti þetta mjög á sög-
una um unga litla sem hélt af röngu
tilefni að himinninn væri að hrynja.
Landbúnaðarráðherra svaraði
mjög afgerandi á Alþingi, en þar
sem embættismönnum er ekki gef-
inn kostur á að verjast árásum á
sig á Alþingi hafa margir spurt mig
hvert hefði verið tilefnið að þessu.
Svarið er í stuttu máli það að
hvorki ráðuneytisstjórinn né ráð-
uneytið hafa nokkru sinni haldið
því fram, hvorki í ræðu né riti, að
flytja ætti nokkra landbúnaðar-
stofnun utan af landi á Reykjavík-
ursvæðið. Hitt er satt að í undir-
búningi er að flytja tvær stofnanir
til innan þess svæðis og skemmst
er að minnast að ráðuneytið lét ný-
lega flytja eina landbúnaðarstofnun
frá Reykjavík á Selfoss og aðra í
Borgarnes.
I bréfi ráðuneytisins sem upp-
þotið á Alþingi spannst af var
hvergi minnst á Reykjavíkursvæð-
ið. En efni bréfsins var misskilið og
mistúlkað af ræðumönnunum (og
mörgum fjölmiðlum að Mbl. og rík-
isútvarpinu undanskildu). Tilefnið
var ályktun um atvinnumál, sam-
þykkt á 7. þingi Samtaka sveitarfé-
laga á Norðurlandi vestra, sem
send var ráðuneytinu. I því skyni
að fjölga vinnandi fólki á svæðinu
var stungið upp á því að „verkefni
frá Rannsóknastofnun fiskiðnaðar-
ins og Rannsóknastofnun landbún-
aðarins verði unnin á Norðurlandi
vestra". I greinargerð er talið
„nauðsynlegt að færa
störf á rannsóknasviði
út í hinar dreifðu
byggðir".
I svari ráðuneytis-
ins við ofangreindri
ályktun, undirrituðu
af ráðuneytisstjóra, er
tekið undir fyrra sjón-
armiðið og segir þar
að „ýmis verkefni sem
þær (þ.e. rannsókna-
stofnanirnar) vinna,
mætti að sjálfsögðu
vinna annars staðar,
enda eru um það mörg
dæmi, s.s. tilrauna-
reitir í Húnaþingi, sil-
unga- og laxarann-
sóknir o.s.frv. Varðandi það að
flytja störf frá hinum tilvitnuðu
stofnunum segir ráðuneytið hins
Landsbyggð
Vettvangur landbúnað-
arrannsókna, segir
Björn Sigurbjörnsson,
er að sjálfsögðu um
landið allt.
vegar: „Vísindarannsóknir eru þó
með þeim annmarka að til þess að
marktækur árangur náist, þarf
helst að vera á einum stað mjög
góður og fjölbreyttur tækjakostur
og hópur hámenntaðra sérfræð-
inga. Ekki virðist ráðlegt að brjóta
þær upp og dreifa um landsbyggð-
ina...“
Þetta svar ráðuneytisins er í
anda samþykktar fyrrverandi ríkis-
stjórnar (sem sá ráðherra er krafð-
ist brottreksturs ráðuneytisstjóra
sat sjálfur í, en virtist hafa gleymt).
Sú samþykkt gekk reyndar svo
langt að sameina skyldi allar rann-
sóknastofnanir atvinnuveganna, en
þær eru allar í Reykjavík. Þetta er
sama sjónarmið og gildir um upp-
byggingu landbúnaðaiTannsókna
um allan heim (sem ég kynntist vel
sem rannsóknaforstjóri hjá Sam-
einuðu þjóðunum í tvo áratugi) og
slík sjónarmið eiga ekki síður við
um aðrar búvísindamiðstöðvar hér
á landi, svo sem Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri, Hólaskóla og
Garðyrkjuskólann að Reykjum.
Það væri ekki til bóta fyrir sveitir
landsins að dreifa þessum traustu
vísindamannakjörnum um lands-
byggðina. Þessu má líkja við lækn-
isþjónustu í landinu og tilvist há-
tæknisjúkrahúsa sem þjóna
landinu öllu. Myndi það bæta lækn-
isþjónustu á Norðurlandi vestra
eða annars staðar á landinu ef störf
á sérfræðisviðum hátæknisjúkra-
húsanna yrðu flutt frá þeim? Sama
gildir um árangursrík rannsókna-
störf. Þetta á sérstaklega við um
ísland þar sem fámenni þjóðarinn-
ar gerir það að verkum að allar
rannsóknastofnanir hér á landi, og
hátæknisjúkrahúsin meðtalin, eru
smáar í samanburði við slíkar
stofnanir í nágrannalöndunum.
