Morgunblaðið - 08.01.2000, Page 50

Morgunblaðið - 08.01.2000, Page 50
LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANNA KRIS TMUNDS- DÓTTIR + Anna Krist- mundsdóttir fæddist í Goðdal í Bjarnarfirði í Strandasýslu 8. jan- úar 1908. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 29. desember síðastliðinn. Foreldr- ar hennar voru Krist- ‘ mundur Jóhannsson, f. 9. júlí 1868, d. 10. júlí 1948, bóndi í Goðdal, og kona hans Þorbjörg Bjarna- dóttir, f. 27. septem- ber 1872, d. 24. des- ember 1932. Systkini Önnu voru Páll, f. 15. ágúst 1896, d. 4. janúar 1974, Rósa, f. 25. september 1898, gift Guðmundi Jóni Arngrímssyni og áttu þau sex börn; Bjarni, f. 13. aprfl 1901, d. 8. ágúst 1975, Ingi- björg, f. 22. mars 1903, gift Jóni Guðmundssyni og eignuðust þau átta börn, Jóhann, f. 23. júlí 1906, d. 28. febrúar 1953, kvæntur Svanborgu Ingimundardóttur og áttu þau fimm börn, og Guðbjörg, f. 4. september 1911, d. 7. júní 1977, gift Stefáni Jónssyni og eignuðust þau íjög- ur börn. Anna fæddist og ölst upp í Goðdal. Hún fluttist þaðan til Reykjavfkur 1937 og var vinnukona hjá Jóni Helgasyni bisk- upi til ársins 1945. Þar Iærði hún að sauma og strauja prestakraga af dóttur Jóns og sá hún um þá iðn eftir hennar dag og allt til síðasta dags. Hún vann einnig á saumastofu og lengst af í Módel Magasín. Anna verður jarðsungin frá Grensáskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. — i „Mamma, finnst þér ekki leiðin- legt að það er ekki sími hjá Guði?“ voru orð Bjarkar litlu dóttur minnar á nýársdag þegar ég af gömlum vana hafði ætlað að hringja í Onnu frænku til að heyra í henni hljóðið. Það var reyndar ekki í fyrsta sinn yfir hátíð- irnar sem ég hafði ætlað að hringja í Önnu, sem þrátt fyrir tæplega 60 ára aldursmun var ein af mínum bestu vinkonum. Vissulega hefði nú verið gott að heyra röddina hennar Önnu um há- -^ðimar, jólin og áramótin. Aldamót "mátti hún ekki heyra á minnst, sagði þau ekki vera fyrr en eftir ár. Hún Anna hafði alltaf ákveðnar skoðanir á hlutunum og þrátt fyrir háan aldur fylgdist hún með vel öllu sem var að gerast í kringum hana, hvort sem var í þjóðfélaginu eða hjá ættingjum sínum. Hún var líka óþreytandi að segja frá ættingjunum okkar og reyna að fá okkur til að kynnast. Henni var það mikils virði að við ræktuðum vin- áttuna og frændsemina. Sárin í hjarta hennar eftir slysið í Goðdal árið 1948 greru aldrei og ég veit að henni fannst hún ekki hafa gert nóg fyrir bömin hans Jóa bróð- ur síns og hennar Borgu eins og hún *tildi gert hafa. Alltaf var borin virðing fyrir henni Önnu frænku og ég man sem lítil stelpa að manni fannst alltaf eins og komið væri í annan heim að koma til hennar. Allt var svo fínt og hún svona ein- hvern veginn í minningunni eins og tigin kona. Þegar ég síðan fór í framhalds- skóla til Reykjavíkur fór ég að venja komur mínar til hennar Önnu. Þá fór ég að kynnast þessari einstöku konu, sem hleypti mér að hjarta sínu, og með okkur tókst góð vinátta sem entist fram á síðasta dag. Hún var dugleg að hrósa manni fyrir allt mögulegt sem enginn annar sá. Allt- ?“af leið manni vel hjá henni þar sem henni tókst alltaf að finnast maður sérstakur. „Elsku Hafdís mín, ég man alltaf eftir þegar ég sá þig grenjandi uppi á þvottavél í Laufási í fyrsta sinn tveggja ára. Þá vissi ég að þarna var sko dugleg og ákveðin manneskja á ferð.