Morgunblaðið - 08.01.2000, Page 52

Morgunblaðið - 08.01.2000, Page 52
52 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 ------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Hildur Guðný Ásvaldsdóttir var fædd á Breiðu- mýri í Reykdæla- hreppi 29. júlí 1929. Hún lést á Heilbrigð- isstofnuninni á Húsa- vík að kvöldi nýárs- dags síðastliðins. Foreldrar hennar voru Sigríður Jóns- dóttir, f. 15. apríl 1903, d. 5. apríl 1992, j. og Ásvaldur Þor- bergsson, f. 11. októ- ber 1898, d. 18. ágúst 1949, búendur á Okrum í Reykdælahrcppi. Hildur var fjórða í hópi níu systkina. Hin eru Sigurveig, f. 4. ágúst 1925, d. 23. júlí 1982; Hrólfur, f. 14. desem- ber 1926, d. 5. desember 1982; Jörgen, f. 30. janúar 1928, d. 3. október 1945; Asta, f. 12. október 1930; Þormóður, f. 6. mars 1932; Þuríður, f. 18. júlí 1933; Ingjaldur, f. 4. október 1940; Þorbergur, f. 25. mars 1946. Eiginmaður Hildar er Böðvar Jónsson, bóndi á Gautlöndum, f. þar 1. júlí 1925. Foreldrar hans „voru Jón Gauti Pétursson, bóndi og oddviti á Gautlöndum, f. 17. desember 1889, d. 27. september 1972, og kona hans Anna Jakobsdóttir, f. 11. desember 1891, d. 10. febrúar 1934. Syn- ir þeirra hjóna eru: 1) Ásgeir, læknir á Húsa- vík, f. 11. júh' 1954, kvæntur Ólöfu Ástu Ólafsdóttir, lektor í ljósmóðurfræði við Háskóla Islands, f. 19. desember 1955. Þeirra börn eru: Hild- ur Guðný, f. 17. janúar 1980, Ólafur Torfí, f. 16. febrúar 1981, og Ásgerður Ólöf, f. 6. ágúst 1994. 2) Jóhann, bóndi á Gautlöndum, f. 2. október 1957, kvæntur Ingigerði Arnljótsdóttur, bankastarfsmanni hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga, f. 27. febrúar 1959. Þeirra börn eru: Jóhanna Björg, f. 13. september 1985, Am- ljót Anna, f. 3. mars 1991, og Frið- jón, f. 1. júní 1992. 3) Jón Gauti, húsvörður í Hafralækjarskóla og Ydölum í Aðaldal, f. 5. desember 1958, kvæntur Þórdísi Jónsdóttur sem rekur bændagistingu í Þing- húsinu, Hraunbæ í Aðaldal. Þeirra böm em: Böðvar, f. 10. janúar 1988, og Sigríður, f. 11. mars 1993. 4) Sigurður Guðni, bóndi á Gaut- löndum, f. 27. október 1966, kvæntur Margréti Hólm Valsdótt- ur, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, f. 10. júní 1967. Þeirra böra em Ragnhildur Hólm, f. 13. febrúar 1988, og Valur Hólm, f. 27. janúar 1996. 5) Björn, vél- smiður hjá Vaka-DNG Akureyri, f. 10. febrúar 1974. Hildur Guðný ólst að mestu upp á Auðnum í Laxárdal hjá afa sín- um og ömmu og móðursystur, Guðnýju. Hún gekk í farskóla Reykdælahrepps og vann í kaupa- vinnu víða um sveitir. Nám stund- aði hún í Húsmæðraskólanum á Laugum árið 1950-1951. Hildur vann um tíma í mötuneytinu í Laugaskóla og síðar í Menntaskól- anum á Akureyri. Til Gautlanda í Mývatnssveit réð hún sig vorið 1953 og gerðist húsfreyja þar haustið 1954. Hildur tók virkan þátt í félagsstarfi í Mývatnssveit. Hún var formaður og í stjórn Kvenfélags Mývatnssveitar um árabil og starfaði mikið í ung- mennafélaginu Mývetningi. Hún söng í kvennakómum Lissý og einnig í kirkjukór Skútustaða- kirkju á meðan heilsan leyfði. Síð- ustu sjö árin var hún sjúklingur á Heilbrigðisstofnuninni á Húsavík þar sem annast var um hana af hlýju og alúð og er það innilega þakkað. Útför Hildar Guðnýjar fer fram frá Skútustaðakirkju í Mývatns- sveit í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. ,* HILDUR GUÐNY ÁSVALDSDÓTTIR Það er sumar árið 1973: Hildur Guðný kemur út á tröppur og tekur á móti elsta syni sínum og 17 ára vin- konu hans. Skyldi hún vera tilvon- andi tengdadóttir? Hún hafði reynd- ar frétt af vinkonunni og um leið rakið saman ættir þeirra í 5. lið. Til vonar og