Morgunblaðið - 08.01.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 08.01.2000, Qupperneq 46
46 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Umhverfismál í aldarlok ÁRAMÓT eru tími uppgjörs og nú er síðasta ár 20. aldarinnar runnið upp. Hugtakið umhverfis- mál var ekki einu sinni til um miðja öldina og öll sú nýja sýn sem því tengist er síðar til komin. Náttúru- vernd og glima við staðbundna jarðvegs- og gróðureyðingu hafði vissulega verið á dagskrá frá því um miðja 19. öld en það er fyrst í tíð núlifandi kynslóða að menn átta sig á að mannleg umsvif eru farin að hafa áhrif á umhverfi jarðarbúa. Efnamengunin og geimferðirnar á 6. tug aldarinnar opnuðu mönnum nýja sýn. Frá þeim tíma hafa um- hverfismál verið alþjóðlegt við- fangsefni og að margra mati mál mála. Rætur umhverfisbreytinga af mannavöldum liggja víða, í allri efnahagsstarfsemi með vaxandi orkunotkun, félagslegum þáttum eins og fólksfjölgun og nú hafa bæst við erfðabreyt- ingar og áhrif upplýs- ingatækni. Sameinuðu þjóðirn- ar hafa allt frá Stokk- hólmsráðstefnunni 1972 haft forgöngu um alþjóðlega greiningu umhverfisvandans og leit að lausnum. Starf Brundtland-nefndar- innar fæddi af sér hugtakið sjálfbær þró- un og Ríó-ráðstefnan 1992 markaði síðan það ferli sem í aðalat- riðum hefur verið Hjörleifur fylgt til þessa dags. Guttormsson Umhverfishorfur árið 2000 Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNEP), sem varð til eft- ir Stokkhólmsráð- stefnuna, hefur nýlega gefið út viðamikla skýrslu sem ber á ensku heitið Global environment outlook 2000 (GEO-2000) og sem kalla mætti á ís- lensku Umhverfis- horfur árið 2000. Skýrslan er afrakstur ferlis sem hófst árið 1995, unnin í sam- vinnu við kerfi SÞ, 30 umhverfisstofnanir og 850 einstaklinga í öll- um heimsálfum. Sem flestir ættu að kynna sér efni hennar en út- gefandi er Earthscan. Á síðum þessa rits klingja margar viðvörun- arbjöllur en jafnframt er haldið til haga ávinningum í baráttu fyrir ÍSLEIVSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1039. þáttur „Eitthvað sem“-plágan Ég tilgreini fyrst þrjú dæmi frá viðmælendum í útvarpi og sjón- varpi: 1) „Þetta er auðvitað eitt- hvað sem ekki er nógu heppilegt." 2) „Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei heyrt áður.“ 3) „Þetta er eitthvað sem gengur ótrúlega vel.“ Engin þessara málsgreina er boðleg, og sameiginlegt með þeim öllum er þarfleysi og lýti orðanna „eitthvað sem“. Alstaðar í þessum málsgreinum má sleppa „eitthvað sem“: 1) Þetta er auðvitað ekki nógu heppilegt. 2) Ég hef aldrei heyrt þetta áður. 3) Þetta gengur ótrúlega vel. Mér finnst að þessi málgalli hafi vaðið yfir okkur á ótrúlega skömmum tíma og ótrúlega marg- ir tekið hann upp. Ég heiti á fólk að láta ekki þetta kauðalega málf- ar heyrast í tali né sjást á prenti. Augljóst er hvaðan spillingin er komin, á dönsku „noget som“ og á ensku „something which“. Þegar slíkt og þvílíkt dynur á okkur, verðum við að standa fastari fyrir. Við eigum ekki að vera þekkt fyrir að apa eftir öðrum orð sem merkja ekki neitt. ★ Fyrir nokkrum árum var þátt- urinn undirlagður af lærðu lesmáli um hvað það merkti, ef sagt væri að eitthvað væri helmingi meira en 50. Þetta er að vísu merkilegt mál- efni, en þá hét ég því með sjálfum mér að fjalla ekki um þetta þó nokkur næstu árin. Tíminn er ekki liðinn. Einn af þeim sem fyrir barðinu á mér verða vegna þessa er ungur og kurteis maður, Geir Þórarinn Þórarinsson, nemandi í heimspeki og fomfræði. Frá hon- um hef ég fengið mjög vandað og lært bréf um þetta efni, en treysti mér ekki til að hefja aðra orustu um málið, en vísa í bili í þætti 635 (regla Svavars Armannssonar) og 837, 843 og 844, bréf próf. Þor- bjarnar Karlssonar og próf. Bald- urs Jónssonar. En með því að bréfritari vandar mjög mál sitt, vil ég gera honum nokkra úrlausn og birta lokakafla bréfsins, enda vik- ur hann þar að fleiri efnum. G.