Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 57

Morgunblaðið - 08.01.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR L AU GARDAGUR 8. JANÚAR 2000 57 ANNA MARÍA HÉÐINSDÓTTIR + Anna María Héð- insdóttir fæddist á Húsavík 13. maí 1977. Hún andaðist á hcimili sínu á Sól- vallagötu 72, 31. des- ember síðastliðinn. Hún var dóttir hjón- anna Héðins Helga- sonar, f. 11.5. 1957, og Sigríðar Aðal- geirsdóttur, f. 22.4. 1958. Eftirlifandi bróðir hennar er Helgi, f. 13.3. 1985. Anna María lætur eftir sig dóttur, Lilju Björgu, f. 14.5. 1996, sem hún eignaðist með fyrrverandi sam- býlismanni sínum, Jóni Gunnari Stefánssyni, f. 29.5. 1976. Sam- býlismaður Önnu Maríu frá 1997 er Snæbjörn Ragnarsson, f. 25.1. 1978. Anna María stundaði nám í mannfræði við Háskóla Islands og var þar á öðru ári þegar hún lést. Hún lauk stúdentsprófi frá Framhaldsskólanum á Húsavík á mála- braut vorið 1997. Með námi vann Anna María ýmis verslunar- og skrif- stofustörf, nú síðast hjá Hagkaupi í Smáranum í Kópa- vogi. Sem barn og unglingur var hún mjög virk í íþrótt- um, og má þar sér- staklega nefna skíðaíþróttina, þar sem hún vann til margra verðlauna. Hún lærði söng í tvo vetur hjá Hólmfríði Benediktsdóttur á Húsavík og var hjá henni í stúlknakór Húsa- víkur. Eftir að hún flutti td Reykjavíkur söng hún um tíma með Vox feminae hjá Margréti Páhnadóttur. títför Önnu Maríu fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Viðsjál lífsklukka vonanna gengur áveginummínum. Geisli minn bjartur logar ei lengur á lífskveiknum þínum. Tregafull horfir veröldin við mér vökuna hljóða, með söknuð í hjarta ég blessunar bið þér bamiðmittgóða. (Hákon Aðalsteinsson.) Kveðja frá, ömmu Beggu. Okkar kæra Anna María. Með ör- fáum orðum langar okkur til að minnast þín. Það er þungbær tilhugsun að eiga ekki eftir að sjá þig aftur, eins og það var ávallt gaman að umgangast þig, þú gafst svo mikið af þér og varst svo glöð og ánægð. Margar góðar og skemmtilegar minningar rifjast nú upp við fráfall þitt. Þú stóðst jafnan fremst í flokki innan okkar hóps við hin ýmsu tilefni, t.d. á bekkjarkvöld- unum okkar. Söngur þinn og tónlist- arhæfileikar glöddu marga og skemmst er að minnast þess þegar þú stóðst á sviði og söngst fyrir hönd okkar í söngkeppni framhaldsskól- anna. Þá skein stolt úr hverju andliti. Það er með miklum trega og sökn- uði sem við kveðjum þig nú. 1 minn- ingunni sem alltaf mun geymast í hjarta okkar skín skært ljós fyrir óm- etanlega vináttu. Líkt og rótfóst angan er ímynd þín í hjarta mér Minning þína þar ég geymi þinni mynd úr huga mér aldrei gleymi öðru gleymi - ekki þér. (Þýð. Yngvi Jóhannesson.) Megi góður guð leiða þig inn í hina ei- lífu birtu og styrkja ástvini þína í sorginni. Guð blessi sálu þína. Bekkjarsystkinin á Húsavík. Vinkona mín sem brosir stórogfalleg hjá sólinni í aprfl Þúertsúsemhorfir í fegurðarátt meðanhlýjanlæðist íauguþínoghár Vinkona mín á himninum á morgun springur sólin í maí út og gægist um endalaust hnappagatið á blússunni þinni vinkonamín (Steinunn Sigurðardóttir.) í dag kveðjum við söngsystur okk- ar, Önnu Maríu Héðinsdóttur. Anna María gekk til liðs við Vox Feminae haustið 1998 og þar fengum við að njóta ljúfmennsku hennar og söngs. Við þökkum samverustund- imar og minnumst hennar með sökn- uði. Við sendum Lilju litlu og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Megi algóður Guð vemda ykkur