vara býr hún um hana í gestaherberginu á kvistinum, en finnst það ekki tiltökumál þegar 3Wmið er ekki notað. Hildur var húsíreyja á stóru sveitabýli, þar sem mikið er um gestakomur og mörg börn í sveit. Ekki er alltaf vitað hversu margir verða í mat. Það er viðamikið og flók- ið starf að stjórna svona heimili. Fyr- ir utan matargerð, þvotta og þrif þarf t.d. að panta varahluti í rúss- nesku vélina, taka við skilaboðum til Böðvars, muna og finna alla skapaða hluti og minna drengina á. Myndir af Hildi hrannast upp. Hún stendur fyrir framan eldavél- ina, höndlar stóra hangikjötspotta og tekur á sama tíma þátt í umræð- unum sem eiga sér stað við eldhús- borðið. Ef rifja á upp ættartengsl, jásur og liðna atburði er leitað til Hildar. Hún er að skjótast út í rauða volvóinn upp í Skútustaði eða á kven- félagsfund. Það er verið að safna fyr- ir svæfingavél á sjúkrahúsið. Hún gæti líka verið að fara á skemmtin- efndarfund vegna þorrablóts eða á leikæfingu hjá ungmennafélaginu. Hildur er að baka til heimilisins eða hún situr við saumavélina að gera við föt. Næst er hún farin að klippa nágranna sína. Eldhúsið stóra og hlýja orðið að hárgreiðslustofu. Síðan er hún að steikja lummur með kvöldkaffinu, því synimir eru heima og margt um manninn við eld- húsborðið eins og oft áður. Henni fellur ekki verk úr hendi en ^amt er eins og hún hafi ekkert að gera og hafi tíma fyrir allt og alla. Nærvera hennar er sterk og það er gott að vera hjá henni. Stóísk ró, gott skap og léttleiki einkenna hennar far. Henni finnst gaman að syngja og hún hefur þessa fallegu sópranrödd. Það geislar af henni í kirkjukómum eða fjöldasöngnum á samkomum Mývetninga. Hildur er listræn í sér - sagar út myndir og ramma til jóla- gjafa með sonunum, málar blóm á ' ~f|Övt •1 u J®* Nýj* U tMHOÚhreinsunin sími 533 3634, gsm 89*7 3634 ► Allan sólarhringinn. vindlakassa og prjónar út munstraða fingravettlinga með átta blaða rós- um. Hún er náttúmbam, hefur yndi af gróðri og reynir af veikum mætti að rækta blómagarð undir suður- veggnum. Þama í Gautlandaheiðinni tæpum 300 metrum yfir sjávarmáli, efst í Laxárdal, þar sem bernsku- slóðirnar eru og vom henni alltaf hugleiknar. Hildi varð ágengt með að rækta garðinn eins og með flest sem hún tók sér fyrir hendur. Það var því skelfilegt fyrir hana að uppgötva strax á sextugsaldri að hún átti erfið- ara og erfiðara með að sinna sínu mikilvæga hlutverki og að skipulags- hæfnin og minnið var að þverra. „Það er eitthvað að mér í heilanum," sagði hún. Hún hafði rétt fyrir sér og nú hefur hún lokið þrautagöngu eftir veikindi í rúman áratug og sjö ára sjúkrahúslegu. Lengst gat hún notið þess að hlusta á tónlist, rifja upp skemmtiferðir með vinum, fara með vísur og syngja með sinni fallegu röddu. Smátt og smátt missti hún samband við umheiminn, líf hennar fjaraði út. Jú, vinkonan varð tengdadóttir, enda hafði það mikil áhrif að finna hið fallega samband sem var með þeim Asgeiri. Seinna varð Hildur amman sem kenndi bamabömunum þulur og söng með þeim. Þau minn- ast hennar með ást og virðingu. Það geri ég líka. Hildur kom alltaf út á móti okkur þegar við renndum í hlað og faðmaði okkur að sér. Hún gerir það ekki lengur, en ég veit að hún er á góðum stað vakandi yfir okkur. Kannski farin að sinna félagsmálum, syngjandi í skemmtiferð á nýjum slóðum. Blessuð sé minning Hildar Guðnýjar tengdamóður minnar. Ólöf Ásta Ólafsdóttir. Mágkona mín, Hildur Guðný Ás- valdsdóttir, lést að kvöldi fyrsta jan- úar síðastliðins á Sjúkrahúsi Húsa- víkur. Hún var fædd 23. júlí 1929 á Breiðumýri í Reykjadal í S-Þingeyj- arsýslu. Hún