Þ.Þ. segir: „I þessu tilviki er því um að ræða þrjár leiðir til að tjá ákveðna hugsun. Einungis ein er rétt í rök- legum skilningi. Hún styðst hins vegar ekki við neina málvenju og heyrist svo að segja aldrei. Hinar tvær eru „réttar" að svo miklu leyti sem þær styðjast við mál- venju en standast þó ekki stærð- fræðilega. Sú er nefnilega tilhneig- ingin hjá okkur íslendingum að skilgreina málvillu útfrá málvenj- um frekar en útfrá málkerfinu. Það er tildæmis ekki rangt, mál- kerfislega séð, að segja „mig hlakkar til“ þó við freistumst oft til að segja það vera rangt og vísum í málvenju. Ef til vill mun þessi tals- máti að endingu útrýma þeim sem í dag telst „réttur" og ný málvenja verða til þar sem sögnin „að hlakka" er ópersónuleg sögn. Þá mun „ég hlakka til“ teljast forn- eskjulegt mál, ef ekki beinlínis „rangt“. En „rétt“ og „rangt“ eiga varla við um tungumálið. Það varðar miklu frekar fegurðarskyn manna og í dag særir það óneitan- lega fegurðarskyn margra að segja „mig hlakkar til“. Ég hef ekkert á móti því að hver og einn geri það upp við sig hvernig sá hinn sami vill tjá það á hvaða hátt 100 er afstætt við 50. Sjálfur kýs ég að tala eins röklegt mál og unnt er þegar afstæði talna og annað þess háttar á í hlut. Fegurðarskyn annarra kann að bjóða þeim að segja að 100 sé helmingi meira en 50 - en í ströngum skilningi er það ekki, og verður aldrei, rétt.“ ★ Umsjónarmaður hefur af því nokkurt samviskubit að taka þess- um unga manni ekki betur, og liggur við að hann tauti (að breyttu breytanda): Grísir gjalda en gömul svín valda. En í alvöru talað sé ég ekki betur en bréf Geirs Þ. Þórar- inssonar eigi fullt erindi inn í vönduð málfræðitímarit og bendi honum t.d. á rit samnefnt þessum þætti, íslenskt mál. Hafi svo bréfritari bestu þökk fyrir skrif sitt vandað og gott. ★ Vilfríður vestan kvað: Á Kristbjarnarvölium frú Karítas karlpungi sínum leið ekkert þras, meðan hún bakaði upp sós, sagði: „Lýs milda ljós má lesa í kvæði eftir Matthías." ★ Tíningur 1) I Ríkisútvarpinu mátti heyra: „Voru frumdrög könnunarinnar kynntar" o.s.frv. Er eitthvað at- hugavert við þetta? Já, mjög svo. Tildrög er hvorugskynsorð, og þau voru kynnt. Þótt orðið könn- un sé kvenkyns breytir það engu. Það stendur þarna sem eignar- fallseinkunn með „tildrög" en um- sögnin á að laga sig eftir því, enda er það frumlag setningarinnar. Villur af því tagi, sem nú var lýst, eru skuggalega algengar og virð- ast stafa af skorti á skólakennslu í málfræði. 2) Gaman var að heyra í fréttum Ríkisútvarpsins að orðið grettistak = þungur steinn var ekki gleymt. Stundum hafa frétta- menn leiðst í þær ógöngur atTkalla slíka steina „grjót“ í fleirtölu (þau grjótin), en það gengur ekki, því að grjót er safnheiti (nomen col- lectivum). 3) Ég var að leita í huga mér að dæmi um það stílbragð sem kallast úrdráttur (e. under- statement). Þá kom upp í huga mér vísa eftir Z (= Sigurð Ivar- sson), en þar segir: ,AHt hafði hér þá annan svip, Ólafur gerði út nokkur skip.“ Þarna er hámarki Thorsaraveldisins lýst með hóg- værum orðum til þess að auka áhrifin. Tökum annað dæmi um úrdrátt og nú frá Halldóri Lax- ness. En í Brekkukotsannál segir frá þvi er sr. Snorri á Húsafelli sýndi „þjóðkunnum skynsemis- trúarmanni", Magnúsi Stephen- sen, niður í „helvíti". Bar þá fyrir augu hinum hálærða valdamanni sýnir, „er allfásénar megu teljast, og voru sumir hlutir í bland heldur leiðinlegir og næsta óþarfir, svo fræðimenn hafa skirst við að færa slíkt í letur.