Stofnanir á vegum landbúnaðar-
ráðuneytisins hafa bækistöðvar
sínar víða um landið. Fyrir utan
búnaðarskólana þrjá eru það Skóg-
rækt ríkisins á Egilsstöðum, Land-
græðsla ríkisins í Gunnarsholti,
Hagþjónusta landbúnaðarins á
Hvanneyri, Lánasjóður landbúnað-
arins á Selfossi, Framleiðnisjóður
landbúnaðarins í Borgarnesi og
Hestamiðstöð íslands í Skagafirði.
Ekki hefur staðið til að flytja neina
af þessum stofnunum til Reykja-
víkur.
Vettvangur landbúnaðarrann-
sókna er að sjálfsögðu um landið
allt, þótt árangur þeirra verði betri
ef vísindamennirnir sem þær
stunda fá að starfa saman í há-
tæknistofnunum. Sjálfur stóð ég
t.d. fyrir kornræktartilraunum um
árabil í nær öllum sveitum landsins
(að meðtöldu Húnaþingi) þótt ég
starfaði í hópi búvísindamanna og
samnýtti tækjakost með þeim. Sem
forstjóri RALA bar ég ábyrgð á
rekstri sjö tilraunastöðva vítt um
landið, kom upp frærannsóknastöð
að Sámstöðum, vann með Búnaðar-
sambandi Suðurlands að stofnun
tilraunastöðvarinnar að Stóra Ár-
móti og flutti eina tilraunastöð úr
þéttbýli út á land. Þetta veganesti
hefur reynst mér vel við að huga að
þessum málum í ráðuneytinu og
veit ég að íslenskar landbúnaðar-
rannsóknir munu halda áfram að
vera öflugasta driffjöðrin í já-
kvæðri þróun landbúnaðarins á
nýju öldinni ef vel er að þeim búið
og rétt að þeim staðið.
Höfundur er ráðuneytisstjóri
í landbúnaðarráðuneytinu.
-þarsem
vinningarnirfáíSt @|qQ
Vinningaskrá
33. útdráttur 7. janúar 2000 .
Bif reiðavinningur
Kr. 2,000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
4 12 12
Ferðavinningur
Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur)
4474
33879
44686
6 1504
rerðavinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (t\
8580 9395 37750 41173 57501 67898
8869 34596 39885 47518 62709 77181
Húsbú
Kr. 10.000
n a ð a
r v i n
Kr. 20
n i n g u r
448 14547 27469 33747 40397 47962 59379 71199
1869 14907 27481 34509 40802 48785 59390 72680
4948 15749 27855 35587 41068 49045 59584 73632
6393 16264 29399 35724 41883 49850 60938 74689
6546 16495 29510 35750 42782 50768 61355 77849
9473 19962 3001 1 36636 42824 51134 63694 77929
10917 20390 30251 36747 43917 51443 64509 78061
11635 21759 31051 37848 44092 53370 65675 79033
12357 23689 31452 38427 44230 53413 67100 79619
12442 23755 31948 38515 44631 53589 67130
12502 24158 33048 39521 46108 54284 70500
13066 24419 33350 39564 47663 54697 70914
13284 25784 33515 40355 47745 59251 71122
Húsbú
Kr. 5.000
n a ð
a r v í
Kr. 10.1
nningur
531 11252 22799 33659 41604 52778 63687 72374
1134 11300 23041 33738 41683 53837 63877 72804
1445 11717 23206 34098 41943 54060 63950 73322
1916 11737 23264 34747 42055 54487 64077 74265
2332 12429 24032 35505 42096 55240 64489 74517
2410 12656 24537 35544 42437 55522 64642 74657
2458 12988 25100 35894 42465 56251 64717 74805
2607 13295 25239 35960 42713 56315 65038 74844
2833 13758 25545 36094 42894 56373 65118 75324
2894 13781 25563 36214 42916 56409 65379 75407
3227 14549 26012 36726 43582 56568 65998 75423
3816 15561 26135 36762 43884 56665 66284 75756
3916 15806 26193 36841 44152 57264 67190 76410
4136 15961 26491 37518 45363 58476 67232 76823
4864 16011 26895 37534 45366 58677 67665 76951
4893 17099 27437 37937 46041 58866 67667 77170
5148 17189 27754 38127 46303 58898 67891 77293
5670 17434 27946 38204 46795 58953 67924 77932
6024 17891 28095 38392 47141 59201 68159 77957
6437 19080 28152 38400 47232 59888 68244 78167
6620 19115 28164 38531 47300 60030 68546 78668
6782 19296 28391 38582 47695 60625 68675 78683
6943 20201 28685 38736 47918 60758 68692 79097
8482 20707 29159 3881 1 47985 60769 69154 79317
9423 20851 29416 38991 49042 61194 70194 79344
9700 21007 29878 39407 49275 61248 70562 79443
9917 21191 31214 40004 49519 61625 71046
10059 21717 32466 40652 49526 61635 71496
10320 21769 32567 40966 50175 61860 71550
10357 21920 32821 40999 50288 62234 71961
10369 21991 32901 41358 50321 62630 72022
10493 22550 33006 41504 52732 63646 72074
Næstu útdrættir fara fram 13.jan. 20. jan. & 27 jan. 2000
Heimasíða á Interneti: www.das.is
4t Iinnuaug L V S I N G a|r
KENNSLA
Söngskólinn í Reykjavík
Söngnámskeið
Kvöldnámskeið hefjast aftur um miðjan
janúar
* Kennt er utan venjulegs vinnutíma
síðdegis/á kvöldin/jafnvel um helgar.