var fjórða barn for- eldra sinna, fremur ungra. Þegar svo fimmta barnið bættist við rúmu ári síðar ákváðu foreldrar hennar að fá henni fóstur um stundarsakir hjá móðurömmu hennar Hildi Bene- diktsdóttur og móðursystur Guðnýju Jónsdóttur, er bjuggu á bæ Hildar á Auðnum í Laxárdal, S-Þing. Fóstrið á Auðnum varð lengra en ásett var í upphafi og Hildur Guðný ólst þar upp til fullorðinsára. Foreldrar hennar voru aldrei sáttir við þessa niðurstöðu, síst faðirinn, segir systir Hildar. En hvort tveggja var, að fósturarmamir héldu fast um bamið og e.t.v. hafa efnasmáir foreldrar níu bama átt erfitt með streitu gegn um- önnun þess þar sem fast var eftir henni sótt. Hildur Guðný ólst því upp sem einbirni á Auðnum við mikið dá- læti, sem nærði eðlisgæði hennar en spillti þeim ekki. Hún hafði góð tengsl við foreldra sína og systkini en dálítið takmörkuð, amman réð því, segir systir Hildar. Systurdóttir hennar kveðst hafa þráspurt hana um samskiptin við foreldra og systk- ini og hún hafi viðurkennt sáran söknuð eftir þeim og gleðinni í bamahópnum stóra. En hún kvart- aði ekki. Kvartanir og sjálfsvorkunn vora ekki „stíll“ Hildar mágkonu minnar. Hildur Guðný gekk í „far- skóla“ - barnaskóla þeirrar tíðar - heima í Laxárdal. Skólatími hvers árs um sig var ekki langur en nýttist ótrúlega vel til námsins. Hún fór ekki í Laugaskóla eins og flest systk- ini hennar. Systir hennar segist ekki vita hvers vegna. Hún er þó minnug þess að Laxdælingar sóttu ekki fast skólavist á Laugum, þ.á m. jafnaldr- ar Hildar, og telur að það kunni að hafa haft sín áhrif. Auðnaheimilið var fræða- og menntasetur á fornum merg, með mikinn og góðan bóka- kost. Þessa naut Hildur Guðný í rík- um mæli og bar þess merki hvar sem hún fór. Hún var einn vetur í Kvennaskólanum á Laugum í Reykjadal og var afar ánægð með þá skólavist. Hún hefði eflaust kosið lengri og meiri menntun en flestir unglingar kreppuáranna áttu ekki margra kosta völ. En Hildur var auðug af þeirri innri mennt andans, sem hvorki verður lærð né keypt, og hennar höfum við notið, sem kynnt- umst henni og nutum samvista við hana. Hildur Guðný frá Auðnum var sannur Laxdælingur eins og mágur minn Ragnar H. Ragnar frá Ljóts- stöðum. Með þeim ríkti sérstæð samkennd um dalinn þeirra, fegurð hans og frið, fjölbreyttan gróður hans og strengleika árinnar. Þessi samkennd var ekki mærð með orð- um eða upphrópunum. Hún lá í loft- inu eins og mjúkur þjóðlegur streng- ur alþjóðlegrar vitundar. Hildur Guðný giftist Böðvari Jónssyni á Gautlöndum, bróður mín- um, haustið 1954. Hún flutti samtím- is í Gautlönd og tók þar við búsfor- ráðum. Það var mikið hlutverk og erfitt, ég hef alltaf gert mér grein fyrir því. Heimilið var stórt og á ýmsan hátt margbrotið. Þar vora tíð fundahöld af ýmsu tagi og tilefni, þar var gestkvæmt og erilsamt. Þetta var okkar lífsstíll, sem þar áttum heima. Hildur gekk inn í hann og kunni honum vel þótt mikið reyndi á hana, áreiðanlega um of á stundum. Við eram býsna mörg, bæði lífs og liðin nú, sem hugsuðum alltaf „heim“ í Gautlönd. Þetta breyttist ekki við komu Hildar þangað, síður en svo. Leiðin „heim í Gautlönd" lá til henn- ar. Heimilisfaðmur hennar stóð okk- ur öllum opinn, vinum og vanda- mönnum, skyldum og óskyldum og ekki síst þeim, er þurftu á sálarstyrk að halda. Ég veit ekki til að neinn færi bónleiður af hennar fundi Ég hygg að slík heimili séu að verða ein- stök og hverfandi - því miður. Við, sem alltaf komum „heim“ til Hildar á Gautlöndum, voram og eram henni óendanlega þakklát bæði lífs og lið- inni. Atgervi Hildar var fjölþætt og áhugaefnin