“ ★ „Líklega hefur aldrei í sögu þjóðarinnar verið unnið jafnötul- lega að því að rækta íslenska tungu og nú á tímum. Staða tung- unnar er mun sterkari um þessi aldamót en hin síðustu. Um það vitnar margþætt bóka-, tímarita- og blaðaútgáfa, málræktarstarf og kennsla í skólum, félagsstarf hvers konar, íðorðastarf og starfsemi orðanefnda og íslenskrar mál- stöðvar. Erlendir sérfræðingar um stöðu tungumála telja íslensku standa vel að vígi í alþjóðlegum samanburði.“ (Björn Bjarnason ráðherra í Mbl. 1999.) Auk þess held ég að „kíkingarn- ar“ séu á pínulitlu undanhaldi. Ég heyrði í auglýsingahrinu í útvarp- inu sagt: Líttu inn hvað eftir annað og það frá fleirum en einum og fleirum en tveimur. Og umsjónarmaður ber sína ábyrgð á því að síðasti þáttur lenti í nokkurri tíma- og rúmþröng. Varð hann því ekki eins feyrulaus og vant er. Lakast var að sík breyttist í „slík“ og skólameistara tók á sig greini og varð „skóla- meistarans". Beðist er velvirðing- ar á þessu. Náttúra Meðferð umhverfísmála hérlendis, segír Hjör- leifur Guttormsson, hefur engan veginn orð- ið sem skyldi. betra umhverfi. Meginniðurstaðan er sú að umhverfi jarðar láti undan síga á flestum sviðum vegna mann- legra athafna. Þar kemur annars vegar til yfirgengileg sóun í neyslu- samfélögum og hins vegar fólks- fjölgun, fátækt og eyðing náttúru- auðlinda. I stað þess að velstæð ríki þyrftu að verja auknu fjár- magni til umhverfismála heima fyr- ir og í þróunaraðstoð blasir víðast hvar við samdráttur. Núverandi stefna fær ekki staðist og glapræði er að bregðast ekki við vandanum. Stóraukin umhverfisvitun almenn- ings víða um lönd vekur þó vonir sem og frumkvæði og virkni áhuga- manna. í GEO-2000 er rík áhersla lögð á að rannsaka þurfi áhrif hnattvæð- ingar á umhverfi jarðar og náttúru- auðlindir. Dýpka þurfi alla máls- meðferð í stjórnkerfum ríkja með tilliti til áhrifa á umhverfið og stofnanir sem fjalla um efnahags- mál ættu að meta með allt öðrum hætti en hingað til langtímaáhrif efnahagsþróunar á umhverfið sem og einstakra aðgerða. Hnattvæðing á kostnað umhverfis Breytingarnar á efnahags- og fjármálasviði sem nú ganga undir nafni hnattvæðingar láta enga af- kima heimsbyggðarinnar ósnortna. Vegna afnáms flestra hindrana á vegi fjármagns hafa fjölþjóðafyrir- tæki styrkt stöðu sína í áður óþekktum mæli á kostnað ríkis- stjórna og kjörinna fulltrúa og jafnhliða hafa glæpahringar á fjár- málasviði séð sér leik á borði. Sam- þjöppun fjármagns og samruni fyr- irtækja með stórauknu atvinnu- leysi er tímanna tákn og hnatt- væðingin magnar auðsöfnun fárra á kostnað fjöldans. Stórauknu svig- rúmi fjármagnsins fylgir tillitsleysi við umhverfi jarðar og arðrán nátt- úruauðlinda í áður óþekktum mæli nema ef vera skyldi í Sovétríkjun- um eftir síðari heimsstyrjöld. Nýj- asta landnám fjölþjóðafyrirtækja beinist að erfðamengi mannsins og sókn eftir einkaleyfi á erfðastofn- um lífverutegunda í hagnaðar- skyni. Þessu tengist síðan upplýs- ingasöfnun í margvíslega gagna- grunna. Þessi nýlendustefna nútímans þarf ekki að hafa fyrir því að brjóta undir sig lönd og álfur eins og stórveldi gerðu fyrr á tím- um heldur sækir fjármagnið nú fram í skjóli opinna heimsviðskipta og upplýsingatækni. Helmut Schmidt fyrrverandi kanslari Vest- ur-Þýskalands kallar þetta kapítal- isma rándýranna. Loftslagsbreytingarnar Losun gróðurhúsalofttegunda sem veldur loftslagsbreytingum er ljósasta dæmið um hversu víðtæk áhrif umsvifa mannsins á umhverfi jarðar eru orðin. Afleiðingar þess- arar mengunar lofthjúpsins virðast þegar farnar að segja til sín með hækkuðum meðalhita, stórviðrum og áður óþekktum náttúruhamför- um víða um heim. Þetta er þó að- eins forsmekkur þess sem búast má við, verði ekki brugðist við með róttækum hætti eins og stefnt er að með Kyótó-bókuninni sem fyrsta skrefi. Hækkun meðalhita um 2°C á næstu öld hefði gífurleg- ar afleiðingar á veðurfar og lífríki jarðar. Þau