* Fyrir fólk á öllum aldri
ungt að árum og ungt í anda.
* Tónmennt
tónfræði/tónheyrn/nótnalestur.
* Einsöngur: Raddbeiting/túlkun
byrjendahópar/framhaldshópar.
* Samsöngur
raddaður söngur/kórlög.
Fyrir kórsöngvara, söngáhugafólk, félagslynt fólk.
Allir geta fundið eitthvað fræðandi og skemmti-
legt við sitt hæfi. Námskeiðið stendur í 12 vikur
og lýkur með próf-umsögn og tónleikum.
Upplýsingar og innritun kl. 10—17 daglega
á skrifstofu skólans, Hverfisgötu 45, s.
552 7366.
Skólastjóri.
Réttindanámskeið í
TOLD 2P og TOLD 21
Ráðgert er að halda námskeið í fyrirlögn og
túlkun málþroskaprófanna TOLD 2P og TOLD
21, ef næg þátttaka fæst. Fyrri hluti námskeiðs-
ins verður haldinn laugardaginn 29. janúar
nk. frá kl. 8.45 til kl. 16.30, en síðari hlutinn
(hálfur dagur) verður um tveimur mánuðum
síðar, eftir samkomulagi við þátttakendur.
Mikilvægt er að þeir sem hafa hug á að sækja
námskeiðið skrái sig sem fyrst.
Áfyrri hluta námskeiðsins verðurfarið í upp-
byggingu prófanna, almennar reglur um fyrir-
lögn og fyrirgjöf og ýmis atriði sem hafa þarf
í huga til að niðurstöður verið sem réttastar.
Einnig verður þá farið í grunnatriði er varða
túlkun.
Ásíðari hluta námskeiðsins verðurfarið nánar
í túlkun niðurstaðna og unnið úr heimaverkefn-
um.
Námskeiðið er það eina um þetta efni sem
fyrirhugað er að halda á næstunni.
Umsjón með námskeiðinu hefur Ingibjörg
Símonardóttir.
Skráning á námskeiðið fer fram hjá Rannsókn-
astofnun uppeldis- og menntamála, sími
551 0560, fax 551 0590, netfang svanst@rum.is
CranioSacral theraphy
Höfuðbeina-spjaldhryggsmeðferð
Sunnudaginn 9. jan. kl 20.00 mun John Page
frá Upledger Institute flytja fyrirlestur um
CranioSacral Theraphy (höfuðbeina-spjald-
hryggsmeðferð).
Hann mun einnig sýna hvernig slík meðferð
ferfram. Fyrirlesturinn verður á Hótel Lind,
Rauðarárstíg 18. Verð kr. 1.000. Upplýsingar
um CST fást á www.upledger.com
4ra daga byrjendanámskeið í CST verður
haldið 10.—13. mars.
Upplýsingar um það fást á fyrirlestrinum eða
í síma 561 8168 á milli kl. 9 og 10 á morgnana
og kvöldin eða á gusti@xnet.is.
Stangaveiðimenn athugið
Nýtt námskeið í fluguköstum hefst sunnudaginn *
9. jan. í TBR-húsinu, Gnoðarvogi 1, kl. 20.00.
Kennt verður 9., 16., 23. og 30. jan. og 6. feb.
Við leggjum til stangir. Takið með ykkur inniskó
(íþróttaskó). Mætið tímanlega.
Skráning á staðnum gegn greiðslu.
KKR, SVFR og SVFH.
r