eftir því. Og henni var margt til lista lagt. í uppeldinu á Auðnum fræddist hún um forna siði og háttu kynslóðanna og gildi þeirra og varð m.a. sérlega ættfróð. Hún var með afbrigðum tónnæm eins og fleiri ættingjar hennar. Sá hæfileiki nýttist henni fagurlega í söng og leik. Hún var söngelsk og hafði háa sópranrödd - eiginlega óperurödd fannst mér - og hefði hún verið ung í dag þykir mér líklegt að leið hennar hefði legið til söngnáms. Hún hafði ríka hneigð til leiklistar og naut sín vel í okkar leikglöðu Mývatnssveit. Hildur var ákaflega ljóðelsk, las ljóð, lærði þau og söng þau. Og hún var hagmælt þótt ekki hefði hún hátt um það fremur en annað viðkomandi henni sjálfri. Sá eiginleiki kom sér einkar vel í öllum þeim skemmti- nefndum sem hún lagði lið sitt við og þær vora margar. Þótt Hildur væri alin upp sem einbimi var hún félags- vera af guðs náð. Aðlögunarhæfni hennar gerði henni unnt að samrým- ast hverju því sem að henni bar, kon- um og körlum, ungum og öldnum, bæði í félagslífi Mývatnssveitar svo og heimilishaldi og háttum eins og áður er vikið að. Strax á fyrsta vetri veru sinnar í Mývatnssveit gekk Hildur í ungmennafélagið Mývetn- ing og vann því mikið og vel meðan heilsa hennar leyfði. Hún var þá kjörin heiðursfélagi þess. Hún var kvenfélagskona af bestu gerð og trú öllu sem því fylgir og sívirkur þátt- takandi í slysavamafélaginu Hring í Mývatnssveit, m.a. í stjóm þess. Hildur söng í kirkjukór Skútustaða- kirkju frá því að hún flutti í Mý- vatnssveit og einnig í Lizzýarkórn- um eftir að hann var stofnaður þar til sjúkdómur svipti hana getu til söngs og allri heilsu. Hildur á Gautlöndum lét sér ekki títt um stjórnmál. En þegar Vigdís Finnbogadóttir bauð sig fram til forseta Islands lá hún ekki á liði sínu og stuðningi við það góða málefni. Það má spyrja hvernig Hildur fékk sinnt öllum sínum félagsstörf- um og skyldum þeirra jafnframt því að annast stórt og annasamt heimili og fimm syni. Margt bar til þess. Glöð jafnvæg lund og sterk skapgerð Hildar, hún vann sér verk sín létt og íþyngdi hvorki sjálfri sér né öðram með fyrirframáhyggjum. Hún var heldur ekki ein um sínar heimilis- annir. Systur hennar tvær vora kaupakonur á Gautlöndum nokkur sumur til skiptis. Elsta systir hennar giftist Sigurgeir Péturssyni, frænda mínum á Gautlöndum. Hún reyndist systur sinni og fjölskyldu hennar æt- íð hinn vænsti haukur í horni. Á sumrin voru jafnan unglingsstúlkur hjá Hildi, oftast fjölskyldufrænkur en einnig óskyldar og fór afar vel á með þeim og Hildi. En kyrrlátur stólpi þessa fjölmenna og glaðværa heimilis var Jóhanna okkar, sem kom að sunnan í sumarvinnu til for- eldra minna árið sem þau giftu sig og fór ekki aftur. Hún annaðist okkur systkinin eftir lát móður okkar og nú syni Böðvars og Hildar, er sóttu til hennar kærleika og frið eins og við hin. Það þurfti ekki að hafa áhyggjur af börnum er hún var nær. Fjöl- skyldan elskaði hana og nánast tign- aði. Þegar hár aldur og sjúkleiki tóku að sækja að Jóhönnu annaðist Hildur hana eins vel og við systkinin gátum best kostið - og er þá mikið sagt. Því var raunar eins farið um föður okkar, sem var í heimili með þeim Hildi og Böðvari svo og Þorstein Sig- urgeirsson heimilismann og vin okk- ar systkinanna. Hildur annaðist þá með kærleika og næmi, sem ekki er öllum gefið. Faðir okkar fékk að kveðja líf sitt án teljandi hrörnunar og Þorsteinn lifir Hildi. Umönnun hennar við þá og Jóhönnu er okkur systkinunum tilefni til eilífs þakk- lætis. Ég vænti þess, að lesendur þess- arar minningargreinar megi finna þess stað í orðum mínum hér að framan, að