lönd sem lægst liggja yrðu óbyggileg og hyrfu undir sjáv- armál, þar á meðal tugir þjóðríkja. Tilfærsla gróðurbelta og aukin útbreiðsla skordýra og annarra líf- vera sem bera með sér sjúkdóma eru dæmi um breytingar sem þeg- ar eru farnar að gera vart við sig. En loftslagsbreytingar og hlýnun munu ekki ganga jafnt yfir heldur geta snúist í andhverfu sína með breytingum á hafstraumum og kólnun á vissum svæðum. Norðan- vert Atlantshaf og Golfstraumur- inn eru oftast nefnd í því sambandi. Það er kaldhæðnislegt að íslensk stjórnvöld skuli öðrum fremur draga lappirnar þegar um er að ræða Kyótó-bókunina sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsloft- tegunda. Nýir váboðar Gróðurhúsaáhrifin tengjast eink- um flókinni hringrás kolefnis en nú óttast ýmsir að hóflaus notkun köfnunarefnisáburðar og mikil ræktun belgjurta eigi eftir að leiða til sambærilegs vanda. I áður- nefndri skýrslu GEO-2000 segir að margt bendi til að vaxandi notkun köfnunarefnis auki á sýringu í jarð- vegi, breyti tegundasamsetningu vistkerfa, hækki nítratinnihald í drykkjarvatni og valdi ofauðgun í ferskvatni og þörungablóma með súrefnisþurrð á strandsvæðum. Flutningur manna á lífverum, viljandi og óviljandi, til nýrra heim- kynna er nú farinn að leiða af sér mikil vandamál á stórum svæðum. Sumar slíkar innrásartegundir ger- ast svo frekar til fjárins í nýjum heimkynnum að þær ógna tegund- um sem fyrir eru og gera lífríkið fábreyttara. Dæmi um slíkar inn- rásartegundir hérlendis eru mink- ur og lúpína, báðar tilkomnar af mannavöldum á þessari öld. Það er kaldhæðnislegt og segir sitt um umhverfisvitund stjórnvalda að op- inberar stofnanir skuli ryðja braut- ina fyrir slíka vágesti. Tilkoma innfluttra stofna búfjár °g nytjaplantna á kostnað gamal- gróinna stofna sem aðlagast hafa umhverfi sínu um aldir er annað tímanna tákn, sem víða er gripið til af samkeppnisástæðum. Hér á landi standa menn nú frammi fyrir hugmyndum um að skipt verði um kúastofn og er rík ástæða til var- færni. Staðan hérlendis áhyggjuefni Meðferð umhverfismála hérlend- is hefur engan veginn orðið sem skyldi og er nú mikið áhyggjuefni. Á það ekki síst við um hlut hins op- inbera, bæði fjárveitinga- og fram- kvæmdavalds. Þegar umhverfis- ráðuneyti var stofnað hérlendis seint og um síðir árið 1990 væntu margir þess að umhverfismál fengju þá viðspyrnu í stjórnkerfinu sem lengi hafði verið beðið eftir. Þetta hefur ekki gengið eftir nema að litlu leyti. í stað þess að treysta þetta mikilvæga ráðuneyti hefur stjórnskipuleg staða þess veikst að undanförnu og þar við bætist sú ógæfa sem fylgir skilningsvana og duglitlum ráðherrum. Svo er nú komið að ríkisstjórn landsins með ráðherra umhverfismála í farar- broddi eyðir kröftum sínum í að berjast gegn umhverfisvernd og vilja stórs hluta þjóðarinnar á því sviði. Þar veldur mestu stóriðju- stefnan sem kallar á umdeildar virkjanir og leiðir auk þess af sér stórfellda losun gróðurhúsaloftteg- unda sem skrifast á reikning Is- lands. Helsta framlag stjórnmála- forystunnar í landinu til umhverf- ismála felst í því nú um stundir að sniðganga settar leikreglur og leita eftir undanþágum fyrir Island á al- þjóðavettvangi. Þetta er ekki aðeins röng stefna heldur einnig dýrkeypt, því að hún hamlar gegn brýnum aðgerðum á öðrum sviðum umhverfismála og eitrar út frá sér. í stað þess að virkja almenning og taka í fram- rétta hönd áhugafólks um umhverf- isvernd blanda stjórnvöld loftið lævi til mikils tjóns fyrir málefni sem fylkja ætti þjóðinni um. Um- hverfisvernd þarf hér sem annars staðar að verða sameinandi mál- staður ef þau markmið eiga að nást sem mestu varða fyrir framtíð þjóðar okkar og alls mannkyns. Höfundur er fv. þingmaður.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.