“ Þetta voru dæmigerð orð hjá Önnu. Sama hvað maður gerði; alltaf gat hún séð það jákvæðá við hvem hlut. Ég á henni margt að þakka. Ekki aðeins að hún gæfi svangri skóla- stúlku að borða, heldur gaf hún mér *óbilandi trú á sjálfa mig. Hún þreytt- ist aldrei á að stappa í mann stálinu þegar eitthvað bjátaði á. Eftir að ég fluttist austur höfðum við gott sam- band símleiðis og alltaf leit maður til hennar Önnu frænku þegar til Reykjavíkur var komið og alltaf var jafn vel tekið á móti manni. Börnin ún fengu líka að kynnast henni og ar var sama virðingin og ástin sem réð ríkjum. Það var enginn eins og Anna frænka. Nú á áramótunum ákváðum við að gefa hvert öðru pínulitla pakka þar sem við vorum bara þrjú heima, Hrafn, Björk og ég. Þegar ég opnaði minn pakka var í honum fallegt kerti, englastytta og stór stytta af Jesú. Hrafn horfði á mig og sagði: „Þér finnst þetta kannski of dýrt, en mér fannst þetta passa svo vel, þú veist Anna frænka og Jesú.“ Auð- vitað útbjuggum við í framhaldi fal- lega hillu með mynd af Önnu frænku með krakkana hjá sér. Komum íyrir fallegu hlutunum og kveiktum á kertinu. Anna frænka verður alltaf til fyrir okkur og ég þakka fyrir að hafa fengið að kynnast henni og bið guð að blessa minningu hennar. Minn- ingin um einstaka konu lifir. Hafdís Erla Bogadóttir. Það er við hæfi að kveðja Önnu Kristmundsdóttur frá Goðdal á 92. afmælisdegi hennar nú þegar henni hefur verið ákvörðuð stund. Langri og góðri lífsgöngu hennar lauk um hátíðamar eftir örfárra daga sjúkra- húsvist. Hátíðin sem hún hafði und- irbúið fyrir ættingja og vini á eigin heimili varð að kveðjuhátíð hennar sjálfrar. Þannig dó hún eins og hún lifði, engum háð en umvafin ást ætt- ingja og vina sem hún hafði svo mik- ið gefið. Anna Kristmundsdóttir hafði aldrei farið út fyrir fæðingarsveit sína, einn afskekktasta dal landsins, þegar hún fór til Reykjavíkur árið 1937 og hóf störf hjá Jóni Helgasyni biskupi og konu hans. Hvort tveggja var að vel var tekið á móti henni syðra og að henni stóðu sterkir stofnar heimanfrá, svo að henni nýttist áralöng dvöl á heimili biskups vel og bjó að henni alla tíð. Vináttu fjölskyldunnar átti hún ó- skipta til hinsta dags eins og raunar allra sem henni kynntust. Vist hennar lauk hjá biskupshjón- unum árið 1948 og vann hún eftir það við saumaskap þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Utan vinnu- tíma var mörg flíkin saumuð fyrir smáfólkið í fjölskyldunni og margur matarbitinn á borð borinn og gisting boðin þeim sem þess þurftu. Við verkalok á vinnumarkaði hófst nýr kafli í lífi hennar. Hún stundaði hannyrðir af kappi sem fyrr, saum- aði prestakraga fyrir mestan hluta hinnar geistlegu stéttar, en nú hóf hún að fást við leirkerasmíð og vöktu munir hennar undrun og aðdáun. Hún var áhugasamur ljósmyndari og um skeið duglegur ferðalangur. Það er til lítils að velta vöngum yfir hvemig líf hennar hefði orðið ef þau tækifæri sem við hin yngri fengum hefðu staðið henni til boða. En hugs- unin hefur stundum sótt að. Um það hafði hún engin orð. Enginn lifir svo lengi án þess að kynnast þungum sorgum. Og Anna fór ekki varhluta af þeim. Æsku- heimili hennar fór undir snjóflóð og varð það öllum sem þar voru að ald- urtila og má nærri geta að þau sár voru ógróin. Vinir og ættingjar féllu frá en sárast var henni þegar eftir- læti hennar og sólargeisli, systur- dóttir hennar Guðbjörg Stefánsdótt- ir frá Broddanesi, lést á unga aldri fyrir nokkrum árum. En Anna átti einnig margar gleðistundir. Þó að