Hildur á Gautlöndum var mikil ræktunar- og fegranarsál, ekki aðeins blóma sinna margra og fag- urra heldur einnig umhverfis síns í mannlífinu. Ég minnist þess ekki að hafa heyrt hana nota ófögur orð um eitt eða neitt, hvorki störf, óhöpp eða aðra tilfallandi atburði og þá ekki heldur við fólk eða um það. Ég heyrði hana aldrei fara með lastmæli um menn. Henni var sýnna um að víkja málum til betri vegar. Hildur bar með sér þá kurteisi, er kemur að innan og lærist ekki af öðram. Hún kom eins fram við alla, gætti þess að stíga ekki á annarra strá, forðaðist að veita nokkram miska, henni var tamara að leggja til líknarhönd. Ég fæ hvorki skilið né meðtekið þá ráð- stöfun að nánast krossfesta fólk eins og Hildi - og ég hef fleiri dæmi í huga - mannvini, sem ástunda að bæta og fegra lífið í kringum sig. Ég er að svipast um eftir réttlæti al- mættisins. Ég sé það hvergi. Það era orðin æði mörg ár síðan Hildur á Gautlöndum kenndi þess sjúkdóms er nú hefur lagt hana að velli eftir margra ára kvöl og svipti hana sjón og sjálfstæðum persónu- leika. É.t.v. má rekja fyrstu drög til ársins 1986 er Hildur fékk einstak- lega kvalafullt höfuðverkjakast sem leið þó frá án merkjanlegra eftir- kasta. En einu til tveim áram síðar fór að bera á sjóntruflunum, sem augnlæknar réðu ekki við, og 1989 fékk hún þann úrskurð, að blætt hefði inn á heilann og skömmu síðar kom dómurinn, að sjúkleiki hennar nefndist alzheimer og væri ólækn- andi. Þetta var þungur dómur fyrir sextuga konu með ærin verkefni á höndum og alla aðstandendur henn- ar. Ég veit ekki til að Hildur hafi sagt æðraorð, þá fremur en endra- nær. Hún var fyrst heima en síðan 15. apríl 1993 hefur hún legið á Sjúkrahúsi Húsavíkur við góða um- önnun. Ég blessa starfsfólk sjúkra- hússins hátt og í hljóði fyrir hana. Nú er Hildur á Gautlöndum laus við sitt þunga ok. Friður sé með henni og ég segi guði sé þökk - ég get ekki annað - þrátt fyrir söknuð. Fjöl- skylda Hildar, aðrir aðstandendur og vinir hafa saknað hennar sárt í tíu löng ár. Dauðinn einn gat gert þann söknuð eðlilegan. Það er mikil gæfa að eiga konu eins og Hildi Guðnýju Ásvaldsdóttur að eiginkonu, móður, vini eða vernd- ara. Otímabær missir hennar er hlið- stæð ógæfa og mikil þolraun. Þá er e.t.v. nokkurs vert að minnast orða Byrons skálds: „Hlutskipti allra manna er að missa, mest um vert er þó að hafa átt.“ Ásgerður Jónsdóttir. Nú þegar amma hefur fengið hvfldina minnist ég hennar með hlýju. Ég minnist þeirra góðu stunda þegar við fjölskyldan komum til Gautlanda og hún tók á móti okkur með þéttu faðmlagi. Það var svo gott að faðma hana. Þau afi voru ævin- lega komin út á tröppur þegar þau sáu bíl okkar nálgast. Inni beið okk- ar heitur og ljúffengur matur sem hún hafði eldað. Ég man hve gaman það var að sitja í kjöltu hennar og syngja með henni. Hún hafði gefið mér Vísna- bókina og saman sungum við Óli úr bókinni með henni þegar að hátta- tíma kom. Hún söng svo vel og kenndi okkur marga fallega söngva. Eitt sinn var það að hún var að lesa fyrir okkur sögu og í þessari sögu varð dauðsfall. Amma fór þá að segja okkur frá því að hver maður mætti sínum ævilokum. Við urðum hrædd og fóram að gráta, en þá sagði amma nokkuð sem ég mun alltaf muna. Hún sagði að dauðinn væri ekki svo slæmur, því þá væri maður hjá Guði og liti niður til barna sinna. Ég veit að hún sagði satt og að nú er hún farin þangað sem henni líður vel. Ég vil minnast hennar með eftir- farandi kvæði. Eg man það betur en margt í gær, þá morgunsólin migvakti skær og tvö við stóðum í túni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.