Morgunblaðið - 08.01.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 08.01.2000, Qupperneq 62
* rtn^frrV/H n arm/^fTí^.T. t n.rrr * r ctt ,rrrs,rr r\r r ^62 LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir TRUIR PU AÐ LIF PITT SETE HAFT ÁHRIF A UMHVERFIt) ? HEFURBU EKKI TEKIt) EFTIR PVI, A£> PAt) ERU TÖLUyERT FÆRRI SPÖRFUSL/AR í NASRENNIMU NÚNA ! Hundalíf Ljóska Ferdinand "TESS OF THE p'urservilles 'THI5 6UY ON TV SAYS 5PORTS ARE ALL FATHERS ANP 50NS TALK ABOUT.. LUHAT ELSE IS THERE TO TALK . ABOUT? . Náunginn í sjónvarpinu segir það séu íþróttir sem allir feðgar tali um. Hvað annað er hægt að tala um? Smafolk /i-t Hana Tess, eftir Hardy. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Aldamót? Frá Grími Gíslasyni: í BÓKAHILLUNNI minni standa m.a. tvær bækur. Á kili annarrar stendur: Öldin sem leið - Minnisverð tíðindi 1861-1900. Á kili þeirrar næstu stendur: Öldin okkar - Minn- isverð tíðindi 1901-1930. Síðari bókin hefst á grein sem ber yflrskriftina: Tuttugasta öldin geng- ur í garð, og undirfyrirsögn með stærra letri: Reykvíkingar kveðja gömlu öldina og fagna þeirri nýju. í téðri írásögn eru m.a. birt sýnis- horn úr aldamótaljóðum stórskálda þjóðarinnar, þeirra Einars Bene- diktssonar og Hannesar Hafstein og kaflafyrirsögn síðar í frásögninni er: Öldin heilsar. Þar er m.a. sagt orð- rétt: „Um leið og klukkan sló tólf dundu við flugeldaskotin á miðjum Austurvelli, klukknahljómurinn kvað við í tuminum og á þaki lyfja- búðarinnar var brugðið upp eldi sem sló björtum ljóma á umhverfið“ o.s.frv. í framantilfærðum orðum kemur ótvírætt fram hvenær síðustu alda- mót voru samkvæmt ríkjandi tíma- tali og skilningi alþjóðar og ekki minnist ég þess að hafa nokkurn- tíma, eða nokkursstaðar, séð þessa staðreynd vefengda. M.ö.o. að síð- asta ár nítjándu aldarinnar hafi verið 1900 og fyrsta ár tuttugustu aldar- innar árið 1901 og aldamótin hafi verið um miðnættið þegar hið fyrra kvaddi og hið síðara heilsaði, sett fram með ártölunum 1900/1901. Önnur hlið á þessu máli er svo sú að árið 1900 hefir verið kallað alda- mótaár eins og árið 2000 er alda- mótaár nú 100 árum síðar, þótt tutt- ugustu öldinni ljúki ekki fyrr en í lok þessa nýbyrjaða árs þegar mætast ártölin 2000/2001. Þegar tók að líða nokkuð fram á sl. ár, þ.e. árið 1999, fór að bera á þeirri túlkun að tuttugustu öldinni væri að ljúka með því ári. Mest bar á áróðri kaupahéðna sem tóku að auglýsa margskonar varning sinn merktan eða í tilefni aldamótanna og gekk svo árið út að viðbættu þrástagi fjöl- miðla að svona ætti að hafa þetta. Áramótin eru nú liðin án þess að opinber dómur hafi gengið um það hvort um hafi verið að ræða aldamót eða ekki aldamót, en forsætisráð- herra þjóðarinnar kaus að víkja að þessu í léttum tón í upphafi ára- mótaávarps síns. Svo virðist helst að óskráð samkomulag hafi orðið um það að láta hvern og einn hafa sína skoðun um málið en miklu hafa þeir verið háværari sem hafa viljað drífa þetta af og hljóta stax ímyndaðan ávinninginn af kaupskap sínum og tækifærismennsku, en hinir látið kyrrt liggja. Að lokum skal bent á þá staðreynd að fram að þessu hefir verið talið að þegar við teljum byrjum við á einum og tugurinn sé fullui- við töluna tíu. Sama lögmál gildi um hundruðin, þau byi-ji á einum og endi á tölunni hundrað. Eins er þetta með þúsund- in hvort verið er að ræða um tímatal okkar eða annað tölfræðilegt. Þess vegna verðum við að þreyja þetta nýbyrjaða ár til þess að við getum haldið raunveruleg aldamót og mætt tuttugustu og fyrstu öldinni með til- heyrandi hátíðahöldum svo sem átti sér stað við síðustu aldamót og vikið er að í upphafi þessarar greinar. Og að lokum ein staðreynd: Það sem gerist á þessu nýbyrjaða ári tilheyrir tuttugustu öldinni en það sem gerist á næsta ári hinni tuttugustu og fyrstu. Gleðilegt aldamótaár! GRÍMUR GÍSLASON, Blönduósi. Lækning við slitg’igt án aukaverkana Frá Erni Svavarssyni: í MORGUNBLAÐINU 4. desember ’99 ritar Magnús Jóhannsson læknir fróðlega grein um slitgigt, einkenni, orsakir og meðferðir. Hann segir þennan sjúkdóm næstum því alltaf ólæknandi. Auk sjúkraþjálfunar og stoðtækja, þegar það á við, bendir Magnús á að einkum séu notuð verkjalyf og bólgueyðandi verkjalyf. Við þessar upplýsingar mætti bæta að undanfarin ár hafa staðið yf- ir rannsóknir á tveimur áhugaverð- um efnum við slitgigt. Þau hafa þann kost að valda litlum eða engum auka- verkunum, gagnstætt hinum hefð- bundnu bólgueyðandi verlqalyfjum. Rannsóknirnar sýna að þau draga úr bólgu, yfirleitt ekki eins fljótt og hefðbundnu lyf, en að þremur mán- uðum og lengri tíma liðnum er árang- ur jafnan sambærilegur eða betri en þegar hefðbundin lyf eru notuð. Rannsóknir benda einnig til þess að þessi efni byggi upp slitið brjósk og veiti þannig varanlegri bata. Efnin eru glucosamine sulfate og chondroitin sulfate. í nokki-um Evr- ópulöndum eru þessi efni helsta ráð lækna við slitgigt og í Bandaríkjun- um eru þau einnig mikið notuð af læknum. Þau fást ýmist stök eða saman í töflu, en hérlendis er Lið- Aktín langmest notaða vörutegundin og inniheldur hún bæði þessi efni í ríflegum skömmtum og fæst í heilsu- búðum og apótekum. Hjá Heilsuhúsinu höfum við um nokkurt skeið haft þessi efni á boð- stólum og höfum við fengið fjölda ánægðra viðskiptavina til okkar sem hrósa þessum efnu og telja þau hafa fært sér bata. Einnig höfum við haft spurnir af fólki sem slapp við upp- skurð við slitgigt, eftir að hafa notað Lið-Aktín um tíma. I bókinni „Glucosamin Nature’s Arthristis Rcmedy“ er farið yilr nokkrar helstu rannsóknir síðari ára á glucosamine og chondroitine sulf- ate og er í bókinni einig ágæt heim- ildaskrá. Á netinu má finna afar fróð- lega og vandaða umfjöllun um slitgigt (osteoaithritis) hjá „tnp.com" undir „conditions“. ÖRN SVAVARSSON, er áhugamaður um heilsurækt og náttúrulegar lækningar og rekur Heilsuhúsið. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðvéitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.