hún eignaðist aldrei eigin fjölskyldu átti hún þátt í lífi fleiri barna, skyldra sem vandalausra, en nokkur kona sem ég hef þekkt. Og hún fylgdist hreykin með velgengni hins stóra ættboga og börnin hennar öll virtu hana og sýndu þakklæti sitt í verki. Anna Kristmundsdóttir var ferð- búin í þessa hinstu fór. Það má því segja að við eigum að fagna hvíldinni með henni. Samt er það svo að hennar er sárt saknað. Aldrei framar koma lítil börn úr leik- fangahrúgunni heima hjá sér til að hitta gamla, slitna bangsann sem fékk ný föt á tíu ára fresti. Aldrei framar verður Anna frænka með okkur á gleðistundum, en þann titil hafði hún hvort sem í hlut áttu börn mín henni skyld eða óskyld. Sjálf hef ég misst góða vinkonu sem var mér betri en flestir aðrir í þau rúm fjörutíu ár sem við höfum þekkst. Allt vildi hún fyrir mig gera nema kannski að kjósa rétt. Þó veit ég það ekki. Um þau mál töluðum við aldrei. En hún hringdi gjarnan þegar íhaldið var að ganga af mér dauðri. Og talaði um eitthvað annað. Henni tókst hins vegar að draga mig til kirkju í Grensássókn mun oftar en ég ræki mína eigin sókn. Kærum vin- um Önnu þar sendi ég hlýjar kveðjur og þakkir fyrir góðar samverustund- ir. Þakkir mínar fyrir áratuga vin- áttu verða ekki í orð færðar. Söknuðurinn ekki heldur. Önnu Kristmundsdóttur hefði ekki líkað mas um slíka hluti. Börnin mín öll og fjölskyldur þeirra minnast Önnu frænku með ást og virðingu og þakka fyrir sig. En við hljótum að unna henni hvíldarinnar. Guðrún Helgadóttir. Kalliðerkomið, kominernústundin, vinaskilnaðarviðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. ’ (V. Briem.) Nú er komið að hinstu kveðju- stund okkar, elsku Anna frænka, og koma þá fram í hugann allar yndis- legu minningarnar sem við eigum hvert og eitt um þann tíma sem við áttum með þér í gegnum tíðina. Við minnumst þín sem elskulegrar móðursystur, sem alltaf tókst okkur öllum átta systurbörnum þínum opn- um örmum og opnaðir þitt yndislega og fallega heimili fyrir okkur eins og þú ættir í okkur hvert bein. Ekkert var of gott fyrir okkur, þú stjanaðir við okkur eins og værum við tigin- borin. Þannig var þín yndislega gestrisni sem einkenndi þig alla tíð. Við minnumst þinna yndislegu fal- legu blóma sem prýddu heimili þitt, hvergi voru blómin eins falleg og hjá þér, nema þá kannski hjá systur þinni Rósu. Alltaf dekkaðir þú upp veisluborð inni í stofu fyrir hverja máltíð og á hverjum kaffitíma drifhvítur stífað- ur dúkur og servíettur í stíl og var servíettunum haldið saman með stóru, fallegu silfurserviettuhringj- unum þínum. Morgunninn hjá þér hófst með því að færa okkur í rúmið te og ristað brauð með þínu heimatil- búna sólberja- og rifsberjahlaupi á- samt öðru góðgæti. Maturinn og bakkelsið var alltaf svo ofboðslega gott. Þó að við værum góðu vön að heiman var alltaf visst Önnu frænku- bragð af öllu hjá þér, og við minn- umst þess enn og fáum þá vatn í munninn. Allt var heimatilbúið, svo ofboðslega gott, enda notum við systur í dag, og erum búnar að gera lengi, uppskriftir frá þér, t.d. súkkul- aðitertan þín var alltaf best, og er hún bökuð af okkur við hátíðleg tækifæri. Allt lék í höndunum á þér, sama hvað þú gerðir; eldaðir, bakað- ir eða saumaðir, að sauma var þín vinna, enda varst þú sú eina sem saumaðir prestakraga alveg frá byrjun til enda og var gaman að fylgjast með þegar þú varst að strauja prestakragana. Það var sér- lega athyglisverð athöfn sem