og veita styrk í sorg- inni. Félagar í Vox Feminae. Það er gaman að láta hugann reika og minnast þess atburðar þegar lítil snaggaraleg 9 ára rauðhærð stúlka bankaði á dymar á kennarastofunni á Gmnnskólanum á Húsavík og spurði eftir henni Hóffý. Hún var með erindi. Fyrh- hönd bekkjar- systkina sinna fór hún fram á það að stofnaður yrði kór í hennar bekk. Ekki bara svona þar sem allir sungu eins, heldur í alvöru með mörgum röddum og svoleiðis. Það leyndi sér ekki ákveðnin. Ekkert smávegis var hún Anna María Héðinsdóttir lík henni ömmu sinni og nöfnu, Maríu, sem var „konan í næsta húsi“ þegar ég var að alast upp á Hólnum en margar stundimar sat hún við eld- húsborðið, púaði sígarettur og drakk kaffi með móður minni á meðan hún gerði góðlátlegt grín að samferða- mönnum okkar á Húsavík. Svona ákveðnar konur eins og þessar Mar- íur skilja ekki neiið þannig að það er best að segja barajá þegar þær biðja um eitthvað. Því fór þessi kór af stað með ágætis árangri strax eftir nokkra mánuði. Það vom svo sem margir kvenskömngar sem oft á ís- lensku em kallaðar frekjur í þessum kór. Margar þeirra urðu síðan kór- stólpai’ í Stúlknakór Húsavíkur og var hún Anna María áfram í farar- broddi, var samt ekki mikið að trana sér fram, hafði líka ýmsum öðmm hnöppum að hneppa eins og til dæm- is að eignast litla dóttur svona í miðju námi við Framhaldsskólann á Húsa- vik. Við höfðum í nógu að snúast, ákváðum að setja nefíð upp í loft og taka þátt í alþjóðlegu kóramóti í Giessen í Þýskalandi sumarið 1997 og gerðum það að sjálfsögðu með stæl. Sú ferð var öll eitt ævintýri og ekki var síðri undirbúningurinn þeg- ar við fluttum „Sálma og syrpur“ á Hótel Húsavík. Þar var Anna María í einsöngshlutverkum og gerði af miklum myndarbrag. Eg held það hafi verið þá sem hún fór að „græja það“ eins og unga fólkið segir, með honum Bibba en hann sá um hljóðið í sjóvinu okkar. Anna María hélt áfram að syngja þegar hún flutti suð- ur og söng með frænku sinni Möggu Pálma í Vox Feminae þegar hún hafði tíma frá erfíðu námi í Háskól- anum. Ég hitti Önnu Maríu síðast daginn fyrir Þorláksmessu en hún var að vinna í Hagkaupi með náminu. Hún var brosandi og glöð, var að fara heim á Húsavíkina til að halda jólin með íjölskyldunni sinni. Við óskuðum hvor annarri gleðilegra jóla og nýs árs eins og við gerum hér á í slandi. En hvað svo? Ekki vissi ég að hún Anna María burðaðist með „svarta hundinrí' svokallaða. Þennan algjör- lega óboðna gest sem brýst inn í hug- arheim fólks (mér skilst að hann sé sérstaklega grimmur hér á norðlæg- um slóðum) og lætur því líða þannig að það sér engan veginn til sólar. Hún Anna María ákvað að þetta væri nóg. Hún vildi komast héðan í burtu, við vitum svo sem ekki upp á hár hvert, en það veit hamingjan að ég vona að Önnu Maríu líði vel og að hún í Guði sínum almáttugum öðlist ró og fríð. Við hin samferðamenn hennar hér á jörðinni sitjum eftir með stein í hjartanu og biðjum Guð um að láta hann bráðna svona smám saman með hækkandi sól. Það er ósköp eðlilegt að syrgja en sorgin má ekki yfirbuga okkur, það er svo margt að hyggja að. Það þarf að borða og sofa og læra + Hermína fædd- ist á Stóruvöll- um í Bárðardal 16. mars 1904. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 26. desember síðastlið- inn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 7. janúar. Hljóðfærið er þagn- að. Stórt hjarta er hætt að slá. Langri vegferð Hermínu föð- ursystur minnar er lokið. Ferðin hófst í Bárðardal fyrir tæpri öld. Leiðin lá yfir Vallafjall, um Bílds- árskarð til Akureyrar, þaðan til Kaupmannahafnar og Hamborgar, aftur til Hafnar og loks til Reykja- víkur. í allri þessari för ómaði tón- listin, arfur sem hún hafði hlotið í vöggugjöf og miðlaði öðrum svo ríku- lega af. Spítalavegur 15 á Akureyri, hús organistans og söngkennarans, föð- ur hennar, var hús hljómanna. Hann kenndi á hljóðfæri frá morgni til kvölds. Þar lærði hún ásamt bræðr- um sínum að leika á hljóðfæri. Bráð- ung hljóp hún í skarðið fyrir föður sinn og lék við guðsþjónustur á or- gelið í kirkjunni í veikindaforföllum hans, meðal annars eitt sinn á jólum. Síðar fór hún til náms í áðurgreind- um borgum og settist að í Hamborg ásamt eiginmanni sínum, Bimi Kristjánssyni stórkaupmanni. Þar hélt hún tónleika og kenndi á píanó. Heimili þeirra Björns varð samkomustaður ís- lenskra tónlistarmanna í Þýskalandi. Á heims- styrjaldarárunum síðari urðu þau að flýja til Kaupmannahafnar ásamt sonum sínum tveimur. Þar stundaði hún píanókennslu í einkatímum. Eftir að stríðinu lauk bjuggu þau í Reykjavík þar sem Bjöm stundaði kaupmennsku en hún hóf ævistarf sitt hér heima, píanó- kennslu. Þeir voru ófáir sem byrjuðu tónlistamám undir hennar leiðsögn, þeirra á meðal margh- fremstu píanóleikarar landsins. Við njótum því enn góðs af starfi hennar. Það sem einkenndi frænku mína framar öðra var góðmennska og hlýja ásamt festu og samviskusemi. Þessir eiginleikar gerðu hana ekki aðeins að góðum kennara heldur áttu þeir sinn þátt í að órofa vinátta og trúnaður myndaðist milli hennar og fjölmargra nemenda hennar. Það þer mannkostum hennar fagm-t vitni. Hún fylgdist vel með fram- gangi þessara „músíkdætra“ sinna, því langflestir nemendurnir vora stúlkur, eftir að hún sleppti af þeim hendinni, ekki aðeins á tónlistar- brautinni heldur einnig hvemig þeim farnaðist í lífinu. Hún samgladdist þeim í meðbyr en studdi þær og taldi í þær kjark ef á móti blés. Við frændsystkinin fóram heldur ekki varhluta af umhyggju hennar og ljúfmennsku. Framundir það síð- asta kunni hún skil á börnum okkar og jafnvel bamabörnum þótt eigin afkomendur sætu auðvitað í fyrir- rúmi. Það var skemmtilegt að heim- sækja Hermínu, í hennar ranni ríkti ætíð glaðværð og uppörvun. Þótt hún væri stjómsöm var hún alltaf háttvís í samskiptum við aðra. Hún var umtalsfrómasta manneskja sem ég hefi þekkt og ekki var dómgim- inni fyrir að fara. Umburðarlyndi og skilningur á högum annarra var of- arlega í huga hennar. Beindist um- ræðan inn á neikvæðar brautir sagði hún: „Við skulum ekkert tala um það. Við skulum tala um eitthvað skemmtilegt.“ Af hennar fundi fóra allir ánægðari en þeir komu. Hermína var glæsileg kona. Ég man glöggt þegar hún steig út úr áætlunarbílnum á Ráðhústorgi er fjölskyldan kom fyrst til Akureyrar eftir stríðið. Hvað ég varð stoltur af þessari fallegu, fjörmiklu frænku minni sem hafði gengið í gegnum raunir stríðsins en var samt svo kát ogglöð. Ég minnist þess líka hve mér þótti mikið til hennar koma á aðfangadag fyrir tveimur áram. Þá var hún enn, hartnær blind, í íbúðinni sinni á Reynimelnum. Við voram bæði að bíða komu jól- anna. I miðju samtali segir hún: „Við skulum syngja Heims um ból. Þú syngur, ég spila.“ Hún fetaði sig að flyglinum, fór höndum um nótna- borðið og sagði: „Nú byrjum við.