ekki gleymist þeim sem á horfðu. Líka var sérlega gaman að spjalla við þig, þú hafðir þínar ákveðnu skoðanir á málefnum og mönnum og varst ekk- ert að fara í launkofa með álit þitt á hverju sem var, enda varstu svo ynd- islega frábær og góð á allan hátt og þess minnumst við nú er við kveðjum þig með söknuði og trega, en hugg- um okkur við það, að við eigum eftir að hittast á öðru tilverusviði, þar sem þú ert nú umkringd látnum ástvinum sem við vitum að hafa fagnað komu þinni og tekið vel á móti þér. Guð blessi þig, elsku Anna frænka, þakka þér fyrir allar yndis- legu minningarnar sem við eigum um þig. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Börn Ingibjargar Krist- mundsdóttur. Elsku Anna frænka. Við systurn- ar ákváðum að kveðja þig með fáein- um orðum. Þú varst sú frænka sem okkur þótti mjög vænt um, svo ynd- isleg og góð kona og við systurnar litum hátt upp til þín. Við minnumst þín á 90 ára afmælinu, það var svo gaman að sjá hvað þú varst hress og hvernig þú ljómaðir af gleði. Elsku Anna frænka, við munum sakna þín mikið og sárt. Einlægni og hlýja lýsa þér best og við munum áv- allt minnast þín þannig. Eg fel í forsjá þína Guð faðir, sálu mína þvínúerkommnótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma, öll börnin þín svo blundi rótt. Nú kveðjum við þig, elsku Anna okkar. Þínar frænkur, Erla og Helga Eir. „En ég treysti þér, Drottinn, ég segi: „Þú ert Guð minn!“ í þinni hendi eru stundir mínar.“ (Sálm. 31, 15-16) Þessi orð úr Davíðssálmum gætu verið einkunnarorð Önnu frænku, eins og við kölluðum hana alltaf. Stundir hennar urðu margar, en ekki allar jafn léttbærar. Hún reyndi margt á langri ævi, en aldrei brást traust hennar til Guðs. Anna ólst upp í Goðdal í stórum systkinahópi, og var Goðdalur alltaf ofarlega í huga hennar, þar var upp- runinn. Hún ólst upp á heimili þar sem fornar dyggðir voru í heiðri hafðar: nægjusemi, iðni og nýtni. Þeim arfi skilaði hún til komandi kynslóða. I Goðdal var heitt vatn, sem var notað til að hita upp bæinn, það hefur ef- laust verið mikil búbót í þá daga, einnig voru bökuð brauð í hverunum og heyrðist oft nefnt hvað hvera- brauðin hefðu verið góð. Anna hleypti ung heimdraganum og fór til Reykjavíkur. Hún starfaði fyrst sem stofustúlka hjá biskups- hjónunum, herra Jóni Helgasyni og frú Mörtu, og tengdist því fólki mikl- um vináttuböndum. Lengst af starf- aði Anna sem saumakona og í sínum frístundum saumaði hún meðal ann- ars prestakraga. Er við systkinin uxum úr grasi varð heimili hennar að Hvassaleiti 22 okkar annað heimili, þó einkum okk- ar systra. A ferðum okkar til höfuð- borgarinnar stóð heimili hennar okk- ur alltaf opið og ævinlega nutum við einstakrar gestrisni hennar, því Anna var einstaklega lagin við mat- seld og bakstur og hafði vndi af að hafa fólk í mat og kaffi. A sinn lát- lausa og hógværa hátt hafði Anna mótandi áhrif á alla er henni kynnt- ust. Hennar auður var kærleikurinn sem við skyldmenni hennar og annað samferðafólk nutum í ríkum mæli. Það var gæfa fjölskyldunnar að eiga hana að, hennar heimili var mörgum griðastaður. Anna fylgdist af miklum áhuga með þjóðmálum og var föst fyrir í skoðunum. Alltaf spurði hún frétta að heiman, um atvinnuástand og mannlíf. Fjölskyldan var henni þó efst í huga. Velferð fjölskyldunnar átti hug hennar allan. Henni var um- hugað um afdrif allra og á sinn hátt má segja að hún hafi verið samein- ingartákn fjölskyldunnar. Anna var kirkjurækin og trúuð. Hún sótti kirkju meðan hún hafði þrek og heilsu. Það var henni kapps- mál að leggja sitt að mörkum til þess að sjá kirkjuna sína, Grensáskirkju, rísa af grunni. Oft tók hún okkur ættingjana með til að sýna okkur hvernig gengi að reisa kirkjuna. Og stolt var hún er stórfjölskyldan öll kom saman í nývígðri Grensáskirkju á ættarmóti og stórafmælum þeirra systra, hennar, Rósu og Ingibjargar, fyrir tæpum tveimur árum. Kristur sagði að lærisveina sína mætti þekkja af kærleikanum sem þeir bæru hver til annars. Þeim, sem eru næmir fyrir þörfum annarra, gefast ótal tækifæri í lífinu til þess að uppfylla kærleiksboðorð Krists. Það felst ekki í því að vinna stórvirki svo mikið beri á, heldur í því að gefa dá- lítið af sjálfum sér, gefa af tíma sín- um, leggja fram krafta sína og sýna kærleikann í verki. Sá sem elskar án eigingirni ber kærleika Krists vitni. Anna frænka bar þessum kær- leika vitni, og við erum þess fullviss að Kristur hefur nú tekið á móti henni og að hún verði áfram í hendi hans. Elsku frænka, hafðu þökk fyrir allt sem þú varst okkur. Hvíldu í Guðs friði. Þorbjörg og fjölskylda, Jón og fjölskylda, Kristmundur og fjöl- skylda, Gunnlaugur og fjölskylda. Það eru um tuttugu ár síðan Hörð- ur fór með mig í Hvassaleitið til að heilsa upp á hana Önnu afasystur sína. Varð mér strax ljóst að sam- band þeirra var nánara en gengur og gerist milli frænda og afasystur enda hafði hún borið hag hans fyrir brjósti síðan hann var lítill drengur. Anna hafði mikið og gott samband við fjöl- mörg böm og barnaböm systkina sinna og sum hver litu alltaf á hana sem ömmu. Anna tók mér strax vel og við urðum miklar vinkonur. Ég naut þess eflaust í upphafi að hún þekkti vel til fóðurfjölskyldu minnar en frænku minni Halldóru Einars- dóttur hafði hún kynnst fjörutíu ár- um áður þegar hún sem ung stúlka starfaði á heimili Jóns Helgasonar biskups í Tjarnargötu. Reyndar vom Tjarnargötuárin Önnu alltaf hug- leikin og án efa hefur það verið hald- góð menntun fyrir greinda konu eins og Önnu að starfa og lifa á slíku menningarheimili. Fram til þessa dags hafa afkomendur biskupshjón- anna verið Önnu sem önnur fjöl- skylda og ræktarsemin sem þau hafa sýnt henni engu lík. Anna var á margan hátt óvenjuleg kona og lífs- hlaup hennar afar sérstætt. Hún var sjálfstæð kona, vel gefin og stál- minnug. Hún fylgdist vel með öllum ættingjunum og var miðpunkturinn sem tengdi fólk saman. Mér fannst oft með ólíkindum hvað hún hafði góð tengsl við fólkið sitt og ekki síst yngri kynslóðina. Við Anna bökuðum stundum hvor fyrir aðra en hún kom ekki svo í afmæli eða aðrar veislur hér á heimilinu í fjöldamörg ár að koma ekki með súkkulaðitertu og stafla af pönnukökum. Ekki má gleyma listfengi Önnu. Vinir okkar hafa í mörg ár öfundað okkur af stór- um leirvösum sem prýða heimili okk- ar, kaffibollum og tesettum og fleiri munum eftir Önnu, en hún var mjög gjafmild á verk sín og gaf þau jafnóð- um frá sér. Utsaumurinn hennar er líka listilegur og oft ótrúlega frum- legur. Henni þótti heldur ekkert til- tökumál að sauma á sig fatnað hér áður fyrr en nýtti hann vel og notaði áratugum saman. Mér er það ógleymanlegt þegar hún heimsótti okkur til Danmerkur ásamt tengda- föður mínum og fjölskyldu hans. Þá var Anna komin á níræðisaldur en virtist gjörsamlega óþreytt og stál- slegin eftir ferðalagið og ég hafði orð

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.