“ Hún lauk forspilinu. Ég söng fyrstu laglínurnar en þagnaði skjótt og horfði á þessa aldurhnignu konu réttast í sætinu, eins og hún kastaði ellibelgnum, einbeita sér að því að leika þetta fallega sálmalag eins vel og hún kunni, líkt og á jólum forðum í gömlu kirkjunni í Fjörunni. Engin feilnóta slegin, styrkbreytingar allar eftir bókinni, hraðinn jafn út í gegn. Hún lék lagið þrisvar sinnum og sagði svo: „Nú mega jólin koma.“ Þessi mynd gleymist seint. Gylfi Pálsson. + Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BÁRÐUR ÍSLEIFSSON arkitekt, andaðist að kvöldi fimmtudagsins 6. janúar. Unnur Arnórsdóttir, Finnur Bárðarson, Iréne Jensen, Leifur Bárðarson, Vilborg Ingólfsdóttir, Inga María Leifsdóttir, Margrét María Leifsdóttir, Helgi Örn Pétursson, Máni Helgason. HERMÍNA SIGURGEIRSDÓTTIR KRISTJÁNSSON og lifa með frið í hjartanu og taka á móti erfiðleikum sem koma og sem betur fer oftast fara. Þá er gott að eiga vin í Guði. „Guð í alheimsgeimi og Guð í sjálfum okkur“ getur hugg- að okkur. Við kunnum svo margai- bænh- sem geta huggað. Mig langar að hafa eina með hér, bæn eftir Pál V.G. Kolka sem Stúlknakór Húsavíkur söng við lag Þorkels Sigurbjömssonar. Til þín, Drottinn hnatta og heima. Hljómarbænumfrið. Veittu hijáðum, hreldum lýðum hjálp í nauðum, sekum grið. Þegar skjálfa skorðuð fjöllin, skeika öll þín dýpstu ráð, lát oss veika fá að finna fasta bjargið, þína náð. Bjartir englar betri heima biðjiðfyriross. Þú, sem fyrir þjáða bræður þymikrýndur barst þinn kross, lát oss við hann fá og finna friðarathvarf, líknarskjól. Miskunn veit oss mönnum sekum, mikli Guð, við dómsins stól. Megi bænin vera hinum fjölmörgu aðstandendum Önnu Maríu styrkur á þessum erfiðu tímamótum. Við verðum að virða ákvörðun þessarar söngvinkonu okkar. Hvíl í friði, Anna María. Hólmfríður S. Benediktsdóttir. Það eru að nálgast mikil tímamót, nýtt ár, ný öld og nýtt árþúsund er að ganga í garð. Spennan er mikil meðal manna, því þetta eiga að verða glæsi- legustu áramót sem menn muna. Ljósin á himninum verða skær þegar öllum flugeldunum er skotið upp. En þrátt f'yrir alla ytri ljósadýrð kemst Ijósið ekki inn að hjartarótum allra, myrkrið grúfir yfir og birtan hverfur. Minningamar hrannast upp þegar við hugsum til baka um hana Önnu Maríu. Stúlkuna sem var hugljúfi allra og lífgaði umhverfið í kringum sig með ýmsum uppátækjum. Stúlk- una sem hafði hæfileika og trú á það sem hún var að gera. Stúlkuna sem vildi prófa, og jafnvel ögra. Hún þurfti snemma að axla ábyrgð og hún vildi standa undir þeirri ábyrgð sem á hana var lögð. En á ytra borðinu kom ekki fram hvernig sálinni leið. Við sem héldum að hún væri svo sterk, í góðu jafnvægi, áttuðum okk- ur ekki á líðan hennar. Veturinn í vetur verður okkur minnisstæðui- því samskiptin urðu meiri við Önnu Maríu, Bibba og Lilju Björgu. Lilja Björg var hjá okkur aðra hverja helgi og lífgaði upp á heimilislífið. Hún og dóttir okkar urðu miklir mátar, og máttu ekki hvor af annarri sjá. Það var notalegt að fá Önnu Maríu og Bibba oftar í heimsókn, setjast yfir kaffibolla og ræða um lífið og tilverana. Við mun- um sakna þessara stimda. Elsku Lilja Björg, Bibbi, Sirrý, Héðinn og Helgi. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við lífið. Minning- in um Önnu Maríu mun lifa með okk- ur. Kristín og Helgi. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suóurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.